Þjóðviljinn - 28.07.1989, Qupperneq 21
HELGARPISTILL
U «-
ÁRNI
BERGMANN
Hver er munurinn á körlum og konum?
í sjónvarpsþætti á sunnu-
daginn fitjaöi Helga Thorberg
m.a. upp á því aö konur hefðu
á vissu skeiði jafnréttisbarátt-
unnar misst sín starfsheiti:
það var þá þegar það var lýst
mismunun kynjanna að tala
um hjúkrunarkonur, kennslu-
konur osfr. - og sáluhjálp þótti
við liggja að um hvert starf
yrði fundið orð sem næði yfir
„starfskrafta" af báðum kynj-
um. Helga og fleiri í þættinum
virtust sjá eftir þessu: konur
eiga að fá að vera konur og
heita konur, sagði blaðakon-
an Magdalena Schram.
Við erum allt
öðruvísi
Þetta minnir á gamlan og nýjan
ágreining í kvennabaráttunni um
það, hve mikill munur kynjanna
er (hinn líffræðilegi og félags-
legi). Um tíma var baráttan rekin
mjög á þeim grundvelli að munur
á körlum og konum, getu þeirra
og hæfileikum, væri minni en
samfélagið vildi vera láta. Síðar
kom bakslag í þennan skilning og
farið var að leggja sem mesta
áherslu á sérstöðu og sérkenni
kvenna. Hlutverk þeirra sem
mæðra og undirokaðra gerði það
að verkum að þær nálguðust
flesta hluti með öðrum hætti en
karlar, og þá pólitík.
Eins og menn vita er Kvenna-
listinn íslenski á þeirri línu sem '
seinna var nefnd. Þar er því mjög
haldið á lofti að sérstaða kvenna
sé svo mikil, að t.d.dugi pólitísk
hugtök á við vinstri og hægri alls
ekki til að lýsa þeirra afstöðu í
stjórnmálum. Þær hafa talað um
sína leið og sínar forsendur - en
oftar en ekki hafa þær verið
gagnrýndar fyrir óljós svör við
spurningum um það, við hvað
þær eiginlega ættu með sinni
„þriðju vídd“ í stjórnmálum.
Sigþrúður Helga Sigurbjörns-
dóttir tekur þetta mál upp í fróð-
legri grein sem birtist í Morgun-
blaðinu í fyrri viku. Hún viður-
kennir að svörin kunni að hljóma
óljóst - en segir það ekkert unda-
rlegt, þegar að því sér gáð að
Kvennalistakonur séu að ryðja
nýjar brautir. En eitt meginefni
greinarinnar er að færa rök af því
hvers vegna kvennapólitík standi
utan við mynstrið vinstri-hægri.
Vinstri og hægri
ekki til?
Nú er það svo, að í samfélögum
af okkar gerð eru línur allar
daufari en áður var - sú staðr-
eynd ætti út af fyrir sig að hjálpa
Sigþrúði Helgu að ýta frá sér
hefðbundnum skilgreiningum á
því hvað til vinstri horfir og hvað
til hægri. Engu að síður verða rök
hennar ansi losaraleg. Tökum til
dæmis þessa klausu hér:
„Ef þátttaka kvenna í form-
legum stjórnmálastofnunum og
almennum stjórnmálaumræðum
er skoðuð kemur í ljós að þær eru
mun óvirkari en karlar í umræð-
um um dæmigerð vinstri/hægri
málefni. Þetta á t.d. við um ýmis
efnahags- og tæknileg mál. Aftur
á móti eru þær virkar í félags-
legum málum, umhverfisvernd
og aðstoð við þróunarlönd svo
eitthvað sé nefnt. Það hefur sýnt
sig að skiptingin í hægri/vinstri er
mun óljósari í þeim málefnum
sem konur hafa mestan áhuga á
en dæmigerðum karlamálum".
Þetta er rangt
Það er vafalaust rétt að konur í
stjórnmálum hafa meiri áhuga á
félagsmálum en t.d. verðbólgu-
stigi. En það er beinlínis rangt að
þar með hafi þær losað sig við
hægrið ogvinstrið. Sannleikurinn
er sá, að „félagsleg mál, umhverf-
isvernd og aðstoð við þróunar-
lönd“ eru einmitt í miklu ríkari
mæli ágreiningsefni milli hægri-
flokka og vinstriflokka í samtíð-
inni en efnahagsmál - að maður
ekki tali um tæknileg mál. Tækni-
hyggjan með dýrðarsöng um
upplýsingaþjóðfélagið spannar
reyndar mestallt hið pólitíska lit-
róf. Ágreiningur um efna-
hagsmál er vissulega verulegur
milli vinstri- og hægri (deilur um
umsvif ríkisins osfrv) en hann er
minni hluti af þeim deilum en
áður fyrr, þegar menn deildu
grimmt um eignarhald á fyrir-
tækjum.
Það er hinsvegar einmitt á sviði
félagsmála, sem slagurinn hefur
einkum staðið milli vinstri og
hægri á næstliðnum árum. Það
eru vinstriflokkar sem hafa haft
frumkvæðið um öll nýmæli sem
lúta að félagslegu öryggi og fé-
lagslegri þjónustu (Kvennalista-
konur verða víst að sætta sig við
það að velferðarkerfið byrjaði
ekki með þeim). Það eru hægri-
flokkar sem hafa þybbast við,
sem hafa viljað færa félagsmálin
inn undir einkavæðingu og mark-
aðslögmál. Það eru og vinstri-
sinnar sem hafa verið frumkvöðl-
ar í umhverfishreyfingum - enda
eru kröfur Græningja af ýmsu
tagi einhver róttækasta ögrun við
ríkjandi hugmyndir um eignar-
rétt, um frelsi fyrirtækja (m.a.
frelsi til að menga umhverfið)
sem upp hafa komið síðan
stjórnleysinginn Proudhon hélt
því framn að eign væri þjófnaður.
