Þjóðviljinn - 07.07.1989, Síða 8
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 6, 108 Reykjavík
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Ritstjóri: Árni Bergmann
Umsjónarmaður Nýs Helgarbiaðs: SigurðurÁ. Friðþjófsson
Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson
Útlit: Þröstur Haraldsson
Auglýsingastjóri: Olga Clausen
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson
Afgreiðsla: & 68 13 33
Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31
Verð: 140krónur
ísland
og Spánn
Menn eru ekki vanir aö gera sér mikla rellu út af krýndum
þjóðhöfðingjum Evrópu: þeir eða þær eru á sínum stað,
valdalaust fólk en táknrænt með ýmsum hætti, gjaldeyris-
skapandi í viðskiptum, aðdráttarafl fyrir ferðamenn og les-
endur vikublaða.
En þegar Juan Carlos Spánarkonungur heimsækir landið
ásamt drottningu sinni erum við minnt á það, að enn verða
þess dæmi að rofinn sé sá þröngi hringur sem sleginn er
utan um kóngafólk í þjóðlífi ríkja álfunnar. Jóhann Karl kom
til sögu hjá sinni þjóð á erfiðum og tvísýnum breytingatím-
um. Veldi Francos var að sönnu komið mjög að fótum fram
áður en sá hinn síðasti einræðisherra þeirra, sem réðu meir
en hálfri Evrópu á fjórða áratugnum, gerðist úr heimi hallur.
En það var samt meira en nóg eftir af andstæðingum lýðrétt-
inda og óttaslegnum hatursmönnum allra vinstriflokka í
háum stöðum og embættum, til að gera sókn Spánverja til
lýðræðis erfiða og tvísýna. Hér kom Jóhann Karl til skjal-
anna og gegndi af skynsemi og ábyrgð sínu hlutverki eins-
konar sáttasemjara með þjóð, sem borgarastyrjöld hafði
fyrir fimmtíu árum klofið í herðar niður. Og er þá oft vitnað til
framgöngu konungs þegar vopnaðir upphlaupsmenn tóku
spænska þingið í gíslingu árið 1981 og vonuðust til að geta
þar með byrjað gagnbyltingu með fulltingi hersins.
Sú saga öll verður m.a. til þess að það var rökrétt og í
anda smekkvísi, að forseti íslands véki í ávarpi sínu á mið-
vikudagskvöld að ágætri sameign tveggja þjóða þar sem
lýðræðið er. Að því sjálfstrausti og sáttfýsi sem þarf til að
gera það vel virkt og svo að því að: „Með því að berjast fyrir
lýðræðinu og rækta það af atorku geta þjóðir okkar orðið til
fyrirmyndar í fjölskyldu þjóðanna, hvor með sínum hætti og í
sínum heimshluta. Ekkert lóð á þá vogarskál getur orðið of
smátt né komið of seint".
En hvað eiga (slendingar og Spánverjar annars sameigin-
legt? Nú getur hver tínt fram sitt af hverju - til dæmis það að
Jóhann Karl hefur eignast furðumarga íslenska sumar:
þegna á liðnum árum: Danadrottning má fara að vara sig! I
veislum er það tekið fram að báðar þjóðir eiga sér sögu
nátengda hafinu, báðar eiga sér búfestu á útjaðri Evrópu og
þekkja þá reynslu, að sagan fylgi hjá þeim öðru almanaki en
því sem flett er í álfunni miðri. En þar fyrir utan verður
samanburður þjóðanna tveggja fyrst og fremst til að minna
okkur á blessunarlegan mun þjóða, sem er kryddið í fjöl-
breytileika heimsins. Við eigum ekki stórveldissögu að baki
eins og Spánverjar, þeir eru ekki kotríki úr nýlendufortíð eins
og við.
Og nú eru allir að setjast við einhverskonar evrópuborð -
og þá kemur meðal annars á daginn, að hagsmunir íslend-
inga og Spánverja fara ekki saman að því er varðar viðskipti
með fisk. Vonandi verður konungsheimsóknin í einhverju til
að greiða fyrir lausn á þeim vanda, hver veit. Áðan var á það
minnt að tvær þjóðir, sem nú eru saman bornar með ýmsum
hætti vegna konungsheimsóknar, væru sem betur fer hvor
annarri ólíkar. Vonandi tekst þeim að halda sem best sínum
sérkennum og sérvisku, hvað sem líður evrópskum
viðskiptagaldri eða þeim volduga valtara alþjóðlegs afþrey-
ingariðnaðar sem eins og þyngist æ meir eftir því sem
heimur skreppur saman í „hnattþorpið". Það fer vel á því að
þeir Don Kikóti og okkar merkilegi farandriddari, Grettir
Ásmundarson, fái að heilsa hver á annan í þýðingum
snjöllum og öðru góðu menningarsambandi - en forði oss
allar góðir vættir frá því að virðingu þessara og annarra
ágætra bókakarla sé misboðið með því að leyfa einhverjum
Dallasförðunarmeisturum að snurfusa þá í einhverju sálar-
lausu samkrulli. ár
Einar Kr. Einarsson og Robyn Koh.
