Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 10
LEIÐARI FYRR Er engin fyrirstaða? í Þjóðviljanum í gær og dag eru fréttir og greinar um aukningu í umsvifum Bandaríkjahers á íslandi sem er svo mikil að venjulegum íslendingi fellur allur ketill í eld. Bandarísk yfirvöld virðast vera gersamlega viss um sinn sess hér á landi og horfa ekki í fúlgurnar sem framkvæmdirnar kosta, vitandi að ekki muni hróflað við aðstöðu þeirra. Þeir vita sem er að íslenskum yfirvöld- um þykir lofið gott, þau vilja heita góðir gestgjafar með- al þjóða, og þeir þurfa ekki að spara daðrið og smjaðr- ið, nóg er til af því. Það eina sem bendir til þess að einhverjir séu enn uppi á þessu landi sem andæfa veru hersins og bram- bolti hans er að enn kemur stundum fyrir að talsmenn hersins reyni að blekkja, slá ryki í augu fólks. Það er þegar þeir segja að ratsjárstöðvarnar verði til gagns fyrir íslenska sjómenn eða að flugvöllur í Aðaldal komi sér svo prýðilega fyrir Þingeyinga, herinn þurfi ekki að nota hann nema einstaka sinnum og það verði ekki ónýtt fyrir heimamenn að geta flogið beint til útlanda. Og allt ókeypis, gleymum því ekki. Ef ekki tekst að telja fólki trú um að allar séu fram- kvæmdir hersins í okkar þágu, þá verður að grípa til þess gamla bragðs að búa til óvin. Nauðsynlegt er, segja talsmennirnir, að fylgjast með umferð sovéskra flugvéla og kafbáta. Nauðsynlegt er að halda „óvinin- um“ óttaslegnum og uggandi til að hann vaði ekki uppi. Þetta heitir „fæling“ á hernaðarmáli og er nú orðið talið býsna vafasamt tæki til friðar. í stað þess að sýna reiddan hnefann þykir viturlegra að draga upp hvíta fánann. Auk þess sem Sovétmenn hafa aldrei verið neinir óvinir okkar sem þjóðar. Undanfarin ár hafa Sovétmenn og Bandaríkjamenn gengið á undan með góðu fordæmi og rætt saman um afvopnun og frið í heiminum. Auðvitað ber hvorugu stórveldinu að treysta, því önnur eru orðin en gerðirnar oft á tíðum, og báðir gæta hagsmuna sinna með ofbeldi á sínum áhrifasvæðum. En það er fáránlegt í Ijósi und- angenginna og yfirstandandi viðræðna um slökun og afvopnun að leyfa orðalaust mannvirki undir stríðstól og nýjan tæknibúnað á þessu friðsama eylandi. Ratsjárstöðvar, stjórnstöðvar, kjarnorkuheld flug- skýli, olíuhafnir fyrir herskip, olíubirgðastöðvar her- skipa. Þetta eru óaðlaðandi orð yfir andstyggileg mannvirki og sýna og sanna svo ekki verður um villst hvað við erum: útvörður Bandaríkja N-Ameríku, til þess ætluð að taka við fyrstu árásum á þau meðan Banda- ríkjamenn koma sér í viðbragðsstöðu heima fyrir. Samningarnir um þessi mannvirki voru aldrei bornir undir íslenska alþýðu. Ekkert virðist vera hægt að gera til að stöðva framkvæmdir við þau. Sumum er meira að segja lokið. En varaflugvöllur í Aðaldal hefur ekki verið lagður ennþá. Eins og bent var á í grein í Þjóðviljanum 4. janúar yrði beinlínis lögbrot að leggja 3000 metra langa flugbraut með tilheyrandi olíubirgðastöð og kjarnorkuheldum flugskýlum í Aðaldal vegna þess að vatnasvæði Laxár í Aðaldal er friðlýst í náttúruverndar- lögum. Það samræmist þeim ekki að ryðja burt kjarri, lyngmóum, hraunbollum og lautum til að rýma fyrir herflutningavélum og sprengiþotum. Skagfirðingar stóðu einarðir gegn framkvæmdum í sínu héraði. Ekki verða Þingeyingar síðri baráttumenn gegn víghreiðri í Aðaldal. SA Þessar myndir, sem við birtum hér nú, eru mjög frábrugðnar þeim, sem birst hafa að undanförnu og mun kuldalegri, enda eru Landmælingarnar ekki við eina fjölina felldar við val á myndefni. Hér er viðfangsefnið jökull og ekki ófyrirsynju, svo mjög sem þeir setja svip sinn á þetta blessaða land okkar. Og jöklarnir eiga það til að breyta um háttu, rétt eins og þeir væru lifandi verur. Þegar kuldaskeið ganga yfir þykkna þeir og þenjast út, þegar hlýviðri ganga þynnast þeir og hopa á hæli. Þessa loftmynd tóku Landmælingar íslands af Breiðamerkurjökli og Jökulsárlóni 30. ágúst 1945. Breiðamerkurjökull gengur, sem kunnugt er, suðaustur úr Vatnajökli og er sá íslenskur jökull, sem næst hefur komist því aðnáfram ísjó. Þegarjökullinn tók að hopa myndaðistjökuilón og frá því fellur Jökulsá á Breiðamerkursandi til sjávar. OG NU Þessa mynd tóku Landmælingar íslands af Breiðamerkurjökli og Jökulsárlóninu 37 árum síðar, eða 20. ágúst 1982. Breytingin er það mikil á þessu árabili, að vel mætti ætla að myndirnar væru alls ekki af sama staðnum. Jökullinn sjálfur hefur tekið miklum stakkaskiptum, hann er mikið sprunginn og allmikið dimmleitari en á fyrri myndinni. Jökulsporðurinn hefur styst og af honum brotna öðru hvoru stórir ísjakar, sem fljóta fram á lónið, sem einnig hefur stækkað að miklum mun. Jökulgarðarnir sýna hvað jökullinn breiddi mest úr sér um síðustu aldamót. Sá, sem kemur að Jökulsárlóninu og lítur hin hvítu og tignarlegu ísskip, sem sigla þar um, gleymir trauðla þeirri sjón. Undanfarin sumur hafa þeir feðgar á Hala, Torfi og Fjölnir, verið með bát á lóninu og siglt með ferðamenn um þessa sérkennilegu friðarhöfn. Það þykir mikið og eftirminnilegt ævintýri. -mhg Viljið þið ekki, lesendur góðir, vera nú svo vcenir að senda blaðinu gamlar myndir, sem þið kunnið að eiga í fórum ykkar? Allar 40-50 ára gamlar myndir og ekki síður þaðan af eldri, eru vel þegnar. Myndunum þurfa að fylgja nauðsynlegar upplýsingar svo sem um aldur ef hann er kunnur o.s.frv. - Myndina skal senda til umsjónarmanns Nýs Helgarblaðs, Pjóðviljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjvík. - Við munum að sjálfsögðu senda myndirnar til baka, ásamt ókeypis eftirtöku. Leitið þið nú í pokahorninu. Síðumúla 6 * 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. RitstjórarrÁrni Bergmann, MörðurÁmason, SiljaAðalsteinsdóttir. Umsjónarmaður Nýs Heigarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Biaðamenn: Dagur Þorieifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Sœvar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita-og prófarfcaíestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, ÞorfinnurÓmarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Husmóðlr: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Ipnheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sföumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 70 kr. Nýtthelgarblað: 100kr. Áskrlftarverð á mánuði: 800 kr. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.