Þjóðviljinn - 07.07.1989, Page 5
ASÍ er á beininu
ð höfuðandstæðingana
kvæmilegt
hinsvegar verið af allt öðrum
toga. Þeir hafa átt erfitt með að
skilja hvað knúði Alþýðubank-
ann til þess að taka þátt í þessum
kaupum með mönnum sem
verkamenn hafa hingað til álitið
höfuðandstæðinga í stéttabarátt-
unni. Björn Grétar Sveinsson
formaður verkalýðsfélagsins
Jökuls á Hornarfirði orðaði það
svo í samtali við Þjóðviljann að
þessi sameiningjaðraði við sam-
runa Alþýðusambandsins og
V innu veitendasambandsins.
Ásmundur Stefánsson forseti
ASI og formaður bankaráðs Al-
þýðubankans er á beininu.
þjóna þeim á sama hátt og hann
hefur gert. Eina rökrétta svarið
við því er að treysta eignarstöðu
sína þannig að viðkomandi aðilar
nái sem sterkustum ítökum. Fyrir
Vestmannaeyinga skiptir mjög
miklu að koma inn í þessi kaup af
styrk, þannig að það verði ekki
bara sterkir aðilar á höfuðborgar-
svæðinu sem ráði ferðinni.“
Ef við snúum okkur að
kaupunum sjálfum, þá hefur
Halldór Guðbjarnarson fyrrver-
andi bankastjóri Útvegsbankans
gagnrýnt kaupverðið harkalega
og sagt að þið hafið fengið Ut-
vegsbankann á spottprís. Fenguð
þið bankann á gjafverði?
„Ég get bara svarað því þannig
að ég hefði ekki verið reiðubúinn
til þess að standa að kaupum á
Útvegsbankanum á hærra verði.
Þegar við veltum þessum
kaupum fyrir okkur hljótum við
að meta það út frá rekstrarfor-
sendum hvort við teljum að þessi
banki, sem út úr sameiningunni
kemur, hafi traustar rekstrarfor-
sendur eða ekki. Við teljum að sú
forsenda sé til staðar með þessum
kaupum. Ég held að það sé ná-
kvæmlega sama hvaða verð hefði
verið gefið fyrir Útvegsbankann.
Gagnrýnin á viðskiptaráðherra
hefði væntanlega verið sú sama.
Það má alltaf deila um verð. Það
er ekkert til sem er einhlítt rétt
verð fyrir fyrirtæki. Ég held hins
vegar að kaupverð bankans hafi
verið ásættanlegt fyrir okkur og
ég held að það sé fullkomlega
viðunandi fyrir ríkisvaldið. Mér
sýnist raunar á öllu að ríkisvaldið
muni fá meiri arð af fjármagni
sínu með þessum hætti heldur en
með áframhaldandi rekstri á
bankanum. Þjóðfélagið allt ætti
hins vegar að fá stærsta arðinn
sem felst í þeirri minnkun vaxta-
munar sem hagræðing í banka-
kerfinu ætti að gefa tilefni til. Það
er ekki ávinningur sem fellur í
hlut þeirra sem standa að
kaupunum á Útvegsbankanum.
Við hljótum að gera ráð fyrir því
að aðrir bankar bregðist við og að
þessi sameining verði til þess að
herða á hagræðingu bæði í Lands-
bankanum og í Búnaðarbankan-
um. Ég held að þessi kaup og
þessi sameining banka sé mjög
stór áfangi í sögu bankakerfisins
og muni leiða til verulegs sparn-
aðar sem allir landsmenn muni
njóta.“
Menn virðast almennt sam-
mála um að til lengdar litið þá
verði hagræðing af þessu en ýms-
ir óttast þennan aðlögunartíma
næstu þrjú til fimm árin, að
reksturinn verði jafnvel dýrari en
hann er nú.
„Það er alveg rétt að sameining
og samræming á starfseminni
hlýtur að kosta töluvert. En ég
held jafnframt að það eigi að vera
hægt að ná fljótt svo mikilli hag-
ræðingu að það eigi ekki að verða
kostnaðarauki af sameiningunni.
