Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 21
HELGARMEPl Kvennakúgun Þjóðlcikhús sýnir á stóra sviðinu: Heimili Vernhörðu Alba eftir Fcderico Garcia Lorca. Þýðing: Guðbcrgur Bergsson. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Leikmynd: Þórunn Sigriður Þor- grímsdóttir. Búningar: Sigríður Guðjónsdóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Tónlist: Hjálmar R. Ragnars. Leikendur: Kristbjörg Kjeld, Bríet Héðinsdóttir, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Guðrún Gísladóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Helga Jónsdóttir, Sigrún Waage, Herdís Þorvalds- dóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Þóra Friðriksdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Margrét Guðmunds- dóttir og fleiri. Frumsýning Þjóðleikhússins á annan í jólum var gleðilegur áfangi fyrir starfsmenn hússins á þessu leikári. Hér gaf að líta heildstæða sýningu, prýðilega leikna, glæsilega í myndbygg- ingu, djarfa í túlkun, ríka af kost- um, þótt ekki tækist til fulls að bera leikrit Lorca fram til sigurs eins og vonir stóðu til. En mestu skipti vel unnið verk í öllum deildum, ný sönnun þess að Þjóðleikhúsið er ekki ofurselt örlögum sem virðast búin húsinu fyrir gáleysi og stefnuskort þeirra sem stýra þar og bera á því ábyrgð gagnvart þjóð, þingi og listinni. Nú á dögum og áður ffyrr Leikrit Lorca hafa átt greiðari aðgang á íslensk leiksvið á seinni árum en verk margra annarra meistara leikbókmenntanna á þessari öld. Ekki verður neitað mikilvægi þeirra í sögu róman- skra leikbókmennta, en ljóðræn fegurð þeirra þýðist misjafiilega á aðrar tungur og er ævinlega bundin skynjun spænskra lífs- hátta. Tilraunir í sýningum Þjóðleik- hússins, Yermu fyrir tveim árum og nú á Verhörðu, undir stjórn tveggja ólíkra leikstjóra hafa vissulega leitast við að hefja texta skáldsins á víðfeðmara svið. Rétt eins og Þórhildur Þorleifsdóttir sprengdi ramma verksins og gaf því mynd skrautsýningar með tónlist og söng, þá freistast María Kristjánsdóttir til að gefa verkinu víðari skírskotun, tengja það tveim tímum, ritunartímanum sem vart verður umflúinn og nú- inu. Örlagasaga Lorca af móður- veldi sem þegið hefur í arf harð- stjórn karlveldis kann að eiga sér samsvaranir í rómönskum lönd- um okkar daga, kann jafnvel að hafa ígildi dæmisögu fyrir okkar tíma, en þarf að yngja hana upp í ytri einkennum, leikmunum, búningum, svipmóti öllu? Veikir það ekki gildi hennar, truflar skilning og skynjun áhorfanda? Sú leið sem María og samstarfs- konur hennar velja kann að vera réttlætanleg, en ég hygg að hún hafi þrátt fyrir alla kosti veikt PÁLL BALDVIN BALDVINSSON sýninguna, jafnvel í stökum til- vikum veikt túlkun í einstaka at- riðum, tvístrað skilningi og rofið annars jafnan og þokkafullan leik. Leikmynd, búningar og hljómlist Þórunn hefur búið þessari sýn- ingu glæsilega leikmynd í sínum stfl. Rýmisnýting nýstárleg, litir dramatískir, myndin öll form- fögur á að sjá. Hún er að auki prýðilega nýtileg í öllum að- göngum, ljómandi fallega lýst hjá Ásmundi, og vel við hæfi sem umgjörð um fallega samstilltan hóp leikkvenna. Sigríður hefur valið