Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 30
Mokka v/ Skólavörðustíg, Rikey Ingimundardóttir sýnir um óákv tíma. Gallerí Gangskör, opið þd.-fd. 12-18, verk Gangskörunga til sýnis og sölu. MYNDLIST TÓNLIST „Birta“ - Vatnslitamyndir Kristínar Þorkelsdóttur í Nýhöfn, Hafnar- stræti, hefst ld., opið virka 10-18, helgar 14-18. Stendur til 8.2. I ngileif Thorlacius sýnir málverk í Ásmundarsal, opið 14-20, síðasta sýningarhelgi. Ljóðatónleikar Margrétar Bóas- dóttur í Listasafni Sigurjóns á Laugarnesi Id. 17.00, undirl. Step- han Kaller. Einlýsingar. GuðmundurThor- oddsen sýnir vatnslitamyndir í Nýlistasafninu,16-20virka, 14-20 helgar. Til 29.1. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, samsýning.oftskiptum, 12-18 virka, 14-18helgar. Gallerí List, nýjar myndir og ker- amik, 10-18 virka, 10.30-14 laugard. Gal er í Sál, T ryggvagötu 18, sýn- ing T ryggva Gunnars Hansens, 17-21 daglega. Listasafn Einars Jónssonar, lok- að des. og jan. Höggmyndagarður- inn opinn daglega 11-17. Gallerí Borg: grafík, leir, glerog olía eftir ótal listamanna til sölu. Listasafn íslands. Salur 1: Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, Gunnlaugur Scheving. Salur 2: Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson. Aðrirsalir: Nýaðföng. Leiðsögn sd. 15.00. Opið nema md. 11-17. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, 50 verk Sigurjóns, 14-17 um helgar. Söngur Margrét- ar Bóasdóttur Id. 17.00. Norrænn þriæringur í veflist Kjar- valsstöðum, 81 verk e. 64 lista- menn þar af 4 ísl. Opið 11-18, lýkur sd. SPRON, Álfabakka 14, Breiðholti, damaskmyndvefnaður Sigríðar Jó- hannsdóttur og Leifs Breiðfjörð til 27.1. mánu- til fimmtud. 9.15-16, föstud.9.15-18. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, þjóðsagna- og ævintýramyndir Asgríms til febrúar- loka, sunnu-, þriðju-, fimmtu- og laugard. 13.10-16. Helgi Björnsson og Hanna María Karlsdóttir í Maraþondansinum á Broadway. Mynd: Jim Smart. Hvað á að gera um helgina Hallveig Thorlacius Ég verð önnum kafin við að leika Theodóru Thoroddsen í sýningu Leikfélags Skagfirðinga á Uppreisninni á ísafirði í Varmahlíð. Við leikum bæði á laugardagskvöld kl. 9 og sunnudag kl. 3, en því miður eru þetta síðustu sýningar. Þetta hefur gengið alveg stórkostlega og ég kem til með að sakna Theodóru sárt. í>að er ekki vegna þess að aðsóknin sé að minnka sem við erum að hætta, hún hefur verið gríðarlega mikil, en leikararnir eru allir svo önnum kafnir að við neyðumst til að setja punkt. Ekki verður helgin eintómt strit því á laugardagskvöldið ætla leikar- ar og aðrir aðstandendur sýningarinnar að borða saman eftir sýningu. SA Finnska sópransöngkonan Soile Isokoski syngur Ijóð i Óperunni Id. 14.30, undirl. Marita Viitesalo. Tónlistarfélagið. Kammersveit Reykjavíkursd. 