Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 17
metisæturnar alls ekki einar um slíkt. , Sama þróun er uppi á tening- num hvað ávexti varðar. Ávextir þýddu hér áður fyrr bananar, epli eða appelsínur og á jólum voru borðuð jólaepli og mandarínur. En á meðan neysla þessara ávaxt- ra hefur aukist til muna hafa aðrir og áður óþekktir bæst við. Ergó, íslendingar neyta grænmetis og ávaxta í mun níkari mæli en áður og kemur það eflaust engum á óvart. Margar sjáanlegar breytingar Ein athyglisverðasta hliðin á ávaxta- og grænmetisáti landans er hversu margar tegundir eru hér á boðstólum, en þær eru vel á annað hundrað. Fæstir hafa raun- ar áhuga á sjaldgæfustu vörunum og halda tryggð við sín uppáhöld en aðrir eru sífellt að prófa eitthvað nýtt. Þetta á sérstaklega við um ávexti með hinum furðu- legustu nöfnumsem gefa ekkert til kynna um hvemig herlegheitin bragðast. - Breytingin undanfarið er gíf- urleg og þessi markaður er allt annar en fyrir aðeins um fimm árum, sagði Eggert Á. Gíslason hjá Mata hf. er Nýtt Helgarblað ræddi við hann í vikunni. Mata er eitt af stóru fyrirtækjunum sem versla með ávexti og grænmeti og kaupir vörur bæði erlendis frá sem og innanlands. Önnur fyrir- tæki af þessari stærðargráðu í bransanum eru Bananar og Ban- anasalan, auk þess sem Sam- bandið og Hagkaup flytja inn fyrir sjálfa sig. Þá er Ágæti einnig með mikil viðskipti á grænmet- ismarkaðinum. - Grænmetismarkaðurinn breyttist mjög eftir að einokun Sölumiðstöðvarinnar var aflétt og úrvalið hefur aukist á sama tíma og verðið lækkar. Hér áður fyrr þekkti fólk varla annað en hvítkál, gulrætur og rófur en nú eru td. kínakál og jöklasalat (ice- berg) mjög vinsæl auk fjölda ann- arra tegunda. Engu að síður borða íslendingar ekki enn jafn mikið af grænmeti og margar aðr- ar þjóðir og ræður eflaust miklu þar um að erlendis borða menn grænmetissalat sem forrétt en hér er það aðallega notað sem með- læti. - Þá er alveg ljóst að ávextir gegna öðru hlutverki hjá fólki en fyrr og hafa ýmsar tegundir sem áður töldust til munaðarvara sómt sér vel á markaðinum. Vín- Mjög sjáanlegar breytingar hafa orðið á ávaxta- og grænmetisborðum stórverslana og eru borð sem þessi fremurný af nálinni hér á landi. Fólk velur nú sitt ferska grænmeti sjálft og er úrvalið ekki af skornum skammti. Mynd: Jim. ber töldust mikill munaður fyrir nokkrum árum og kíví þekktist varla en nú seljum við mjög mikið af þessum vörum. Matreiðslumenn veitingahús- anna hafa ekki síður fundið fyrir þessari þróun og sagði Rúnar Marvinsson á veitingastaðnum Við Tjörnina að þessi þróun kæmi vel fram í matreiðslunni. - Hvítlaukurinn er gott dæmi um grænmeti sem meira er notað af en fyrr. Það er ekki ýkja langt síðan fólk fussaði og sveiaði og talaði um vonda lykt þegar minnst var á hvítlauk. Nú þykir þetta eitthvert nauðsynlegasta kryddið, sérstaklega með fisk- réttum sem eru okkar sérgrein. Tölulegar staðreyndir Grænmetisborð stórverslana bera þess merki að úrvalið er síf- ellt að aukast en einnig er það áberandi að flestar tegundir ávaxta og grænmetis eru fáan- Iegar á hvaða árstíma sem er. í máli Eggerts Á. Gíslasonar hjá Mata kom fram að söluaukningin hefði þau áhrif að innflutnings- fyrirtækin hefðu fleiri kosti til að flytja inn þessar vörur en