Strengjaleikur
Samleikur á sembal og gítar í Listasafni Sigurjóns
Tónlist fyrir sembal og gítar
verður á dagskrá þriðjudagstón-
leikanna í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar þann 11. júlí. Þáflytja
þau Robyn Koh og Einar Kr. Ein-
arsson tónlist eftir Manuel Ponce,
Luigi Boccherini og Þorkel Sigur-
björnsson, auk Kansónu eftir
Askel Másson, lítið lag, sem hann
tileinkar dóttur sinni.
Robyn Koh sembaileikari er
fædd í Malasíu. Hún flutti 12 ára
til Englands og stundaði þar nám
við Chetham‘s School of Music,
sérskóla fyrir börn gædd tónlist-
arhæfileikum. Hún hefur lokið
prófi frá Royal Academy of Mus-
ic og Northern College of Music,
og haldið tónleika víða í Evrópu,
í Malasíu, Sovétríkjunum og
Bandaríkjunum. Robyn hefur
undanfarin ár verið búsett í
Reykjavík og kennir við Söng-
skólann og við Tónskóla Sigur-
sveins.
Einar Kr. Einarsson er Akur-
eyringur og stundaði nám við
tónlistarskólann þar, við Tón-
skóla Sigursveins og í Manchest-
er. Hann hefur meðal annars
haldið tónleika í Englandi og á
Spáni, og starfar nú sem gítar-
kennari við Tónskóla Sigursveins
og Tónlistarskóla Kópavogs.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30
og standa í um klukkustund. Að-
göngumiðar fást við innganginn
og kaffistofan verður opin.
LG
Sumardjass í Djúpinu
■'Djassað með óvæntum uppákomum
Hilmar Jensson, Tómas R. Ein-
arsson og Sigurður Flosason
standa fyrir Sumardjassi í Djúp-
inu.
Það verður góð upplyfting úr
gráma sumarsins fyrir djassunn-
endur næstu daga, því dagana
10.-14. og 17.-21. júlí verður.
leikinn djass á hverju kvöldi í
Djúpinu við Hafnarstræti.
Spilarar ættu að vera djössur-
um að góðu kunnir, því það eru
þeir Sigurður Flosason, Hilmar
Jensson og Tómas R. Einarsson.
Sigurður sem spilar á altó- og bar-
ítónsaxófón er nýkominn heim
eftir langt nám í Bandaríkjunum,
Hilmar leikur á gítar og hefur
gert það með ýmsum hljómsveit-
um hérlendis og var sl. vetur við
nám í Berklee College of Music í
Boston og Tómas hefur verið
virkur í íslensku djasslífi um ára-
bil. Auk þessara afbragðsspilara
munu koma á ^immtudögum og
föstudögum trommuleikarar til
að auka fjörið. Það verða þeir
Matthías Hemstock og Guð-
mundur R. Einarsson.
Að sögn Tómasar ætla þeir fé-
lagar að leita fanga í hina klass-
ísku bók djassins, en munu þó
leggja til atlögu við erfiðari og
óþekktari lög en heyrst hafa hér-
lendis. Nokkur lög sem landinn
kannast lítið við.
Búast má við einhverjum
óvæntum uppákomum, því ekki
er loku fyrir það skotið að hljóð-
færaleikarar af ýmsu tagi líti við
og taki syrpur með þeim fé-
iögum. Tónleikar þessir verða
sem áður segir í Djúpinu og
standa frá kl. 21.30 til 24.00.
ns.
Crowe, formaður herráðs Bandaríkjanna, leit hér við í júnílok. Myndin af honum og vinum hans hefur beðið
birtingar um hríð og nú er Crowe kominn til síns heima og hefur látið að því liggja að mál sé að fara að koma
sér á eftirlaun. Okkur er ókunnugt um hvort þessi hugmynd um eftirlaunin er komin frá þeim félögum, Davíð
og Jóni. En hvernig sem því er farið þá verður ekki annað sagt en að þremenningarnir brosi elskulega til
þjóðarinnar, enda hefur friðlýsing norðurhafa eflaust verið rædd ítarlega á fundi þeirra.
8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. júlí 1989