Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Blaðsíða 21
Einu sinni fyrir allmörgum árum rak áfjörur mínar hand- rit aö skáldsögu, sem átti að gerast á íslandi, og þótt höf- undurinn hefði komiðtil lands- ins áður en hann hóf bók- menntasköpun sína til að hafa alla staðhætti og annað á hreinu, var ég beðinn um að lesa textann vandlega yfirtil að benda á, ef einhverjar villur kynnu að hafa slæðst inn í verkið, þráttfyrirvettvangs- könnunina. Má nærri geta, að ég las skáldsöguna af lifandi áhuga og gaumgæfni. Sagan sagði frá Stratis Mavro- matis nokkrum, sem var herflug- maður í Keflavík og af grískum uppruna, eins og nafnið gefur til kynna. Hann er í tygjum við hina ljóshærðu Ingrid, sem er lyfja- fræðingur í Reykjavík og rekur apótek við Tjörnina sem hefur verið í eigu fjölskyldu manns hennar í marga ættliði. Sjálfur er eiginmaðurinn, Steinar Streslu- son að nafni, þingmaður Alþýðu- bandalagsins fyrir Seyðisfjörð og skiptir sér ekki af daglegum rekstri apóteksins, enda er hann á tíðum ferðalögum og ekki við eina fjölina felldur. Þau Stratis og Ingrid eiga ástafundi í helli við sjóinn rétt hjá Grindavík og hafa þar öruggt næði, því til að komast að hellinum þarf að fara yfir lífs- hættulegar mýrar fullar af frosk- um eftir leynistíg sem þau ein þekkja: ef einhver ókunnugur reynir að þræða þessa leið sekkur hann í bólakaf og kemur ekki upp eftir það. Einu sinni sem oftar Iætur Ing- rid ekki sjá sig á stefnumótinu og kemst Stratis þá í svo mikinn hug- aræsing, að hann dembir sér í sjó- inn og syndir góðan spöl. Allt í einu sér hann eitthvert flykki framundan og verður stjarfur af skelfingu: þetta er nefnilega há- hyrningur og hann veit að há- hyrningar eru hin ægilegustu og mannskæðustu dýr, margfalt verri en verstu hákarlar. Tennur dýrsins gína yfir honum og hann heldur að sín hinsta stund sé runnin upp. En svo undarlega ber við, að háhyrningurinn leggur ekki til atlögu, heldur hindrar herflugmanninn aðeins í að synda áfram. Þá finnur Stratis að sjór- inn fer að hitna og hann skilur strax hvað er að gerast: neðan- sjávarhver er sem sé farinn að gjósa þarna í grenndinni. Þaö rennur einnig upp fyrir honum, að hefði háhyrningurinn ekki stöðvað hann, hefði hann verið kominn beint út í hverinn þegar gosið hófst og brunnið til bana í sjóðandi sjónum. Þannig hafði illhvelið bjargað lífi hans. Stratis syndir til lands og klæðir sig, en kemst svo að því að skemmdar- verk hafði verið unnið á bifreið hans. Farið er að rannsaka málið. Stratis verður mikið um þessa atburði, og hann veltir því fyrir sér hvort þetta geti verið satt eða hvort þetta séu ekki ofskynjanir og ímyndanir. Hegðun hans fer að verða undarleg. Til að bæta fyrir það hvað hún hafði oft látið Stratis grípa í tómt í hellinum býður Ingrid honum heim í íbúð sína, sem er fyrir ofan apótekið, meðan maður hennar, Steinar Stresluson, er á kjördæmisfundi á Seyðisfirði. Hún klæðir hann úr öllu saman og leggur hann upp í bólið, og fer síðan að örva hann til dáða með hinni stökustu ásta- tækni. En skyndilega verður Stratis litið framan í konuna og sér þá að hún er með opinn munninn: hvítar tennurnar minna hann á háhymingsginið. Þá nótt reis Stratis Mavromatis ekki hold. HUGVEKJA E.M.J. HUGVEKJA um verand Hér verður söguþráður þessa einstaka bókmenntaverks