fyrr. Þannig eru flestar tegundimar keyptar frá nokkmm löndum sem hvert og eitt hefur sinn besta tíma til ræktunar. Hann sagði einnig að sumar tegundir ávaxta væm meira og minna skraut í hillum stórmark- aða en seldust ekki í vemlegu magni. Engu að síður hlyti það að vera kostur a'ð geta boðið upp á slíkt úrval. Þá má einnig skoða innflutn- ingstölur á áður lítt seldum ávöxt- um til að sjá svart á hvítu hver breytingin hefur orðið. Ananas seldist tam. ekki mikið hér áður fyrr nema þá niðursoðinn en * ferskur ananas verður æ vinsælli. Fyrstu níu mánuði síðastliðins árs var rúmlega 21 tonn af ananas flutt til landsins en allt árið 1978 vom aðeins flutt inn tæplega 5 tonn og á sama tímabili jókst innflutningur á melónum úr 88 tonnum í tæp 400 tonn. Avocado er jafnvel enn nýrri á markaðin- um og hefur innflutningur á hon- um aukist enn meira, eða frá tæp- lega tonni árið 1978 upp í 19 tonn fyrstu níu mánuði 1988! Annars hefur avocado óvenju mörg íslensk nöfn. Venjulega er talað um eggaldin eða grænaldin en í skýrslum Hagstofunnar kall- ast það lárpemr. Oft myndast mglingur vegna slíkra þýðinga, eins og td. aspargus - spergill eða ásparga, iceberg - jöklasalat, broccoli - spergilkál, og nú aug- lýsa menn passionfmit sem ástar- aldin en ætti réttilega að kallast ástríðualdin eða einfaldlega fun- aldin! Ýmsir möguleikar Það er því ljóst að íslendingar eru enn að reyna fyrir sér á hinum ferska grænmetis- og ávaxta- markaði og em bestu leiðimar til að kynnast markaðinum betur að prófa sig einfaldlega áfram með nýjungar. Grænmeti ættu menn að borða í öll mál og ávexti má nota með hvaða rétti sem er. Rúnar Marvinsson minnist þess þegar hann bauð fyrst upp á steiktan banana með fiskrétti og vom menn mjög hrifnir af því. Hann segist enn steikja banana (eða bjúgaldin) með kola og segir það henta sérlega vel. í eftirrétt má í raun nota hvaða ávexti sem er og er allur gangur á matreiðsl- unni. Léttsteiktar perur með syk- urhúð þykja hreinasta sælgæti og fer vel að hafa þeyttan rjóma og súkkulaðisósu með en slíkur rétt- ur fer varla vel með línurnar. Og sem sjónvarpssnarl vill undirritaður koma með heimatil- búna tillögu sem fer vel í stað brakandi snakksins. Einfaldlega salat með sósu og blandast það þannig (takist ekki of alvarlega): Hálft kínakál á móti hálfii jöklasalati, ca. 5 harðsoðin egg, sveppir (td. 10), púrm- eða gras- laukur, græn paprika (má sleppa) og smátt skorin skinka. Þetta er kryddað með td. aromati og þá má skreyta með steinselju. Sós- una má setja saman úr einum bolla af sýrðum rjóma, hálfum af majonesi, tveimur matskeiðum af sætu sinnepi, einni af ediki og (púður)sykri (hvað segið þið um 1-2 msk?). Mjög gott er að skammta vel af salati á disk, setja sósu út á eftir smekk og borða með þessu ristað brauð og jafnvel fer þetta vel með góðri súpu. Eflaust kunnið þið að búa til enn betri salöt, en verði ykkur að góðu! -þóm NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17 Ferskl skal það vera Fyrir um tíu árum gekk sú spaugsagafjöllunum hærra að íslendingar þættu skapa sér sérstöðu á þrennan máta: Sjónvarpið hafði engar út- sendingar á fimmtudögum né helduríjúlímánuði, bjórfyrir- fannst ekki í landinu og síðast en ekki síst var Ólafur Jó- hannesson ávallt í ríkisstjórn hvort heldur um hægri eða vinstri stjórn var að ræða. