Þjóðviljinn - 28.07.1989, Page 9

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Page 9
Útvarpshlustun EFF EMM á toppnum Útvarpsstöðin EFF EMM nv- tur mestrar hylli hjá hlustendum á aldrinum 14-29 ára samanborið við hlustun hjá öðrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og hið sama gildir hvað varðar hlustun þeirra sem eru á aldrinum 14-49 ára. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem SKÁÍS gerði fyrir EFF EMM föstudaginn 21. júlí á tímabilinu frá klukkan 17- 22 hlustuðu 62% þeirra hlust- enda á aldrinum 14-29 ára sem hlustuðu á útvarp þennan fyrr- nefnda dag á EFF EMM. FRETTIR Seltjarnarnes Róið á sálnamiðin Viljum snúa vörn ísókn. Samvinna með ungu fólki með hlutverk ogsóknarpresti Seltjarnarneskirkju Við erum í þann veginn að leggja í hann og ekki vanþörf á þar sem kristindómurinn á í vök að verjast og sótt að honum úr ýmsum áttum. I þessum málum sem öðrum sannast hið forn- kveðna að það fískar enginn nema hann rói, sagði Þorvaldur Halldórsson. Kristni félagsskapurinn Ungt fólk með hlutverk hefur í sam- vinnu við Sólveigu Láru sóknar- prest á Seltjarnarnesi ákveðið að efna til kvöldmessu á sunnudags- kvöld í kirkjunni til að efla guðs- orð meðal safnaðarins og annarra sem áhuga hafa. Ákveðið hefur verið að þetta boðunarstarf fari fram næstu þrjár vikurnar í kir- kjunni, á Eiðistorgi, miðbæ Reykjavíkur, vinnustöðum og á stofnunum eftir því sem verkast vill. Að sögn Forvaldar hefur orðið mikil breyting á andlegum mál- efnum hérlendis sem erlendis á undanförnum árum. Austurlensk trúaráhrif hafa eflst ma. á kostn- að kristindómsins sem hefur átt í vök að verjast fyrir þeim sem og öðrum andlegum tískustraum- um. En það er ekki aðeins að kristin trú eigi í vök að verjast heldur og einnig hin vestræna menning. Þessu þurfi að breyta hið fyrsta og snúa vörn í sókn. Þorvaldur sagði það engum vafa undirorpið að meira von- leysis gætti nú meðal ungs fólks en oft áður sem birtist meðal ann- ars því að æ fleiri flýja land og í sjálfsvígum sem Þorvaldur sagði að hefðu stóraukist á liðnum misserum. - Boðunarstarf íslensku kirkj- unnar þarf að efla og við viljum leggja okkar af mörkum til þess og í því skyni leggjum við úr höfn á sálnamiðin á sunnudag í von um góðan afla“, sagði Þorvaldur Halldórsson. -grh Fjallvegir Flestir orðnir færir Vegagerðin mun Ijúka við að opna allafjallvegi seinnipartinn ínæstu viku, þremur tilfjórum vikum seinna en ímeðalári Fjallvegir landsins opnast einn af öðrum um þessar mundir, þremur til ijórum vikum seinna en í meðalári. Starfsmenn vega- gerðarinnar stefna að því að opna alla fjallvegi landsins fyrir jeppa- umferð í lok næstu viku. Sprengisandur er fær jeppum en að norðanverðu verður að fara um Bárðardal því bæði Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleið eru lokaðar ennþá. Mikil aurb- leyta er enn á veginum yfir Sprengisand og menn því hvattir til að leggja ekki í ferð þangað nema á vel búnum bílum. Gæsa- vatnaleið er opin en talsverður snjór er þar enn. Fyrir norðan voru Flateyjar- daldsheiði og Reykjarheiði opn- aðar í síðustu viku og í gær var vegurinn frá Borgarfirði eystri yfir í Loðmundafjörð opnaður. Línuvegur undir Langjökli er lokaður og sömuleiðis leiðin upp að Hlöðuvöllum. Opið er í Land mannalaugar og þaðan í Sigöldu Frá skaftártungum í Eldgjá ei opið og fært er í Lakagíga. Á vestfjörðum var Tröllatungu heiði og Steinadalsheiði opnuð vikunni. Búast má við því að fjallvegii landsins verði fram í lok sept ember en ef verðið verður skap legt verða sumir þeirra færir frarr undir áramót. to/)kv\v Föstudagur 28. júli 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.