Þjóðviljinn - 07.07.1989, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 07.07.1989, Qupperneq 4
_________Ásmundur Stefánsson forseti Samstarf vi eróhjá Kaupin á Útvegsbankanum, sem undirrituð voru á Kjarvals- stöðum fyrir viku, hafa verið umdeild á ýmsum vígstöðvum. Sumir hafa gagnrýnt viðskipta- ráðherra fyrir að láta bankann á spottprís. Sú gagnrýni sem hef- ur komið frá mönnum innan verkalýðshreyfingarinnar hefur Hverju svararðu þessari full- yrðingu Björns Grétars? • „Styrkur verkalýðshreyfingar- innar á fjármagnsmarkaði er reyndar fyrst og fremst í lífeyris- sjóðakerfinu þar sem samstarf við höfuðandstæðingana er óhjá- kvæmilegt. En ég held það sé rétt að ég byrji á því að gera grein fyrir því af hverju við tökum ákvörðun um að standa að þessu samstarfi um nýjan banka. Al- þýðubankinn var stofnaður 1971. Áður starfaði Sparisjóður al- þýðu. Það vantar hins vegar mikið á að bankinn hafi náð þeim umsvifum sem við hefðum viljað og nauðsynleg eru til þess að veita einstaklingum fullnægjandi þjónustu og vera lífeyrissjóðun- um sá styrkur sem þurfti. í dag er 3,5% innlána bankakerfisins í Alþýðubankanum. Hann er þá minni en tveir stærstu sparisjóð-' irnir. Nýr sameinaður banki væri með 28-29% heildarinnlána bankanna. Þar eiga einstakling- arnir að geta fengið meiri þjón- ustu og þeir fá hana víðar en í Alþýðubankanum í dag. Þar get- um við þjónustað atvinnulífið og þar getum við komið upp öflugri þjónustu fyrir lífeyrissjóðina. Það verða keifisbreytingar í bankakerfinu hvort sem við tökum þátt í þeim eða ekki. Sú hagræðing sem fylgir mun þreng- ja að litlum einingum eins og Al- þýðubankanum. Afkoma bankans hefur verið góð síðustu tvö árin. Bankinn á því ekki við neina erfiðleika að etja. Einmitt þess vegna getum við horft yfirvegað til framtíðar- innar. Þegar við berum saman kostina, annars vegar lítil eining með takmarkaða getu og hins vegar stór banki með mikla þjónustumöguleika, veljum við að vera þátttakendur í kerfis- breytingunni og vera gerendur en ekki áhorfendur. Við viljum móta starfshætti hins nýja banka og knýja á um hagræðingu og draga úr vaxta- muni. Með þátttöku erum við að sækja á og auka ítök okkar.“ Innan verkalýðshreyfingarinn- ar hafa menn horft til Samvinnu- bankans þegar talað hefur verð um sameiningu Alþýðubankans við aðra banka og hafa jafnvel talað um samþykktir Alþýðusam- bandsins þar að lútandi. Hvers vegna var ekki kannað hvort verkalýðshreyfingin gaeti keypt hlut Sambandsins í Samvinnu- bankanum? „Það er töluverður misskiln- ingur í þessu. í fyrsta lagi eru eng- ar ályktanir um samstarf við einn frekar en annan. Ég veit ekki til þess að neinar ályktanir hafi ver- ið gerðar á vettvangi Alþýðu- sambandsins um bankasamruna núna, en hins vegar ótal ályktanir í gegnum tíðina um hagræðingu í bankakerfinu og lækkun á vaxta- mun. Á aðalfundi Alþýðubank- ans var aftur á móti samþykkt að ræða m.a. við Samvinnubank- ann. Það var hins vegar ekki bundið við hann. Við höfum átt viðræður við bankaráð Samvinn- ubankans. Ég held að menn verði að gera sér grein fyrir því að Sam- vinnubankinn hefur ekki verið til sölu. Það eru mjög eðlilegar ástæður fyrir því. I fyrsta lagi er ljóst að Sambandið er gífurlega stór skuldari í Landsbankanum. Skuldari sem hefur átt í mjög miklum erfiðleikum að undan- förnu. Þannig að það eru miklir hagsmunir bæði fyrir Landsbank- ann og Sambandið að grynnka á þessum skuldum. Þar eru sér- stakar forsendur fyrir kaupum og sölu sem ekki eru annarsstaðar. Við það má bæta að útibúakerfi Samvinnubankans fellur mjög saman við útibúakerfi Lands- bankans þannig að það er hægt að ná mikilli hagræðingu með sam- einingu Landsbankans og Sam- vinnubankans. Ég reikna með að menn meti slíkt líka þegar þeir á þessum vígstöðvum báðum eru að skoða á hvaða verðlagi þeir geti keypt og selt. Það er af þess- um ástæðum skiljanlegt að það hefur aldrei verið til umræðu að selja eignarhlut Sambandsins i Samvinnubankanum til neins annars aðila en Landsbankans." Óttast verkalýðshreyfingin ekki að fara í samvinnu við risa eins og Iðnaðarbankann og Versl- unarbankann, sem eru mun stærri bankar en Alþýðubank- inn? Að hún verði hreinlega gleypt? „Ut af fyrir sig má segja að í samstarfinu verður stærð fortíð- arinnar ekki ráðandi. Það sem skiptir máli er hver verður stærð þessara aðila og staða í samstarfi sín á milli í nýjum banka. Við höfum miðað við það að vera jafn stórir eignaraðilar og þeir eru hvor um sig Iðnaðarbankinn og