Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 11
DAGUR
ÞORLEIFSSON
Föstudagur 12. maí 1989 , NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11
Tæplega hálfu öðru ári eftir að
endir var bundinn á keisara-
dóm í Rússaveldi var síðasti
keisari þess, Nikulás annar af
Rómanovætt, tekinn af lífi í Jek-
aterínbúrg (nú Sverdlovsk),
mikilvægri samgöngumiðstöð
undir austurhlíðum Uralfjalla.
Honum voru látin fylgja í
dauðann drottning hans Alexand-
ra, börn þeirra fimm og fjórar
manneskjur aðrar.
Þá stóð yfir í Rússaveldi borg-
arastríð bolsévíka og hvítliða, ó-
friður sem fremur einkenndist af
fjöldamorðum og hryðjuverkum
en meiriháttar orrustum. Drápin
á keisarafjölskyldunni aðfaranótt
17. júlí 1918 voru ekki nema eitt
af ótal hryðjuverkum sem þá
voru framin, en þau hafa, af
skiljanlegum ástæðum, orðið sér-
lega eftirminnileg.
Sókn Tékka
Að öllum líkindum var keis-
arafjölskyldan tekin af lífi sam-
kvæmt skipun frá bolsévíka-
stjórninni í Moskvu. Því fór fjarri
að sú stjórn ætti þá sigur vísan.
Tékkóslóvakíska legíónin,
mynduð úr austurrískum stríðs-
föngum tékkneskrar ættar til að
berjast með bandamönnum gegn
Miðveldunum, hafði gert banda-
lag við hvítliðaher Koltsjaks að-
míráls, sem þá var umsvifamikill í
Síberíu, og var í hraðri sókn í
Úral- og Volguhéruðum. Líkur
voru á að Tékkarnir næðu Jekat-
erínbúrg, enda gerðist það
skömmu eftir aftökurnar. Tækist
Koltsjak að ná Nikulási Róman-
ov á sitt vald og beita honum fyrir
sig í áróðursskyni, ef til vill með
því að gera hann að keisara á ný,
var líklegt að það hefði djúp áhrif
á rússneska bændamúginn, þorra
þjóðarinnar, sem frá fornu fari
hafði alist upp við það að líta á
keisarann sem næstum guðlegan
landsföður. Ætla má að bolsé-
víkaleiðtogarnir hafi hugsað sem
svo, að þeir hefðu ekki efni á að
hætta á svoleiðis nokkuð.
Upphaflega var þó ekki ætlun
þeirra að svona færi. Við fram-
kvæmd sinnar byltingar höfðu
þeir byltingar fyrri tíða stöðugt í
huga, og þeir höfðu hugsað sér að
leiða Nikulás fyrir byltingar-
dómstól, hliðstætt því sem gert
hafði verið við Karl fyrsta Eng-
landskonung og Lúðvík sextánda
Frakkakonung. Trotskíj, sem var
listrænn og hafði smekk fyrir
drama, hafði fyrirhugað að verða
höfuðákærandi, enda telur Isaac
Deutscher að hann hafi viljað
freista þess að koma keisaranum
og fólki hans frá Jekaterínbúrg.
Blóðbað
í kjallara
Síðasta fangelsi keisarafjöl-
skyldunnar var fyrrverandi íbúð-
arhús kaupmanns nokkurs þar í
staðnum. Hennar var stranglega
gætt. Kringum húsið var sífellt
hringur varðmanna undir forustu
manns, sem Pjotr Medvedev hét.
í húsinu sjálfu, með keisaranum
og fólki hans, var annar hópur
varðmanna undir stjórn Jakovs
Júrovskíj, fyrrum úrsmiðs. Auk
hans voru í varðhópnum aðeins
tveir Rússar, hinir voru Lettar
(sem voru einkar fjölmennir í
Rauða hernum á fyrstu árum
hans) og þýskir og ungverskir
stríðsfangar, er gengið höfðu í lið
með bolsévíkum. Það var þessi
hópur, sem framdi drápin.
Keisaranum sárleiddust stjórnarstörfin, sem hann réð lítt við, en hann
undi sér þeim mun betur hjáfjölskyldunni. Fremsthjáforeldrum sínum
sitja Aleksej ríkiserfingi og Anastasía. Fyrir aftan þau standa (t.f.v.)
