Þjóðviljinn - 12.05.1989, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Qupperneq 24
KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Dangerous Liaisons (Hættuleg sam- bönd), sýnd í Bíóborginni. Bresk, ár- gerð 1988. Leikstjórn: Stephen Fre- ars. Handrit: Christopher Hampton, eftir eigin leikriti sem byggt var á sögu Pierre Choderios de Laclos. Aðalhlut- verk: John Malkovich, Glenn Close, Michelle Pfeiffer. Þá er síðasta mynd þeirra fimm sem tilnefndar voru til Óskars- verðlauna komin til landsins. Kvikmyndin Dangerous Liais- ons, eða Hættuleg sambönd, hefðiekkisíður átt skilda styttuna eftirsóttu en Regnmaðurinn, en vafalaust hefur eitthvað annað en bara gæði kvikmyndanna ráðið því hver hreppti hnossið. Hættuleg sambönd hefur notið ágætrar kynningar hér á landi að undanförnu en myndin er sem kunnugt er gerð eftir leikriti Christophers Hamptons. Hann snaraði því sjálfur yfir í kvik- myndahandrit en leikritið reit hann fyrir nokkrum árum eftir tveggja alda gamalli sögu Pierre Choderios de Laclos. Þótt sagan hafi upphaflega valdið hneykslan verður það þó varla sagt um verk- ið í dag og má gjarnan velta vöng- um yfir því hvort efnið eigi eitthvert erindi við okkur. Eftir að hafa séð myndina leikur eng- inn vafi á að verkið ber aldurinn vel enda tekur það á dýpstu til- finningum mannsins sem fylgt hafa honum alla tíð. Sagan segir frá fyrrverandi elskhugum sem bæði eru rotin inn að beini hvað mannleg sam- skipti varðar. Markgreifafrúin Marteuil og de Valmont vísigreifi eru dæmi um úrkynjun aðalsætt- anna í Frakklandi rétt fyrir stjórnarbyltinguna 1789. Þeim er ekkert heilagt og sjálfselska þeirra á sér engin takmörk. í ofurlítilli hefnigirni biður Marte- uil vísigreifann að afmeyja unga stúlku nýkomna úr klaustur- skóla. De Valmont er að sjálf- sögðu rétti maðurinn til starfans en finnst verkefnið vera full létt fyrir mann með slíkan orðstír. Hann ræðst því til atiögu við unga, gifta, en skírlífa konu, de Tourvel, sem má ekki vamm sitt vita. Verkið er gamanleikur til að byrja með en þegar örlögin grípa í taumana verður úr hinn mesti harmleikur. Rétt eins og óþokk- aparið hlær áhorfandinn að öllu saman og uppgötvar ekki fyrr en um seinan að hér er verið að leika sér með innstu tilfinningar og að lokum mannslíf. Leikritið var sýnt í Þjóðleik- húsinu í vetur við heldur dræmar Regnboginn Iron Eagle II * (Glæfraför) Skrýtiö hve margar framhaldsmyndir eru gerðar eftir lélegum myndum. Glæfraförin er ein þeirra og er ekki fremur en fyrri myndin neitt til aö hrópa húrra fyrir. L'ete en pente douce ★ ★ (Og svo kom regniö) Kómísk, lítil saga af smáborgurum f Frakklandi. Persónurnar eru allar ýktar og háðið aldrei langt undan. Full mikið er spil- að með barm Ijóskunnar. Dead Ringers ★★★ (Tvíburar) Magnaður, en oft óþægilegur sálartryllir keyrður áfram af stórgóðum leik Jeremy Irons. önnur hlutverk ekki eins sannfærandi, hvorki I handriti né tjáningu. Babette's gæstebud ★★★★ (Gestaboð Babettu) Þessi gómsæta mynd Gabriels Aksels er uppgjör bókstafstrúarmanna við freistinguna og syndina. Stórgóð