Þjóðviljinn - 07.07.1989, Side 6
SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. júlf 1989
Dýrkun oddvita Kommúnista-
flokksins hefur að mestu verið
lögð af frá því Míkhaíl Gorbat-
sjov hófst til valda í Sovétríkjun-
um. Þessa sjást ekki bara merki í
skrúðgöngum alþýðu manna á
tyllidögum og innveggjum opin-
berra bygginga, þar sem ekki ber
lengur á fegruðum jjósmyndum
af leiðtogunum með háábyrgan
sauðarsvip, heldur og í hanter-
ingunni á þeim látnum. Það er að
vísu löngu liðin tíð að þeir séu
smurðir ódáinssmyrslum og
lagðir á stall til sýnis öllum al-
menningi, einsog 65 ára gömul
múmían sem eitt sinn var hold
Vladímirs Leníns, en til skamms
tíma hefur líkum æðstu manna
verið potað inní Kremlarmúra að
baki grafhýsis Lenins. Það er til
marks um að jarðbundnari við-
horf hafi rutt sér til rúms í Mos-
kvu að Andrej Andrejevitsj
Gromyko var lagður í moldu lágt
í einu horni Novodjevitsjy-
kirkjugarðsins í fyrradag og létu
fáir fyrrum félaga hans úr
stjórnmálaráðinu svo lítið að
votta honum hinstu virðingu sína.
Þó bendir ekkert til þess að hann
hafl fallið í ónáð i flokknum
skömmu fyrir andlát sitt.
Trúr og tryggur
kommúnisti
Því fer fjarri að ævi Gromykos
hafi verið ævintýri líkust eða
hann nokkur ævintýramaður. Þó
spannar líf hans mestu hasartíma
síðari alda og var hann sjálfur að-
alpersóna í mörgu milliríkja-
drama um rúmlega fjörutíu ára
skeið eða allar götur frá lokum
seinni heimsstyrjaldar og fram til
ársins 1985 að hann var dubbaður
uppí valdalaust virðingarembætti
forseta Sovétríkjanna.
Gromyko var maður drottin-
hollur, sýndi sjaldan svipbrigði
svo ekki varð séð hvort honum
líkaði betur eða verr og maldaði
sjaldan í móinn þegar honum var
skipað fyrir, að minnsta kosti
framan af ferli sínum í utanríkis-
þjónustunni. Þetta stafaði án efa
að hluta til af því að maðurinn var
rólegur og yfirvegaður að eðlis-
fari. Hitt skiptir hinsvegar ekki
síður máli að á öndverðum mann-
dómsárum Gromykos, fjórða ár-
atugnum, var það bókstaflega
lífshættulegt að vera málglaður
og láta á sér bera. Þó var hann
bæði metnaðargjarn og gáfaður
og frami hans varð skjótur loks
þegar hann var kvaddur til
ábyrgðarstarfa í utanríkisþjón-
ustunni. Það gerðist árið 1939
þegar á reið að skipa nýja menn í
stöður alls þess mikla fjölda fyrir-
manna sem Jósef Stalín hafði
látið myrða. Aðeins þrítugur að
aldri var Gromyko orðinn yfir-
maður Bandaríkjadeildar so-
véska utanríkisráðuneytisins.
Það átti fyrir honum að liggja að
verða utanríkisráðherra og gegna
því embætti hvorki meira né
minna en 28 ár.
Gromyko var sonur fátæks
bónda, fæddur í þorpinu Starje
AÐ
UTAN
Andrej Gromyko og Dean Rusk, jafnaldrar og kollegar í þjónustu tveggja voldugustu hervelda jarðríkis.
Andrej Gromyko:
In memoriam
Gromyki í Hvíta-Rússlandi árið
1909 og var tæplega áttræður er
hann lést. Hann sótti skóla í höf-
uðborginni Minsk og lagði stund
á landbúnaðarhagfræði. Þar
kynntist hann Lidíju V. Gríne-
vítsj, þau felldu hugi saman og
gengu í hjónaband. Þeim varð
tveggja barna auðið, Jemilíju
sem gift er diplómat, og Anatólíj
sem stýrir Afríkudeild Vísinda-
akademíunnar. Lidíja lifir mann
sinn. Þau hjón voru mjög sam-
rýnd og fylgdi Lidíja bónda sín-
um oft í ferðum hans til erlendra
ríkja. Ennfremur var eftir því
höggvið að þau héldust stundum í
hendur í virðulegum veislum og
opinberum móttökum.