María, Tatjana og Olga.
Aftakan fór fram í kjallaraher-
bergi í kaupmannshúsinu. Júrov-
skíj hófst sjálfur handa og beindi
skammbyssu að hinum afsetta
keisara, sem þá var fimmtugur að
aldri. Hann tók til máls, hækk-
andi röddu, til að segja eitthvað í
mótmælaskyni, en skot Júrov-
skíjs gerðu að engu þessa síðustu
viðleitni manns, sem svo
skömmu áður hafði verið ein-
valdur allra Rússa, til að sýna
myndugleika. Síðan kvað við
skothríð er felldi á gólfið Alex-
öndru keisaradrottningu og börn
þeirra Nikulásar, Olgu, 23 ára,
Tatjönu, 21 árs, Maríu, 19 ára,
Anastasíu, 17 ára og Aleksej, 14
ára. Auk þeirra var slátrað lí-
flækni keisarafjölskyldunnar,
sem Botkin hét, Karítonov mat-
sveini hennar, Trúp, einkaþjóni
keisara og Demídovu, herbergis-
þernu keisaradrottningarinnar.
Af ótilgreindum ástæðum var
hundur keisarabarnanna, Jimmy
nefndur, einnig tekinn af; einn
varðmannanna murkaði úr hon-
um lífið með byssuskefti.
Dauðastríð
Aðeins andartaksstund var lið-
in frá því að úrsmiðurinn lyfti
skammbyssunni, og nú varð á
gólfi litla kjallaraherbergisins
ekki þverfótað fyrir blóðidrifnum
og sundurskotnum dánum og
deyjandi manneskjum. Veggirnir
voru ataðir blóðslettum og göt
eftir kúlur þar um allt. Þótt skot-
færið væri stutt höfðu ekki allir
hitt jafnvel. Demídova hafði ekki
einu sinni misst meðvitund, og
vein hennar, er hún helsærð
neytti síðustu krafta til að reyna
að skríða út úr herberginu, voru
svo skerandi, að aftökusveitinni,
sem mun hafa verið skipuð
mönnum í hrottafengnara lagi,
féllust hendurandartak. En síðan
brugðust einhverjir þeirra við og
lögðu herbergisþernuna í gegn
með byssustingjum, þangað til
hún þagnaði.
í sömu svipan bærði Aleksej
litli á sér og gaf frá sér langdregið,
lágvært kvein. Þegar skotin nístu
líkama hans hafði hann gripið
utan um föður sinn og hélt þeim
tökum enn. Einn varðmannanna
sparkaði í höfuð drengnum og
Júrovskíj lauk dauðastríði hans
með skammbyssuskoti.
Þá kom í ljós að yngsta dóttir-
in, Anastasía, var enn lifandi.
Hún hafði misst meðvitund, en
nú raknaði hún við og rak upp
hvert veinið af öðru. Hermenn-
irnir rhargstungu hana með
byssustingjum og um síðir þagn-
aði hún einnig. Þar með var saga
Nikulásar Rómanovs og fjöl-
skyldu hans öll.
Líkunum var síðan slengt á
kerru og ekið með þau að gamalli
námu þar skammt frá. Svo átti að
ganga frá líkunum að þau yrðu
óþekkjanleg, og voru andlitin því
klesst með byssuskeftum og hellt
á þau brennisteinssýru. En þegar
hér var komið, reyndist það
mikið af virðingu fyrir keisara-
dómnum sitja eftir í að minnsta
kosti sumum varðmannanna, að
þeir komust að þeirri niðurstöðu
að náman væri ekki viðunandi
sem hinsti hvílustaður fjölskyld-
unnar. Var því lagt af stað með
líkin þaðan og er óvíst hver á-
kvörðunarstaðurinn var. En áður
en langt var komið festist kerran í
for á veginum, og varð það til
þess að líkin voru í skyndi husluð
í mýri þar rétt hjá.