Verslunarbankinn. Við göngum því til samstarfs við þá á jöfum forsendum. Það mun ganga eftir ef undirtektir verða jákvæðar þegar að hlutafjárútboði kemur hjá okkur. Við erum ekki að sam- einast á þeim stærðarforsendum sem eru í rekstri bankanna í dag. Við erum að stórauka okkar hlut. Auðvitað er það alveg ljóst að í samstarfi með öðrum ráða menn sér ekki eins og þeir ráða sér þeg- ar þeir eru einir og sér. Þá skulum við bera saman: Við erum annars vegar að tala um lítinn banka með 3,5% af innlánum banka- kerfisins og við erum hins vegar að tala um banka sem verður með 28-29% af innlánum. ítökin sem stærðin gefur möguleika á eru auðvitað mjög mikil. Það er alltaf óöryggi í samskiptum við aðra. Það er þó tvennt sem treystir okkar stöðu í þessum sam- skiptum. Annað er eignarhlutur- inn, en miðað er við að hann verði jafn hjá öllum bönkunum. Hitt eru þeir viðskiptahagsmunir sem eru fyrir bankann í því að viðhalda góðum samskiptum. Stéttarfélögin og lífeyrissjóðirnir skipta auðvitað mjög miklu máli í því sambandi, í lífeyrissjóðnum eru verkalýðsfélögin og atvinnu- rekendur samstarfsaðilar og báð- ir með aðstöðu til þess að beita neitunarvaldi, því það er jöfn að- ild þessara aðila í stjórn sjóð- anna. Samstarf við atvinnurek- endur er þannig til staðar í líf- eyrissjóðunum. Það samstarf er ekki að verða til með þessari bankasameiningu. Þessir aðilar verða að koma sér saman um hvemig eigi að hagnýta fjármun- ina. Þess vegna má kannski segja að einmitt samsetning eignaraðil- anna gefi þessum nýja banka sér- stakar skyldur gagnvart lífeyris- sjóðunum." Er það fyrst og fremst vegna lífeyrissjóðanna að verkalýðs- hreyfingin talar um að hún þurfi að hafa sterkan banka sem bak- hjarl? „Það er mín skoðun vegna þess að aðild verkalýðshreyfingarinn- ar að fjármagnsmarkaðinum er fýrst og fremst í lífeyrissjóðakerf- inu. Það er fyrst og fremst á þeim vettvangi sem við höfum mikil fjármálaumsvif og það skiptir okkur því mjög miklu máli að treysta forsendur lífeyrissjóð- anna til að koma sínu fé í góða ávöxtun. Eign lífeyrissjóðanna er ellilífeyrir sjóðfélaganna.“ Frjáls Verslun heldur því fram að verkalýðshreyfingin eigi 60 mifjarða í sjóðum og eignum. Er það rétt? „Ég hef ekki hugmynd um hvort sú tala er sú rétta. En ég veit að verkalýðsfélögin eiga sjóði og fasteignir. Flest verka- lýðsfélögin eru með nokkuð sterka félagssjóði. Þá eiga verka- lýðsfélögin orlofs- og sjúkra- sjóði. Verkalýðsfélögin eru aðil- ar að lífeyrissjóðunum. Þegar þetta allt er tekið saman erum við að tala um mjög miklar fjárhæð- ir. Ég ætla ekki að fara með neina tölu í því sambandi, því ég veit ekki hver hún er.“ Elías Björnsson formaður Sjó- mannafélags Vestmannaeyja hef- ur sagt að það séu bara toppamir innan verkalýðshreyfingarinnar sem ráða förinni og síðan komi þeir og stilli smáfuglunum upp við vegg, eins og hann orðaði það. Hverju svararðu þessari gagn- rýni frá verkalýðsforingja á landsbyggðinni? „Það er nú sennilega erfitt að stilla fuglum upp við vegg. En auðvitað höfum við reynt að gefa fólki kost á því að fylgjast með. Það var gerð grein fýrir því á að- alfundi Alþýðubankans í apríl, að viðræður hefðu verið í gangi um samstarf og hugsanlega sam- einingu við aðra banka. Þá var fyrst og fremst um að ræða samtöl við Verslunarbankann. Það er auðvitað ljóst að í samskiptum af þessu tagi hljótum við alltaf fyrst og fremst að hafa samband við stærstu eignaraðila bankans. Viðræður um þessi mál geta aldrei verið í fjölmiðlum. Við höfum hins vegar reynt að gera grein fyrir gangi mála eftir því sem við höfum haft aðstöðu til og ég held að það sé ekki sanngjamt að ásaka okkur um að hópar eða einstaklingar hafi verið snið- gengnir í þessu máli enda héldum við ótal marga fundi með stjóm- um félaga, fyrst og fremst stærri aðilunum, þar sem við gerðum grein fyrir þeim möguleikum sem fyrir hendi væru í samskiptum þessara þriggja aðila sem síðar urðu sammála um að gera samn- ing um kaup á Útvegsbankanum. Eftir það höfum við líka rætt við stjórnir ýmissa félaga en höfum ekki náð því að fara um allt landið, enda gekk þetta hratt fyrir sig.“ Þessi gagnrýni sem hefur kom- ið fram, t.d. í Vestmannacyjum, er ástæðan ekki að hluta til sú að menn óttast um viðskipta- hagsmuni sína, þar sem Utvegs- bankinn hefur verið sterkur í Eyjum? „Ég hugsa að það sé alveg rétt að hjá sjávarútvegsmönnum eru víða töluverðar áhyggjur af því að Útvegsbankinn muni ekki 4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.