persónu- sköpun og veislan I lokin er ógleymanleg. Dregið á tálar viðtökur. Sjálfur sá ég ekki bresku útgáfuna en þeir sem gerst þekkja segja uppfærsluna hér á landi hafa mistekist. Hana þótti skorta allt sem sú breska hafði til að draga áhorfendur á tálar á sama hátt og stúlkurnar í verkinu. Kvikmyndin ætti því að líkjast verkinu nokkuð enda skrifaði Hampton hvort tveggja. En að líkja kvikmynd saman við leikrit er hál braut og vandfarin og verð- ur það því ekki gert frekar hér. Það er Bretinn Stephen Frears sem stýrir leiknum á hvíta tjald- inu. Þetta er lang viðamesta verk hans til þessa en áður hafði hann beint spjótum sínum að raunsæ- inu í myndunum My Beautiful Laundrette, Prick Up Your Ears og Sammie and Rosie Get Laid. í þessum myndum tókst honum mjög vel upp þegar tekið var á hlutunum sexúalt og kannski þess vegna að honum var boðið að stýra verkinu. Sérstaklega vel hefur verið val- ið í aðalhlutverkin þrjú. Þau eru þess eðlis að hrífi þau ekki áhorf- endur magnast engin innri spenna og verkið hrynur með það sama. John Malkovich leikur listavel hinn slóttuga djöful sem vísigreifinn er. Hann hefur líka útlitið með sér sem nauðsynlegt er til að hann verði trúverðug Casanova-týpa. Glenn Close vinnur hér einn sigurinn enn og var þetta í fimmta skipti sem hún er tilnefnd til Óskarsverðlauna án þess að vinna þau. Vonandi festist hún ekki í nornahlutverk- inu því hún hefur sýnt að hún kann einnig að leika aðrar mann- gerðir. Michelle Pfeiffer, sem leikur nú í hverri myndinni af annarri, er bæði saklaus og bæld en þegar ástríðan brýst fram fær ekkert stöðvað hana. Fyrir utan leikinn var það einn- ig leikmynd og búningar sem glöddu augað og tónlistin var mjög smekklega valin. Nú er bara að bíða eftir nýjustu mynd Milos Formans, Valmont, sem einnig er gerð eftir frönsku sög- unni Les Liaisons Dangereuses. Þetta er fyrsta mynd Formans síðan hann gerði Amadeus árið 1984 en verið getur að Hættuleg sambönd taki athyglina frá henni. Billi bamungi Young Guns (Ungu byssubófarnir), sýnd í Bíóhöllinni. Bandarísk, árgerð 1988. Leikstjóri: Christopher Cain. Handrit: John Fusco. Aðalhlutverk: Emilio Estevez, Kiefer Sutherland, Lou Diamond Phillips, Charlie Sheen, Dermot Mulroney, Casey Siemaszko, Terence Stamp. Vestrar eru sjaldséðir um þess- ar mundir og líða jafnan nokkur ár á milli frambærilegra kvik- mynda af þessari tegund. Clint Eastwood gerði ofbeldisvestrann Pale Rider árið 1985 og sama ár gerði Lawrance Kasdan Silvera- do, sem var vestri upp á gamla móðann. Eftir það hefur verið löng bið hjá vestraunnendum en hún ætti nú að vera úti með til- komu Ungu byssubófanna. Hér er okkur sögð saga af ein- um frægasta útlaga vestursins, William H. Bonney alias Billy the Kid. Yfir 20 kvikmyndir hafa ver- ið gerðar um þennan barnunga drápara og er Pat Garret, sem á endanum kom Billa fyrir kattarn- ef, þá jafnan hafður með í leiknum. Englendingurinn og innflytj- andinn John Tunstall tekur að sér flækingspilta og lætur þá vinna á búi sínu í staðinn. Tunstall á í útistöðum við Murphy sem í valdi spillingarinnar hefur