Þjóðviljinn - 28.07.1989, Page 7

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Page 7
ERLENDAR FRÉTTIR Kínverjar eru miljaröurtalsins, þeir erum um fjórðungur mannkyns en ráöa aðeins yfir um umhverfi fer vaxandi - og ekki bætir þaö úr skák aö málfrelsi skortir til heiðarlegrar 7% af ræktanlegu landi. Fólksfjögunin hefur enn farið úr böndum og álagið á náttúrulegt umræðu - um leið og einblínt hefur verið á hraðan hagvöxt, hvað sem hann kostaði. Stórfelld náttúraslys vofa yfir Kína Versta kreppan sem að Kína þjarmar er ekki pólitísk heldur tengd mengun. En hinpólitíska kreppa magnarsvo upp kreppuástand í umhverfismálum Svo mæla helstu umhverfls- verndarsérfræðingar Kín- verja í viðtali við tímaritið New Scientist. Reyndar er það svo, að víða um heim eru eldri pólitískar spurn- ingar sem óðast að víkja fyrir ótta manna um, að heimur sé á heljar- þröm í bókstaflegum skilningi. Þegar leiðtogar helstu iðnríkja heims hittust í París fyrir skömmu sáu þeir sig neydda til að setja umhverfismál ofarlega á dagskrá - hií t er svo annað mál að niðurstaðan af því hjali mun varla hafa orðið meira en orðin ein. Vandi þróunarríkjanna er alltaf umhverflsvandi um leið: iðnrikin hafa legið á því lúalagi að flytja þangað ýmsa eitrandi fram- leiðslu vegna þess að stjórnvöld í fátækum löndum telja sig ekki hafa efni á að gera strangar kröf- ur um mengunarvarnir. Auk þess sem stjórnvöld í þessum fátæku ríkjum láta viðgangast marga skammsýna rányrkju heima- manna sjálfra á takmörkuðum náttúruauðlindum sínum. Vandi safnast upp Áður en kínveski herinn var látinn kæfa andóf stúdenta í Pek- ing á dögunum höfðu kínversk stjórnvöld fengið margskonar lof í vestrænum blöðum fyrir að hafa stigið þau skref til blandaðs hag- kerfis serri leiddi til allmikils hag- vaxtar og aukinnar framleiðni. En með þeirri samantekt í New Scientist sem áðan var um getið er minnt á það, að þessi fram- leiðnisókn var háskalega „ein- hliða.“ f*að er að segja : Kínverj- ar fóru, sem svo margir aðrir á undan þeim, í það farið að fram- leiða sem allra mest - án þess að tekið væri tillit til þess að gæði náttúrunnar eru ekki ókeypis. Og slíkt háttalag stefnir beint í stórslys. Eftir áratug eða svo munu íbúar Kína verða að minnsta kosti 1300 miljónir ef nú heldur áfram sem horfir. Þetta fólk mun slást um æ knappari náttúruauðlindir. Eins og er búa 23% íbúa jarðar í Kína en þótt rlkið sé stórt er þar að finna að- eins 7% af ræktanlegu landi heimsins. Og þetta ræktarland skreppur saman með skelfilegum hraða. Mökkur mikill Hér fer margt saman. Sums staðar hefur kappsöm iðnvæðing (eins og í Gongxianhéraði) skapað neyðarástand. Þéttriðið net verksmiðja spúir frá sér reykbólstrum svo miklum að börn og fullorðnir þjást af margs- konar kvillum í öndunarfærum - auk þess sem drykkjarvatnið er eitrað. Að vísu leiddi hörð gagnrýni í kínverskum blöðum til þess að embættismenn og flokks- broddar fuku úr stólum sínum og vissar mengunarvarnir voru upp teknar, en allt var það því sígilda marki brennt: of lítið, of seint. Jarðvegur hverfur Enn verri er í rauninni hin mikla jarðvegseyðing sem skógarhögg og stækkun eyði- marka herðir á. Þessi þróun hefur gert flóð í stórfljótum landsins enn