Þjóðviljinn - 07.07.1989, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 07.07.1989, Qupperneq 18
 HELGI ÓLAFSSON Jón L. og Margeir tefla um íslandsmeistaratitilinn Ný bók um heimsbikarmótið, unglingakeppni á Norðurlöndum o.fl. Bragi Halldórsson skák- meistari hefur sent frá sér bók um heimsbikarmót Stöðvar 2 sem haldið var sl. haust. Þetta er gott framtak hjá Braga sem gaf bók- ina út með styrk frá Reykjavíkur- borg, Greiðslumiðluninni - Visa Island og Einari J. Skúlasyni. Skákir mótsins hingað til hafa að- eins verið tiltækar í ágætu móts- blaði tímaritsins Skákar en ítar- legar skýringar og ýmsar athuga- semdir bætast nú við. Bragi hefur getið sér gott orð sem þýðandi þekktra skákbóka s.s. „Hvernig ég varð heimsmeistari“ eftir Mik- hail Tal og „Baráttan við borðið" eftir David Bronstein sem skrifuð var um áskorendamótið 1953 en Bragi hefur að uppsetningu stuðst nokkuð við það mikla verk. Það er ekki fýsilegt að setjast í stól gagnrýnanda enda verður þeim víst seint reistur minnis- varði. Mér virðist þó Bragi mega vel við una. Einkum á það við frágang og málfar, sem ber það með sér að ekki er ýkja langt síð- an hann skrapp frá vinnu við fornsögurnar og hefur síðar dval- ið um stund í túni Braga sem einn af aðstandendum útgáfu á verk- um Jónasar Hallgrímssonar. Er hann oft kjarnyrtur og gagnorður þótt vissulega megi finna staði til- gangslauss orðagjálfurs. Um efnistök að öðru leyti er það helst að segja að skýringar eru allgóðar, þótt finna megi ýmsar villur en Bragi getur þess að hann hafi nýtt sér skýringar sem flestir skákmeistararnir sendu frá sér í hið víðlesna rit Informant og gerir það verkið að mínu mati áreiðanlegra. Örsjald- an bregður við dálítið klisjukennd- um athugasemdum eins og að einhver skákmaður hafi varist vel í tiltekinni skák þegar sú er alls ekki raunin, heldur þvert á móti. Umfjöllun um skák hér á landi er stundum á þann veg að menn eru að éta hver upp eftir öðrum jafnvei árum saman einhvern grundvallarmisskilning. Þetta á þó ekki við um Braga en andi hans sýnist mér vera allsæmilega frjáls um þessar mundir. Aðalat- riðið er að með þessari bók eru merkum skák- og menningarvið- burði gerð skil á þann veg að bæði byrjendur og lengra komnir geta haft mikið gagn af. Einvígi um íslands- meistaratitilinn Dregist hefur úr hömlu að þeir Jón L. Árnason og Margeir Pét- ursson settust niður til að heyja einvígi um titilinn „Skákmeistari fslands 1988“ en fyrir tæpu ári urðu þeir efstir á skákþinginu sem háð var í Hafnarfirði. Óvenju þétt dagskrá skákmeista- ranna hefur valdið því að ekki verður af einvíginu fyrr en nú. Það hefst í húsakynnum Útsýnar í Mjóddinni 9. júlí kl. 18. Fyrir- komulagið er á þann veg að tefl- dar verða 4 skákir á fimm dögum og sé staðan jöfn, 2:2, þá verða tefldar tvær skákir til viðbótar. Síðan