Þjóðviljinn - 07.07.1989, Síða 15
GOTT FÓLK/SlAl
M
& -ék* %
oo .nW
\ss^
(fmy
3R.«
Nýtt útboð spariskírteina ríkissjóðs
Mánudaginn 3. júlí 1989 hófst sala á þremur tegundum verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs.
Útgáfan er byggð á heimild í lánsíjárlögum fyrir yfírstandandi ár og lögum um lánsfjáröflun
ríkissjóðs innanlands, nr. 79 frá 28. desember 1983. Um er að ræða eftirfarandi
flokka spariskírteina:
Flokkur Hámarkslánstími Gjalddagi/ fyrsta innlausn Vextir á ári Útboðsljárhæð
1989 l.fl.A 13 'h ár 10. janúar 1992 5,5% kr. 1.000.000.000,-
1989 2.Í1.D 5 ár 10. júlí 1994 6,0% Innan ramma
1989 2.Í1.D 8 ár 10. júlí 1997 6,0% lánsíjárlaga
Verðtryggð spariskírteini 1989 - 1. fl. A-sem eru laus
til útborgunar að vali kaupanda eftir 2 Vs ár.
Kjör þessa flokks hefðbundinna verðtryggðra spariskírteina
eru í meginatriðum þessi:
a) Vextir eru 5,5% á ári og reiknast frá og með 10. júlí 1989.
Grunnvísitala er lánskjaravísitala júlímánaðar 1989,'þ.e.
2540.
b) Binditími skírteinanna er tvö og Vi ár en að þeim tíma
liðnum getur eigandi fengið andvirði þeirra útborgað
hvenær sem er og fylgir því enginn kostnaður.
c) Lánstíminn getur lengst verið 13 V4 ár, þ.e. til 10. janúar
2003, og er þá gjalddagi einn á ári að binditíma loknum
ef eigandi segir skírteininu ekki upp.
d) Spariskírteini með binditíma í 2 Vi ár eru sértaklega merkt
á forhlið.
e) Skírteini eru nú gefm út í eftirfarandi verðgildum: 5.000,
10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000 krónur.
Verðtryggð sparisldrteini - Söfnunarslárteini 1989 - 2.
fl. D.
Kjörin í þessum flokki verðtryggðra spariskírteina eru í megin-
atriðum þessi:
a) Kosturinn við þessi söfnunarskírteini er sá að á 5 eða 8
ára lánstíma safnar það verðbótum, vöxtum og vaxtavöxtum
sem greiðast i einu lagi að lánstíma loknum. Kaupandi
ræður hvort lánstíminn er 5 eða 8 ár.
b) Vextir eru 6% á ári, reiknast frá 10. júlí 1989 og eru fastir
allan lánstímann.
c) Kaupandi ræður því hvort lánstíminn er 5 eða 8 ár.
d) Frá og með 10. júli 1994 eða 10. júlí 1997 endurgreiðir
rikissjóður andvirði söfnunarskírteinanna ásamt verðbótum,
vöxtum og vaxtavöxtum.
e) Söfnunarskírteini eru verðtryggð og er miðað við láns-
kjaravísitölu júlímánaðar 1989 og er grunnvísitala 2540.
f) Skírteinin eru nú gefin út í eftirfarandi verðgildum: 5.000,
10.000, 50.000, 100.000, og 1.000.000 krónur.
Spariskírteini ríkissjóðs eru almennt skráð á Verðbréfaþingi íslands og gerir það eigendum
þeirra kleift að selja þau fyrir gjalddaga með milligöngu aðila að Verðbréfaþinginu. Seðlabanki
íslands er viðskiptabanki fyrir spariskírteini ríkissjóðs, sem eru skráð á þinginu, og tryggir hann
að spariskírteini ríkissjóðs séu alltaf seljanleg á verði sem hann ákveður.
Samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignaskatt kemur ekki til skattlagningar á vaxta- og
verðbótatekjur af skírteinum hjá mönnum utan atvinnurekstrar. Séu þessar eignir ekki tengdar
atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi manna, er heimilt að draga þær aftur frá eignum að því
marki sem þær eru umfram skuldir. Þessi lagaákvæði gilda að sjálfsögðu um allar tegundir
verð-og gengistryggðra spariskírteina ríkissjóðs. Spariskírteinin skulu skráð á nafn
og eru þau framtalsskyld.
RIKISSJOÐUR ISLANDS
7
wHí
I