Þjóðviljinn - 07.07.1989, Síða 10
Útboð
Snjómokstur á Hólmavíkurvegi 1989-1991
%'S/M W Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í snjómokstur ~ meö vörubíl á Hólmavíkun/egi árin 1989 til 1991. Um er aö ræða kaflann frá Hólmavík aö Guðlaugsvík. Lengd alls 72,3 km. Útboðsgögn veröa afhent hjá Vegagerð ríkisins á (sa- firöi, Hólmavík og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og meö 10. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 24. júlí 1989.
Vegamálastjóri
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd
Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í
uppsetningu og tengingu rafbúnaöar á Nesja-
völlum. Verkiö felst í: útdrætti og tengingu
strengja, uppsetningu strengstiga, háspennu-,
lágspennu- og smáspennuskápa, tækja og
búnaöar í skápa, tækja og kerfa og útihá-
spennubúnaðar. Vettvangsskoðun á Nesja-
völlum fimmtudaginn 13. júlí n.k. kl. 14.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skila-
tryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö
þriöjudaginn 25. júlí 1989 kl. 14.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
REYKJMIÍKURBORg ff|
Aauéan- Stödcvi 'I '
Þjónustuíbúðir aldraðra
Dalbraut 27
Starfsmaður óskast í 50% starf í þvottahúsi.
Einnig óskast starfsmaöur í 75% starf í eldhúsi.
Þurfa aö geta byrjaö strax.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 685377
milli kl. 10 og 14 virka daga.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Ólafur
Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi
Fundur með fjármálaráðherra
Alþýöubandalagið á Seltjarnarnesi heldur félags-
fund í sal Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi mánu-
daginn 10. júlí klukkan 20,30. Ólafur Ragnar Gríms-
son fjármálaráðherra kemur á fundinn og situr fyrir
svörum.
Stjórnin
Þingmúli í Skriðdal einn af áningarstöðum í ferðinni.
Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi:
Um söguslóðir á Fljótsdalshéraði
laugardaginn 8. júlí 1989.
Farið verður í rútum kl. 9 frá Söluskála KHB á Egilsstöðum og ekið um
Skriðdal, Fljótsdal, Fell, Hróarstungu og austur yfir hjá Lagarfossi til baka í
Egilsstaði kl. 19. - Bílferðir verða skipulagðar frá fjörðunum eftir þátttöku.
Staldrað verður við á völdum sögustöðum, skoðaðar fornminjar á gömlum
þingstöðum, kirkjur og bæir og fræðst um umhverfið, m.a. væntanleg
skógræktarsvæði á Héraði.
Meðal leiðsögumanna verða Guðrún Kristlnsdóttlr minjavörður, Helgl
Hallgrímsson náttúrufræðingur, Jón Loftsson skógarvörður, Páll Páls-
son fræðimaður frá Aðalbóli og Skarphéðinn Þórlsson líffræðingur. Far-
arstjóri: Hjörleifur Guttormsson.
Tllkynnlð þátttöku sem fyrst til Ferðamiðstöðvar Austurlands, Egils-
stöðum, sími (97)1 20 00.
Öllum heimil þátttaka. - Alþýðubandalagið - kjördæmlsráð.
Að gera sjálfan
sig spennandi
í síðustu viku ræddi ég um það
að muna eftir sjálfum sér. Titill
greinarinnar í dag höfðar til svip-
aðra hluta, því sá sem man eftir
sjálfum sér gerir sjálfan sig
spennandi í augum makans, en sá
sem ekki man eftir sjálfum sér
gerir sjálfan sig óspennandi fyrir
makanum. Þá er þetta einnig
mjög tengt því, sem ég ræddi um í
fyrstu greinum mínum og nefndi
sjálfsvirðingu. Sá, sem ekki hefur
mikla sjálfsvirðingu, gerir sig
óspennandi með tímanum.
Það er e.t. v. djúpt í árinni tekið
að fullyrða að þessir einstak-
lingar geri sjálfa sig óspennandi,
en það sem ég á við er að makinn
fær smám saman á tilfinninguna
að viðkomandi hafi enga sjálf-
stæða skoðun eða löngun, sé al-
gerlega háður skoðun og löngun
makans og ekki hvað síst háður
samvistum við makann. Makinn
upplifir jafnvel að hann sé enn
eitt af börnum hans. Og makinn
upplifir að hann þekki viðkom-
andi út og inn, þar sem aldrei
neitt óvænt og spennandi kemur
frá honum. Það sem hann gerir
óvænt, er jafnvel eftir föstum
reglum. Makinn upplifir sjálfan
sig því stöðugt sterkari aðilann,
þann sem þarf að koma með
spennu í tilveruna, þann sem
ræður öllu og þann sem leitað er
til. Hann hefur því engan til að
leita til, og veit alltaf hvað gerist
næst í sambandinu.
