Þjóðviljinn - 12.05.1989, Síða 27
Fugl - eftir litháíska listamanninn
Stasys Krasauskas.
“T
Nýlegar fréttir úr austri og
vestri minna okkur á miklar
þverstæður í lífi Evrópuþjóða.
Á sama tíma og menn halda
langar og kappsmiklar tölur
um sameiningu Evrópu, um
sameiginlegan arf, um Evróp-
uhúsið þar sem við öll eigum
heima, eiga ýmis þau ríki sem
eru að hníga saman í Evrópu-
deigluna í miklum vand-
ræðum með smáþjóðir innan
eigin landamæra. Sem vilja
tryggja sína framtíð og engar
refjar. Það nægir að minna á
tvö dæmi: Eystrasaltsþjóðir
Sovétríkjanna og Baska á
Spáni.
Baskar
eru enn að
Byrjum á Böskum á Spáni. Á
dögum Francos nutu þeir engra
þjóðréttinda, tunga þeirra og
menning sætti miklum kárínum.
Þá reis upp skæruliðahreyfingin
ETA, sem barðist fyrir frelsi
Baska og framdi „hermdarverk“
sem menn út um heim höfðu
mikla samúð með - vegna þess
hvernig Francostjórnin hafði
leikið þjóðina. En svo líða árin,
Franco er löngu fyrir bí, lýðræðis-
fyrirkomulag sækir fram á Spáni,
landshlutar og minnihlutaþjóðir
(Baskar, Katalanar) fá stórbætta
stöðu sína. Og samt eru þeir enn
að í ETA. Nú síðast fréttum við
að þeir hefðu sagt upp einskonar
Tungumál smáþjóða
í Evrópuhúsinu
vopnahléi, sem þeir höfðu gert
við spænsku stjórnina. Og
mundu áfram halda ýmsum
hermdarverkum og halda því til
streitu að þeir sætti sig ekki við
minna en sjálfstætt ríki Baska.
ETA menn vita það ekki síður en
aðrir, að það hefur dregið úr fylgi
við baráttu þeirra meðal Baska
sjálfra, en þeir neita að taka mið
af því.
Hvers vegna?
Áður en allt er
um seinan
Eitt er öðru fremur sameigin-
legt með ETA og IRA, írska lýð-
veldishernum. Það er þetta hér:
báðar hreyfingarnar eru knúnar
áfram í örvæntingu þeirra sem
óttast að allt sé að verða um
seinan.
Hvað er átt við með því?
írar, Bretónar í Frakklandi,
Baskar (og reyndar fleiri þjóðir)
sættu allar einskonar menningar-
legu þjóðarmorði í aldanna rás.
Þar með er ekki endilega sagt að
reynt væri að útrýma sjálfu
mannfólkinu (þótt fnim finnist
að t.d. viðbrögðin við hung-
ursneyðinni miklu 1848 af hálfu
Breta jafngildi tilraun til slíkrar
útrýmingar). En tungumálunum
var haldið niðri með markvissum
hætti, það var ekkert skólahald á
írsku, bretónsku eða baskamáli,
eins víst að börnum væri refsað
fyrir að tala þau sveitamannamál
í skóla- þau áttu ekki að láta neitt
tefja sig frá því að læra ensku,
frönsku eða spænsku, og verða
þar með „fullgildir" borgarar í
ríkinu. Það þrengdi smám saman
að notkun móðurmálsins í héruð-
um sem þessar þjóðir byggðu.
Svo mjög, að það dugði Irum
ekki að stofna sjálfstætt ríki sem
HELGARPISTILt?
hafði þá yfirlýstu stefnu að
endurreisa írsku - enskan var
búin að sigra í borgunum og
reyndar flestum sveitum. Staða
baskamáls er enn ekki jafn slæm,
enn mun það mál notað daglega
af nokkur hundruðum þúsunda
manna, en þróunin í baskahéruð-
um Spánar (og Frakklands) hefur
verið mjög dapurleg. Fólk hefur
týnt niður máli sínu, ekki endi-
lega vegna þess að það væri neytt
til þess, heldur vegna þess að
stórþjóðarmálið er allt um kring
og aðflutningur fólks mikill til
helstu borga og engum aðkomu-
manni dettur í hug að læra jafn
sjaldgæft og erfitt furðumál og
það sem baskar tala.
