Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.07.1989, Blaðsíða 7
Verður Afríkufíllinn Afríski fíllinn er í bráðri útrým- ingarhættu en hinn risavaxni frændi hans á Indlandi þarf ekki að óttast svo meinleg örlög. Hann er ekki bara stærri og sterk- ari heldur og námfús og vinnu- samur en þó umfram allt smá- tenntur. Afríska fílnum verður allt að meini, hann vill enga þjálfun þiggja og ekkert vinna, hvort sem það stafar af heimsku eða kænsku, og fram úr ásjónu hans bugðast risavaxnar skögultenn- ur: fílabein er einhver eftirsótt- asta vara í heimi. Fflum Afríku hefur fækkað úr 1,2 miljónum í 625 þúsund á átta árum, frá 1981-1989. Þrátt fyrir umfangsmiklar veiðitakmarkanir í víðlendustu heimaríkjum þeirra. Og verði ekkert að gert verða fflarnir með öilu horfnir úr Afríku upp úr aldamótum, herma sérfræðingar, eða í síðasta lagi um 2010. Tvö horn 15 Afríkuríki flytja út fflabein. Fulltrúar þeirra sitja um þessar mundir á rökstólum í Gaborone, höfuðborg Botswana, og ráða ráðum sínum um það hvernig stemma megi stigu við rányrkju veiðiþjófa. Ráðstefnunni lýkur í dag og þegar síðast fréttist af gangi mála skiptust fulltrúar í tvo hópa, annarsvegar þá sem eru áfram um að blátt bann verði lagt við verslun með fflabein um gjörvalla heimsbyggðina og hins- vegar þá sem andvígir eru algeru banni. Austur-Afríkuríkin Tanzanía, Kenýa og Zambía eru helstu formælendur verslunarbanns enda gengur þeim verst að hafa hendur í hári veiðiþjófanna. Þau eiga ennfremur umtalsverðra hagsmuna að gæta vegna ört vax- andi ferðamannaþjónustu en ffla- hjörðin hefur mikið aðdráttarafl fyrir ríka og rómantíska túrhesta sem kynntust Júmbó litla í bernsku og lásu um föngulegar fílahjarðir í Tarzanbókunum. Hinsvegar eru ríkin í sunnan- verðri Afríku á öndverðum meiði við þau austlægu. Valdhöfum í Suður-Afríku, Zimbabwe; Botswana og Malawi hefur tekist með ágætum að vernda fflana sína. Það helgast kannski einkum af tvennu, fflarnir eru tiltölulega fáir og hafast við á smærra svæði en frændur þeirra fyrir austan. Engu að síður eru þeir veiddir en í hófi og undir ströngu eftirliti yfirvalda og þjóðgarðsvarða sem ekki þiggja mútur af veiðiþjóf- um. Einsog kollegar þeirra fyrir austan. Fjöldi ríkisstjórna hefur lagt bann við verslun með fflabein í löndum sínum. Bandaríkjamenn og aðildarríki Evrópubandalags- ins heimila ekki innflutning þess og nú nýverið ákváðu Japanir, sem til skamms tíma voru helstu kaupendur fflabeins, að kaupa það því aðeins að það væri „vel fengið“, það er að segja út úr skepnum sem felld voru með samþykki yfirvalda á veiðisvæð- inu. En sem fyrr segir verður enn- þá bið á því að alheimsbann verði lagt við verslun með fílabein. Og Afríkufflum fækkar. Hergögn fornaldar Þótt Afríkuffllinn vinni ekki fyrir mat sínum í mannabyggð þá var sú tíð að hann þótti til ýmissa hluta nytsamur, ómissandi í skrúðgöngur og einkar hag- kvæmur í hernaði. í herferðum sínum þurfti Alex- ander mikli að glíma við fjendur sem reiddu sig á fflinn í orrustu og Karþagómenn tefldu þeim fram gegn hersveitum Rómarveldis. í fyrstu skelfdust Rómverjar óskaplega þegar Afríkuffllinn geystist fram á vígvöllinn en aldauða? Fílabein hefur þrefaldast í verði á átta árum og á sama tíma hefur fílum Afríku fækkað úr 1,2 miljónum í 625 þúsund Fílabein til sölu á Fílabeinsströndinni. seinna meir komust þeir uppá lag með að hræða þennan tröllvaxna fjandmann með blysum. Sjálfir tóku þeir fáeina ffla herfangi eftir átök við Pyrrhos árið 267 fyrir Kristsburð og kölluðu þá „Lúk- ansuxa". Sagnir herma að Karþagó- menn hafi haft not af 140 Afríku- fílum þegar þeir sátu um Palermó og hinn herskái höfðingi þeirra, Hannibal, flutti 36 með sér suður Alpafjöll í herferðinni frægu á hendur Rómverjum. í upphafi var... Það væri mjög miður hyrfi ffll- inn af gresjum Afríku þó ekki væri nema vegna þess að afi hans, ranadýrið, er upprunninn þaðan. Ranadýrið lagði land undir fót og um miðbik nýlífsaldar var það á vappi um Evrópu, Asíu, Norður- og jafnvel Suður-Ameríku auk Afríku. Fjórar ættir kvísluðust út af ranadýrinu, Möriþerioidea, Deinoþerioidea, Mastodontoi- dea og Elephantoidea. Afkom- endur síðastnefndu kvíslarinnar skiptust í þrjá hópa. í fyrsta hópnum, sem steig fram á sögu- sviðið í lok plíósenskeiðsins, var „kólómbíski loðffllinn". í hópi númer tvö eru „ullarloðffllinrí1 eða hinn eiginlegi, fornfrægi og löngu horfni mammútur og „El- ephas maximus" eða indverski ffllinn sem, einsog þegar hefur komið fram, lifir góðu lífi í sátt við guð og menn. I þriðja hópn- um voru svo skepnur sem höfðust við í sunnaverðri Evrópu og Afr- íku, þeirra á meðal „Loxodonta africana“ eða Afríski ffllinn. 