Að eiga og vera
Tökum annað dæmi úr grein
Sigþrúðar Helgu. Hún segir að
það hlutverk kvenna að ganga
með börn, ala þau og annast leiði
til þess að með þeim skapist við-
horf sem stangist á við þau sem
ráða innan framleiðslunnar:
„Það veldur togstreitu milli
tveggja sjónarmiða. Þeirra sem
leggja höfuðáherslu á hagvöxt og
hinna sem leggja meiri áherslu á
að lifa í jafnvægi við náttúruna.
Rannsóknir hafa sýnt að karl-
menn eru meira uppteknir af
hinu fyrrnefnda og þar með lífs
„standard", en konur hinu
síðara, það er að segja lífs „inni-
haldinu“.
Staðhæfingar á borð við þessa
eru erfiðar í meðförum vegna
þess að þær eru hálfsannar. Það
er vafalaust rétt að karlmenn
hafa meir hugann við framleiðslu
og hagvöxt en konur. Þó ekki
væri nema vegna þess að þeir eru,
hvort sem mönnum líkar það bet-
ur eða verr, tiltölulega fleiri í
framleiðslugeiranum, meðan
kvennastörf eru fyrst og fremst í
þjónustugeiranum. En það er -
hvað sem almennum vísunum í
rannsóknir líður - ekki þar með
sagt að héðan sé hægt að taka
stökk yfir í þá fullyrðingu, að út
komi verulegur kynjamunur á af-
stöðu til þess hvað mönnum
finnst mikils virði í lífi sínu. Ef ég
skil Sigþrúði Helgu rétt, þá telur
hún að karlar hafi meir hugann
við að „eiga“ (við iífsstandarð-
inn, stöðutáknin ofl) en konur,
sem leggi þá meir upp úr því að
„vera“ (upp úr innihaldi lífsins,
upp úr „þeim bestu gæðum sem
ekki kosta peninga"). Hér verður
einn karlhólkur að mótmæla blátt
áfram út frá sinni óvísindalegri
reynslu: Það stenst ekki að skipta
andstæðunum eiga og vera (sem
við getum sett fram í mörgum til-
brigðum - t.d. „lífsþæginda-
græðgi“ gegn hugsjón hins
óbrotna lífs) milli karla og
kvenna þannig, að karlkynið fái
allt það í sinn hlut sem lakara er.
Hver og einn sem manneskjur
þekkir, hann horfi f kringum sig!
Rannsóknir sýna
Já, en „rannsóknir sýna“, gætu
menn sagt. Rannsóknir sýna að
konur eru svona en karlmenn
hinsegin.
Nú veit ég að sjálfsögðu ekki
hvaða rannsóknir er átt við í
þeirri grein sem nú var nefnd.
Hitt vitum við, að rannsóknir á
sviði mannfræða ýmiskonar eru
oftar en ekki umdeildar: það má
ekki miklu muna í aðferð og
spurningaskrá til að menn falli í
þá freistni að vera fremur að
„sanna það sem sanna átti“ en að
finna þann flókna sannleika, sem
er leiðinlegur við okkur og lætur
ekki undan alhæfingum.
Því er nú út í þá sálma slegið að
fyrir skemmstu ber fyrir augu
umsögn um nýlega bók eftir
bandaríska konu og félagsfræð-
ing, Cynthiu Fuchs Epstein sem
nefnist „Deceptive Dist-
inctions." Þar fjallar hún einmitt
um tvo meginstrauma í kvenna-
rannsóknum og kvennapólitík.
Annan sem lítur svo á að munur á
körlum og konum sé næsta lítill
(mínimalistar) og hinn sem vill
gera muninn sem mestan og
djúptækastan (maxímalistar).
Cynthia Fuchs Epstein, sem sjálf
er mínimalisti, segir, að milli
kvenna sem aðhyllast þessa
strauma tvo sé vaxandi og harðn-
andi ágreiningur, sem hafi að vísu
verið reynt að sópa undir teppið
um skeið, væntanlega til að kljúfa
ekki kvennabaráttuna. Og hún
nefnir það sem dæmi um átökin,
að á ým.ium sviðum kvennar-
annsókna hafi það orðið siður að
birta EKKI niðurstöður, sem
gefa til kynna lítinn sem engan
mun á körlum og konum á til-
teknum sviðum. Aftur á móti sé
gert sem mest úr þeim rannsókn-
um sem bendi til munar á kynj-
um.
Sérstaðan og
afturhvarfið
Cynthia Fuchs Epstein er ekki
að rekja þennan ágreining vegna
þess að hún vilji gefast upp fyrir
misrétti kynjanna. Hún telur
hinsvegar, að ofurþungar áhersl-
ur á að konur séu allt öðruvísi og
hugsi allt öðru vísi en karlar hafí
um margt skaðað konur að und-
anförnu. Sérstöðuhugmyndirnar
hafi m.a gert það auðveldara en
ella í þeirri efnahagskreppu, sem
lætur af sér vita með ýmsu móti
að senda konur heim aftur. Til
sinna hefðbundnu verka f hlut-
verki húsfreyju og móður. Radd-
ir af þessu tagi hafa ekki verið
áberandi í næsta umhverfi nú um
skeið og væri fróðlegt að vita
hvað íslenskir feministar hafa um
slíka túlkun að segja.
Föstudagur 28. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21