lögin í hendi sér. Loks þegar illa fer fyrir Tuns- tall ákveða pörupiltar hans að hefna gamla mannsins. Þeir eru hins vegar aðeins sex og áður en langt um líður eru þeir sjálfir eftirlýstir, sérstaklega hinn skot- glaði Billi sem kann sér engin tak- mörk. Það er margt sem gerir Young Guns að góðum vestra. Strákarn- ir í genginu eru leiknir af ungum mönnum sem hingað til hafa ým- ist verið pabbadrengir eða efni- legir leikarar. Þar fer fremstur í flokki Emilio Estevez í hlutverki Billa hins barnunga, en hann gef- ur hér einhverja skemmtilegustu myndina af þessari „vinstri- handar-skyttu“ sem gerð hefur verið. Bróðir hans, Charlie She- en, fer heldur halloka í myndinni enda hlutverk hans ekki sérlega bitastætt. Þá er Kiefer Suther- land orðinn leikari en ekki bara sonur pabba síns. Chris Cain hefur ekki gert betri mynd, nema ef vera skyldi The Stone Boy frá 1984. Hér höfum við flestar þær persónur sem birt- ast jafnan í vestramyndum: hetj- ur, heimskingja, þorpara og skúrka og við höfum meira að segja rómantískt skáld. Hinir ómissandi byssubardagar eru skemmtilegri en maður á að venj- ast og í lokin drepur Cain í slómó- sjon, a la Peckinpah. En það sem er einna skemmti- legast við Young Guns er nokkuð ný frásögn af Billa barnunga og þá sérstaklega kynni hans af Pat Garret. Young Guns er skemmti- leg afþreying og góður vestri í hinni miklu kreppu sem vestra- myndir eiga í um þessar mundir. Kannski að þessir ungu leikarar, sem leikið hafa í vinsælum ung- lingamyndum, nái að auka veg vestrans þarna fyrir westan. Við viljum meira. Skugginn af Emmu ★★★ Besta barnamyndin I borginni er einnig fyrir fullorðna. Skemmtileg mynd á mörk- um fantasiu og veruleika. Mlssissippl Burning ★★★★ (í Ijósum logum) Enda þótt Alan Parker fari heldur frjáls- lega með staðreyndir er þetta einhver besta mynd sem gerð hefur verið um kyn- þáttahatur. Leikur er til fyrirmyndar og allt sjónrænt spil áhrifamikið. Brennheit og reið ádeilumynd sem enginn má missa af. Laugarásbíó A Nightmare on Elm Street Part 4 ★ (Martröö á Álmstræti) Fjórða myndin í þessari hryllings- tæknibrellusyrpu sem verður vinsælli með hverri myndinni. Efnið er nú orðið talsvert þreytt sem kann ekki góðri lukku að stýra í myndum af þessu tæi. Twins ★ (Tvíburar) Einstaklega þunn og ófyndin mynd þar sem áhorfandinn veit alltaf hver næsti brandari verður. Lakasta mynd Ivans Reit- mans til þessa og hefði handritið aldrei átt að fara lengra en í ruslakörfuna. . A Moon Over Parador ★ (Tungl yflr Parador) Vonbrigði frá einum athyglisverðasta leikstjóra Bandaríkjanna, Paul Mazurski. Richard Dreyfuss sem hefur verið hittinn á góðar rullur að undanförnu bjargar þessarí mynd ekki. Bíóhöllin Young Guns ★★★ (Ungu bissubófarnir) Vestrar eru komnir úr tisku en þessi gæti aukið hróður slikra mynda. Hér höfum við allt sem þarf, átök og tragedíu, hetjudáð og kómediu, fólsku og jafnvel rómantík. Estevez skemmtilegur sem Billi barnungi. Worklng Glrl ★★ (Ein útivinnandl) Mjög góður leikur allra aðalleikaranna nær ekki að toga þessa ófrumlegu afþrey- ingarmynd upp úr