Þjóðviljinn - 25.08.1989, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Qupperneq 15
ast yfir þau þver og endilöng, þá sér maður dýragarðinn betur. Annars getur maður bara farið til New York, þar er gott úrval. Svo lendir maður oft í fólki sem ætlar að gleypa mann. En Bandaríkja- menn eru líka mjög sérstakir. Peir trúa því ekki að við séum í þessu bara af því að okkur finnst þetta gaman og að við höfum ekki planað allt langt fram í tím- ann. Þeir spyrja mjög oft: „How do you get going, how do you get að record deal“ og bla, bla, bla. Þeir fatta ekki að þetta hefur bara gerst svona eðlilega hjá okkur, af því við þekktum þennan mann og hinn manninn og svo gekk þetta bara svona fyrir sig. Leynitromp á hendi? Þeir eiga mjög erfitt með að trúa að þetta sé ekki allt planað. Að við höfum ekki verið að vinna að þessu statt og stöðugt skref fram að skerfi í 10 ár. En einmitt vegna þess að við erum íslending- ar og erum ekki að kaupa okkur sjálflýsandi búninga og vera útúr rugluð í viðtölum, gerum ekki mikið úr okkar drykkju eða eitthvað slíkt, til að pumpa upp pressuna, fáum við athygli. Það er nóg til að þeim finnist við mjög fríkuð. Þetta er svona aftur á bak keyrsla sem þeim finnst mjög spennandi. Sykurmolarnir virðast vekja athygli hjá þessu bransafólki fyrir að vera antibransafólk. Þá heldur það að við eigum eitthvað í poka- horninu, séum með eitthvert tromp á hendi. Það er óskaplega fyndið að sjá þetta. Við höfum gefið okkur út fyrir að vera það sem við erum, þaðan sem við erum og þau sem við erum og það þykir þeim fríkað. Hvaða tónlist hlustar þú á sjálf- ur þegar þú ert einn með sjálfum þér? Það er allur andskotinn. Ég fylgist ekkert sérstaklega með þessum popp-rokk greira. Ég keypti nýju B 52‘s plötuna um daginn. Mér finnst hún helvíti góð og var mjög ánægður með hana. Annars finnst mér margt af því sem er að gerast í þessum geira ekki mjög spennandi. Nene Cherry er ágæt. Ég er miklu hrifnari af stelpuröppurunum en strákaröppurunum, hef svolítið verið að dufla við það. Björk er alveg á kafi í þessu og hefur verið að henda í mann því besta úr rappinu og hipphoppinu. Ég hef pælt dálftið í „heimstónlistinni" og safnað þeirri tónlist. í út- löndum fer ég yfirleitt í þá deild í plötuverslunum, þar getur maður alltaf fundið eitthvað þó maður hafi gleymt að skrifa lista kvöldið áður. Svo pikka ég alltaf eitthvað upp úr klassísku deildinni. Þetta er svona hálf undarlegur hræri- grautur af öllum skrattanum. En þegar maður er að vinna í tónlist allan daginn er maður ekkert liggjandi yfir henni heima hjá sér. Ég er þó farinn að hlusta meira á Sigtryggur Baldursson. Mynd: Kristinn. klassíska tónlist, hún er mjög góð á heimilum. Það er kannski lýs- andi fyrir mig að minn tónlist- arsmekkur er út um allt. Skapið ræður því hvað ég hlusta á. Það er hægt að fá svo margt út úr tónlist. Set Bryan Ferry oft á fóninn þeg- ar ég er að ryksuga og skrúfa hann í botn. Ramons á háum styrk eru líka góð ryksugutónlist. En það er nú gott rokk og ról. Hipphoppið er líka gott í skúring- arnar, maður getur dansað við kústinn. Klassíkin sækir síðan á undir kvöldið. Sykurmolarnir gætu enst Sérðu þig og Sykurmolana í vegavinnu og stúdíóvinnu í langri framtíð? Nei, ekki langri framtíð. Ég held að flest okkar hljóti að gæla við þann draum að koma okkur upp fyrirtæki sem við getum unn- ið að og notað sem ruslakistu, eða til að koma frá okkur hinu og þessu sem annars myndi fara í ruslið, bæði frá sjálfum okkur og öðrum. Það er draumurinn. Sykurmolarnir gætu þess vegna enst í nokkur ár. Það fer alveg eftir því hvernig hlutirnir þróast. Ég held að ekkert okkar hafi sérstök plön fyrir bandið. Mottóið hefur verið frá upphafi, að láta þetta bara þróast og það er nákvæmlega það sem hefur gerst. Vegavinna og upptökur er það eina sem við höfum reynt að skipuleggja u.þ.b. ár fram í tím- ann. Núna verðum við að vinna á fullu í allan vetur í vegavinnunni og platan kemur út á afmælisdag- inn minn, 2. október. Hana þarf að kynna. Maður er í akkorði, er að búa til eitthvað. Ég held að við getum öll orðið sammála um, að við ætl- um okkur að verða rík, alveg flennirík og gera svo eitthvað skemmtilegt við peningana. Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá og svo framvegis. Og þó, ég held við höfum öll ákveðnar hugmyndir um það hvað við ætlum að gera við þessa peninga. Hvað ætlar þú að gera við þá? Það er leyndarmál. Eitthvað af þeim verður notað í fyrirtækið. Þið sjáið þá meiri framtíð í Smekkleysu en Sykurmolunum? Sykurmolarnir voru bara hljómsveit sem var stofnuð af því Smekkleysu vantaði vont popp- band. Þannig lítum við eiginlega á það enn. Að lokum Sigtryggur, hvers vegna heitir nýja platan „Here To Day, Tomorrow Next Week“? Þegar við vorum í Sovétríkjun- um biðum við óskaplega mikið. Skrifræðið er enn íturvaxið á þeim bæ. Það tekur Glasnostið langan tíma að sigrast á því. Og ég veit ekki hvort Glasnostið á yfirleitt eftir að koma í veg fyrir að kerfið verði svona seinvirkt, en seinvirkara en andskotinn er það. Þannig að það fór mikill tími í að bíða og það þykir mjög eðli- legt í Sovétríkjunum. „Now we wait here,“ var sagt og svo var beðið og svo var beðið og svo var beðið. Við þurftum náttúrlega að reyna að skemmta okkur á meðan öll þessi bið fór fram. Þannig að við vorum alltaf að reyna að finna nafn á plötuna. Á endanum vitnaði elskan hann Þór í barnaþætti sem veita honum mikla gleði. Þeir heita „Wind In The Willows" (Þýtur í laufi), breskir bamaþættir. Froskurinn er alltaf með upps- kafningshátt og er mjög skemmtilegur. Einu sinni verður hann sér úti um nýjan sportbíl. Svo sest hann upp í sportbílinn og æpir á félagana: „Here To Day, Tomorrow Next Week“, og er fokinn, hann var svo mikið að flýta sér. Viðtalið við Sigtrygg byrjaði í garðinum við Hressó. Greinilega fýúgir því mikið annríki að vera Sykurmoli, því síðasti hluti við- talsins fór fram á göngu í Austur- stræti. Að því loknu var Sigtrygg- ur þotinn og gott ef ég heyrði hann ekki hrópa úr fjarska: „Hér í dag, á morgun næsta vika.“ -hmp Föstudagur 25. ágúst 1989 ?NÝTT HELGARBL.AÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.