Gromyko var sér þess meðvit-
andi að án hinnar kommúnísku
byltingar hefði hann aldrei orðið
annað en stritmaður á heimaslóð-
um, leiguliði eða snauður smá-
bóndi. Hann taldi sig því standa í
mikilli þakkarskuld við flokkinn
og forystu hans og brást aldrei
þeim trúnaði er honum var sýnd-
ur. Sá trúnaður var gagnkvæmur
því allir treystu leiðtogamir hon-
um: Stalín, Khrústsjov, Brez-
hnev, Tsjernenkó og Andrópov.
Trú hans á sósíalismann og sigur
kommúnismans var óblandin og
sést td. glögglega á orðum sem
hann iét falla um bandarískan
kollega sem mikið lét að sér
kveða um skeið, Henry Kissing-
er, og sótt eru í rit rómverska
spekingsins Senecu: „Það má
einu gilda hvaðan vindurinn blæs
ef maður veit ekki í hvaða höfn
skal halda.“
Vindilstúfur
Churchills
Sem fyrr segir var mannekla
Gromyko til framdráttar undir
lok fjórða áratugarins. Þáverandi
utanrfkisráðherra Sovétríkjanna,
Vjatsjeslav Molotov, kom auga á
þennan prúða og fróða myndar-
mann sem ofan á annað hafði
numið enska tungu. Sem yfir-
maður Bandaríkjadeildarinnar
jókst mikilvægi hans eftir því sem
nær dró stríðslokum og þeir Stal-
ín og Molotov þurftu að eiga fleiri
fundi með Franklin Roosevelt
Bandaríkjaforseta og Winston
Churchill, forsætisráðherra Bret-
lands. Strax þá létu gömlu menn-
irnir stráknum eftir að sjá um
„smáatriðin" enda stóð honum
enginn á sporði í þeim efnum, alls
kyns tölur hafði hann á hraðbergi
og vissi ávallt hvaða orðalag
hæfði nákvæmlega í þessum
samningi eða hinum. Sú saga er
sögð af hinum sögufræga Yalta-
fundi leiðtoganna þriggja að
Churchill hafi eitt sinn staðið það
nærri Stalín að hann heyrði þegar
hinn ungi ráðgjafi hvíslaði í eyra
Kremlarbónda: „Og nú máttu
hvergi hvika frá kröfunni um skil-
yrðislausa uppgjöf Þjóðverja."
Gamla ljóninu rann svo í skap við
að heyra þetta að það reif vindil-
stúfinn út úr sér og grýtti honum í
mælandann.
Sumar og haust 1944 lögðu
Bandamenn drög að stofnun
Sameinuðu þjóðanna á fundum
fulltrúa þeirra í Bandaríkjunum.
Gromyko var oddviti sovésku
sveitarinnar og fékk því ma.
framgengt eftir nokkurt þóf að
hverjum hinna fimm fastafulltrúa
öryggisráðsins (sem samkvæmt
stofnskrá SÞ ber „aðalábyrgð á
varðveislu heimsfriðar og örygg-
is“) var áskilið neitunarvald,
þeas. vald til þess að bregða fæti
fyrir tillögur sem nutu fylgis
meirihluta í ráðinu. Sjálfur varð
Gromyko fyrsti sendiherra So-
vétríkjanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum árið 1946 (og jafnfram að-
stoðarutanríkisráðherra) og
gegndi þeim starfa um tveggja
ára skeið. Þá kom í ljós að það var
ekki ófyrirsynju að Sovétmenn
lögðu svo mikla áherslu á hindr-
unarréttinn því Gromyko beitti
honum 25 sinnum og ávann sér
uppnefnið „herra Njet“. Grom-
yko lét sig málefni SÞ miklu
varða þótt hann léti af embætti
sendiherra hjá samtökunum og
meðan hann gegndi stöðu utan-
rikisráðherra sótti hann ætíð hið
árlega Allsherjarþing.
Kristófer
Svavarsson
Árið 1949 leysti Andrei Y.
Vysjinskíj Molotov af hólmi í
embætti utanríkisráðherra.
Gromyko varð strax „fyrsti vara-
maður“ hins nýja yfirmanns síns
og í raun utanríkisráðherra um
lengri og skemmri tíma því Vysj-
inskíj átti við mikla vanheilsu að
stríða. Þetta var á viðsjárverðum
tímum, kalda stríðið skollið á og
Stalín kominn í sinn blóðuga
böðulsham á ný. En Gromyko
komst lífs af úr hverjum háska og
var loks gerður sendiherra í
Lundúnum. Þar var hann þegar
Stalín gaf upp andann í mars
1953.
