Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 27
KYNLIF / “S"*Í£ JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Hvao er ást? Ást er sú tilfinning sem við tengjum oft kynlífi en erfitt er að skilgreina. Ef unglingur spyrði fullorðinn að því hvað ást væri, yrði svarið oft á þessa leið: „t>að er eitthvað sem erfitt er að út- skýra en þú veist það þegar þú upplifir hana.“ Draumaprinsar og prinsessur Grikkir til forna töluðu um fjórar mismunandi tegundir ást- ar: Eros, Agape, Philia og Stor- ge. Eros er þessi „blinda“ ást þar sem maður er ástfanginn. Eros er rómantíska ástin þar sem maður lítur framhjá öllum göllum vegna blindunnar. Þráin til að öðlast al- gjöran líkamlegan og tilfinninga- legan samruna er mikil og þekkist til dæmis hjá pörum sem vilja klæða sig alveg eins, borða sama mat, vera alltaf í návist hins og vilja vita allt um hvort annað. Maðurfær sinn ástvin „á heilann" og sér ekkert og hugsar um ekk- ert nema hann eða hana. Slík eros ást þekkist hjá fólki sem hef- ur nýlega kynnst og er í tilhugalíf- inu - þetta er sko draumaprins/ prinsessan mín! í því sambandi finnst mér athyglisverð sú skoðun að eros ást sé nauðsynleg í byrjun sambanda svo fólk, sem er annars svo ólíkt, geti laðast að og kynnst hvort öðru. En blind eros ást leiðir ekki alltaf góða hluti af sér. Sumir sem eru í eros „ástandi" kjósa frekar að láta sér líða illa með sínum heittelskaða en að vera aðskilin. Það má segja að þetta sé öfgahlið eros ástarinnar. Agape er ást þar sem einstak- lingur fórnar sér á óeigingjarnan hátt fyrir aðra, næstum svo mikið að það mætti túlka atferli hjá slík- um einstaklingi sem masókist- ískt. Ástin alltaf til staðar í gegn- um þykkt og þunnt. Þetta er strákurinn sem aðstoðar kærust- una sína ef hún er ófrísk eftir ann- an þegar hún hélt framhjá eða eiginkonan sem hvað eftir annað fyrirgefur atferli manns síns sem er forfallinn alki. Þolinmæðin í agape ást er hreint ótrúleg eins og það að bíða í tuttugu ár eftir að maki losni úr fangelsi. Fórnfýsi er annað nafn á agape ást. Ekki festast við mig Philia er vináttuást og ekki eins líkamleg og hinar „ástartegund- irnar“. Eros elskendur standa á móti hvor öðrum og dáleiða hvor annan, en philia vinir standa hlið við hlið hugfangnir af sama áhug- asviði. Sumum pörum tekst að sameina philia og eros ást. Þann- ig tekst þeim að halda vissu jafnvægi í samrunaþörfinni og einstaklingsþörfinni. Eftirfar- andi vísukorn er um þetta: Viltu faðma mig öðru hvoru við erum eitt, ekki tvö. En ekki festast við mig við erum tvö, ekki eitt. Storge er ást sem líkist mest væntumþykju eða kærleik. Sú ást sem foreldrar bera til bama sinna er þannig ást. Storge ást er af- slöppuð, væntir ekki mikils, áhersla er lögð á persónulegan þroska og gagnkvæman stuðning. Storge elskendur eru eins og góð- ir vinir sem hafa lært að upplifa nánd og innileik með tímanum. í byrjun sambands er kynferðis- legur áhugi lítill en vex með tím- anum. Samskiptum storge pars má líkja við samskipti systkina. Þó þau rífist er það ekki merki um að þau elski ekki hvort ann- að. Af þessu má sjá að hægt er að elska á mismunandi vegu og er ein tegund ástar ekki réttari eða betri en önnur. Er ekki alveg eins hægt að hafa mismunandi „ástar- stíla“ eins og talað er um að hafa mismunandi stj órnunarstíla?! Meira um það í næstu viku. Eflesendur hafa áhuga á að fásvör við ýmsum spurningum varðandi kynlíf geta þeir sent bréf undir dulnefni. Bréfið skal merkt: Kynlíf JVýtt Helgarblað, Þjóðviljinn, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Sævar efstur á Skákþinginu Þegar átta umferðum af ellefu er lokið á Skákþingi Reykjavíkur er Sævar Bjarnason efstur með sjö vinninga. í öðru sæti er Ró- bert Harðarson með sex og hálf- an vinning. Næstu menn eru með sex vinninga og eru þeir: Snorri G. Bergsson, Bjarni Magnússon og Andri Áss Grétarsson