Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Blaðsíða 25
KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Fómarlömb siðmenningar Sam Neill og Meryl Streep í hlutverkum sínum sem Chamberlain hjónin með fjölmiðlana sem úlfa í kringum sig. Kona fyrir rétti (A Cry in the Dark), sýnd í Regnboganum. Bandarísk, ár- gerð 1988. Leikstjóri: Fred Scepisi. Framleiðandi: Verity Lambert. Handrit: Robcrt Caswcll og Schepisi, eftir bók Johns Brysons. Kvikmynda- taka: Roy Stevens. Tónlist: Bruce Smeaton. Aðalhlutverk: MerylStre- ep, Sam Neill, Brian James, Dorothy Alison, Bill McCluskey, Debra Lawr- ance. Fá nútíma sakamál hafa hlotið viðlíka eftirtekt og mál Chamberlain-hjónanna Lindy og Michaels í Ástralíu sem hófst í upphafi þessa áratugar. Þeim var gefið að sök að hafa myrt ný- fædda dóttur sína en skýringar þeirra á að villihundur (díngó) hafi átt þar hlut að máli um leið að engu hafðar. Málið þróaðist þannig að hjónin stóðu í stappi við réttarfarið nær allan áratug- inn og er harla ólíklegt að fjöl- skylda þeirra beri þess nokkurn tíma bætur. Réttarfarsdrama hafa notið mikilla vinsælda á hvíta tjaldinu að undanförnu svo ekki sé minnst á sjálfan imbakassann. Móðir fyrir rétti er þó alls ekki dæmigert réttarfarsdrama eins og við eigum að venjast. Auk þess að segja frá einhverju mesta hneyksli nútíma réttarfars greinir hún á nýjan og áhrifameiri hátt frá mætti almenningsálits og fjöl- miðla sem svífast einskis þegar rétta bráðin er fundin. Og Chamberlain hjónin voru svo sannarlega rétta bráðin fyrir þessa úrkynjun mannlegs samfé- lags. Þótt það hafi í raun verið ómögulegt fyrir Lindy að deyða barn sitt við þær aðstæður sem voru við Ayers klett hafði al- menningur og fjölmiðlar slíka lógík að engu. Chamberlain- pakkið var einfaldlega til alls víst, enda meðlimir í „sértrúarsöfn- Regnboginn A Cry in the Dark * * * * (Móðir fyrir rétti) Mynd um fórnarlömb náttórunnar og jatnvel enn frekar fórnarlömb mannlegs samfélags þegar þaö tekur á sig hina grimmustu mynd. Schepisi splæsir saman náttúrunni gegn almenningi og fjölmiðlum þannig aö úr verður einhver áhrifamesta kvikmynd sinnar tegundar í langan tíma. Mynd sem allir hafa gott af aö sjá. Dirty Rotten Scoundrels * * (Svikahrappar) Oft smellin og fyndin mynd um tvo for- herta svikahrappa og samskipti þeirra við kvenkynið. Dulítið gamaldags húmor sem byggir talsvert á brokkgengri frammistöðu aöalleikaranna. Hverjum öðrum en Steve Martin myndi leyfast að ofleika svona líka rosalega án þess að það komi að sök, en Mihcael Caine er sem fyrr bara í vinnunni. Manifesto * * * (Samsærið) Skemmtileg mynd frá Júgóslavanum Makavejev og góð tilbreyting frá þeirri hol- skeflu sem gengur um kvikmyndahúsin um þessar mundir. Staður og stund er rétt eftir fall austurrísk-ungverska keisaradæmis- ins og segir myndin frá tilræði í skjóli létt- leika almúgans. Sem fyrr blómstrar erótík- in hjá Makavejev, jafnvel í formi sadó- masókisma. uði“ sjöunda dags aðventista og fleira var tínt til sem þótti sanna sekt þeirra. Þessi sorgarsaga einnar venju- legrar fjölskyldu í Ástralíu verð- ur á tjaldinu að einni áhrifamestu mynd sinnar tegundar í langann