bráðabani. TR — Bayern Múnchen Eins og komið hefur fram, náði sveit Taflfélags Reykjavíkur þeim áfanga að komast í 2. um- ferð í Evrópukeppni taflfélaga með því að leggja belgíska félagið Anderlecht Nú hefur verið dregið í 2. umferð keppn- innar og mun sveit TR kljást við Bayern Múnchen, sigurvegarann í þýsku bundesligunni. Þetta er hörkulið með ungverska stór- meistarann Zoltan Ribli á 1. borði. Keppnin fer fram í Reykjavík dagana 5. og 6. ágúst. íslendingar unnu Fjögurra landa keppnina Skáksveit íslands bar sigur úr býtum í Fjögurra landa keppn- inni sem svo er kölluð, skipuð skákmönnum 20 ára og yngri, en hún fór fram í Maimö í Svíþjóð dagana 19.-21. júní sl. Þessari keppni var komið á fót er skák- samböndum hinna Norðurland- anna fannst komið nóg af yfir- burðum íslendinga í sambæri- legum keppnum undanfarin ár. Þetta er þriðja árið sem keppnin fer fram og unnu íslendingar nú í fyrsta sinn. Hver sveit var skipuð 10 skákmönnum og innan vé- banda þeirrar íslensku voru sam- kvæmt borðaröð: Hannes H. Stefánsson, Þröstur Þórhailsson, Sigurður Daði Sigfússon, Andri Ass Grétarsson, Þröstur Arna- son, Tómas Björnsson, Héðinn Steingrímsson, Snorri Karlsson, Helgi Ass Grétarsson og Ragnar Fjalar Sævarsson. Keppnin var geysilega jöfn en íslenska sveitin þó greinilega best skipuð. í 1. umferð vann hún sænsku sveitina SViAVi, þá norsku í 2. umferð 6Vr3Vi og gerði síðan jafntefli í síðustu um- ferð við þá dönsku 5:5. Lokanið- urstaðan varð þessi: 1. ísland 17 v. (af 30) 2. Noregur 15 v. 3.-4. Danmörk og Svíþjóð 14 v. Bestum árangri í íslensku sveitinni náðu Þröstur Árnason og Helgi Áss Grétarsson með 2Vi v. úr þremur skákum. Hannes Hlífar, Andri Áss Grétarsson, Tómas Björnsson og Héðinn Steingrímsson hlutu allir 2 vinn- inga. Eftirfarandi skák var tefld í 1. umferð en þar leggur Þröstur Ámason andstæðing sinn snyrti- lega að velli. Þröstur byggir stöðu sína markvisst upp eftir fremur slappa taflmennsku hvfts, 14. Dh4 í stað 14. f4! (íslenska leiðin) Db6 15. 0-0! og nær yfirburða- stöðu. í 24. leik á Þröstur kost á drottningarfórn sem leiðir til vinningsstöðu: 24. ... dxc3! 25. Hxd5 c2! 26. Hc5 Hd8! 27. h3 Hdl+ 28. Kh2 Bxc5 29. Bxf4 exf430. Dh5+ Kg831. De8+ Bf8 32. De6+ Kh8 33. Dxf5 cl (D) 34. Dxf8+ Kh7 35. Df5+ Kh6 36. De6+ g6 o.s.frv. en kýs aðra góða leið. Hvítur gefst upp þegar drottning fellur en nákvæmari taflmennska var þó 31. ... Del + (í stað 31. ... Rg2+) 32. Kf3 De4+ 33. Kg3 Dg2 mát: R. Backelin (Svíþjóð - Þröstur Árnason Frönsk vörn 1. e4 eó 17. Bxf5 gxf5 2. d4 d5 18. Bg5 Da5+ 3. Rd2 Rf6 19. Kfl Be7 4. e5 Rfd7 20. Kg2 d4 5. Bd3 c5 21. Hcl Rd5 6. c3 Rc6 22. Hhdl Rf4+ 7. Re2 cxd4 23. Khl Dd5 8. cxd4 f6 24. Hc3 d3 9. Rf4 Rxd4 25. Hdxd3 Rxd3 10. Dh5+ Ke7 26. Bxe7 Dxf3+ 11. Rg6+ hxg6 27. Kgl Ddl+ 12. exf6+ Rxf6 28. Kg2 Rf4+ 13. Dxh8 Kf7 29. Kg3 Dgl+ 14. Dh4 e5 30. Kf3 Dhl+ 15. Rf3 Rxf3+ 31. Ke3 Rg2+ 16. gxf3 Bf5 - og hvítur gafst upp. 9 efstir á World Open Margeir Pétursson var eini fs- lenski þátttakandinn á World Open-mótinu sem haldið var í Fíladelfíu um síðustu mánaða- mót. Margeir hlaut 6Vi v. úr 10 skákum en sá árangur dugði ekki til verðlauna. 