Það er einmitt á slíkum punkti í
sögunni, að fram koma þjóðern-
issinnar, sem eru tilbúnir til að
reyna að þvinga fram hollustu við
tungu og siði feðranna, sprengja
sitt fólk út úr uppgjöfinni fyrir
tímans rás og þróun atvinnuhátta
og afþreyingariðnaðar, sem er
fráleitt hagstæð tungum smárra
þjóða, hvað sem annars má um
hana segja.
Eystrasalts-
þjóöirnar
Það er um margt fróðlegt að
bera saman stöðu Bretóna og
Baska í vestri og ýmissa smærri
Sovétþjóða í austri. Á liðnum
áratugum hefur margt verið gert
til að greiða fyrir sókn rússneskr-
ar tungu inn í lönd smærri þjóða,
til dæmis Eystrasaltsþjóða.
Rússneska hefur fengið laga-
legan og praktískan sess sem
samskiptamál Sovétþjóða. Um
leið hafa risið fyrirtæki og bæir
t.d. í Lettlandi eða Eistlandi, sem
byggja að mestu leyti á innfluttu
vinnuafli - þar með hefur heima-
mönnum fækkað tiltölulega, til
dæmis að taka eru Lettar nú að-
eins 57% íbúa Lettlands, Litháar
eru betur settir (um 80%) og
Eistlendingar eru mitt á milli.
Aðkomumenn hafa yfirleitt ekki
talið sér neina nauðsyn á því að
læra mál heimamanna, þeir eru
fjölmennastir í stærstu borgunum
og því hafa Lettar og Eistlending-
ar orðið að sæta því að í mörgum
stofnunum og fyrirtækjum er
þeirra mál ekki notað.
Máliö tekiö upp
Samt hafa mál eins og
eistneska, lettneska og litháíska
staðið um margt sterkar að vígi
en t.d. baskamál og bretónska.
Fólk hefur getað látið böm sín
læra alla sína skólagöngu á eigin
tungu (rússneskan hefur að vísu
ÁRNI
BERGMANN
verið að síga á sem háskólamál),
bóka- og blaðaútgáfa á þessum
tungum hefur verið öflug. En
þróun í búsetu og málanotkun
hlaut samt að vera Eystrasalts-
þjóðum mikið áhyggjuefni - eins
og upp gaus um leið og glasnost
Gorbatsjovs gaf mönnum kost á
því að tala í hreinskilni um þjóð-
ernamál í Sovétríkjunum. Þau
mál, sem ráðamenn höfðu marg-
lýst yfir að væra löngu leyst með
hinum besta hætti - og hvort sem
Stalín var við völd eða Khrúsjov
eða Brezhnév var það talin sví-
virðileg „borgaraleg þjóðernis-
hyggja“ að andmæla þeim opin-
bera sannleika.
Um þessa umræðu má finna
ótal dæmi í sovéskum blöðum um
þessar mundir. Þróunin hefur
verið mjög ör. Fyrst viðurkenndu
menn vandamálin með þeim
hætti sem ekki var áður gert.
Lettneska skáldið Skuenieks
segir t.d. í hringborðsumræðu í
Literatúrnaja gazeta á þessa leið
um stöðu sinnar tungu:
„í raun hefur rússneska þrýst
lettnesku burt úr öllum við-
skiptum. Þetta gerist í okkar
landi einnig vegna þess, að til
verða hjá okkur heil fyrirtæki þar
sem allir - stjómendur sem
verkamenn - tala eingöngu á
rússnesku. Þeim kemur mannlíf í
Lettlandi ekkert við, þeir lifa í
sínum eigin vandamálum. Og í
eðlilegu framhaldi af þessu, í
krafti sjálfvirks meirihluta, er
þröngvað upp á okkur skjölum
og gögnum á rússnesku - allt
fram á síðustu misseri einnig á
vettvangi stjórnsýslu rikisins. Á
fundum Æðsta ráðs Lettlands var
eingöngu talað á rússnesku - fyr-
irmæli höfðu verið gefin út þar að
lútandi. (Skuenieks bætti því við
síðar, að nú tala Lettar á sínu
máli og rússneskumælandi þing-
menn á sínu máli og þýtt er á
milli). Og hvernig á svo að fara að
á sviði þjónustu? Hvorki í versl-
unum, á heilsugæslustöðinni né
hjá lögreglunni getum við treyst á
að við getum talað lettnesku. Ef
svo héldi áfram mundum við
innan skamms, innan tíu-
fimmtán ára, tala lettnesku að-
eins heima hjá okkur“.
