Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 27.01.1989, Blaðsíða 21
HELGARMENNINGIN í Óvitum, barnaleikritinu vin- sæla eftir Guðrúnu Helgadótt- ur, er öllu snúið við. Yngstu leikararnir leika elstu persón- urnar, elsti leikarinn leikur barn í kerru, fullorðið fólk leikur sjö ára börn, ungling- arnir leika hins vegar sjálfa sig nokkurn veginn. Börnin fæð- ast stór og minnka svo jafnt og þétt fram á gamals aldur. Óvitar voru frumsýndir í Þjóðleikhúsinu 1979 í tilefni barnaárs. Nú verða þeir á fjöl- unum aftur, frumsýndir á laugardag, og það var mikil eftirvænting í loftinu þegar blaðamenn og Ijósmyndarar fengu að fara á sýningu í vik- unni. Leikstjórierennsemfyrr Brynja Benediktsdóttir og Gylfi Gíslason gerir leikmynd- ina eins og 1979. Meira að segja gömlu „óvitarnir" sem núna eru um tvítugt verða líka á frumsýningunni. Nærri þrjátíu leikarar koma fram í sýningunni, þar af tuttugu börn. Aðalpersónan er drengur- inn Guðmundur sem verður átta ára í leikritinu. Þór Thulinius leikur hann og mikill hluti verks- ins gerist heima hjá honum. Móður hans leikur Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir, 11 ára. Það er stærsta hlutverkið sem barn hefur með höndum í sýningunni. Við veiddum Guðrúnu í net okkar í hléi á æfingunni og hún fullvissaði okkur um að hún gæti alveg talað þótt hún væri að borða. Reyni að ganga eins og kerling „Ég leik konu sem gæti verið svona 37 ára, hún heitir Pálína og Teboð hjá fínu frúnum. Frá vinstri: Amma (Álfrún Helga Örnólfsdóttir), sveitakona (Melkorka Óskarsdóttir), frú Kristín (Helga Sigmundsdóttir), ömmusystir (Oddný Arnarsdóttir) og Pálína (Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir). rekur antíkverslun og hefur mikið að gera.“ - Hafðirðu einhverja fyrir- mynd að þessari manngerð? Mömmu þína kannski? „Nei, mamma er allt öðruvísi! Ég hermi ekki eftir neinum held- ur reyndi ég að hugsa um hvernig þessi persóna væri og haga mér svoleiðis. Ég leik eins og mér finnst hún vera.“ - Hvernig er fullorðið fólk ólíkt krökkum? „Það klæðir sig öðruvísi, hagar Æ, ég er með þráláta blöðrubólgu og gallsteina, segir sveitakonan (Melkorka Óskarsdóttir). sér öðruvísi, hefur öðruvísi rödd, gengur öðruvísi. Mér finnst gam- an að ganga á hælaháum skóm og ég reyni að ganga eins og kerling. Svo þurfti ég að koma mér upp tón í röddina þegar ég tala við fólk, ég á að vera mikil með mig. Mér fannst þetta enginn vandi.“ - Var þetta þá ekkert erfitt? „Það er erfiðast að skipta um föt svona oft. Ég er líka með mik- inn texta og það var svolítið erfitt að læra hann. En það er gaman að leika, ég gæti alveg hugsað mér að gera það aftur.“ - Hvernig finnst þér leikritið? „Það er mjög skemmtilegt, textinn er svo fyndinn og hug- myndin er svo góð. Þó hef ég hugsað talsvert um það hvernig þessar litlu konur eigi að fara að því að fæða þessi stóru börn!“ Börn vilja horfa á börn Nú hafði safnast saman í kring- um okkur Guðrúnu Jóhönnu hópur af „leiksystrum“ hennar og tók undir það að leikritið væri æðislega skemmtilegt og allir krakkar hefðu gaman af að horfa á það. Finnst þá krökkum ekki leiðinlegt að horfa á aðra krakka uppi á sviði? „Nei,“ segja þær. „Okkur þyk- ir gaman að horfa á krakka leika. Það er alltof mikið af fullorðnu fólki alltaf í Stundinni okkar í Sjónvarpinu. Sjáðu bara Nonna og Manna, strákarnir voru lang- bestir og allir horfðu á þættina bara til að sjá þá.