tíma. Leikstjórinn Fred Schepisi er sjálfur Ástrali og gerði sínar fyrstu kvikmyndir þegar vor var í lofti þar í landi á síðasta áratug. Kvikmyndir hans fjalla nær allar um fólk sem verður samfélaginu að bráð þegar það tekur á sig sína grimmustu mynd. Og Móðir fyrir rétti fjallar einmitt öðru fremur um fólk sem varð samfélaginu að bráð. Þótt upphafið megi rekja til náttúrunnar og þá sérstaklega þær miklu andstæður sem ástr- ölsk náttúra býður upp á fór mesti hildarleikurinn fram í borg- um nútíma samfélags. Myndin byrjar á ægifögru skoti af ástralskri náttúru. Viðlíka skotum er síðan skeytt inní at- burðarrásina og þá sérstaklega þeim sem sýna borgir í miðjum óbyggðum Ástralíu, vin í eyði- mörkinni. Með þessu er byggð upp spenna milli orsaka slyssins og hins óþekkta. Þessi spenna er síðan brotin niður af almenning- sálitinu og síðan fjölmiðlunum. Náttúran hafði að þeirra mati þarna engan hlut að máli og má að vissu leyti kenna um ofurtrú Ástrala á náttúru sinni. Hinn sérstaki villihundur þar í landi, díngó, er hluti af náttúruparadís Ástralíu, rétt eins og kengúran og Ayers klettur, og er erfitt fyrir fólk þar í landi að hann geti gert slíkt voðaverk (miklu frekar trúa þeir foreldrum ungabarnsins fyrir því). Þegar upp er staðið hefur Schepisi tekist að splæsa þessa þrjá þætti saman á óviðjafnan- Married to the Mob * * (Gift mafíunni) Johnathan Demme hefur oftast hitt bet- ur í mark þótt einvalaleikaralið sé nú með í för. Oft góðar útfærslur en líður að lokum út í furðulegt sambland af frásagnarmáta teiknimynda og leikinna. Tónlist David Byrne er smellin og skemmtileg. The Naked Gun * * (Beint á ská) Stanslaus brandaraskothríð í tæpar tvær klukkustundir. Hittnin er þó misjöfn, oft er hitt i mark en líka er skotið bæði yfirog framhjá. Jafnast kannski ekki á við Air- planel en það má hlæja að vitleysunni. Babette s gæstebud * * * * (Gestaboð Babettu) Þessi gómsæta mynd Gabriels Aksels er uppgjör bókstafstrúarmanna við freistinguna og syndina. Stórgóð persónu- sköpun og veislan í lokin er ógleymanleg. Skugginn hennar Emmu * * * Besta barnamyndin í bænum er ekki siður fyrir hina fullorðnu. Skemmtileg og vel gerð mynd á mörkum fantasíu og raun- veruleika. Laugarósbíó The ‘Burbs * * (Geggjaðir grannar) Ekkert sérstök mynd í neinu tilliti en leikararnir bjarga henni fyrir horn. Tom Hanks slær ekki feilpúst frekar en fyrri dag- inn í þessari athugun hans og fleiri á væg- ast sagt ófrýnilegum nágrönnum. Torch Song Trllogy * * * (Arnold) Snjöll og einlæg mynd sem segir frá heimi hómósexúals fólks. Vel skrifuð og leikin og tekst að slá bæði á létta og hríf- legan hátt, þe. náttúra gegn al- menningi og fjölmiðlum. Tveir síðarnefndu þættirnir magna svo hvorn annan upp þannig að nátt- úran má sér lítils sem orsakavald- ur að þessu ódæði. Og ekki spillir túlkun aðal- leikaranna á erfiðum hlutverkun- um fyrir trúverðugleika myndar- innar. Sam Neill er loks orðinn að leikara og Meryl Streep hefur varla nokkurn tíma leikið betur. Hún hefur áður leikið undir stjórn Schepisis, en það var í Plenty sem er líkast til sísta mynd leikstjórans. Fröken Streep breytir sér hreinlega í Lindy Chamberlain