hópnum búninga og tekist það bærilega, en sökum tilraunar Maríu um tengingu tveggja tíma, virðast búningarnir nokkuð ósamstæðir. En hér er úr vöndu að ráða og kann önnur leið í sviðsetningu að hafa verið heilladrýgri með það að markmiði að skapa heim okk- ur nálægan: stílfærsla búninga, leikmyndar og tónlistar, fullkomin rof við spænskan veru- leika textans, annar heimur hvorki fom né nýr þar sem ein- ungis skáldskapurinn ríkti. Hjálmar fylgir í tónsköpun sinni hefðum spænskrar tónlistar og semur í leikinn nokkur spenn- andi stef sem em prýðilega leikin. en alltaf finnst mér tónlist í hljóðkerfi Þjóðleikhússins dumb og óhrein. Kvennaráð Leikhópurinn er húsinu til sóma. Fyrsta skal nefna Bríeti Héðinsdóttur í hlutverki Pontíu en hún stendur upp úr hópnum, bæði er hún í leiðandi hlutverki og líka gefur leikstjóri henni mikið vald í fyrri hluta verksins. Einkum kemur ofurvald hennar á sviðinu niður á Kristbjörgu í hlut- verki Vemhörðu sem sveigist inn á brautir harðneskju og valdboðs án þess nokkum tíma komi brot í hennar hörðu skurn. Sú túlkun var nokkuð fyrir- segjanleg ef litið er yfir feril Kristbjargar seinni árin og læsir persónuna inni í kima og tak- markar um leið skilnings- möguleika áhorfandans á eðli þess móðurveldis sem leiðist út í einræði, lyndiseinkunn persón- unnar í hlutverki harðstjóra. Ekki skaðar þessi tilhögun sýn- inguna, en fyrir bragðið víkur áherslan frá Vemhörðu á dæt- umar, frá kúgaranum á hinn kúg- aða. Þar gat líka að líta fjóra ljómandi performansa hjá Helgu, Ragnheiði, Guðrúnu og Tinnu. Helga ljómandi skýr í tepruskap sínum og piparstandi, Ragnheiður móð í beiskju sinni og bælingu, Guðrún aumkunar- verð og baneitruð í senn, Tinna full þræls- og trúarótta. Þessi kvartett er raunar kjölfestan í sterkum heildarsvip sýningarinn- ar og þeim fjóram til mikils sóma. Sigrún Waage er að hluta fómar- lamb þeirrar leiðar sem María velur sýningunni og í gelgjulegri uppreisn yngstu dóttur Vem- hörðu verður misræmi hins gamla Tinna Gunnlaugsdóttir og Guðrún Gísladaóttir í hlutverkum sínum í Húsi Vernhörðu Alba. og nýja veikast. Sigrún er frökk í ást sinni, kaldlynd í ástarbrima sínum, líkust unglingi nútímans enda klædd þannig þegar hún kastar sorgarklæðunum, tæpast nógu bæld fyrir forsendur leiksins í upphafi enda líður yfir breyting- ar á högum hennar hljóðlega. Af þeim sökum tapast þokki persón- unnar og samúðin sem skáldið óneitanlega hefur með þessu fómarlambi hefðar og harðýðgi. Og um leið veikist seinni hluti verksins mikið og dregur úr há- punkti átakanna í leikslok. Þá eru ónefndar til sögunnar Jórann Sigurðardóttir, þjónustan á heimilinu og Herdís Þorvalds- dóttir, móðir Vernhörðu. Jórann gengur hispurslaust til verks og leikur á nokkuð öðram nótum en aðrir í sýningunni. Hún er laus við svip heimilisins, nær prýði- lega saman við Pontíu í upphafs- atriðinu, en tilheyrir eftir það öðram heimi, blátt áfram og eðli- Ieg, þótt það væri sjaldan nægi- lega rammað inn í viðbrögðum annarra persóna, lágstéttarhatri þeirra og fyrirlitningu. Á sama hátt féll Herdís ekki fyllilega saman við heildina, sem amman á víst að vera á skjön við, en