Þjóðviljinn - 28.07.1989, Page 4
A BEININU
Við vomm óhreinu bömin
Ásgeir Hannes Eiríksson, lautinant íhulduhernum, hefurfylgtAlbert Guðmundssyni ígegnumþykkt ogþunnt.
Pólitískipylsusalinnfer ekki leynt með skoðanir sínar. Hann segist vera fylgjandi aronsku og hefur megnustu skömm á
valdaklíkunni í Sjálfstœðisflokknum, sem hann kallar ríkiskapítalista
Fyrir hverju muntu helst beita
þér á þingi?
Ég held aö þaö sé víða pottur
brotinn í samhjálpinni þótt ég
telji sósíalisma ekki vera svarið
við því. Það líður engum vel í
landi þar sem öðrum líður illa. Ég
ímynda mér að þegar til kastanna
kemur verði slík mál ofarlega á
dagskránni. Einnig mál sem lúta
að nýsköpun í atvinnulífinu, nýj-
um leiðum. Við erum fastir í sið-
um veiðimannaþjóðfélagsins.
Erum með sömu atvinnuhættina
og þegar Norðmennirnir komu
hingað á bátum með írsku þræl-
ana, höfum í rauninni ekkert
breyst.
Annars er ég alls ekki farinn að
hugsa þetta mjög langt. Ég mun
sennilega leika mikið eftir eyranu
á fyrsta þingi og taka á þeim mál-
um sem koma upp hverju sinni.
Einu málin sem ég hef virkilega
hugleitt eru fangelsismálin og slík
mál. Fangar eru þeir þegnar
þjóðfélagsins sem eiga minnstan
möguleika á að koma sínum mál-
um á framfæri. Innilokaðir menn
geta ekki borið hönd fyrir höfuð
sér. Að öðru leyti vonast ég til að
geta tekið þátt í öllum málum,
sama hvers eðlis þau eru.
Ég vil líka fjölga tekjumögu-
leikum þjóðarinnar, þannig að.
við notfærum okkur legu landsins
og nýjustu tækni í samskiptum.
Það er heldur engin spurning að
ég er aronisti og þykir sjálfsagt að
skoða varnarsamstarfið í ljósi
þess.
Ymsir forystumenn Sjálfstæð-
isflokksins, þ.á m. borgarstjóri
og varaformaður flokksins, virð-
ast vissir um að Borgaraflokkur-
inn verði búinn að vera eftir
næstu kosningar.
Það er allt of snemmt að dæma
flokkinn úr leik. Við eigum enn
nokkur spil á hendinni sem við
eigum eftir að spila út. Mín til-
finning, hvers virði sem hún er,
segir mér að Borgaraflokkurinn
eigi stuðning víða. Það eru á
þriðja þúsund manns skráðir í
flokkinn. Ég hef farið víða um
landið og ekki fundið annað en
að flokkurinn eigi stuðning. Við
fáum kannski ekki sjö menn aftur
en við höldum velli.
Hvers vegna er Sjálfstæðis-
flokknum svona mikið í mun að
gera lítið úr Borgaraflokknum?
Þetta eru náttúrlega þau hefð-
bundnu vinnubrögð sem tíðkast í
því húsi. Sjálfstæðisflokkurinn
gleymir engu og fyrirgefur aldrei.
I dag nærist hann á óánægjunni
með ríkisstjórnina en ekki eigin
verðleikum. Við vorum óhreinu
börnin hennar Evu í Sjálfstæðis-
flokknum, við vorum þarna
margir sem núna erum í forsvari
fyrirBorgaraflokkinn. Þessi hóp-
ur var oft á öndverðum meiði við
forystu flokksins, vildi breyta og
bæta og benti á nýjar leiðir, aðra
möguleika. Forystan tók hart á
slíku og fólk eins og Gunnar
Thoroddsen, Albert Guðmunds-
son, Eggert Haukdal, Sigurlaug
Bjarnadóttir, Jón Sólnes og fleiri
og fleiri, var fólk sem reynt var að
halda fyrir utan eftir föngum.
Enda stefnir Sjálfstæðisflokkur-
inn í að verða einangrað fyrirbæri
á hægri vængnum á móti einangr-
uðu Alþýðubandalagi á vinstri
væng, á meðan miðjan er að taka
völdin.
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur
svona. Hann er nú rekinn fyrir
mjög þröngan hóp ríkiskapítal-
ista, sem ræður yfir stórum fyrir-
tækjum, ræður yfir heilu atvinnu-
greinunum og stefnir alls staðar
að einokun, á öllum sviðum
þjóðlífsins sem skipta máli og
reynir jafnframt að koma þessári
einokun á eina hendi, sína eigin
hendi. Þetta fólk kalla ég ríkis-
kapítalista, því hin ýmsu fyrirtæki
og stofnanir eru annað hvort í
eigu ríkisins eða styðjast við ein-
okun ríkisins, og hafa gleymt hin-
um gömlu gildum Sjálfstæðis-
flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn er nú að-
eins til fyrir þetta fólk. Öll sam-
keppni er eitur í hans beinum eins
og sést best á því hvernig flokkur-
inn hefur brugðist við málum eins
og Hafskipum, Arnarflugi og
fleiri slíkum fyrirtækjum, Dag-
blaðinu t.d. á sínum tíma. Þess
vegna er eðlilegt að allir menn
sem stunda smárekstur og eru
fylgjandi samkeppni, séu annað
hvort á móti forystunni, ef þeir
eru þá í flokknum, eða leiti út úr
flokknum. Eins og fjöldi smáat-
vinnurekenda og annarra frjáls-
huga gerði við stofnun Borgara-
flokksins. Borgaraflokkurinn er
rétt byrjunin.