16.00 Óperunni. Signý Sæmunds- dóttir syngur, með píanói og níu m. hljómsv., verk eftir Saint-Saéns, Fauré, Ravel, Franck. LEIKLIST Sjang-Eng í Iðnó föd. 20.00, sd. 20.00. Allt í misgripum, Leikfélag Hafn- arfjarðar í Bæjarbíói, Id. 20.30. Sveitasinfónían í Iðnó Id. 20.30. Fjalla-Eyvindur og kona hans, Þjóðleikhúsi föd. 20.00. Ævintýri Hoffmanns, Þjóðleikhúsi Id, sd. 20.00. Koss kóngulóarkonunnar í Al- þýðuleikhúsinu, kjallara Hlaðvarp- ansföd.Jd. 20.30. Maraþondansinn í Broadway Id. 20.30. Uppreisnin á ísafirði, Leikfélag Skagfirðinga, Id. 21.00, sd. 15.00, Varmahlíð. HITT OG ÞETTA Á rauðu Ijósi - Jón Baldvin og Ólafur Ragnar með fundi í Sindra- bæ Höfn í Hornafirði föd. 20.30, Eg- ilsbúð Neskaupstað Id. 14.00, Al- þýðuhúsinu Akureyri sd. 14.00, Hótel Höfn Siglufirði sd. 20.30. MÍR-bíó Vatnsstíg 10sd. 16.00, „Bréf látins manns", ný mynd og umtöluð um kjarnorkuvetur eftir gereyðingarstríð, enskt tal. Okeypis inn. Félag eldri borgara, opið hús í Tónabæ laugard. frá 13.30, dan- skennsla 14.30-17.30 (ath. breytt), 20.30 diskótek. Opið hús sd. í Goð- heimum, Sigtúni 3, spjall, spil og tafl frá 14, dansað 20-23.30. Opið hús í Tónabæ mánud. frá 13.30, félag- svistfrá 14.00. Laugardagsganga Hana nú, lagt af staö 10.00 frá Digranesvegi 12. Samvera, súrefni, hreyfing. Ferðafélagið, sd. 13.00, Vífilsstað- avatn - Vífilsstaðahlíð, 2-3 tíma ganga, 300 kr. (frítt undir 15), brott- för austanvið Umfmst. Útivist, tunglskinsganga sunnan Hafnarfjarðar Id. 20.00, brottför vestanvið Umfmst., við sjóminjas. og kirkjug. í Hfirði, 400 kr. Land- námsganga ‘89 sd. 13.00 Elliðabrýr-Blikastaðakró, farið frá Grófartorgi (Vesturgötu 2-4), Páll Líndal segirfrá. Ljósmyndasýning í tækjasal Heilsustúdíósins Skeifunni 19, myndir af vaxtarræktarfólki. Opnað sd.,opið 14—17sd., 12—16 ld., 8-22 virka. Borgfirðingafélaglð, -félagsvist sd. 14.00, aðalfundureftirspil, Skipholti 50a. Tíno Constantinou hárgreiðslu- meistari sýnir á Hótel Borg sd. frá 14.00. Víkingar í Jórvík og Austurvegi í Norræna húsinu og Þjóðminjasafni hefst ld.Stendurtil3.4. DavidWil- son frá British Museum talar um víkinga á Mön og í Kúmbríu NH Id. 17.15, Helge Ingstad fornlfr. talar um víkinga í Ameríku NH sd. 17.00. Víkingamatur í kaffiteríu NH. Lífshamingja og lifibrauð: Vandi velmegunarsamfélaggs. Ráð- stefnaá vegumSUJ, Hótel Borg Id. 14-17. Frmsm.: HörðurBergmann, Jón Sigurðsson, Magnús Skúla- son, Skúli G. Johnsen. ÍÞRÓTTIR Handbolti. Evrópukeppni meistaraliða, kvenna, Höllin, föd. 20.00 og sd. 20.00 Fram-Spartak Kiev.2.d.ka.sd. 14.00 ÍH-ÍR, 21.15, Grótta-Þróttur, 1 .d.kv. sd. 15.15 FH-Stjarnan, 15.15 ÍBV-Þór Karfa. Akureyri sd. 20.00 Þór-ÍBK Grindavík sd. 20.00 UMFG-KR Hlíðarendi sd. 20.00 Valur-UMFT Kennarahásk. sd. 20.00 (S-Haukar Njarðvíkkl.20.00UMFN-ÍR Frjálsar, meistaramót innanhúss. Höllin Id. hástökk ka. 11.20,11.40 800mka.,kv.,sd. 13.301500 m ka., hástökk kv. Baldurshagi Id. 13.30 50 m ka., kv., langstökk ka., sd. 10.0050 m gr. ka.,kv., þríst. ka., langst. kv., Reiðhöllin Id. 11.20 kúl- uv.ka.,kv. FJÖLMIÐLAR^^I HARAiDSSON Fréttir úr stríðinu Blaðamaðurinn í mér skemmti sér vel yfir myndinni sem sjón- varpið sýndi á mánudaginn og gerð var eftir sögu enska skálds- ins Evelyn Waugh. Ævintýri draumlynda sveitamannsins í hinu stríðshrjáða ríki Ishmaelíu voru kostuleg og ekki síður grínið sem haft var uppi um stjórnendur hinnar daglegu Skepnu. Ég hef ekki tölu á öllum þeim kvikmyndum þar sem hlutverk stríðsfréttamannsins er hafið upp til skýjanna. Samkvæmt þeim eru þar á ferð miklar hetjur sem leggja líf sitt í hættu oft á dag. Veruleikinn er að ég held dálítið öðruvísi. Mér skilst að blaða- menn í stríðshrjáðum löndum eyði mestum tíma á börum hótela og fyigist þar hver með öðrum eins og í myndinni á