Nú fór í hönd tími valdabaráttu
í Kreml. Skjótlega varð Molotov
utanríkisráðherra á ný og Iét
verða sitt fyrsta verk að kveðja
Gromyko heim. En metorða-
glíman hélt áfram og þar kom að
Khrústsjov stóð uppi sigurvegari.
Hann kærði sig alls ekki um Mo-
lotov í embætti utanríkisráð-
herra, rak hann en skipaði stað-
gengilinn í hans stað. Loksins var
Gromyko orðinn utanríkisráð-
herra, ár Krists voru orðin 1957
en Gromykos 48.
Setti
dreyrrauðan
Gromyko leið ekki vel á valda-
árum Khrústsjovs. Karlinn mót-
aði stefnuna og ákvað allt sjálfur
þótt hann fengi utanríkisráðherr-
ann til að útfæra hugmyndir sínar
og stjómmálaráðið til þess að
samþykkja þær. Aðalritarinn
þótti duttlungafullur og skap-
bráður og tók stundum geðþótta-
ákvarðanir sem félagar hans þótt-
ust vita að yrðu Sovétríkjunum
síður en svo til framdráttar. Kú-
budeilan er eitt dæmi þessa, vin-
slit Sovétmanna og Kínverja ann-
að, og frægt er að endemum þeg-
ar hann fór úr öðmm skónum á
fundi Allsherjarþings Sameinuðu
þjóðanna og barði honum í borð-
ið til þess að varna einhverjum
máls. Þá setti Gromyko dreyr-
rauðan þar sem hann sat við hlið
húsbónda síns.
Khrústsjov var sviptur embætti
í október 1964 og þá lyftist brúnin
á Gromyko. Enda vænkaðist
hagur hans mjög við umskiptin
og er haft fyrir satt að hann hafi
þá loksins farið að hafa veruleg
áhrif á mótun utanríkisstefnunn-
ar, ekki bara útfærslu hennar,
Brezhnev, Podgorníj, Kosygin,
Suslov og félagar hafi haft í öðm
að snúast.
Hátindur
Uppúr 1970 hófst þíðuskeið í
skiptum austurs og vesturs og í
hönd fóm afvopnunarviðræður
stórveldanna sem staðið hafa
með hléum allar götur síðan. í
þessari framvindu var Gromyko í
fararbroddi fyrir hönd Sovét-
manna og telja ýmsir að hann hafi
klifið hátind ferils síns á öndverð-
um áttunda áratugnum. Árið
1973 varð hann fullgildur félagi í
stjórnmálaráði flokksins ásamt
Júríj Andropov, yfirmanni KGB.
Á ofanverðum áttunda og önd-
verðum níunda áratugnum var
sambúð risaveldanna slæm.
Innrás sovéskra hersveita í Af-
ganistan og uppsetning SS-20
kjarnorkuflauganna ollu al-
þjóðaspennu og aftur varð
Gromyko að „herra Njet“ í
augum Vesturlandabúa.
Á heimaslóðum rak hvert gam-
almennið annað í leiðtogasæti
uns þar kom að miðaldra maður,
Míkhaíl Gorbatsjov, hreppti
hnossið. Eitt fyrsta verk hans var
að skipta um utanríkisráðherra,
Gromyko vék úr sessi fyrir for-
manni flokksdeildarinnar í Ge-
orgíu, Eduard Shevardnadze. í
sárabætur var hann gerður að
valdalausum forseta. Þetta kann
að virðast bera vott um vanþakk-
læti af hálfu Gorbatsjovs því
sagnir herma að atkvæði Grom-
ykos hafi skipt sköpum um það
að hann varð aðalritari en ekki
Grigoríj Romanov, fyrrum
flokksforingi í Leníngrað. En
nýir siðir koma með nýjum herr-
um og Gorbatsjov hugðist söðla
um í utanríkismálum. Enda hafa
þeir Shevardnadze óspart hamr-
að sleggjum sínum á vegg þann
sem Gromyko eyddi drjúgum
hluta ævi sinnar í að reisa.
ks
Stalín, Khrústsjov, Brezhnev, Andropov og Tsjernenko
gátu ekki verið án hans en Gorbatsjov hafði ekki þörf fyrir
hann