Þjóðviljinn - 12.05.1989, Síða 10
Astin og
dauðinn í
olíuríkinu
Örfirisey
Örfirisey lokuð almenningi. Stiklað á
stóru í sögu eyjarinnar undir leiðsögn
Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings
Örfirisey einsog viö þekkj-
um hana í dag er allt annað
eyland en fyrir nokkrum ára-
tugum, að ekki sé farið aldir
aftur í tímann. Þar er nú fátt
annað eftir en klappirnar á
vesturenda eyjarinnar, þar
sem sjá má áletranir klappað-
ar í steininn allt frá 18. öld og
fram á okkar dag. Aðrar
steinristur hafa horfið fyrir
stórvirkum vinnuvélum sem
hafaumbyltjarðveginum þeg-
ar olíufélögin hafa staðið í
framkvæmdum á eyjunni.
Guöjón Friðriksson sagnfræð-
ingur er margfróður um sögu Ör-
firiseyjar. Hann segir að eyjan
hafi lengst af gengið undir nafn-
inu Effersey og að enn sé til gam-
alt fólk sem kalli hana því nafni.
Árni Óla telur að nafnið Örfiris-
ey sé frá landnámstíð og að það
hafi afbakast í máli danskra
kaupmanna en íslendingar síðan
apað afbakanir dansksins.
Verslun í
Örfirisey
Mikil gróðursæld hefur verið í
eyjunni og voru þar nokkur kot-
býli áður. Þar varð síðan miðstöð
verslunar á 18. öld þegar verslun
lagðist af í Hólminum sem er fyrir
vestan Örfirisey. Strax á 16. öld
voru Hamborgarar með verslun í
Hólminum en landbrot varð til
þess að um aldamótin 1700 flutti
verslunin í örfirisey. Þar voru
danskir kaupmenn svo fram til
1780 að kaupmenn settust að í
sjálfri Reykjavík og var það
fyrsta verslunin þar sem seinna
átti eftir að vera höfuðstaður
landsmanna.
Rétt framundan landi vestast á
Örfirisey eru sker, sem kölluð
eru Hásteinar. Að sögn Guðjóns
mun þetta áður hafa verið nes út
úr eyjunni sem nefnt var
Reykjanes. Landbrotið hefur
síðan séð um að brjóta niður nes-
ið. Guðjón segir að svo virðist
sem þarna hafi verið jarðhiti og
að sumir hafi gert því skóna að
þarna sé kominn reykurinn sem
Reykjavík var nefnd eftir, en það
hafi ekki verið reykurinn í
Laugarnesi, enda Laugarnesið
fjarri þeim stað sem Ingólfur á að
hafa sest að á.
Útivistar-
staöur
Ef við hverfum fram á þessa
öld þá er fyrst til þess að taka að
þegar framkvæmdir hófust við
Reykjavíkurhöfn árið 1913 var
hlaðinn upp garður út í Örfirisey,
en áður hafði flætt yfir rifið á flóði
og þess eru dæmi að menn hafi
drukknað á leið sinni út í eyjuna.
Örfirisey varðd strax mjög vin-
sæll útivistarstaður Reykvíkinga.
Menn iðkuðu þar heilsurækt og
syntu í sjónum og t.d. mættu þeir
Þórbergur Þórðarson og Helgi
Pjeturs þar svo til daglega ásamt
fleiri íbúum Vesturbæjarins,
fengu sér sundsprett og spígspor-
LDKAÐ
4
>>
Wi*
• ••
rvv> ^'' j<c v
Guðjón Friðriksson sagnfræð- Nú hefur örfirisey aftur verið lokað fyrir almenningi þar sem olíufélögunum hefur verið úthlutað auknu
ingur. athafnarými í eyjunni. Mynd Jim Smart
Steinninn semjarðýta hafði grafið niður þegarframkvæmdir hófust við
nýju tankana. I steininn hefur verið klappað Memento Mori sem þýðir
mundu dauðann.
uðu um naktir á klöppunum.
f ágúst 1925 var vígður sund-
skáli í Örfirisey og voru um 2000
manns viðstaddir ávarp Bene-
dikts G. Waage formanns sund-
skálanefndar. Morgunblaðið
greindi frá þessum viðburði en
umfjöllun blaðsins lauk á þessum
orðum: „Væntanlega hafa augu
margra bæjarbúa opnast fyrir því
á sunnudaginn hve Örfirisey er
vistlegur góðviðrisstaður, - ef
ekki væri þar grúturinn.“
Grútarbræðsla
Grútarbræðslustöðin í Örfiris-
ey var þyrnir í augum þeirra sem
vildu gera Örfiriseyna að útivist-
arstað og í Morgunblaðinu 9. ág-
úst 1925 segir að íþróttamennirn-
ir hafi komið upp sundskálanum í
Örfirisey í þeirri öruyggu von að
þeir losnuðu við grútinn. Mála-
leitan hafði verið send bæjar-
stjórn en hún réð hvort leyfi yrði
framlengt til grútarbræðslunnar.