í ragli hennar og óram má lesa rauða þráðinn í hegðun allra kvenna verksins, ófullnægju og afneitun holdsins fýsna. Búningur hennar var líka of nýr af nálinni, gervi hennar ekki nógu þaulunnið. Að lokum Sýningin er þrátt fyrir þessa meinbugi einkar athyglisverð. Hún er áleitin, þótt bæld sé, og er skemmtileg sönnun á því hvað nálægð er mikil í aðalsal Þjóð- leikhússins, þrátt fyrir álit sér- fræðings frá Svíþjóð. Það er snerpa í henni og kraftur, en um- fram allt sannfæring, festa sem hefur ekki sést í nær ár á sviði Þjóðleikhússins. Þess vegna er rétt og sæmandi að sækja sýning- una. Hafi allir aðstandendur þökk fyrir gott verk. pbb Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Borgar- leikhúsi: Töfrasprotann eftir Benóný Ægisson. Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir. Leikmynd og búningar: Una Collins. Tónlist: Arnþór Jónsson. Dansar og hreyflngar: Hlíf Svavars- dóttir. Lýsing: Lárus G. Björnsson. Tónlistarstjóri: Jóhann G. Jóhanns- son. Leikendur: Andri Örn Clausen, Ása Hlín Svavarsdóttir, Eggert Þorleifs- son, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartarson, Jón Sigurbjörnsson, Kjartan Bjargmundsson, Kjartan Ragnarsson, Kolbrún Pétursdóttir, Kristján Franklín Magnús, Margrét Ákadóttir, Sólveig Halldórsdóttir, Stein Magnússon, Theódór Júlíusson, Vilborg HaUdórsdóttir og fleiri. Benóný sækir í verðlauna- leikriti sínu inn í lendur ævin- týranna, slær um það umgerð dæmisögu um kolbítinn í blokk- inni sem er laminn á leiðinni úr skólanum en kallaður inní álf- heima þar sem risar, dvergar, drekar, nomir, svartir álfar og bjartir búa. Þar hefur lengi ríkt skipan á öllum hlutum en nú er þar allt í voða. Töfrasprotinn er kominn í rangar hendur og horfir illa um framtíð þar neðra. Og rétt eins og í ævintýram þá tekst kol- bítur á við hvem vanda og heimtir álfameyna góðu úr hönd- um svartálfa, kemur stillingu á alla hluti og hleypur svo heim betri maður en sá sem hann var áður. Leikir ffyrir börn Leikfélag Reykjavíkur hefur í raun aldrei átt þess kost að sinna barnasýningum af alvöra. í tíð Sveins Einarssonar sýndu Leikfé- lagsmenn leikrit fyrir böm í Tjarnarbæ sem svo var nefndur, en sú starfsemi var skammvinn. Síðar hafa þeir víst haft áhuga á slíku starfi og sinnt því í einhverj- um mæli, en sá geiri hefur ævin- lega verið smár í starfi LR. Þegar svo var efnt til leikritasamkeppni vegna vígslu Borgarleikhúss var ljóst að nú skyldi brotið blað. Hvað má ætla að markaðurinn á höfuðborgarsvæðinu beri marg- ar leiksýningar ætlaðar börnum á ári hverju? Keppinautar um at- hygli og hylli bamanna eru vita- skuld sjónvarp, myndbönd og kvikmyndahús. í flestum tilvik- um innfluttur iðnvamingur mis- hollur og andspænis honum má bjóða uppá innlendan skáldskap í bland við erlendan, innlendan atvinnurekstur gegn aðkeyptu, innfluttu efni. Leikhúsin í Reykjavík vinna ekki mikið eftir markaðsrann- sóknum og ugglaust kann mörg- um í hópi starfandi leikhúsmanna Töfrasprotinn að þykja það stappa nærri guð- lasti að nefna slfkt, einkum á síð- um þessa blaðs. Eg hygg þó að það gæti komið stéttarfélagi leikara, sjálfstæðum