Þjóðviljinn - 28.07.1989, Qupperneq 12
Ég skapa snillinga framtídarinnar
segir stofnandi „Nobel-bankans“ í Kaliforníu
„Nobel-bankinn“ er sæöis-
banki og inn í þann banka fær
enginn aö leggja nema hafi
hann fyrst orðið sér úti um No-
belsverðlaun í einhverri grein
vísinda eða bókmennta.
Robert K. Graham í sæðisbanka sínum.
htfsnæöislana
16. ágúst feggjast dráttarvextir á lán með Iánskjaravísitölu.
1. september feggjast dráttarvextir á lán með bYggingarvísitöfu.
Gjalddagar húsnæðíslána eru: 1. febrúar— 1. maí— 1. ágúst— 1. nóvember.
Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn.
Greiðsluseðlar fyrir 1. ágúst hafa verið sendír gjaldendum og greiðslur
má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsíns.
Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráltarvöxtum.
fjármálunum á þínu heimili
Þegar kemur að
afborgunum lána er það
í þínum höndum
að borga á réttum
?ar með sparar þú óþarfa
útgjöld vegna dráttar-
svo ekki sé minnst
Sumir segja Robert K. Gra-
ham, stofnanda þessa sæðis-
banka vera bjargvætt barn-
lausra, en aðrir segja að starf-
semi af þessu tagi minni helst
á ræktunarhugmyndir frá tíð
Hitlers, Mengeles og annarra
þeirra nasista sem ætluðu sér
að rækta „hreina aría“ í sér-
stökum kynbótabúðum fyrir
fólk.
Graham sæðisbankastjóri er
orðinn 82 ára og banki hans nefn-
ist opinberlega „Repository for
Germinal Choice". Hann er
sagður „sannur heiðursmaður“ í
framgöngu, unglegur og hress,
átta barna faðir og krakkar hans
allir skara fram úr hver á sínu
sviði, þótt eigi hafi pabbi þeirra
enn fengið Nobelsverðlaun.
- Ég hef komist að því, sagði
sæðisbankastofnandinn nýlega í
blaðaviðtali, - að konur vilja
heldur leggja lag sitt við yngri
menn. Ég hafði hugsað mér fyrir
sjö árum að koma á fót sæðis-
banka þar sem Nobelsverðlauna-
hafar gætu lagt inn sitt sæði og
með því móti væri hægt að geyma
reynslu þeirra, þekkingu og gáfur
handa framtíðinni. En þær konur
sem ég setti mig í samband við
vildu því miður ekki verða van-
færar eftir þessa gömlu menn,
sem því miður er raunin í flestum
tilvikum þegar Nobelsverðlauna-
hafar eru annars vegar.
Af þessum sökum varð Robert
Graham að slaka á kröfum - í
rauninni eru sæðisgjafar í fæstum
tilvikum Nobelsverðlaunahafar,
ef nokkrum, en gjafarnir, eða
sæðissalarnir, eru í öllum tilvik-
um þekktir, bandarískir vísinda-
menn - menn sem hafa skarað
fram úr á einhverju sviði vísinda
eða bókmennta. Og eftir sem
áður er sæðisbanki karlsins Gra-
hams nefndur Nobelsbankinn.
Sæðisgjafar eru sagðir velskapað-
ir mcnn, og ekki vitað um neina
arfgenga sjúkdóma ellegar geð-
veiki í ættum þeirra.
- En hvemig kemst bankinn í
tæri við sæðisgjafana?
- Ég fylgist grannt með allri
samfélagsumræðu, les blöð og
tímarit og vísindabókmenntir af
öllu tagi, segir Robert Graham. -
Þegar ég svo kemst á snoðir um
einhvern sem mér virðist áhuga-
verður skrifa ég honum bréf og
spyr hvort viðkomandi sé fús til
að láta sæði af hendi rakna (!),
gangast fyrst undir gáfnapróf, þvf
enginn sem mælist undir 150 stig-
um fær að gefa sæði. Flestir sem
ég hef skrifað láta sér vel líka og
eru upp með sér. Margir af-
þakka, en enginn hefur hingað til
tekið erindinu illa.
Nú eru það fjórtán sæðisgjafar
sem bankinn er í sambandi við og
þeir gefa sæði eftir ákveðnum
reglum. Hingað til hafa 46 börn
„komið undan“ þessum sæðis-
gjöfum. Fjörutíu og fjögur barn-
anna búa í Bandaríkjunum, eitt
býr í Evrópu og eitt í Eþíópíu.