Auðvitað blasir það við að næstu
tvö þrjú árin eru erfiður tími
undir öllum kringumstæðum
vegna þess að það er flókið og
viðkvæmt að sameina fjögur
svona stór fyrirtæki.“
Menn eru þegar farnir að velta
fýrir sér nafni á nýja bankanum.
A hann að heita Islandsbanki?
„Ég hef ekki hugmynd um það.
Það var ákveðið að láta fara fram
samkeppni meðal starfsmanna'
bankans um nýtt nafn og henni er
ekki lokið.“
Húseignir hafa komið inn í um-
ræðuna, sala á húseignum og
jafnvel að reisa nýjar höfuðstöðv-
ar.
„Þetta eru bara vangaveltur
fjölmiðlamanna, því það hefur
ekki verið tekin nein ákvörðun
um það hvernig farið verður með
húseignir eða hvernig höfuð-
stöðvum verður komið fyrir,
hvort þær verða í sama húsi eða á
fleiri en einum stað. Það er því
bara hugarflug manna vítt og
breitt um bæinn sem hefur kveikt
þessa umræðu. Það fer hins vegar
ekki á milli mála að eitt af því sem
gerist með þessari sameiningu er
að það sparast húsnæði.“
Hvað með bankastjóra? Verð-
ur einn bankastjóri i nýja bank-
anum eða verða þeir þrir?
„Það liggur ekki fyrir enn. Við
eigum mjög mikið verk óunnið í
sambandi við sameininguna
þannig að það hafa engar ákvarð-
anir verið teknar hvorki varðandi
bankastjóra, bankaráð né höfuð-
stöðvar. Þær ákvarðanir ættu að
einhverju marki að liggja fyrir
undir lok þessa mánaðar."
Þá jafnvel ákvarðanir um
bankastjóra?
„Já. Við tökum við bankanum
á hluthafafundi 1. ágúst."
Alþýðubankinn þarf að auka
eigið fé um 400 miljónir...
„Endanleg tala liggur ekki fyrir
en við gerum ráð fyrir því að hún
sé á bilinu 3-400 miljónir."
Hvernig ætlar bankinn að auka
eigið fé þetta mikið?
„Það er þrennt sem kemur til
greina. í fyrsta lagi sala á hlutab-
réfum til félagsmanna og ég geri
ráð fyrir því að við munum efna
til almennrar hlutafjársölu þann-
ig að félagsmenn geti keypt hlut.
Við munum í öðru lagi leita til
stéttarfélaganna og bjóða þeim
hlutabréf til sölu. í þriðja lagi
munum við leita til lífeyrissjóða
og bjóða þeim hlutabréf til sölu.
Við höfum að litlu leyti kannað
vilja manna til þátttöku í hluta-
bréfakaupum en treystum á að
undirtektirnar verði jákvæðar.
Það er rétt að minna á að kaupin
eru ekki endanlega útkljáð.
Samningurinn sem gerður var er
undirskrifaður með fyrirvara um
samþykki hluthafafundar, sem ég
geri ráð fyrir að verði undir lok
mánaðarins, þannig að enn er til
staðar sá möguleiki að ekkert
verði úr kaupunum. Segjum að
þetta nái fram þá verða bankamir
áfram til staðar sem eignaraðilar
að nýja bankanum. Bankarekst-
ur leggst af hjá öllum þessum að-
ilum og færist inn á sameigin-
legan vettvang hins nýja banka.“
Verður engin sjálfstæð fjár-
málastarfsemi hjá þessum bönk-
um?
„Bankarnir sem slíkir falla
fullkomlega inn í nýja bankann.
Alþýðubankinn, Iðnaðarbank-
inn og Verslunarbankinn verða
aðeins áfram sem eignarhaldsað-
ilar. Öll fjármálastarfsemi bank-
anna færist inn í nýja bankann.