mánudaginn. Af og til komast þeir kannski í hann krappan en oftar en ekki er lífsháskinn blásinn dálítið út. í myndinni var einnig bent á hversu tilviljanakennt það getur verið hvað kemst í fréttir og hvað ekki. Söguhetjan í myndinni komst fyrir tilviljun í kynni við fólk sem stóð nærri atburðarás- inni og skildi hana betur en samanlagt blaðamannastóðið á barnum. Fyrir vikið gat hann sent hverja heimsfréttina á fætur ann- arri heim til Lundúna. Og að sjálfsögðu var einnig bent á það hvernig blaðamenn geta orðið leiksoppar valda- manna sem þurfa á aðstoð þeirra að halda við að móta atburðarás- ina. Sumar fréttir draumlynda sveitamannsins voru samdar af hinum alþjóðlega auðmanni sem einnig hafði lagt sitt af mörkum til að breyta valdahlutföllunum sér í hag. Þetta beindi huganum að grein eftir Agnesi Bragadóttur blaða- mann í Morgunblaðinu síðasta sunnudag. Agnes skrifar þar fast- an pistil um stjórnmálaviðburði vikunnar og í næsta sunnudags- blaði á undan hafði hún birt frétt um að Óla Þ. Guðbjartssyni þing- manni Borgaraflokksins á Suður- landi hefði verið boðið fyrsta sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í kjördæminu ef hann vildi ganga í flokkinn og styðja ríkisstjórn- ina. Alla vikuna linnti ekki látun- um út af þessari frétt því allir sem með einhverju móti töldu sér málið skylt hömuðust við að bera hana til baka. Um síðustu helgi segir Agnes okkur undan og ofan af því hvemig þessi frétt hafi orðið til og fjallar í leiðinni um sígildan vanda fréttamannsins: samband hans við heimildarmenn. Hún klykkir út með þeirri ábendingu að „verði heimildarmaður uppvís að því að misnota samstarf sitt við fréttamanninn, með því t.d. að mata hann á röngum upplýsing- um eða afvegaleiða, hefur orðið trúnaðarbrestur, sem ekki verður bættur, að minnsta kosti ekki um langa hríð.“ Og taki nú sá til sín sneiðina sem á hana. Það sem mér fannst hins vegar athyglisvert við þessa frétt Agn- esar var meðferð Morgunblaðs- ins á henni. Ekki þótti nóg að gert að birta hana í pistli Agnesar á bls. 6 heldur var henni einnig slegið upp á baksíðu blaðsins. Morgunblaðið hefur átt við nokkurn tilvistarvanda að glíma að undanförnu. Blaðið hefur haldið uppi æ háværari sjálfstæð- isbaráttu gegn forystu Sjálfstæð- isflokksins og leitast við að sinna heiðarlegri fréttamennsku sem ekki tekur mið af því hverjir verma ráðherrastóiana hverju sinni. Þessi viðleitni hefur borið töluverðan árangur, til dæmis var blaðið ekkert sérlega stjórnar- hollt meðan Þorsteinn Pálsson var forsætisráðherra og eftir að hann lét af því starfi hefur blaðið sjaldan dottið ofan í heiftina og móðursýkina sem svo oft hefur einkennt fréttaflutning Moggans í stjórnarandstöðu. En þegar Agnes kom með fréttina um Óla Þ. og tilboð krat- anna var freistingin of stór. Með henni var hægt að koma höggi á tvo svikara í einu. Fyrir vikið komst fréttin á aðalfréttasíðu blaðsins sem vill telja sig virtasta fréttamiðil landsins. I öðrum blöðum hefði hún sennilega hvergi náð lengra en í slúðurdálk- ana. Svona getur nú sauðargæran verið vandmeðfarið plagg. Ég vona hins vegar í einlægni að Mogginn láti ekki af viðleitni sinni til að skrifa fréttir sem ekki eru pantaðar af skrifstofunum í Valhöll. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.