Fundur Rjabovs
Fyrrnefndur Pjotr Medvedev
var viðstaddur aftökurnar (en tók
að eigin sögn ekki þátt í þeim) og
frá honum er frásögnin af þeim
komin. Hefur kona hans sagt svo
frá, að hann hafi aldrei orðið
samur maður síðan. Og nú fyrir
skömmu skýrði sovéskur blaða-
maður, Gelíj Rjabov, svo frá í
þarlendu tímariti að hann hefði
þegar fyrir um tíu árum fundið
jarðneskar leifar keisara-
fjölskyldunnar og þjóna hennar,
þótt hann hefði ekki vogað að
láta það uppskátt fyrr en nú, á
þessum tjáningarfrelsistímum fé-
laga Gorbatsjovs. Að sögn Rja-
bovs var ekki miklum erfið-
leikum bundið að þekkja beinin,
þar eð sýran hafði ekki unnið á
þeim svo heitið gæti, vegna ein-
hverra jarðefna í mýrinni.
Aleksej ríkiserfingi með skóflu og Tatjana systir hans (t.h.) er þau voru
í varðhaldi skammt frá Petrógrad.
Ætla má að Gorbatsjov hafi
ekki brugðið allskostar notalega
við þessa frétt, þar eð í þann
mund var hann í heimsókn í Bret-
landi. Þá kom m.a. til tals að
Elísabet drottning önnur
heimsækti Sovétríkin. Hingað til
hefur breska konungsfjölskyldan
haft sérstakan óþokka á því stór-
veldi vegna drápsins á keisara-
fjölskyldunni, enda voru þær
fjölskyldur nákomnar að frænd-
semi. Alexandra drottning, fædd
prinsessa af Hessen, var dóttur-
dóttir Viktoríu Bretadrottningar
og alin upp hjá henni og Viktoría
var langalangamma Elísabetar
annarrar.
Veikgeöja
einfeldningar
Reynist nú Rjabov hafa rétt
fyrir sér, bætist eitt vandamálið
enn við hjá Gorbatsjov. Getur
„verkamannaríkið" veitt keisar-
anum, tákni kúgunarvalds þess er
bolsévíkar börðust gegn, keisara-
lega útför? Hætt er við að Elísa-
bet drottning ætlist til þess af
Gorbatsjov og einnig Thatcher
vinkona hans. Spurning er hins-
vegar hvort slík útför gæti æst
eitthvað upp rússneska þjóðern-
ishyggju af því tagi, sem gæti orð-
ið stjórnvöldum þessa fjölþjóð-
lega ríkis óþægileg.
Hvað þeim Nikulási og Alex-
öndru viðvíkur persónulega, þá
verður því vart haldið fram með
gildum rökum að þau hafi verð-
skuldað sín óhugnanlegu örlög,
svo að ekki sé minnst á börn
þeirra og þjóna. Bæði voru þau
hjón fremur veikgeðja einfeldn-
ingar, umkringd afturhalds-
sömum ráðgjöfum er litu á fyrir-
bæri eins og þjóðkjörið þing og
stjórnarskrá sem hrylling frá
sjálfum djöflinum. Það að jafn
subbulegur og ómerkur loddari
og Raspútín skyldi komast inn að
gafli hjá þeim sýnir best, hversu
vonlaus þau voru í hlutverkum
þeim, er forlögin höfðu troðið
þeim í. Nikulás botnaði lítið eða
ekkert í þeim viðamiklu vanda-
málum, er hann fékk við að
glíma, enda sárleiddust honum
stjórnarstörfin. Hann kaus frem-
ur að verja tíma sínum með fjöl-
skyldunni og var börnum sínum
ástríkur faðir, enda ber heimild-
um saman um að þeim hafi þótt
vænt um hann.
Eins og menn muna gengu
lengi fjöllunum hærra þjóðsögur
um að ein keisaradætranna, og þá
helst Anastasía, hefði komist lífs
af og til Vesturlanda, og úr því
öllu varð ásamt með öðru til kvik-
mynd. En reynist Rjabov hafa
rétt fyrir sér, er líklega séð fyrir
enda þess ævintýris. dþ.
Síðustu forvöð
að panta Macintosh tölvur
skv. 2. afgreiðslu
ríkissamningins, er
18. maí
Innkaupastofnun ríkisins,
Borgartúni 7, sími 26844
AÐ UTAN
Þegar Rússakeisari féll
Harmsaga síðustu rússnesku keisarafjölskyldunnar hefur rifjast upp við skrif sovésks blaðamanns, er
telur sig hafa fundið bein hennar