Þjóðviljinn - 28.07.1989, Síða 13

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Síða 13
Geoffrey Graves ættaður úr „Sæðisbanka fyrir Nobelsverðlaunahafa". sitt á. En okkur skiptir mestu að hann verði lukkulegur. Uppvaxtarárin, fjölskyldan, skólinn og trúarbrögðin skipta auðvitað miklu en erfðirnar gera það líka. - Ætlið þið að skýra Geoffrey frá því að hann er undan sæðis- gjafa? - Já, þegar þar að kemur. Geoffrey leikur sér áhyggju- laus við fætur foreldra sinna. Kát- ur og heilbrigður strákur sem enn hefur ekki hugmynd um að hann er sérstætt barn, afsprengi hug- myndar um að sérhvert par eigi að geta „hannað“ barn sitt með því að fá til „rétt“ sæði. Sæðisgjafi nr. 48 Dæmi um upplýsingar sem bankinn gefur um sína sæðisgjafa þannig að væntanlegir viðtakend- ur geti valið réttan föður. Sæðisgjafi nr. 48. Mjög þekktur vísindamaður. Stjórnandi hóps rannsóknar- manna sem starfar við hátæk.ii- vinnu. Hann hefur fengið margar athyglisverðar greinar út gefnar í fjölmörgum virtum tæknitímarit- um. Fjölskyldubakgrunnur: Ensk- ur, vesturevrópskur, gyðingur. Augnlitur: Brúnn. Húð: Hvít. Hár: Dökkbrúnt, liðað. Þyngd: 79 kg Hæð: 178 cm Útlit: Afarfínlegur, mjög frambærilegur. Persónuleiki: Afarkraftmikill, vingjarnlegur, auðmjúkur. Fæðingarár: 1959 Greindarstig: Þegar hann var tíu ára mældist hann með 152 stig. Tónlist: Músikalskur, leikur vel á eitt hljóðfæri. Tómstundir: Skokkar, vinnur í Snilldarbörn eftir pöntun Geoffrey, nú 17 mánaða á rætur sem liggja gegnum sæðisbanka sem fullvissar konur um að sæðisgjafinn sé heilbrigt ofurmenni Hann verður kannski nýr Al- bert Einstein, kannski Ernest Hemingway ellegar aðalritari Sameinuðu þjóðanna þegar hann vex úr grasi. Geoffrey Graves er nú bara feimið, sautján mánaða barn, feitlagið, bláeygt og horfir forvitn- um augum á ókunnuga. - Hann verður ævinlega feim- inn fyrst, þegar ókunnuga ber að garði, segir mamma hans, Ronda. - En hann jafnar sig fljótt. Geoffrey er eitt 46 barna sem komið hafa til fyrir milligöngu hins umdeilda „Nobels-sæðisbanka" sem Robert Graham á og rekur í bænum Escondido í suðurhluta Kaliforníu. Ronda og Jody Graves kynntust fyrir fimm árum. Bæði höfðu verið gift áður. Jody átti sex börn af fyrra hjónabandi og elsta dóttir hans er nú 25 ára. Ronda eignaðist tvíbura þegar hún var 18 ára. Þeir eru nú 16 ára og Jody hefur ættleitt þá. - Þetta voru erfið ár. Það er ekki auðvelt að vera einstæð móðir tveggja barna, þegar mað- ur sjálfur er ekki nema táningur. Ég hafði ekkert tækifæri til að njóta mín. Jody, manni hennar, fannst hins vegar nóg komið þegar hann hafði getið sex böm. Eftir að hafa íhugað málið vandlega lét hann gera sig ófrjóan. - Mér fannst það fullkomlega rétt, sagði hann. ^ Hvers vegna skyldi ég vera að eignast fleiri börn? . En hjónaband hans entist ekki og eftir 25 ára hjúskap stóð hann uppi eijm. Svo hitti hann Rondu 5 ) frá San Diego: Við ætluðum okk- ur ekki í rauninni að eignast fleiri börn. Við áttum átta samanlagt! Ógerlegt að opna sáðrásina aftur En þar kom að Rondu Iangaði til að eignast barn sem hún gæti alið upp og annast í góðu tómi, en það hafði hún farið á mis við þeg- ar hún var ung. Jody fór til læknis síns, hélt að kannski væri hægt að lagfæra sáð- göngin sem hann áður hafði látið skera á. En þannig aðgerð er óhugsandi. - Við ætluðum okkur þá að ætt- leiða barn - en komumst fljótlega að því að skriffinnskan í kringum það er svo flókin og tímafrek að það var ekki fær ieið fyrir okkur. Það kom einfaldlega í ljós að það hefðu mörg ár liðið áður en við fengjum að vita hvort við teld- umst hæfir fósturforeldrar. Og þá datt okkur í hug þessi möguleiki: að leita til sæðis- banka. - Það var ég sem vildi endilega eignast sannkallað ástarbarn, sagði Ronda. En spumingar leituðu á: hvers konar menn voru það sem seldu úr sér sæði fyrir þúsundkall? - Okkur fannst þetta óþægileg tilhugsun. Við höfðum enga tryggingu fyrir heilbrigðu fað- erni. ' Hvers konar maður gat væntanlegur faðir verið? Kannski einhvers konar sjúklingur? Kannski með kynsjúkdóma eðá eyðni. Þá fréttu þau af sæðisbanka Grahams - „Sæðisbanka fyrir Nobelsverðlaunahafa“ og sneru sér þangað. Fullvissa umaö sæöisgjafinn væri f rískur og greindur - Við urðum ákaflega ánægð að hafa fundið sæðisbanka sem gat fullvissað okkur um að sæðis- gjafarnir væru frískir og greindari en algengast er. Ronda og Jody fengu að kanna gögn bankans yfir sæðisgjafa í tvo daga. - Loks fundum við mann sem okkur fannst að myndi hæfa okk- ur. Hann átti margt sameiginlegt með Jody og það fannst okkur þýðingarmikið. - Auðvitað vitum við ekki hver hinn raunverulegi faðir Geof- freys er og við viljum heldur ekki fá að vita það. En nú er ég aftur vanfær og sæðið kom úr sama manni. Fyrri tilraunin tókst svo vel að okkur fannst að Geoffrey ætti að eignast systkini. Ronda og Jody vita vel af þeirri gagnrýni sem beinst hefur gegn sæðisbanka Grahams og að hon- um hefur verið líkt við Adolf Hitler. - Þeir sem þannig tala hafa ekki hugmynd um hvemig það er að vera dæmdur til barnleysis, segir Ronda. - Hver vill ekki eignast heilbrigt barn? Þeir sem halda öðru fram ljúga! -Hefur þú trú á því að þegar Geoffrey vex úr grasi verði hann gáfaðri en aðrir menn? Dag einn f ær Geoff rey að vita aÖhann erúr bankaröri - Ég veit ekki um það, en ég er sannfærð um að hann hefur feng- ið góðar forsendur að byggja líf garðinum og ritar greinar og bækur. Hagnýt greind: Frábær. Heilsa: Frábær, ögn nærsýnn. Blóðflokkur: A plús. Fjölskylda: Nær háum aldri, engir arfgengir sjúkdómar. Á tvö falleg og greind böm. Annað þeirra er nærsýnt, hitt hefur vott af ofnæmi. Geoffrey ásamt foreldrum sínum, Jody og Rondu. Föstudagur 28. júlí 1989 c - —AÐ — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.