Er það lífsnauðsynlegt fyrir
Borgaraflokkinn að komast í rík-
isstjórn?
Eg veit ekki hvort það er í raun
lífsnauðsynlegt fyrir flokkinn. Ég
er búinn að velta þessu mikið
fyrir mér og sennilega hef ég fáu
velt eins mikið fyrir mér og
möguleikum Borgaraflokksins
þetta síðasta ár, eftir að ljóst var
að Albert færi. Albert kaus að
skilja við flokkinn á mjög sér-
stæðan hátt. Hann sendi flokkn-
um kveðju sína. í stað þess að
skilja sem vinur og fara með
reisn, kaus hann að fara með
steyttan hnefa og virtist reyna að
gera allt sem í hans valdi stóð til
að eyðileggja Borgaraflokkinn.
Það er hins vegar mikið án-
ægjuefni fyrir okkur sem erum
eftir í flokknum, að þetta tókst
ekki. Brottför Alberts hafði sára-
lítil áhrif á það fólk sem er flokks-
bundið hjá okkur, það voru ekki
nema örfáir sem hættu og blóð-
takan var mjög lítil.
Eftir þetta höfum við að sjálf-
sögðu velt því fyrir okkur hvernig
beri að haga næstu kosningabar-
áttu og á hvaða hátt við getum
haldið velli sem stjórnmálaflokk-
ur. Og ég er þeirrar skoðunar að
Borgaraflokkurinn eigi jafn
mikla möguleika hvort sem hann
er í ríkisstjórn eða utan stjórnar.
Báðir kostirnir bjóða upp á sína
möguleika, þannig að ég tel það
ekki lífsnauðsynlegt að fara í
stjórn.
Hins vegar held ég að það sé
mjög sterkt fyrir flokkinn að geta
sameinast um eitthvert markmið,
eins og að vinna að stjórnarsam-
starfi.
En ef flokkurinn fer ekki í ríkis-
stjórn, hver verður þá afstaða þín
til stjórnarinnar?
Ég vil vera trúr þeirri
grunnhugmynd í stefnu flokks-
ins, að meta mál eftir innihaldi og
gæðum en ekki útliti mannsins
sem leggur þau fram og vona að
við getum starfað eftir því og
kunnum gott að meta sama hvað-
an það kemur og kunnum að
hafna slæmu hvaðan sem það
kemur.
Ef Ingi Björn var fulltrúi hægri
í flokknum og Aðalheiður
vinstri, þá er engin spurning um
það að ég er vinstrimaður vegna
þess að mér þykir vænt um Aðal-
heiði. En þetta er bara ekki svona
einfalt.
Áttu vísan stuðning hulduhers-
ins I fyrsta sæti í Reykjavík við
næstu Alþingiskosningar?
Hulduherinn gamli var ákaf-
lega merkilegt fyrirbrigði. Hann
var kannski safnheiti eða regnhlíf
yfir óskilgreindan hóp. Við vor-
um þárna nokkuð mörg, í 10-15
ár, sem studdum við bakið á Al-
bert. Forystuna fyrir þessum hópi
hafði Helena Albertsdóttir, sem
er mikil vinkona mín, og þekkti
fólkið miklu betur í hulduhern-
um. Miklu betur en Albert, sem
hafði lítil samskipti við herinn. í
hvert skipti sem karlinn tók þátt í
kosningum, prófkjöri eða for-
setakosningum fórum við af stað
og byrjuðum að safna liði. Huld-
uherinn var það fólk sem kom til
liðs við okkur á hverjum tíma,
þetta var ekki skipulagt eða skrá-
sett lið.
Margt af því fólki sem við get-
um kallað hulduherinn eru sam-
herjar og vinafólk mitt. Stór hluti
af því er í Borgaraflokknum og
starfar þar. Hluti af því fór aldrei
úr Sjálfstæðisflokknum og hluti
af því er á einskis manns landi
eftir að Albert fór. Ég á von á því
að stór hluti af þessu fólki, sem
hefur unnið með mér árum sam-
an, treysti mér áfram eins og það
hefur gert hingað til. Hversu stór
hann verður, það veit ég ekki.
Voru það þér ekki vonbrigði að
guðfaðir flokksins skyldi hvetja
Borgaraflokksmenn til að ganga
til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á
ný?
Jú, það voru mér mikil von-
brigði. Og ég skal fúslega viður-
kenna að ég skildi aldrei þessa
kveðjustund. Það hlýtur að vanta
einhverja hlekki í þær upplýsing-
ar sem ég hef. Ég átti mjög bágt
með að skilja þetta. Þarna er ver-
ið að tala um fólk sem hefur unn-
ið saman árum saman og stutt við
bakið á Albert Guðmundssyni.