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Allir þekkja söguna um sjónvarpsmálin og innan skamms mun bjórinn renna i tonnatali ofan í kverkar fólks, en við þekkjum enn dæmi sambærilegt því síðasttalda. Gífurlegar breytingar á mataræði En það hefur margt annað breyst á þessum síðustu 10-20 árum og þarf ekki að fara lengra en að skoða matarvenjur landans til að verða var við gífurlegar breytingar. íslensk veitingahús sem buðu upp á góðan mat á við- ráðanlegu verði spruttu upp eins og gorkúlur á haug og fólk kunni svo sannarlega að meta þessa ný- breytni sem aðeins hafði þekkst í útlandinu. í kjölfarið fór fólk að reyna meira fyrir sér í eigin eldhúsi og krafan um fjölbreyttari mat varð hávær. Og ef eitthvað hefur stuðlað öðru fremur að meiri fjöl- breytni í matseldinni þá er það svo sannarlega meiri notkun grænmetis og ávaxta. Það er nefnilega ekki langt síð- an grænmeti var mjög lítill hluti af okkar neyslu. Við höfðum reyndar soðið hvítkál með kjöt- bollunum og soðnar rófur í kjötsúpuna en með ýsunni var nóg að bera fram kartöflur og tólg. Allt saman ágætis matur en landinn vildi breyta til og heimtaði fleiri káltegundir, að ógleymdum sveppunum, paprik- um í ýmsum Iitum og hinum ýmsu lauktegundum svo eitthvað sé nefnt. Viðhorf manna til grænmetis og ávaxta hafa sumsé breyst í x Ar í tinkk vin sælustu ávaxta en þetta IjúHenga Kívíhefurslop^Mfl^kn^fy .r nokkmm árum. Mynd ÞÓM. aldinvar Mataræði f slendinga hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Mikil aukning ávaxta- og grænmetisnotkunar hefur haft þar sitt að segja og er landinn enn að reyna fyrir sér á því sviði seinni tíð og eru ekki mörg ár síðan almenningsálitið var á þá leið að grænmeti væri aðeins fyrir grasætur sem ekki borðuðu kjöt eða fisk. Vissulega hafa græn- metisætur haft mikil áhrif á þenn- an markað en mesta sýnilega breytingin er fjölbreyttara með- læti með hinum ýmsu réttum. Einnig borðar fólk mun meira af alls kyns salötum og eru græn- besta þo ÞORRAÞJÓNUSTA MÚLAKAFFIS Þorrablót í Múlakaffi allan daginn frá kl. 11-21. Komið á staöinn og gæöiö ykkur á þorramatnum úr trogum. Fjölskyldukassar. Ef þið viljiö njóta matarins heima er bara aö koma í Múlakaffi og sækja hann. Þorratrog fyrir 5 manns eöa fleiri. Afgreitt á staönum eöa sent til ykkar heim eöa á vinnustaöi. Þorraveisluþjónusta í heima- hús eöa samkomustaöi. Landsbyggöaþjónusta. Aö sjálfsögöu sendum viö þorra- mat hvert á land sem er. Og rúsínan í pylsuendanum! Þorrahátíð á vegum Múla- kaffis í Domus Medica eöa Golfskálanum í Grafarholti. Vegna fjölmargra fyrir- spurna bjóöum viö nú sali undir þorrablót meö danstón- list og barþjónustu fyrir 50-250 manns. Þeir, sem óska eftir slikri þjónustu,.hringi sem fyrst í síma 37737 eöa 36737. Uppskriftin hefur ætíö veriö sú sama: # Úrvals hráefni. • Skammtar sem seója landsins mestu matháka. Og þá erbara að leyfa bragðlaukunum að ráða og setja stefnuna á Miílakaffi í Hallarmúla, þar sem allar ldmur, krðkarogtrog eruað springa utan af búnar eru til af færustu fagmönnum eftir Frá okkur fer enginn svangur! 1. VINNINGLJR álaugardag handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. VjS/vowiaws

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.