Sæðisbanki Roberts Grahams
er ekki ágóðafyrirtæki - þ.e. þeir
sem þangað sækja eftir sæði þurfa
ekki að greiða fyrir þjónustuna.
Graham greiðir húsaleiguna
sjálfur og allan kostnað samfara
því að senda starfsmennina tvo
víða um Bandaríkin til að ræða
við og prófa hugsanlega sæðis-
gjafa. Kostnaðurinn við þessa
starfsemi er sagður vera kringum
40 miiljónir kr á ári. „Ég stend
ekki í þessu vegna hugsanlegs
gróða,“ segir sæðisbankastjór-
inn. „Það er nóg af sæðisbönkum
sem eru ekkert nema gróðafyrir-
tæki.“ Robert Graham hefur
nefnilega ráð á því að verja fjár-
munum í áhugamál sín. Hann
varð auðugur af að finna upp
óbrjótandi gleraugnagler sem
margur hefur síðan notað víða
um heim.
Skítt með
gagnrýni, ég vil
skapa hágæðalíf
Robert Graham hefur lengi
staðið í sambandi við William
Shockley Nobelsverðlaunahafa í
erfðafræði, en sá olli hneykslan
þegar hann fullyrti að svarti kyn-
stofninn væri erfðafræðilega
veikgerðari en sá hvíti. Vísinda-
menn í erfðafræði hafa margir
ausið mótmælum sínum og fyrir-
litningu yfir starfsemi Roberts
Graham og Williams Shockley og
kallað þá kynþáttahatara. Og
ekki dró úr mótmælum þegar
spurðist að Shockley hefði ein-
mitt orðið til þess fyrstur vísinda-
manna að gefa sæði til bankans.
- Skítt með gagnrýnina, segir
Robert Graham. - Ég ætla mér
.ekki að skapa einhvern hreinan
kynþátt. Allir koma til greina
sem sæðisgjafar. Ég fer ekki eftir
litarhætti ellegar trúarbrögðum.
Ég hef haft samband við marga
svarta menn sem skarað hafa
fram úr.
- En hefur einhver þeirra gefið
sæði til bankans?
- Ekki enn. En það kemur ef-
laust að því.
- En hver er hugsunin að baki
þessari bankastarfsemi?
- Að konan og maður hennar
séu frjáls að því að kjósa og fá þá
tryggingu sem hugsanleg er fyrir
því að barn þeirra verði frískt og
greint. Hvers vegna ekki? Hvers
vegna endilega að þurfa að eiga
skipti við sæðisbanka sem er
gróðafyrirtæki og tefla þar á tvær
hættur? Hvers vegna ekki að
skapa hágæðalíf?
Sæðisgjafi getur
orðiðfaðireftir
lOOOáref sæðið
er fryst rétt
Þær konur sem leita til Roberts
Graham fá í sínar hendur (eða
þegar stofnunin hefur tekið við
þeim) - stálhylki sem í eru frystar
sæðisfrumur sem duga eiga til
fjögurra mánaða frjóvgunartil-
rauna.
- Flestar sjá sjálfar um að sæða
sig. Takist það ekki, geta þær
leitað til kvensjúkdómalæknis
síns.
- Hversu lengi er hægt að nýta
sæði sem hefur verið fryst?
- í 1000 ár! Eú getur orðið faðir
eftir 1000 ár, ef frumurnar hafa
verið rétt frystar.
- Geta ógiftar konur leitað til
sæðisbankans?
- í*að hefur komið fyrir, en
helst viljum við gefa giftum
pörum sæðisfrumur.
- En hvemig bregðast sæðis-
gjafamir við; margir þeirra hljóta
að vera margra bama feður?
- Við höfum samskipti við
ákaflega óvenjulegar persónur.
Okkar sæðisgjafar em sálrænt
styrkir og í andlegu jafnvægi.
Robert Graham er orðinn
aldurhniginn, en hann hefur séð
til þess að starfsemi sæðisbanka
hans heidur áfram eftir hans dag.
- En hvers óskar hann sér eftir
langa ævi? Að eitthvert „barna
hans“ verði Nobelsverðlauna-
hafi?
- Auðvitað. En það fæ ég sjálf-
ur aldrei að upplifa.
- Og hefur hann sjálfur lagt
sæði inn í bankann?
- í>að verður að vera mitt
leyndarmál.
i
1
í
12 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. júlí 1989