Að snúa
þróuninni við
Það er þessi þróun sem
Eystrasaltsþjóðirnar eru að
reyna að snúa við. Þess vegna
vilja þær m.a stjóma fjárfesting-
um sjálfar - þær vilja ekki að ný
og mannfrek fyrirtæki breyti
hlutföllum íbúanna heima-
mönnum enn frekar í óhag. Þess
vegna vilja þær setja í lög - og
sumt af þeirri löggjöf er þegar af-
greitt af þingum þeirra - ákvæði,
sem skylda þá sem starfa í þjón-
ustugreinum til að hafa mál
heimamanna á valdi sínu: m.ö.o.
menn eiga ekki lengur að komast
af með það að kunna bara
rússnesku ef þeir vinna slík störf í
Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Þetta er mjög merkileg fram-
vinda mála. Um tíma virtist hún
ætla að nema staðar við það, að-
allir skrifuðu upp á tvítungu-
stefnu. Það er að segja: keppa
skyldi að því að allir Sovétborgar-
ar kynnu vel rússnesku - og svo
því að þeir rússneskumælandi
menn sem byggju með öðrum
þjóðum í hinum ýmsu lýðveldum
skyldu kunna þeirra mál. En
menn komust fljótt að því að
þessi stefna, sem lítur alveg
prýðilega út, gæti siglt í strand á
því að formlegt jafnrétti tveggja
tungumála í lýðveldi yrði í raun
að farvegi fyrir framsókn rússn-
eskunnar. Og þess vegna yrði að
tryggja stöðu t.d. eistnesku og
lettnesku með sérstökum ráðum.
Þetta líkar Rússum sem búa í lýð-
veldunum náttúrlega ekki sem
best mörgum hverjum - það er
verið að leggja á þá viss óþæg-
indi. En það má segja til hróss
mörgum rússneskum mennta-
mönnum sem hafa tekið þátt í
umræðunni í Moskvublöðunum,
að þeir hafa skilið þetta dæmi
furðuvel. Til dæmis segir dr. M.
Djatskov í fyrrnefndri umræðu í
Literatúrnaja gazéta á þessa leið:
„Hvers vegna höfum við ein-
beitt okkur svo mjög að tvítung-
ustefnu? Mestu skiptir að ef við
ekki tryggjum að „tungumál
staðarins" sé nægilega mikið not-
að, þá mun notkunarsvið þess
skreppa saman. Og þetta mun
óumflýjanlega gerast með því
móti að rússneska verður notuð
enn meir.“
Þetta eru
stórmál
Þetta er merkileg umræða -
ekki aðeins vegna þess að hún er
nýmæli í Sovétríkjunum. Hún
kemur við öllum smáþjóðum sem
eru í hættulegu nábýli við mál
stórþjóðar, sem breiðir úr sér -
ekki með valdbeitingu endilega,
heldur með stærð sinni og
freistandi „möguleikum“. Og eitt
er það enn sem menn mega vel
velta fyrir sér: ef perestrojkan
heldur fram sem horfir, þá hafa
tungur smáþjóða eins og Eista,
Letta og Litháa tryggt sér marg-
falt sterkari stöðu og framtíðar-
möguleika en þeir sem tala t.a.m.
baskamál á Spáni, bretónsku í
Frakklandi og velsku á Bretlandi
geta nokkru sinni gert sér vonir
um.
Föstudagur 12. maí 1989, NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27