meðalmennskunni. Mike Nichols fær þó uppreisn æru eftir hina hræðilegu Heartburn. Snotur kvikmynda- taka hjá Ballhaus. Funny Farm ★ Á síðasta snúning George Roy Hill má muna sinn fífil fegri en þó má brosa að mörgu í þessari nýju afþreyingarmynd hans. Chase hefur oft verið fyndnari. A Fish Called Wanda ★★★ (Fiskurinn Wanda) Nánast fullkomin gamanmynd. Hárfínn húmor í skotheldu handriti og gamlinginn Crichton stýrir af mikilli fimi. Erfitt að gera uþp á milli aðalleikaranna sem eru hver öðrum betri. Betri skemmtun er vandfund- Tequila Sunrlse ★ (Á ystu nöf) Falleg kvikmyndataka er líklega Ijósasti punktur myndarinnar. Robert Towne sem eitt sinn kunni að plotta nær engu út úr stjöruliðinu sínu. Bad Dreams 0 (Slæmir draumar) Slæmir draumar er martröð frá upphafi til enda. Aðastandendur myndarinnar hljóta að hafa fengið rauðan sósulit á út- sölu og nota hann því stöðugt. Þeir sem nenna að horfa á ósköþin fatta plottið langt á undan góða gæjanum. Who Framed Roger Rabbit ★★★ (Kalli kanína) Vel heppnuð ævintýramynd þar sem áhorfandinn gleymir að hér er notast við teiknifígúrur. Tímamótamynd í klippingum og brellum. Bíóborgin Dangerous Liaisons ★★★ (Hættuleg sambönd) Þrungin, en jafnframt hrífandi tragi- kómedía þar sem allir eru táldregnir. Frá- bær leikur ber myndina, sérstaklega Malk- ovich og Close hástéttarpakkið sjálfselska. Rómantíkerar munu elska þessa mynd. Rain Man ★★★ (Regnmaöurinn) Regnmannsins verður minnst fyrir ein- stakan leik Hoffmanns í hlutverki einhverfa ofvitans fremur en sem góðrar kvikmynd- ar. Óskar fyrir handrit og leikstjórn fremur vafasamur og Barry Levinson hefur áður stýrt betur. The Accidental Tourist ★★★ (Á faraldsfæti) Yndisleg mynd um allar mannlegar til- finningar, frá hlátri til gráts. Besta mynd Kasdans til þessa enda vel skrífuð og vel stýrt ásamt hnökralausum leik. Geena Da- vis hrífur alla. The Unbearable Lightness of Being ★★★★ (Óbærilegur léttleiki tilverunnar) Stórbrotið kvikmyndaverk, hvernig sem á það er litið. Kaufman tókst hið ómögu- lega, að kvikmynda sögu Kundera svona líka listavel. Rómantík, erótík, ást, haturog afbrýði brjótast upp í þessu magnaða lista- verki. Kvikmyndataka Nykvists er ólýsan- leg. Háskólabíó The Naked Gun ★★ (Beint á ská) Stanslaus brandaraskothríð i tæpar tvær klukkustundir. Hittnin er þó misjöfn, oft er hitt í mark en líka er skotið bæði yfirog framhjá. Jafnast kannski ekki á við Air- plane! en það má hlæja að vitleysunni. Stjörnubíó Punchline ★★ (Hlátrasköll) Stundum fyndin en stundum alvarleg mynd um tvo sviðsgrínara á Breiðvangi og drauma þeirra. Tom Hanks sannar sig endanlega sem alvöru leikari og einnig er vel valið í önnur hlutverk. Fright Night II 0 (Hryllingsnótt II) Fyrri myndin var léleg en þessi slær allt út. Kristnihaid undir jökli ★★★ Góð, og athyglisverð mynd á íslenskan mælikvarða sem unnin er af fagmennsku. Kristnihaldið er skemmtileg og fersk á að horfa en ber full mikla virðingu fyrir texta nóbelsskáldsins. 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. maf 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.