Þjóðviljinn - 27.01.1989, Side 20

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Side 20
iTidiii iuui vjai uai auuuu i i ai a. Gallaljótur Ævintýri Einu sinni lengst inni í háu klettafjalli bjó álfkona og tröllkarl. Þau áttu tíu börn. Vegna þess að álfkonan var góð en tröllkarlinn vondur, urðu sum börnin góð en sum vond. Því miður var tröllkarlinn, sem hét Krumsi, stærri, svo að sjö börn urðu vond en þrjú yngstu góð. Eins og flestir kannski vita, mega tröll ekki vera úti á daginn, en það finnst álfum hinsvegar best. Svo það var erfitt fyrir þessa fjölskyldu að lifa saman. Elstu börnin sjö voru lík pabba sínum, næstu tvö lík mömmu sinni en sá yngsti var líkur pabba sínum í útliti en vildi samt öllum vel eins og mamma hans. Krumsi var vondur, frekur og ráðríkur og heimtaði að fá að ráða hvað öll börnin, sem voru lík honum, voru látin heita. Grey yngsta strákinn langaði svo að heita fallegu nafni. Sú ósk rættist ekki, hann varð að heita Gallaljótur Krumsason. Hin góðu börnin hétu Bjartur og Dísa. Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR H ANDRÉS GUÐMUNDSSON Orðagáta Þú ættir að greiða úr flækjunni og raða bók- stöfunum eftir tölustöfum. Þá færðu út nafn á Ijóði og síðasta degi þorra. Hver er hann Þorri? Nú er hann mörsugur liðinn og þorri tekinn við. Fyrir réttri viku var bóndadagur og þorrabyrjun. Þorri er gamalt mánaðarheiti yfir fjórða mánuð vetrar. Sennilega er þorri þekktastur af gömlu mánuðunum því ennþá er hans minnst með veislum sem heita þorrablót. í gamalli sögu er sagt frá því að þorri sé kóngur sem haldi miklar veislur er nefnist þorrablót. Þorri kóngur í sögunni á dóttur sem heitir Góa og þar er líka sagt frá kóngafólki sem heitir nöfnum úr náttúrunni. Þar eru þeir fé- lagar Frosti og Snær ásamt Kára, Loga og Ægi. Þorri hefur án efa verið sá sem réð yfir vetrinum og því hefur mönnum alltaf þótt vissaraað hafa karl- inn góðan og haldið honum góðar, miklar veislur. Tvennt var gott við Gallaljót: Hann gat vakað bæði dag og nótt, bæði úti og inni en aldrei orðið þreyttur; og hann gat talað við allt: blóm, tré, dýr o.s.frv. Tíminn leið og nú ætlaði Bjartur að fara að heiman. Stuttu seinna fréttu þau að hann væri giftur og búinn að fá vinnu. Nú langaði Dísu líka að fara að heiman. Nokkru eftir að hún fór bauð hún þeim í brúðkaup sitt. Gallaljótur og mamma hans lögðu nú af stað í brúðkaupið. Þar voru margir hissa á tröllslegu útliti Gallaljóts og nafni. Þarna heyrði hann í fyrsta sinn um Gleymmérei kóngsdóttur sem tröll höfðu tekið og geymdu í stórum kletti. Gallaljótur fór að hugsa, að það væri nú varla mikið mál að bjarga henni, því hann færi nú inn í klett á hverjum degi og væri sjálfur hálfgert tröll, svo hann ákvað að bjarga henni. Hann vissi að konungur- inn, faðir hennar, hafði lofað að sá sem bjargaði Gleymmérei mundi fá hana og hálft ríkið með, en Gallaljótur vildi bara gleðja hana með því að bjarga henni. Hann sagði mömmu sinni frá þessu og lagði af stað gangandi. Hann gekk nótt og dag og eftir þrjá sólarhringa kom hann að klettinum. Hann var stærri en sá sem Gallaljótur átti heima í og engin hurð á, bara pínulítili gluggi efst uppi. Þá kallar hann á litla flugu og biður hana að fljúga upp og inn um gluggann, koma síðan og segja sér hvað hún hafi séð. Þegar flugan kom aftur sagði hún að Gleymmérei kóngsdóttir sæti mjög döpur við gluggann. Síðan segir hún að þetta sé eitthvert tröllaféiag og að mörg tröll gæti Gleymméreiar. Þau séu öll sofandi núna því það var dagur. Gallaljótur settist niður og beið þangað til nóttin skall á. Þá fer hann og bankar á klettinn. Þá opnast lítil rifa og ófrítt andlit gægist út og öskrar: „Gallaljótur! Þú fannst okkur! Loks ertu orðinn vondur!" - Þarna var þá pabbi hans og allir vondu bræður hans. Nú varð hann að þykjast vera vondur - vonandi yrði það ekki lengi. Þá segir pabbi hans: „Við vorum einmitt að fara að draga um hver ætti að fá Gleymmérei kóngsdóttur, ég bæti þá þínu nafni í hattinn." Það fer að verða erfitt að vera svona lengi vondur, hugsar Gallaljótur. En þá segir Krumsi: „Nú er stóra stundin runnin upp. Hver fær kóngsdótturina?... og... það er... Gallaljótur!“ Nú varð mikill hamagangur og læti en Gallaljótur sagði, til þess að losna strax með kóngsdótturina: „Ég ætla að drífa mig heim með hana.“ - Ekki hafði honum dottið í hug að þetta yrði svona auðvelt. Svo giftust þau og urðu mjög hamingjusöm og mamma hans bjó hjá þeim. Þið skuluð ekki láta ykkur bregða þó að þið einhvern tímann sjáið kóng, drottningu, prins eða prinsessu sem annaðhvort talar við dýr, er líkur trölli eða sefur aldrei.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.