og vefst ástralski framburðurinn ekki fyrir henni. Hafi einhver ekki kunnað við Ævintýri Miinchhausens (The Adventuresof Baron Múnchhausen), sýnd í Stjörnubíói. Leikstjóri: Terry Gilliam. Handrit: Charles McKeown, Giliiam. Kvikmyndataka: Giuseppe Rotunno. Aðalhlutverk: John Neville, Eric Idle, Sarah Polley, Oliver Reed, Uma Thurman, Jonathan Pryce, Ro- bin Williams. Eftir að Monty Python- hópurinn óborganlegi leystist upp hafa meðlimir hópsins haldið ótrauðir áfram á svipaðri braut í gerð gaman- og skemmtimynda. Síðast sáum við Fiskinn Wanda með þeim John Cleese og Micha- el Palin sem báðir voru í téðum hópi en aðrir jafnvel haldið hóp- inn enn betur. Það var því mikið gleðiefni þegar fréttist að Terry Gilliam ætlaði að gera mynd eftir ævintýr- um eins mesta lygara sögunnar, andi strengi án þess að falla í gryfju væmninnar. Sagan af hommanum Arnold er eitt vitsmunalegasta og besta sem bíóin bjóða upp á um þessar mundir. Fletch Lives * * (Fletch lifir) Mynd fyrir aðdáendur Chevy Chase en þeim sem ekki líkar kappinn ættu að sitja heima. Fletch er á köflum mjög fyndin en sum atriðin eru gjörsamlega mislukkuð. Fyrri myndin var betri. Bíóhöllin Licence to Kill * * * (Leyfið afturkaliað) Ein besta Bond-myndin I langan tíma. Dalton er 007 holdi klæddur og spannar allt frá hörkutóli í sjentilmann. Broccoli hefur hrist, en ekki hrært, upp í Bond-ímyndinni með góðum árangri. Her Alibi * * (Með allt í lagi) Hreint ágætis skemmtun þarsem klaufinn Tom Selleck líkir eftir Cary Grant hér á árum áður. Vel er fléttað á milli hinnar raunverulegu sögu og skáldskaps rithöf- undarins en atriðin með Rúmenum og þar með talið lokaatriðið heldur hugmynda- snauð. Poiice Academy 6 0 (Lögregluskólinn 6) Hvernig er hægt að ætlast til þess að fólk hlæi að sömu fúlu bröndurunum ár ettir ár? Þessi sjötta mynd í röðinni um lögreglu- skólann er slakari en þær síðustu þar á undan og er þá mikið sagt. Cocoon, the Return * (Undrasteinnlnn 2) Afskaplega ómerkilegt og misheppnað framhald sem gerir ekkert nema að Streep sem leikkonu er líklegt að sá hinn sami taki það til baka eftir að hafa séð hana sem móðuríyrir baróninum Karl Friedrich Hier- onymus af Munchhausen. Allir þekkja óendanlegt hugmynda- flug Gilliams frá því úr Monty Python og er ekki að undra að það fari vel við hinar miklu ýkju- sögur R. E. Raspe af svaðilförum Munchhausens. Myndin er líka í stuttu máli sagt ekta ævintýramynd eins og þær eiga að vera. Engar nútíma leysigeislabyssur og stjörnustríð eins og þeir gera í Hollívúdd heldur ósvikin gamaldags fantas- ía, sem þó er gerð með bestu nú- tíma tæknibrellum sem völ er á. Hún sver sig að nokkru leyti í ætt við Time Bandits sem Gilliam gerði árið 1981 en Tímabandít- arnir voru þó varla jafn hug- myndaríkir og Munchhausen barón. skemma fyrir fyrri myndinni. Reynir að vera enn fjörugri og enn tilfinningaríkari en sú fyrri en er bara tilgerðarieg og væmin. Frá- sagnaraðferðin fer öll út um þúfur og fyrir vikið eru sömu leikarar og I frummyndinni ekki með á nótunum. Tree Fugitives * * (Þrjú á flótta) Ágætis gamanmynd á meðan plottið virkar en dettur niður þess á milli. Marfin Shorl er aðal