9 skákmenn deildu efsta sætinu með IVi v. hver: M. Gurevic, Alburt, Brown, Epish- in, A. Ivanov, Chernin, Rhode, Christiansen, Fedrowicz. Viðunandi árangur Landslið okkar í yngri flokki, spilarar 25 ára og yngri, hafnaði í 5. sæti af 9 í Norðurlandamótinu, sem lauk í Svíþjóð um síðustu helgi. Norðmenn A-lið sigruðu mótið, hlutu 366 stig og Dan- mörk A-Iið varð í 2. sæti með 325 stig. Þessi tvö lið voru í sérflokki á mótinu. Okkar menn mega vel við una, því allir spilarar liðsins eru gjaldgengir á næsta móti, eftir 2 ár. Sveit Guðlaugs Sveinssonar, Reykjavík, sigraði sveit Huldu Hjálmarsdóttur Hafnarfirði, í 2. umferð Bikarkeppni BSÍ. Nokkrir leikir eru fyrirhugaðir um þessa helgi, í 1. umferð og 2. umferð. íslenska karlalandsliðið, sem tekur þátt í Evrópumótinu í Finn- landi þessa dagana, hefur átt heldur dapurt mót, það sem af er. Þegar þetta er skrifað, eru úrslit í 6 leikjum kunn; 1. umferð: ísland-V.Þýskaland: 16-4 2. umferð: Ísland-Sovétríkin: 17,5-12 3. umferð: Ísland-Holland: 8-22 4. umferð: Ísland-Ítalía: 2-25 5. umferð: ísland-írland: 12-18 A o 6. umferð: Ísland-Tékkóslóv- akía: 19-11 Samtals 74,5 stig og um 20. sæti (af 25 þjóðum). Töfluröð ein- stakra leikja liggur ekki fyrir á skrifstofu BSÍ, og virðist erfið- leikum bundið að fá hana upp- gefna frá Finnlandi. Ljóst er að erfitt mót er framundan hjá land- anum ytra. Haft er eftir landsliðs- fyrirliðanum, að takmarkið sé að ná miðjum hópi, að þessu sinni. Ekki fjarlægt takmark, því lok- aumferðir í móti sem þessu geta haft úrslitaáhrif. Eftir 17 spilakvöld í Sumar- bridge (á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi í Sigtúni 9, frá kl. 17) er staða efstu spilara þessi: Þórð- ur Björnsson 246, Murat Serdar 227, Lárus Hermannsson 165, Óskar Karlsson 165, Gylfi Bald- ursson 119, Lovísa Eyþórsdóttir 118, Jakob Kristinsson 113 og Guðlaugur Sveinsson 111. Alls höfðu 196 spilarar hlotið stig, þaraf 42 konur. Meðalþátt- taka er um 95 manns á kvöldi eða tæplega 200 manns vikulega. Bridgefélag Breiðfirðinga í Reykjavík verður 40 ára í janúar NÝTT ELGARBLAÐ Ólafur %, Lárusson á næsta ári. í bígerð er að minnast þeirra tímamóta með stórmóti. Bridgefélag Kópavogs hefur undanfarna daga sinnt fjölda bridgespilara frá Færeyjum, nán- ar tiltekið frá Klakksvík. Sam- skipti vinafélaganna hefur staðið í áraraðir. Undirbúningur fyrir Opna stórmótið sem haldið verður á Hallormsstað í enda ágúst, er hafinn. Mótið verður bundið við 32 pör, í barometer-fyrirkomu- lagi, með 3 spilum milli