Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 10
Innlendur annáll Ólafur Pétursson myndlistarmaður mun hjálpa Þjóðviljalesendum að hressa upp á minnið þegar litið er til baka yfir árið 1989. í Óálitum sínum hefur Ólafur spéspeglað flesta stóratburði liðins árs. Herinn á Miðnesheiði var mikið í sviðsljósinu í vor og fyrri hluta sumars. Bandarísk hernaðaryfirvöld ákváðu miklar heræfingar innan og utan vallar og ákváðu að æfingarnar hæfust á sjálfan þjóðhátíð- ardaginn, 17. júní. Þjóðinni ofbauð þessi hugulsemi, hvar í flokki sem menn voru staddir, og vegna mótmælaraddanna frestuðu Bandaríkjamenn æfingunum um nokkra daga. Á sjálfan þjóðhátíðar- daginn skáru drukknir hermenn svo niður 24 þjóðfána, flesta íslenska en einnig þjóðfána annarra þjóða. Þeir voru gripnir glóðvolgir. [ haust réðst svo flokkur hermanna að íslenskum flugvirkjum, sem voru að vinna við flugvél Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Jóhannes Páll II páfi kom í heimsókn til (slands 3. júní og var mikið fjölmiðlafár í kringum heimsókn- ina. Stóð heimsóknin í sólarhring og var hápunktur hennar samkirkjuleg messa að Þingvöllum, en auk þess messaði páfinn á Landakotstúni. Albert Guðmundsson fór í pólitíska útlegð til Frakklands í vor. Þariók hann við sendiherrastarfi. í kjölfar brottfararinnar klofnaði Borgaraflokkurinn. Þeir Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson kjölfar brottfararinnar klofnaði Borgaraflokkurinn stofnuðu FH, Frjálslynda hægrimenn. í og Hreggviður Jónsson ÞE5$I STRAKUR HOTÍR, ÓLt. ÞAÐ ERBANHAÍl AÐ STRtBA HONUM. HANH KANN EKKi A£) LE5A, EN MD/OLUM OLL AE> HjÁLPA HONUM AÐ LÆRA At> LESA 0(, SSIÚA. ÞAÐ SEM HANN LES- ■ BHMR-félagar fóru í verkfall sl. vor sem stóð í sex vikur. Mikil hark, hljóp í átökin og reyndi verkfallið mjög á þolrifin íAlþýðubandalaginu, því formaður flokksins sat öðri megin borösins en margir þeirra sem voru virkastir í verkfallinu eru félagar í Alþýðubandalaginu. Vei fallið bitnaði á ýmissi starfsemi hins opinbera en þó verst á skólastarfinu. Mánudaginn 20. júní var fjölda fyrirtækja um allt land lokað vegna vangoldins söluskatts. Rama- kvein heyrðist frá mörgum fyrirtækjum þegar rauðu innsiglin blöstu við þeim á dyrunum um morguninn en almenningur kunni vel að meta þessa aðgerð. Ríkisstjórn Steingríms Hérmannssonar var stokkuð upp í byrjun september þegar Borgaraflokkur- inn gekk til liðs við stjórnina. Lengi vel var óvíst hvaða ráðuneyti borgarar fengju en niðurstaðan varð sú að Óli Þ. Guðbjartsson var gerður að dómsmálaráðherra og Jólíus Sólnes að ráðherra Hagstofu, auk þess sem hann átti að fá væntanlegt umhverfismálaráðuneyti um áramótjn. Ljóst er nú að lögum um umhverfismálaráðuneyti mun seinka eitthvað fram á nýtt ár. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 30. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.