Leigan mun hafa verið um 500
krónur á ári.
„Hefir Reykjavíkurbær ekki
efni á að missa þær tekjur og lofa
íþróttamönnum, sundmönnum
og öllum, sem það vilja, að njóta
góðviðris, sjávarlofts og sólbök-
unar í Örfirisey, óáreittum af
grútarhjöllum, grútarpollum og
grútartunnupýramidum. Vænt-
anlega er bæjarstjórnin ekki svo
grútarsmásálarleg að hún geti
ekki séð af þessum krónum.“
Herinn
Athafnalífið átti þó eftir að
taka stökkbreytingum í Örfirisey
og sundskálinn varð að víkja fyrir
framkvæmdagleði svokallaðra
„athafnamanna". Það mun hafa
verið á árunum á milli stríða að
olíufélögunum var úthlutað að-
staðu í eyjunni og framkvæmdir
þeirra hófust þar. Síðan kom
stríðið, bretinn hertók landið og
Örfirisey var tekin hernámi. Þar
reis mikil braggabyggð og eyjan
var alveg lokuð almenningi.
Þó nokkrar ristur eru frá stríðs-
árunum á klöppunum í eyjunni.
Einkum eru það þó bandarískir
hermenn sem hafa klappað nöfn
sín í móbergshellurnar. f bók
Árna Óla, Gamla Reykjavík, er
skemmtileg lýsing á einni slíkri
ristu. Úr ristunni má lesa eftirfar-
andi: FIELD Lt. JAS... CRYST-
AL FALLS Mich MAR 1942
USA.
Svo segir Árni Óla: „Hér er
nafnið ólæsilegt, því ofan í það er
höggvið nafnið ERLA og rispuð
mynd af hjarta umhverfis. Hvort
það á að tákna hjartanlega sam-
tengingu þessara nafna er ekki
gott að vita. Máske hefur Erla
komið út í ey einhvern tíma að
loknu hernámi og rekizt á áletrun
liðsforingjans og kannazt við
hana. Og svo hafi hún sezt á
steininn, vætt hann með tárum
sínum og klappað nafn sitt ofan í
nafn hins sárt saknaða vinar og
síðan umlukt bæði nöfnin með
hjartamynd til merkis um ævar-
andi tryggð. Hver veit? Það geta
leynzt ævintýri og ástarraunir á
bak við fátæklegt krot á steinum
úti í Örfirisey.“
Memento mori
Einsog fyrr sagði þá hafa ekki
allar ristur varðveist jafn vel og
áletranir bandarísku hermann-
anna. Að sögn Guðjóns Friðriks-
sonar var mjög merkileg áletrun
á kletti þar sem nýrri olíutank-
arnir standa nú í Örfirisey. í
klettinn hafði verið klappaður
álnakvarði og undir honum stóð
„Memento mori“ sem er latneska
fyrir Mundu dauðann. Telur
Guðjón þessa áletrun vera frá því
að verslun var í eynni og að þarna
hafi korn verið vegið. Pálmi
Hannesscn rektor í Menntaskól-
anum mun hafa lagt út af þessu
einusinni við útskrift stúdenta.
Gefum Guðjóni orðið: „Árið
1977 gerðist það svo að Helgi
Þorláksson sagnfræðingur tók
eftir því að jarðýta var að djöflast
þarna. Hann flýtti sér að stöðva
ýtustjórann en þá var klöppin
horfin. Helgi hafði strax sam-
band við hafnarstjóra og borg-
arminjavörð og linnti ekki látum
fyrr en honum tókst að stöðva
framkvæmdir. Kletturinn var
grafinn upp og tekinn burt í heilu
lagi og stóð til að flytja hann upp í
Árbæjarsafn. Þetta er talandi
dæmi um fyrirhyggjuleysi mann-
anna. Þarna eru mjög merkar
sögulegar minjar settar undir
jarðýtu í algeru hugsunarleysi og
hrein tilviljun að það tókst að
bjarga þeim.“
Að sögn Guðjóns hefur eyjan
breyst gífurlega mikið frá því
hann var ungur. „Það er ekkert
eftir nema klappirnar vestast á
eyjunni. Þegar ég las undir próf í
menntaskóla var ég vanur að
byrja daginn á því að ganga út í
Örfirisey. Þá var enn töluvert
landslag þar, en síðan hefur um-
hverfið gjörbreyst vegna geysi-
lega mikilla uppgyllinga. Á þeim
árum var algengt að elskendur
ækju út í Örfirisey á kvöldin. Þá
var mjög vinsælt hjá skólapiltum
að aka ljóslausum bílum að bílum
elskendanna og þegar komið var
alveg að þeim þá voru ljósin tend-
ruð og varð þá elskendunum bylt
við.“ _sáf
10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. maí 1989