ekki rakinn lengra, enda lítill greiði við þá sem kynnu að vilja þýða það á tungu Egils og Snorra. En af tillitssemi við lesendur, sem eru kannske að springa af forvitni þegar hér er komið sögu er samt rétt að geta þess, að til æsilegra atburða dregur á þessari eldfjall- aeyju í Norðurhöfum, þar sem íbúar Reykjavíkur horfa á Heklu úr miðbænum í miðnætursólinni í ágúst til að létta sér upp eftir sex mánaða svartnættið yfir veturinn meðan froskarnir kvaka hástöf- um af kæti: minnir mig að ekki hafi verið laust við að yfirmenn Bandaríkjahers færu að gmna Stratis um njósnir í þágu Sovét- ríkjanna að undirlagi Alþýðu- bandalagsins á Seyðisfirði og létu sér detta í hug að háhymingurinn hjálpfúsi væri í rauninni enginn háhyrningur heldur stálvæddur kafbátur frá Kóla-skaga kominn til að sækja hernaðarleyndarmál- in. Hvers konar athugasemdir ætti nú vandvirkur yfirlesari með góðan vilja að gera við þá mynd sem hér er dregin upp af staðhátt- um og atburðum á skerinu? Ég man, að ég var nokkuð áhyggju- fullur og hugleiddi gaumgæfilega hvaða ónákvæmni kynni að hafa slæðst þarna inn í lýsingarnar, og minnir mig að ég hafi að lokum veitt rithöfundinum nokkrar ábendingar um íslensk manna- nöfn og sitthvað af því tagi og sagt honum að froskar héldu sig ekki í miklum mæli í nágrenni Grinda- víkur. Með þessum leiðréttingum mun skáldsagan svo hafa komið út á sínum tíma, en af við- brögðum lesenda og gagnrýn- enda hafði ég engar spurnir. En því er ekki að leyna, að síð- an þetta gerðist hef ég stundum efast um að það hafi yfirleitt verið réttmætt af mér að bera fram ein- hverjar athugasemdir við einstök atriði í verkinu, þrátt fyrir beiðnina: var skáldsagan í raun- inni ekki betri eins og hún kom fyrir af skepnunni með Steinari Streslusyni og öllum froskunum fremst á sögusviðinu, var hún ekki miklu ljóðrænni og jafn- framt svipmeiri, - og sannari líka, þegar öllu er á botninn hvolft? Nú getur verið að ýmsir ná- kvæmir og þjóðlega sinnaðir les- endur fari að hnykla brýnnar: kannist þeir ekki fyllilega við heimaslóðir sínar í þessari lýsingu og telji því réttmætt að hnika til einu og öðru svo myndin af þeim verði í betra samræmi við þeirra eigin reynslu. En raunsæi í stað- háttalýsingum er næsta flókið mál og margþætt, og er ein merk- asta reynslan af því að fara um landið þvert og endilangt með er- lenda túrhesta einmitt sú að kynnast því hvað hægt er að sjá sömu hlutina frá mörgum ólíkum sjónarhornum, þannig að erfitt getur verið að átta sig á því að um sömu fyrirbærin sé að ræða, - svo framandleg geta þau orðið. Það þykir t.d. ýmsum kynlegt að sjá hvað franskar konur geta komist í mikinn og bráðan hugaræsing við það eitt að berja augum hvíta rollu með svart lamb í eftirdragi. Nú hafa íslenskar bóndadætur haft þessa sömu sýn fyrir augum í ellefu hundruð ár án þess að hún hafi komið þeim í nokkurt sér- stakt uppnám svo vitað sé, og má af þessu draga þá ályktun að þarna hafi frönsku konurnar komið auga á alveg nýja hlið eða jafnvel nýja vídd á íslenskum landbúnaði sem öðrum hafði ver- ið gersamlega hulin. f sjálfu sér er hlutrænn veru- leiki eins konar síbreytileg og ið- andi samfella, sem menn reyna að koma einhverju skipulagi á og gæða merkingu með því að draga ýmislegar markalínur og setja orð yfir þær deildir sem þannig eru