Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRÉTTIR Engu er líkara en viss álög hafi hvflt á Hvíta húsinu, bústað Bandaríkjaforscta, í næstum hálfa aðra öld. En sé svo, hefur þeim álögum nú verið hnekkt. Arið 1840 var kjörinn Banda- ríkjaforseti William Henry Harrison. Hann var vígamaður mikill, hafði barist við Breta í stríði Bandaríkjanna gegn þeim 1812 og gegn indíánum. Svo er sagt, að Ijölkunnugur indíána- höfðingi, sem átt hafi Harrison grátt að gjalda, hafi eflt seið og seitt til, að Harrison skyldi deyja í forsetaembætti og slfkt hið sama allir þeir Bandaríkjaforsetar, er kjörnir yrðu eftir hann á tuttugu ára fresti. Harrison sór embættiseið sinn í mars 1841. Sú athöfn fór fram utan húss sem venja er til, og kalt var og slagveðursrigning. En Harrison var of mikill garpur til að skeyta um slíkt og flutti innvígsluræðu sína berhöfðaður og frakkalaus. Hann talaði þar að auki í 45 mínútur, lengur en nokkur Bandaríkjaforseti við þetta tækifæri fyrr eða síðar. Hann var líka skemur við völd en nokkur af húsbændum Hvíta hússins áður eða síðan, því að mánuði eftir eiðtökuna dó hann úr lungnabólgu, sem orsakaðist af ögrun hans við höfuðskepn- urnar við athöfnina. 20 árum síðar varð Abraham Lincoln forseti Bandaríkjanna. Rétt eftir lok borgarastríðsins þar var hann drepinn af suðurrískum leikara, sem með því vildi hefna ófara Suðurríkjanna í stríðinu. Árið 1880 var James Abraham Garfield kjörinn forseti. En nokkrum mánuðum seinna var hann skotinn til bana af manni nokkrum, sem sótt hafði um stöðu hjá ríkinu en ekki fengið og hafði forsetann fyrir þeirri sök. í sept. 1901 var William McKinley, sem kjörinn hafði ver- ið Bandaríkjaforseti árið áður, drepinn af anarkista nokkrum, en þeir gerðu nokkuð að því um þær mundir að sæta áverkum við háttsetta menn. Forsetarnir Warren Harding, sem kjörinn var 1920, og Frank- lin D. Roösevelt, sem kjörinn var forseti í þriðja sinn 1940, létust báðir í embætti af völdum veikinda. John F. Kennedy, sem kosningu náði 1960, var sem al- kunna er myrtur í Dallas í nóv. 1963. Árið 1880, 20 árum eftir kosn- ingu Kennedys, var Ronald Re- agan kjörinn í Hvíta húsið. Hann lét af embætti um daginn og lifir enn. Og er nú líklega annaðhvort að indíánaseiðurinn sé farinn að dofna eftir allan þennan tíma eða þá að Reagan hefur þetta ramm- ar fylgjur. dþ. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. janúar 1989 kmerarnir eru hinsvegar reyndir vígamenn, ódeigir í andanum og undir stjórn manna sem kunna sitt fag. En nú virðist óðum fjúka í skjólin fyrir þeim. Kínverjar og Sovétmenn virðast vera stað- ráðnir í því að láta ekki málefni Kampútseu lengur verða batn- andi samskiptum sínum til traf- ala. Að sögn stjórnarerindreka í Peking hafa Kínverjar og Víet- namar þegar komist í stórum dráttum að samkomulagi þess efnis, að þeir fyrrnefndu hætti að- stoð við Rauða kmera jafnhliða brottflutningi víetnamskra her- sveita úr Kampútseu. Og fyrir skömmu komust stjórnir Taf- lands og Víetnams að samkomu- lagi um að binda enda á þrætu sína út af Kampútseu. Með sanni má kalla það sögulega málamiðl- un, því að Kampútsea hefur verið bitbein ríkja þessara í næstum fjórar aldir, að frátöldum yfirráð- atíma Frakka í Indókína. Almennt virðist nú litið svo á, að stjórn Huns Sen sé orðin nógu sterk til að standast Rauðu kmer- unum snúning, svo fremi þeim hætti að berast aðstoð utan frá. Enda höfðu þeir hörð orð um við- ræður Taílendinga við Hun Sen. Sá marghrjáði og úthaldsgóði fursti Sihanouk berst og illa af, segir ýmist að aldrei sé hægt að Hvíta húsið Alögum hmndið Allir Bandaríkjaforsetar, sem kjörnir voru á 20 ára fresti frá ogmeð árinu 1840, hafa látist í embætti. Þangað til kom að Reagan ... Sihanouk (t.v.) og Hun Sen í fyrri árangurslausum viðræðum um málefni lands síns- nú virðist sáfyrrnefndi heillum horfinn. treysta fólki eins og Víetnömum eða að Rauðir kmerar muni áreiðanlega ná völdum í Kam- pútseu að þeim þaðan förnum. En nú fækkar þeim sem á hann hlusta. Reuter/-dþ. ú