para. Hátt í 10 pör af höfuðborgar- svæðinu eru þegar skráð til leiks. Skráð er hjá Ólafi í s: 91-673006 eða Jakobi í s: 91-14487. Matthías Þorvaldsson, úr landsliði yngri spilara, fékk feg- urðarverðlaun Norðurlanda- mótsins, fyrir spil úr mótinu. Hann og félagi hans, Hrannar Er- lingsson spiluðu alla 16 hálfleiki mótsins, og voru lítillega hag- stæðir í heildarútkomu mótsins (Butler útreikningi). Nýjar reglur varðandi flug með Flugleiðum innanlands, á vegum Bridgesambandsins, með þeim afslætti sem viðkomandi aðilar hafa gert með sér (sambærilegt við íþróttasamband íslands) virðast hafa tekið gildi, þegjandi og hljóðalaust. í dag verða aðilar sem hyggjast ferðast á þennan máta, að sæta því að taka seinasta flug til og frá viðkomandi stöðum (ef fullbókað er í vélina) og á ákveðnum dögum vikunnar, ef þær upplýsingar sem umsjónar- maður býr yfir, eru réttar. Ef málið er þannig vaxið eða hafa breyst að einhverju leyti, virðist ekki ósanngjarnt að skrifstofa Bridgesambandsins upplýsti þá sem halda henni á floti með ár- gjöldum, um skipan mála. Vel- vilji Flugleiða til Bridgesamb- andsins er löngu kunnur, en hafi orðið einhverjar breytingar á samskiptum aðila f þessu sam- bandi, væri ágætt að spilararnir í landinu fengju að njóta þeirra upplýsinga. Margir brandarar eru tengdir bridgespilinu. Enda gengur á ýmsu í viðskiptum mannanna við græna borðið. Hér er einn: „Presturinn var í klefa dauða- dæmda mannsins til að veita hon- um hinstu sáluhjálp. Eina hjálpin var að hlusta á sögu þess dæmda og skilja hvers vegna hinn hræði- legi verknaður var framinn. „Þú verður að vera fljótur," sagði prestur og leit á klukkuna. „Það var í mikilvægum úrslitaleik að þetta spil kom fyrir;“ S: ÁG1043 H: — T: KDG10982 L: 3 S: 982 H: ÁK8764 T: Á L:ÁK2 S: K H: 10532 T: 7654 L: DG108 S: D765 H: DG9 T: 3 L: 97654 Ég sat í Norður og félagi minn var sagnhafi í 5 spöðum dobluð- um eftir að andstæðingar okkar höfðu sagt allt upp í 5 hjörtu. Vestur spilaði út tígulás, en síðan laufatvisti, í von um að Austur ætti slaginn og gæfi honum stungu í tígli. Austur, sem var mjög góður spilamaður, lét hins vegar áttuna og félagi minn þáði slaginn þakklátur mjög og tók áttuna með níunni. Hann spilaði spaðadömu og lét hana fara yfir og Austur fékk á stakan kónginn. Þá spilaði Austur tígli og Vestur trompaði. Einn niður. Ef Austur hefði hins vegar tekið laufaslag- inn og spilað tígli, þá hefði félagi minn trompað með spaðadrott- ningu og síðan spilað spaða að ás og fellt kónginn og unnið spilið.“ „Og því, sonur sæll,“ sagði prestur, „skaust þú félaga þinn fyrir mistök, sem menn verða að sætta sig við daglega." „Nei, nei,“ sagði fanginn. „Ég er þekktur fyrir umburðarlyndi við félaga minn. Ég skaut Austur fyrir að láta laufaáttuna."

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.