en hann á óteflda skák við Þröst Þórhalls- son til góða. Þröstur lúrir einmitt á eftir þessum mönnum ásamt fleirum, með fimm og hálfan vinning, og má þar nefna Hannes Hlífar Stefánsson, Sigurð Daða Sigfússon, Jón G. Viðarsson, Da- víð Ólafsson, Áskel Örn Kárason og Dan Hansson sem á biðskák til góða. Eins og sjá má af þessari upp- talningu er þingið mjög vel skipað að þessu sinni og eru þó margir kunnir meistarar sem hafa færri vinninga. Alls munu vera tuttugu skákmenn með 2000 stig eða meira, og eru það gleðileg tíðindi því oft vill bregða við að sterkir skákmenn hundsi hið svokallaða Monrad-kerfi sem notað er við niðurröðun. Það má gera ráð fyrir að barátt- an um efsta sæti eigi eftir að harðna verulega í síðustu um- ferðunum þó að ljóst sé að Sævar gefi ekkert eftir enda virðist hann vera í góðu formi, vann t.a.m. Hannes Hlífar næsta létt í átt- undu umferð. Teflt verður í kvöld, sunnudag og miðvikudag og hvet ég áhugamenn til að fylgj- ast nú grannt með framvindu mála. Wijk aan Zee Hið árlega mót í Sjávarvík í Hollandi er nú hafið og hafa mér borist úrslit úr fyrstu fjórum um- ferðunum. Staðan að þeim lokn- Sævar trónír á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir. virðist vera í miklu stuði en hann hefur lítið fengi að tefla á Vestur- löndum þrátt fyrir ágætis árangur heimafyrir. Hann er fæddur árið 1944 og kemur frá Omsk í Síber- íu. Skákir hans eru fjörugar og hann hefur hvassan sóknarstfl. Ég læt fylgja hér skák hans við Indverjann unga, Anand. Þar beitir Tjeskovskij sjaldgæfu af- brigði í Spánska ieiknum senni- lega til að rugla andstæðinginn í ríminu enda tekur Anand yfirborðslega á vandamálum stöðunnar. Eftir skemmtilega um er sú að Tjeskovskij er efstur með þrjá og hálfan vinning. Næstir koma Anand, Benjamin, Ribli, Sax og Douven meðtvo og hálfan. Með tvo eru I. Sokolov og Vaganjan og neðar menn á borð við Miles, Nikolic og Van der Wiel en alls eru keppendur fjóft- án. Sovétmaðurinn Tjeskovskij peðsfórn tekst Tjeskovskij síðan að nýta biskupaparið til fullnustu. Hvítt: Anand Svart: Tjeskovskij Spánski leikurinn 1. e4-e5 2. RO-Rc6 3. Bb5-a6 4. Ba4-Rf6 5. 0-0-Be7 6. Hel-b5 7. Bb3-0-0 8. c3-d6 9. h3-Ra5 10. Bc2-c5 11. d4-cxd4 12. cxd4-Bb7 13. Rc3-Hc8 14. Bd3-Rc4 15. b3-Rb6 16. Bb2-b4 17. Ra4-Rxa4 18. bxa4-d5 19. exd5 19. -e4 20. Bxe4-Rxe4 21. Hxe4-Bxd5 22. He3-Bd6 23. Dd3-a5 24. Re5-Bb8 25. Df5-g6 26. Dd3-Kg7 27. Hacl-I)d6 28. Bal-f6 29. Rg4-h5 30. He7-Hf7 31. Hxf7-Kxf7 32. Re3-Dh2 33. Kfl-He8 34. Db5-Bxg2 35. Ke2-Bf4 36. Kd2-BO 37. Dfl-g5 38. Bb2-g4 39. Kcl-Be4 40. Kdl-BO og hvítur gafst upp. Hastings Short sigraði á Hastingsmótinu nú fyrir stuttu og varði þar með sigur sinn frá í fyrra en mótið er nú orðið tvöföld umferð. Short hlaut 9 vinninga af fjórtán mögu- legum en annar varð Kortsnoj með hálfum minna. Speelman, Smyslov og Gulko hlutu allir sjö og hálfan vinning. Larsen og Kosten fengu sex vinninga og Chandler rak lestina með fjóra vinninga. Áskorendaflokkinn, sem gefur rétt til að tefla í aðal mótinu á ári, vann engin önnur en Judit Polgar. Titograd Nýlega var opnaður þar skák- staður sem ber það frumlega nafn „Mikhail Tal“ og var guðfaðirinn að sjálfsögðu fenginn til að vera við opnunina. Þar tók hann sig til og tefldi átta skáka atskákar- einvígi við heimamanninn og stórmeistarann Ivanovic. Einvíg- ið var einstefna 8-0, hvor skyldi nú hafa unnið?? Skák gegn eyðni Yfirvöld í Bonn hafa hvatt skákina til liðs við baráttuna gegn eyðni á all nýstárlegan hátt. Hafa þau látið útbúa taflmenn og borð með ímyndum stjórnmálamanna í stað hefðbundinna manna. Stjómarandstaðan er hvít með Vogel sem kóng og er Kohl kansl- ari kóngur í svarta liðinu. Settin eru í mjög litlu upplagi eða 500 og kostar hvert þeirra um 130 þús- und íslenskar, og rennur féð til rannsókna. Föstudagur 27. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.