myndaðar, flokka þeirra og afstöðu innbyrðis. Þannig er t.d. litrófið ein samfella, sem skipt er niður í einstaka liti með því að setja línur á vissum stöðum. Nú geta menn ekki skynjað veru- leikann nema í gegnum þessa „grind“ orðanna og hún er mis- munandi eftir tungumálum: lit- rófinu getur t.d. verið skipt á mjög mismunandi hátt eftir mál- um og benda tilraunir til þess að hæfileiki manna til að greina á milli lita og muna þá fari eftir því hvemig litrófinu er skipt í tungu- máli þeirra, hvort til em aðgreind nöfn yfir þá liti eða ekki. „Orða- grindin“ fylgir sínum eigin lög- málum, sem em breytileg, en þar sem hún er mannlegt fyrirbæri tengist hún svo líka tilfinningum manna og tilfinningalegri af- stöðu. Til slíkra fyrirbæra heyra einnig væntingar um það sem kann að gerast í hinni síbreytilegu hlutrænu verand, þ.e.a.s. túlkun manna á verðandi hlutanna og þeim möguleikum sem í henni felast og kunna að verða að vem- leika. Lítill vafi leikur á því að hægt væri að skýra þau sérlega kitlandi áhrif sem svartlembdar ær hafa á franskar dömur með því að gaumgæfa hvaða hlutverk víxl- verkun og samfarir litanna hafa í túlkun Frakka á vemndinni, - eða er þetta allt saman ekki luce clarius, deginum ljósara? En það sem skiptir kannske mestu máli er þó ekki skýring einstakra at- riða, heldur sá sérstaki heimur sem birtist í hverri túlkun manna á hinni hlutrænu verund. Þannig er óneitanlega athyglisvert fyrir íslendinga að hugleiða þá mynd, sem höfundur ofangreindrar skáldsögu gaf af landi þeirra eftir rækilega vettvangskönnun. Öll atriðin eru þmngin merkingu, og nægir að nefna tvö dæmi. Vera má að ýmsum komi Steinar Stresluson alþingismaður frá Seyðisfirði undarlega fyrir sjónir með sitt sérkennilega móður- nafn, en í raun og veru er „Stress- Ia“ (svo eitt stafsetningaratriði sé leiðrétt) fallegt og rammís- lenskt nafn og vel viðeigandi fyrir þingmannsmóður, og þekki ég reyndar margar íslenskar konur sem gætu borið þetta nafn með sóma, þótt ég flíki þeirri skoðun ekki mikið á þeim vinnustöðum þar sem ég ven komur mínar. Sýnir þetta nafn að höfundurinn (sem var reyndar af grískum upp- mna) hafði næma tilfinningu fyrir möguleikum tungunnar til að túlka veruleikann. Ef vel er að gáð er froska- gengið við Grindavík mjög rök- rétt í víðara samhengi. Hver hefði t.d. trúað því fyrir áttatíu ámm að landið ætti eftir að fyllast af minki? Þegar loðdýraræktin er komin í strand, er ekki nema eðli- legt að reynt verði að finna nýjar aukabúgreinar til að efla land- búnaðinn, og er sérfræðingunum með sitt frjóa hugarflug meir en trúandi til þess að láta bændur hefja framleiðslu á froskalæmm, sem em ljúffengur réttur og rán- dýr. Það er öllu ólíklegra að mör- löndum takist að hanna frosk- heldar girðingar. Þannig er heildarmyndin í skáldsögunni nýstárleg en þó raunsönn lýsing á íslenskum vemleika og þeim margvíslegu víddum sem í honum felast og Is- lendingar hafa ekki komið auga á sjálfir. Mætti kenna þessa túlkun við það sem nefnt hefur verið „kjarnsæi". Þar sem túlkun ís- lenskra rithöfunda á veraleikan- um sem þeir sitja blýfastir í hefur gjaman verið þunglamaleg og einhæf og þrætt einhverjar þröngar raunsæisbrautir gætu þeir margt af slíkum efnistökum lært. e.m.j. Föstudagur 25. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.