Það er hins vegar ekkert sem úti-
lokar að þessi eignarhaldsfyrir-
tæki geti verið með fasteigna-
rekstur eða eitthvað annað á sín-
um snæmm. Eignarhaldsfomiið
er að okkar mati mjög mikilvægt
vegna þess að það gefur okkur
möguleika á að koma fram sem
einn aðili innan þessa nýja fyrir-
tækis og þar með traustari ítök en
við hefðum ef hver hluthafi Al-
þýðubankans væri með beina
eignaraðild að hinum nýja
banka. Við gerum einnig ráð fyrir
að til breytinga á samþykktum
bankans, sem þurfa samkvæmt
venju um tvo þriðju meirihluta,
þurfi meira til. Þannig að hver af
þessum þremur eignaraðilum
fyrir sig, geti stöðvað slíkar
breytingar. Það getur skipt máli
t.d. ef um er að ræða aukningu á
hlutafé. Við gætum þá stöðvað að
slík aukning á hlutafé ætti sér stað
ef tíminn hentaði okkur ekki.“
Að lokum, Ásmundur, langar
mig til þess að snúa aftur að
fyrstu spurningunni. Var skrifað
undir það á Kjarvalsstöðum að
stéttabaráttunni væri lokið?
„Því fer fjarri. Það sem við
metum þegar við erum að taka
ákvörðun um það hvort við
göngum inn í þetta nýja fyrirtæki
eða hvort við höldum okkur sem
litlum aðila, er m.a. það hvaða
möguleika við getum haft til þess
að hafa áhrif á það sem er að
gerast á fjármagnsmarkaðinum.
Við metum út af fyrir sig tvennt,
annarsvegar hvaða þjónustu get-
um við veitt. Við teljum að í þess-
um nýja stóra banka sé þjónustu-
möguleikinn gagnvart einstak-
lingum og sérstaklega gagnvart
lífeyrissjóðunum miklu meiri
heldur en hann er í litlum eining-
um. Við teljum líka að þau ítök
sem við getum haft á fjármagns-
markaðinn vaxi með aðild okkar
að þessum nýja stóra banka
vegna þess að þau ítök sem við
höfum í dag með banka sem er
með 3,5% af innlánum lands-
manna eru hverfandi. Það er ein-
mitt verið að styrkja stöðu verka-
lýðshreyfingarinnar til áhrifa á
fjármagnsmarkaðinum með því
að ganga til þessa samstarfs.
Það er ljóst að við erum ekki
ein í þessum rekstri en við eigum
að ná þeim ítökum með þátttöku
okkar í rekstrinum að við séum
með allt önnur og meiri áhrif en
áður. Það er annar megintilgang-
urinn. Hitt markmiðið er að bæta
þjónustuna, lækka kostnaðinn og
draga úr vaxtamun.
Ég held að innan verkalýðs-
hreyfingarinnar sé mjög almenn
samstaða um að þessi kaup séu
skynsamleg. Ég held að okkar af-
staða njóti almenns stuðnings
einmitt vegna þess að fólk telji
stöðu verkalýðshreyfingarinnar
styrkjast. Auðvitað leggur fólk
spumingar fyrir sjálft sig og okk-
ur gagnvart samstarfsaðilunum
sem við erum með og hvort okkar
eignarhlutur sé nægur til þess að
tryggja okkur þá stöðu sem að við
viljum hafa. Þegar málið er
skoðað í heild finnst mér að flest-
ir séu sammála um að það sé
skynsamlegt fyrir okkur að gerast
þátttakendur í þessum nýja stóra
banka. Málið er hinsvegar ekki
útkljáð og verður ekki útkljáð
fyrr en á hluthafafundi sem verð-
ur haldinn undir lok mánaðar-
ins.“
Eruð þið ekki búnir að tryggja
málinu framgöngu?
„Nei alls ekki. Ég veit ekki
hvemig þessu máli mun lykta á
hluthafafundinum en mér virðast
undirtektirnar jákvæðar og mér
finnst því líklegt að kaupin verði
samþykkt."
-Sáf
Föstudagur 7. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 5