hrikalegri en ella. í fyrra fór- ust um sex þúsundir manna og fjórar miljónir misstu heimili sín í flóðum. Auk þess hafa vatn og jarðveg- ur stórlega spillst af úrgangi. Áveitukerfum hefur hnignað og er það ein af neikvæðum afleið- ingum þess að kommúnurnar stóru voru niður lagðar og stflað á smábýlabúskap í staðinn. Nauðsyn málfrelsis Öll þessi vandamál áttu mikinn þátt í að ýta undir þá lýðræðis- hreyfingu sem drekkt var í blóð- baðinu nú í júní. Að sönnu hafði til orðið vísir að umhverfisvernd- arhreyfingu, bæði innan Komm- únistaflokksins og utan og hafði reyndar náð nokkrum árangri - til dæmis þeim að hætt var við mikla stíflu í Jangtse. En til að slík hreyfing mætti áfram þróast í baráttu sinni við bæði spillta embættismenn og skammsýna eiginhagsmuni, þurfti frjálsari blöð, þurfti að tryggja málfrelsi sem ekki væri lakara en glasnost í Sovétríkjunum. (En vel á minnst: það var einmitt á sviði kappræðu um mengun að glasnostþróunin sovéska hófst - áður en Gorbat- sjov kom til valda). Fólksfjölgun úr böndun Kínverjar höfðu gert sér glæst- ar framfaraáætlanir, en menn ef- ast í vaxandi mæli um að þær séu raunsæjar. Ekki aðeins vegna þess að erlendar fjárfestingar hafa skroppið saman. Hér skiptir miklu máli, að sú viðleitni að hafa hemil á fólksfjölgun hefur farið út um þúfur - að minnsta kosti í sveitum. Fæðingum hefur nú fjölgað aftur. Reynt var með alls- konar ráðstöfunum - m.a. barna- skatti, að fækka barnsfæðingum sem mest. En þegar fjöl- skyldubúskapur var aftur upp tekinn leiddi það m.a. til þess, að margir bændur hafa nú efni á að eiga fleiri börn en eitt eða tvö - og geta líka notað þau sem vinnu- kraft á fjöiskyldubúum. Og borg- irnar á nýríkum svæðum á austur- strönd landsins halda áfram að breiða úr sér hraðar en byggt verði yfir fólk. í opinberu tímariti sem kemur út á nokkrum tungumálum, China Reconstructs, segir ný- lega, að ef þróunin haldi svo áfram muni Kínverjar aftur lenda í þeirri stöðu að geta ekki brauðfætt fólk sitt. Ef Kínverjar eiga að framleiða jafn mikið á munn hvern og núna, þá verða þeir að auka kornframleiðsluna um 35 % á næstu tíu árum. Slík aukning uppskerunnar er ekki framkvæmanleg - ekki síst vegna þess hve nú þegar er hart að landinu gengið. Það gerir ástand- ið enn ískyggilegra að í raun hef- ur kornframleiðslan verið að skreppa saman nú á síðustu árum einkabúskapar í sveitum. Vegna þess að bændur kjósa heldur að framleiða afurðir sem þeir geta fengið betra verð fyrir á nálægum mörkuðum en þeir geta fengið fyrir korn. Vantar pólitískt afl Það gerir svo illt verra, að þeir sem ráða ferðinni í pólitískri for- ystusveit Kína skyldu ákveða að berja niður lýðræðiskröfur náms- manna sem víðtækan hljómgrunn áttu meðal verkamanna. Því að þetta leiðir m.a. til þess, að traust Kínverja á Kommúnistaflokkn- um hefur stórlega látið á sjá. Og það þýðir til dæmis, að það verð- ur erfiðara en áður að fá almenn- ing til að skipuleggja sig til átaks, hvort sem væri i því að planta trjám, hreinsa áveituskurði af framburði ánna eða takmarka barneignir - samnefnarinn er brostinn. ÁB tók saman Föstudagur 28. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7 I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.