Dæmisaga
Hugsum okkur unga konu (eða
mann), sem hefur samband við
mann. Til að byrja með búa þau
ekki saman, en hún tekur sam-
bandið svo alvarlega að hún
hættir að fara í heimsóknir til vin-
kvenna, hættir að fara í sund og
leikfimi og ljós, hættir að kíkja í
búðir eftir vinnu og hættir öðru
því, sem hún hefur gert til að
krydda tilveru sína. Fyrstu dag-
ana er þetta vegna þess að unga
parið hefur nóg að gera saman,
en síðan fer þetta að verða vegna
þess að hann gæti jú hringt eða
komið á meðan hún væri að gera
eitthvað annað. Hún fer því beint
heim eftir vinnu og bíður þar. Því
lengra sem dregst að hann hafi
samband, því órólegri verður hún
og kemur engu í verk. Að lokum
hringir hún sjálf. „Bara til að vita
hvernig þú hefur það.“ „Og að ég
sakna þín.“
Hér er um fyrstu merki þess að
ræða, að konan fari að gera sig
háða manninum. Hún situr og
bíður eftir að hann hafi samband.
Þar sem hún upplifir sambands-
leysi frá honum sem merki um að
hún sé ekki nógu spennandi,'fer
hún að gera sig spennandi með
því að vera ástleitin og um-
hyggjusöm á undirgefinn hátt.
Hún lýsir einnig óöryggi sínu um
gagnkvæma ást. Oft getur þetta
kitlað í byrjun sambands, en
verður síðan þrúgandi fyrir mak-
ann er fram líða stundir. Hann
heldur áfram að sinna sjálfum sér
og sínum áhugamálum, en fær
svo að heyra ásökunina að „ég
reyndi að hringja í þig í allt gær-
kvöld“. Hann fær að heyra að á
meðan hann er úti að stunda sitt
sund eða golf eða hvað það nú er,
situr hún og bíður eftir að hann
hafi samband. Hann fær svolitla
sektarkennd og stingur upp á því
að þau geri eithvað saman. Hún
tekur þetta sem merki um að
henni sé að takast að gera sig
spennandi aftur. Þ.e. hún upplifir
það að gera sig undirgefna sem
leiðina að hjarta mannsins. Hún
heldur því áfram á þeirri braut.
Þegar hann spyr hana hvað hún
vilji gera segir hún að sér sé alveg
sama, bara ef þau geri það sam-
an. Hér kemur nefnilega inn ótt-
inn um að hún stingi ekki upp á
einhverju sem hann myndi vilja.
Hún má ekki gera sig aftur ósp-
ennandi með því að stinga upp á
einhverju sem honum finnst ekk-
ert varið í. Auk þess gerir lítil
sjálfsvirðing það að verkum, að
höfnun hans á uppástungu frá
henni, upplifir hún sem höfnun
hans á henni sjálfri og það vill
hún ekki orsaka. Þannig leiðir
hvað af öðru og hennar leið verð-
ur stöðugt sú að reyna að lesa hug
hans um hvað hann vill. Smám
saman lærir hún á hann og veit
hvað hann vill og getur stungið
upp á þeim hlutum. Að gefa hon-
um gjafir verður henni pína, því
hún leitar endalaust að því, sem
hann myndi vilja fá sem gjöf, en
spyr sig aldrei að því hvað hún
myndi vilja gefa honum. Ef hon-
um líkaði ekki gjöfin væri hann jú
að hafna henni. Hún hefði ekki
staðið sig í því að vera til fyrir
hann.
Aðferð þessarar konu við að
gera sig spennandi er misskiln-
ingur frá upphafi. í stað þess að
gera sig spennandi fyrir honum,
hefur hún gert sig óspennandi.
Hann veit alltaf hvar hann hefur
hana og upplifir hana óörugga og
í þörf fyrir verndun og til hennar
geti hann ekki leitað með sfn
vandamál og hugðarefni.
í stað húrt getur einnig staðið
hann og öfugt. Karlar geta nefni-
lega einnig „Elskað of mikið“.
FJÖLSKYLDAN
SIGTRYGGUR
JÓNSSON
10 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. júlí 1989