í vikunni hefur Hun Sen, forsætis- og utanríkisráð- herra Kampútseu, verið í heim- sókn í Bangkok, höfuðborg Taí- lands, og rætt við forsætisráð- herra þess lands, sem Chatichai Choonhavan heitir. Þeir bolla- lögðu um framtíðarsamvinnu ríkja sinna um ferðamannaþjón- ustu, verslun og samgöngur. Varla mun ofsagt að þessi heimsókn marki tímamót nokkur í sögu Suðaustur-Asíu. Frá því fyrir tíu árum, er Víetnamar her- tóku Kampútseu og settu stjórn sér hlynnta þar til valda, hefur verið fullur fjandskapur með þeirri stjórn og Taílendingum, sem gert hafa sitt besta til að fyrirkoma henni. Taílendingar styðja þá einkar illræmdu Rauðu kmera og aðra kampútseanska aðila, sem berjast gegn Víetnöm- um og stjórninni í Phnomþenh, og öll sú hjálp, sem þessir kampútseönsku stjórnarand- stæðingar fá frá öðrum ríkjum, fer til þeirra gegnum Taíland. Þótt Rauðir kmerar með réttu teljist meðal verstu fjöldamorð- ingja sögunnar, hafa þeir hingað til síður en svo verið einir í heiminum. Það mesta af vopnum sínum fá þeir frá Kína, en Banda- ríkin, Taíland, Malasía og Sing- apúr sjá þeim einnig fyrir vopn- um, þjálfun og annarri aðstoð. Tvenn önnur samtök, önnur undir beinni forustu Sihanouks fursta og hin undir stjórn fyrrver- andi kampútseansks forsætisráð- herra sem Son Sann heitir, stríða að vísu einnig gegn stjórn Huns Sen, en allir eru sammála um að lítill sé dugur í þeim. Rauðu Árás enn til athugunar Að mati bandarískra og vesturþýskra leyniþjónustustofnana vantar Líbýumenn enn það mikið af tækniútbúnaði ýmsum í efnaverksmiðju sína að Rabta að þeir geta ekki framleitt efnavopn. Nú þegar tekið hefur verið fyrir vesturþýska tækniaðstoð við byggingu verksmiðjunn- ar er búist við að Gaddafi Líbýuforingi muni gera allt hvað hann getur til að útvega sér slíka aðstoð annarsstaðar frá. Bandaríkin og Vestur- Þýskaland munu nú sameinast um að hindra að honum takist það, en fari sú viðleitni út um þúfur hefur Bandaríkjastjórn enn til athugunar að ráðast með vopnum á verksmiðjuna, að sögn Hans-Georgs Wieck, yfirmanns BND, vesturþýsku leyniþjónustunnar. Reuter/-dþ. Paasio utanríkisráðherra Pertti Paasio, formaður finnska jafnaðarmannaflokksins, hefur ver- ið skipaður utanríkisráðherra landsins. Tekurhann 1. febr. n.k. við því embætti af flokksbróður sínum Kalevi Sorsa, sem lætur af því að eigin ósk. Sorsa, sem er 58 ára, á að baki langan feril í ríkisstjórnum og var t.d. forsætisráðherra um skeið. Reuter/-dþ. Tilskipun til eflingar litháísku Forsætisnefnd æðstaráðs (þings) sovétlýðveldisins Litháen hefur gefið út tilskipun þess efnis, að litháíska skuli verða aðalmálið í stjórn- sýslu, viðskiptum og atvinnulífi yfirleitt þarlendis. Er embættis- mönnum og ráðamönnum í atvinnulífi, sem ekki kunna málið, gefinn tveggj a ára frestur til að læra það. Tilskipun þessi er svipuð lögum, sem æðstaráð Eistlands samþykkti fyrr í mánuðinum til verndar og eflingar eistnesku, en strangari, þ.e.a.s. með færri undanþágum til handa rússneskumælandi fólki. Reuter/-dþ. Útboð Byggingarnefnd íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni óskar eftir tilboðum í gerð íþrótta- húss við Hátún, R. Undirstöður hafa verið steyptar. Útboðið nær til byggingarinnar fullgerðrar undir málun. Lagnakerfi eru undanskilin. Heimilt er að bjóða í verkið skv. „hefðbundnu" byggingarlagi eða skv. öðru byggingarlagi sem bjóðendur telja hagkvæmt. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bygging- arnefndar, Hátúni 12, frá og með mánudeginum 30. janúar 1989 á milli kl. 10 og 14 gegn 8.000 kr. gjaldi. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 1. mars en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Byggingarnefnd íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni Hátúni 12, R. Sími: 25655 Suðaustur-Asía Samkomulag á döfinni Phnompenhstjórnin og Taíland hafa tekið upp viðrœður-söguleg málamiðlun Taílands og Víetnams-fýkur ískjólin fyrir Sihanouk og Rauðum kmerum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.