“ - En hvað er það eiginlega sem gerist í Óvitum? „Finnur týnist,“ segja allar, þó ekki í kór. „Hann strýkur að heiman af því það eru svo mikil vandræði á heimilinu - pabbi hans er fylliraftur og lemur Sigur- björn rakara. Samt var það pabbi Finns sem hélt við konuna hans Sigurbjörns en ekki mamma Finns sem hélt við Sigurbjörn eins og leikstjórinn hélt fyrst!" Finnur fer að heiman af því honum leiðast slagsmál og læti og týnist. Mynduð þið fara að heiman út af svoleiðis? Þær eru ósammála um það. „Nei!“ „Jú!“ „Hann er náttúrlega óviti!“ „Ég mundi fara til afa!“ „Ég mundi reyna að tala við foreldra mína fyrst.“ Gaman aö gera allt rétt Melkorka Óskarsdóttir og Álf- rún Helga Örnólfsdóttir eru yngstu leikararnir í sýningunni, báðar sjö ára, en leika gamlar kerlingar. f leit að þeim rekumst við á Þór Thulinius á harða- hlaupum og spyrjum hvernig hann hafi undirbúið sig undir að leika átta ára strák. „Ég þurfti ekki að fara langt til þess, með öll þessi börn í kring- um mig.“ -En þau eru að leika fullorðið fólk... „Ekki utan sviðs!“ Við finnum litlu kerlingarnar uppi á lofti þar sem þær sitja sam- an og púsla meðan þær bíða eftir að sýningin hefjist aftur. Álfrún er brött og kvíðir engu nema því að stíga í búninginn sinn, hann er svo síður. Það væri leiðinlegt að steypast á hausinn á frumsýning- unni. „Svo er ég líka að prjóna svo langan sokk að ég stíg á hann líka!“ Melkorka er meira hugsi yfir framtíðinni. Það er stundum erf- itt að muna hlutverkið og henni er ofboðslega heitt í kjólnum með mikla falska barminn. Svo klæjar hana líka undan sminkinu. En er þetta þá of erfitt? „Nei, þetta er skemmtilegt.“ - Hvað er svona skemmtilegt? „Mest gaman er að gera allt rétt.“ - Hvernig er fullorðið fólk öðruvísi en böm? „Það talar og gengur öðmvísi og svo hugsar það um allt annað. Það hugsar um að eiga til með kaffinu, og svo hugsar það um heilsuna. Eg er til dæmis með þráláta blöðrubólgu og gallsteina í leikritinu og sífellt að hugsa um það.“ - Myndir þú fara að heiman ef þú værir í sporum Finns? „Ja, ég veit ekki. Pabbi hans lamdi nú mömmu hans. En ég held að ég myndi bara biðja þau um að hætta þessu.“ \ Börn hafa ekki alltaf vitlaust fyrir sér Grímur Hákonarson er 11 ára og leikur skólastjórann. „Ætli ég sé ekki um sextugt, mjög virðulegur maður en mjög stressaður. Eg er í karlalegum fötum og afar hátíðlegur. Þegar ég var að undirbúa mig hugsaði ég um hvernig svona maður væri og reyndi svo að vera eins. Hann er alltaf að drífa sig en vill samt hafa allt í röð og reglu.“ - Hvernig finnst þér leikritið? „Það er mergjað! Það skýrir svo vel að börn hafa ekki alltaf vitlaust fyrir sér.“ Þetta er einmitt kjarni málsins! Við óskum ungum sem „gömlurn" leikurum í Óvitum góðrar frumsýningar og skakka- fallalausrar. SA „Þeir eru svo stórir og vitlausir, greyin!“ Óvitar aftur á svið Þjóðleikhússins Föstudagur 27. janúar 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.