23.000 tennur úr einum fíl Verð á fflabeini hefur hækkað gífurlega á umliðnum árum og því eru veiðiþjófar nú frakkari en nokkru sinni fyrr og hika ekki við að taka áhættu. Þeir eru einnig mjög vel búnir vopnum. Á önd- verðum þessum áratug kostaði kfló af fflabeini um 2900 krónur en nú selst það fyrir 9200 krónur. Um 90 af hundraði fflabeins á heimsmarkaði er illa fengið. Og það eru ekki bara venjuleg bóf- afélög sem leggja stund á veiði- þjófnað, skæruliðahreyfingar fjármagna umsvif sín með ffla- beinssölu og stjórnir ýmissa ríkja eiga samvinnu við veiðiþjófana. Af dæmum má nefna að helsta tekjulind UNITA hreyfingarinn- ar í Angólu er brask með fílabein. Hermt er að Jónas Savimbi og félagar hafi fellt á annað hundrað þúsund dýr í því augnamiði að fjármagna skærur sínar. Og ríkis- stjórnir Sómalíu og Búrúndí hljóta að vera í samkrulli með veiðiþjófum. Aðra skýringu er ekki hægt að gefa á opinberum fflabeinsútflutningi frá þessum löndum. Sómalía er heimkynni 4.500 ffla en engu að síður hafa fflabein úr um 13.800 dýrum ver- ið flutt út þaðan á síðustu þremur árum. Búrúndídæmið er allt að því skoplegt. Þar var ofveiðin slík að fílunum var útrýmt og um ára- bil var aðeins einn fíll heimilis- fastur þarlendis. En það var eng- inn venjulegur ffll. Það var sannkallaður gullffll því hann gaf af sér tugi þúsunda skögultanna á ári hverju. Frá Búrúndí voru fluttar út 23.000 skögultennur 1986 og í opinberum skýrslum var skilmerkilega greint frá því að all-. ir fílarnir hefðu verið felldir innan vébanda ríkisins. En ffllinn eini var látinn óáreittur. Sérfræðingar telja að 6.828 smálestir af fílabeini hafi verið fluttar út frá Afríkuríkjum á ár- unum 1979-1987. Að meðaltali vegur skögultannaparið um 9-10 kíló þannig að á þessum tíma hafa 680-760.000 fílar verið felldir vegna þessa. Þá á eftir að taka innanlandsmarkað ríkjanna með í reikninginn, útskurður fflabeins er mikill listiðnaður í Afríku sem kunnugt er. Og ofan á allt annað bætast svo skögultennur sem séðir spekúlantar hafa grafið í jörð niður. Þeir hugsa sem svo að þar sem Afríski ffllinn sé í útrým- ingarhættu gerist annað tveggja á næstu árum: dýrin hverfa ger- samlega af yfirborði jarðar eða algjört bann verður lagt við veiði þeirra. Þá gildir einu hvort verð- ur því afleiðingin verður ein og söm: stórhækkun á verði hinnar „ófáanlegu" vöru. Japanskt stöðutákn Obbinn af óunnu fflabeini er seldur til Asíu, einkum Hong Kong og Japans. í borgríkinu er allt mögulegt unnið úr fflabeini, biljarðkúlur, skartgripir, hníf- asköpt og fleira og fleira. Japanir kaupa um 40 af hundraði alls ffla- beins sem gengur kaupum og sölum árlega, vel eða illa fengið. Sumt vinna þeir og flytja út en drjúgan hluta hafa þeir til heima- brúks. Það er til að mynda alda- löng hefð fyrir því að japanskir uppar eigi fflabeinsinnsigli, svo- nefnt „hanko“, og uppar skipta miljónum í þessu öfluga iðnveldi. Hvaö ber aö gera? Sem fyrr getur eru skoðanir skiptar um ágæti þess að banna alfarið verslun með fflabein og ýmsir staðhæfa að það komi ekki í veg fyrir að Afríski ffllinn verði aldauða. En hvað er þá til ráða? Bent hefur verið á að miklu vænlegra til bjargar sé alþjóðlegur þrýst- ingur á Afríkuþjóðir auk fjár-' 'hagsaðstoðar. Auðugar þjóðir hafi vel efni á því að greiða kostn- að af allsherjarherferð á hendur veiðiþjófum í löndum á borð við Tanzaníu og Kenýa. Jafnframt geti vestræn ríki hæglega rétt þeim hjálparhönd við þróun ferð- amannaþjónustu. Alþjóðleg samtök um björgun . Afríkufflsins, AECCG, benda á aðra leið. Sem er sú að einbeita sér að björgun 40 stórhjarða, 250 þúsund dýra, sem hafast við á svæðum sem næsta auðvelt er að verja ágangi illvirkja. Þetta hefði í för með sér að 375 þúsund dýr yrðu látin heyja vonlaust stríð við veiðiþjófa en kynni að bjarga Afríska fflnum frá útrýmingu. ks. Föstudagur 14. júli 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.