Þjóðviljinn - 07.07.1989, Page 16

Þjóðviljinn - 07.07.1989, Page 16
Jóhann Karl var léttur í bragði þegar hann heilsaði Spánverjum sem staddir voru í Eyjum. Spánarkóngur Jóhann Karl brá sér um borð í Bjarnarey og var ekki með öllu erfiðislaust að fóta sig á þilfarinu innan um víra og kaðla. í veri Spænsku konungshjónin á ferð um Vestmannaeyjar í gærmorgun heimsótti Spánarkonungur Jóhann Karl 1 og Soffía drottning Vest- mannaeyjar. Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir var með í förinni ásamt fjölmennu fylgdarliði konungshjónanna. Flugvél Land- helgisgæslunnar lenti um kl.9.15 á flugvellin- j umí Vestmannaeyjumþar sem bæjarstjórinn, bæjarfógetinn og forseti bæjarstjórnar ásamt eiginkonum þeirra tóku á móti hinum kon- unglegu gestum. Tvær stúlkur í þjóðbúningi færðu Vigdísi og Soffíu blómvendi við kom- una. Frá flugvellinum var ekið með gestina að hraunhitaveitusvæðinu og þaðan farið út á nýja Skansinn þar sem gott útsýni er yfir innsiglinguna og höfnina. Þaðan var haldið niður að höfn þar sem verið var að landa afla úr togaranum Bjarnarey. Eftir að konungur hafði litið á aflann brá hann sér um borð í Bjarnarey og skoðaði skipið í fylgd með Sig- urði Einarssyni eiganda Hraðfrystistöðvar- innar. Við Litla-Klif var höfð stutt viðdvöl á með- an krakkar sýndu gestunum hvernig á að spranga í klettinum með stíl en þau höfðu náð mikilli leikni í þessari íþrótt þrátt fyrir ungan aldur. Að lokum skoðaði Jóhann Karl Hraðfrysti- stöð Vestmannaeyja en á meðan heimsóttu Soffía og Vigdís náttúrugripasafnið. Heimsókninni lauk laust fyrir hádegi er kon- ungshjónin héldu til Reykjavíkur þar sem þau snæddu hádegisverð að Kjarvalsstöðum í boði borgarstjórans. iþ Soffía drottning og Jóhann Karl Spánarkonungur við komuna til Vestmannaeyja í gærmorgun. Myndir Jim Smart. Vigdís og Sonja horfa hér með at- hygli á unga Vestmanna- eyinga spranga ut- an í Litla-Klifi. Vigdís forseti og konungshjónin höfðu augljóslega nokkuð gaman af frásögn Sigurðar Einarssonar frystihúseiganda sem hér er með sýnishom af afla úr Bjarnarey sem verið var að landa í Vestmannaeyjahöfn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.