leikhópum, leikstjóram, rithöfundum, upp- eldisstéttum, já öllum til góða að slíkar rannsóknir færa fram og beindust að möguleikum okkar á þeim akri en þaðan koma á næstu áratugum þær þúsundir leikhús- gesta sem munu skipa bekki leikhúsa á komandi áram. ...og fullorðna Einhvers staðar sá ég eftir leikskáldinu haft að skil milli leiksýninga fyrir böm og full- orðna væra heimskuleg. Það er rétt hjá honum, þótt þau tilvik séu sárafá þar sem kröfum beggja er fullnægt svo allir verði ánægðir. En það er líka rétt hjá skáldinu að við eigum hefð í skáldskap sem þjónar vel skemmtun okkar allra, enda sæk- ir hann á þau mið. Ævintýra- heimur hans er ekki fjarri og öllum kunnugur. Hann safnar þangað vel þekktum erkitýpum og hellir þeim í eitt mót. Ur því móti skapar leikstjórinn hins veg- ar nokkuð sundurlausa leiksýn- ingu og kann ég ekki fulla skýr- ingu á því, þótt auðvelt sé að varpa fram tilgátum um það efni. Texti Benónýs er ljómandi, hann er orðmargur, dvelur oft við á leiðinni og gefur persónum ríf- legt tóm til að skýra sig. Bömin halda samt fullri athygli við sýn- inguna og það þótt ’iún sé í lengra lagi. Hér er lýst ferð og veldur það tíðum sviðsskiptingum. Leikstjóri og hönnuður leik- myndar hafa kostið að nýta eink- um framsviðið og skapa leiknum heimsmynd sem er annars vegar aflukt með tjöldum og hins vegar opin með opnu leikrými. Leik- mynd Unu er skrautleg og ósam- stæð, ríkuleg í litbrigðum sínum, búningar hennar era skemmti- lega snjallir. Grannhugsun hennar í notkun á opnu og afluktu framsviði kall- ar hins vegar á nokkra rás á leikendum, sem ég hygg að hefði mátt leysa á skjótari máta með beitingu sviðstækni hússins. Má sjá vísbendingu um það í lokum leiksins og framkalli. Arnþór Jónsson semur hressi- leg sönglög við leikinn, en þau slitna óþarflega mikið frá atburð- arás og heyrist að auki illa í söng- vuram. Risar, dvergar og drekar Stór hópur leikara tekur þátt í sýningunni og skila flestir sínum hlutverkum með prýði. Þó er engu líkara en leikstjóri hafi gleymt því í ákafa sínum að klæða sýninguna lífi og hér segir af veg- ferð eins. Strákurinn sem leiðir söguna og er leikinn af Steini Magnússyni verður undarlega utangátta í þessu spili, í stað þess að verða sá miðpunktur sem allt snýst um. Steinn er annars ljóm- andi í þessu gervi. Og svipað má segja um marga aðra, Kjartan Ragnarsson kostulegan í hlut- verki risa, Sólveigu og Kolbrúnu ágætar sem dvergar, Kjartan Bjargmundsson sannfærandi sem álf. Margrét Ákadóttir er máttug norn með þrjá seiðskratta sér við hlið, Andri mæddan og soltinn dreka. Þannig mætti lengi telja. Úr þessu verður mikið sjónarspil sem gaman er að. En áhorfandinn getur ekki var- ist þeirri hugsun að hér hafi ráðið það sjónarmið í allri samningu verksins og sýningarinnar að nú skyldi setja saman eitt stykki bamasýningum Og eins og bæri- lega hefur til tekist þá hljóta menn að krefjast þess að þar verði ekki látið við sitja heldur markið sett hærra. Framlegri tök, meiri dirfska er það sem þarf í nýrri sókn. Fyrir höfund, leiks- stjóra og leikhús. Til hamingju Benóný Ægisson. Laugardagur 30. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.