Ef eitthvað bjátaði á hjá Al-
bert ’'ar þetta fólk mætt á svæðið,
tók upp hanskann fyrir hann,
hjálpaði honum í próflcjörum og
annarsstaðar. Það spurði hvorki
um laun né þakklæti í staðinn.
Þetta var mjög gott fólk. Það er
einkenni á Borgaraflokknum hve
mikið af góðhjörtuðu fólki kom
til liðs við hann og mér finnst að
þetta fólk eigi allt annað skilið en
þá kveðju sem Albert Guð-
mundsson sendi því þegar hann
fór út.
Hvað býr að baki þegar hann
hvetur fólk til samstarfs við Sjálf-
stæðisflokkinn?
Eins og ég segi þá vantar mig
einhvern hlekk inn í þennan
þankagang. Ég veit ekki hvort
hann er að reyna að búa til ein-
hverja brú yfir í Sjálfstæðisflokk-
inn fyrir sjálfan sig og sína. En
mér þykir ótrúlegt að Albert sé
búinn að gleyma því að Sjálfstæð-
isflokkurinn gleymir aldrei.
Dró Albert ykkur þá ekki á
asnaeyrunum í Borgaraflokkinn?
Ég veit það ekki. Það eru
margir sem halda að Albert hafi
stofnað Borgaraflokkinn bara
rétt sisvona. Mín skoðun er
X.
X
önnur. Ég vil meina að þetta sem
gerðist eigi sér aðdraganda aftur
til stofnunar Sjálfstæðisflokk ins
Íiegar Frjálslyndi flokkurinn og
haldsflokkurinn runnu samaii.
Þessar tvær fylkingar hafa
alltaf tekist á í Sjálfstæðisflokkn-
um. Þetta fólk sem ég var að telja
upp áðan er kannski frjálslyndara
fólkið sem íhaldið hefur alltaf
náð að halda niðri. Það er ekki
nema einstaka sinnum, eins og
þegar mönnum eins og Gunnari
Thoroddsen tókst að leika fléttur
og mynda ráðuneyti og annað
slíkt, sem frjálslyndu öflin verða
ofan á. Albert kemur úr búðum
frjálslyndra og með sínum styrk
náði hann yfirleitt góðum sætum
á framboðslista. En hann var
meira og minna einn í baráttunni.
Þegar forysta Sjálfstæðis-
flokksins vó ómaklega að Albert
vorið 1987, braust út gífurleg
reiði hjá mörgu góðu fólki. Það
vildi ekki láta fara svona með
nokkurn mann og hefði brugðist
við með sama hætti ef svona hefði
verið farið með einhvern annan.
Albert var í raun og veru dyra-
vörðurinn sem opnaði útgöngu-
leið fyrir allt þetta fólk. Það hefði
hugsanlega farið með einhverj-
um öðrum, kannski fleira fólk
eða eitthvert annað fólk. Alla
vega var það fyrst og fremst þetta
sem réð ferðinni en ekki nein
blind trú eða ást á Albert Guð-
mundssyni, ekki hjá öllum þess-
um fjölda.
Ég held að Albert hafi aldrei
hugsað lengra en að ná sjálfur
endurkjöri í Reykjavík. Það
dugði hans metnaði. Þá hefði
hann verið reistur við og haldið
pólitískri sæmd. Óskastaða Al-
berts var að ná kjöri í Reykjavík,
hugsanlega með einn mann með
sér, þá helst lögfræðing til að
vinna pappírsvinnuna. Albert er
ekki gefið að hugsa um heilan
flokk. Þetta gerðist svo hratt
að Albert réð ekki ferðinni. Það
spruttu upp framboð í öllum
kjördæmum meira og minna af
sjálfu sér. Duglegir menn höfðu
samband og sögðust tilbúnir með
lista og það var allur gangur á
þessu. Þetta gekk það hratt að
þessi fámenni hópur í Reykjavík
hefði aldrei getað unnið og skipu-
lagt þetta á svona skömmum
tíma.
Gengurðu með forsætisráð-
herra í maganum?
Já. Hver og einn einasti maður
sem tekur þátt í pólitík hlýtur að
stefna að því að hafa áhrif. Ann-
ars myndi hann velja sér vettvang
í klúbbastarfsemi eða annarri fé-
lagsstarfsemi. Áhrif fást ekki
nema með beinni þátttöku í að
stjórna. Stjórnmálaflokkur sem
ekki á ráðherra er eins og her-
flokkur án vopna. í stjórnarand-
stöðu er maður meira og minna
áhrifalaus.
Allir sem stefna að áhrifum
hljóta að stefna að því að verða
ráðherrar og þeir sem stefna að
þvf að verða ráðherrar hljóta að
stefna að því að verða forsætis-
ráðherrar. Enda erum við ekkert
óvanir því í minni fjölskyldu.
-hmp
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ . FÖStudagur 28. júlí 1989
Mynd: Jim Smart.