aðhlátursefnið sem mis- heppnaöasti bankaræningi kvikmyndanna I allt of stórum frakka. A Fish Called Wanda * * * (Fiskurinn Wanda) Nánast fullkomin gamanmynd. Hárfínn húmor i skotheldu handriti og gamlinginn Crichton stýrir af mikilli fimi. Erfitt að gera upp á milli aðalleikaranna sem eru hver öðrum betri. Betri skemmtun er vandfund- in. Bíóborgin Spellbinder * (A hættuslóðum) Ekki alvond hryllingsmynd en byggir um of á sömu atriðum og sambærilegar B- myndir. Allt vel þekkt og ofnotað: djöflatrú og yfirnáttúrulegir hlutir með tilheyrandi tæknibrellum og óvæntum endalokum. Crossing Delancey * * (t karlaleit) Þarna rekast á menntasnobb og fordóm- ar, karlremba og heiðarleiki i snoturri lýs- ingu á lífi ólíkra gyðinga í New York. Heiðarleg og einlæg mynd, en þó engar stórfréttir. Dangerous Liaisons * * * (Hættuleg sambönd) Þrungin, en jafnframt hrífandi tragi- kómidía þar sem allir eru táldregnir. Frá- rétti. Mynd sem allir hafa gott af að sjá, sérstaklega hún Gróa gamla á Leiti. í myndinni stendur baróninn í stríði við Tyrkjasoldán en sögu- þráðurinn sem slíkur skiptir ekki höfuðmáli. Til hjálpar hefur hann fjóra þjóna sem allir eru gæddir einstökum hæfileikum og fer Eric Idle þar á kostum sem hlaupagikkurinn. Á hinum fjöl- breyttu viðkomustöðum sínum fá aðrir leikarar að njóta sín til fullnustu ss. Robin Williams, Oli- ver Reed, Johnathan Pryce og hina ægifagra Uma Thurman. En það sem mestu skiptir er að hér er á ferðinni ósvikið ævintýri, jafnt fyrir yngstu kynslóðina sem kvikmyndafríkin. Fáránleikinn í fantasíunni er ávallt til staðar og því eru hin ýmsu atvik ekki tekin alvarlega. Mynd fyrir alla aldurs- hópa, en umfram allt fyrir fólk með ríkt hugmyndaflug. bær leikur ber myndina uppi, sérstaklega Malkovich og Close sem hástéttarpakkið sjálfselska. Mynd fyrir rómantíkera en endirinn er í hróplegu ósamræmi við þjóð- félagsástandið á þessum tíma. Rain Man * * * (Regnmaðurinn) Regnmannsins verður minnst fyrir ein- stakan leik Hoffmanns í hlutverki einhverfa ofvitans fremur en sem góðrar kvikmynd- ar. Óskar tyrir handrit og leikstjórn fremur vafasamur og Barry Levinson hefur áöur stýrt betur. Hðskólabíó Stjörnubíó Baron Miinchhausen * * * (Ævintýri Munchhausen) Ævintýri barónsins af Munchhausen eftir lygasögum R. E. Raspe gætu varla fengið betri meöferð en hjá fyrrum Monty Python fólkinu undir stjórn Terry Gilliam. Sannkölluð fantasía sem allir geta haft gaman af, jafnt ungviðið sem kvikmynda- frikin. Svona eiga ævintýri að vera. My Stepmother is an Aiien * * (Stjúpa mín geimveran) Enn ein útfærslan af E.T. þarsem geimvera í kvenmannsmynd kemur til jarð- ar f ákveðnum tilgangi. Slær á létta strengi með mörgum smellnum atriðum en verður að lokum mjög hugmyndasnauð, eins og flestar visindaskáldsögur nútímans gera því miður. Ágætlega leikin og Aykroyd og Basinger mynda skondið par. Kristnihald undir jökli * * * Góð, og athyglisverð mynd á islenskan mælikvarða sem unnin er af fagmennsku. Kristnihaldið er skemmtileg og fersk á að horfa en ber full mikla virðingu fyrir texta Nóbelsskáldsins. Lygasögu líkast Föstudagur 28. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.