Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 23
HELG ARMENNIN GIN Bókmenntir á byltingaári eftir Árna Bergmann Árið leið með upprifjun á frönsku byltingunni sem átti tvöhundruð ára afmæli og varð síðan mikið byltingaár í Austur-Evrópu. En bókmenntir hafa sinn tíma og við getum ekki haldið því fram að þar hafi nein hliðstæð umbrot áttsérstað. Og erþó hveralvöru- bók bylting í sjálfu sér, merkileg uppreisn gegn vélrænu hvunn- dagsleikans. Hvað fannst þér best? Menn hringja stundum í mann sem lendir í því að lesa margar bækur og spyrja: hvað fannst þér best af íslenskum skáldskap sem kom út núna? Það er alltaf erfitt að svara þessu. Vegna þess að enginn er sá að hann hafi lesið allt sem hann þyrfti, þegar spurt er. Ég gæti til að mynda sagt: Náttvíg Thors er ágæt bók og grípur sterkum tökum ýmislegt sem varðar varnir okkar og varnar- leysi andspænis fólskunni og kuldanum og meiningarleysinu. Eða þá að Stefán Hörður og Þor- steinn frá Hamri bregðist aldrei þeim lesanda sem af einlægni vill eiga liðsauka í skáldskapnum, láta hann stækka lít sitt. En þá verð ég líka að taka það fram um leið, að enn hefi ég ekki lesið smásögur Svövu Jakobs- dóttur, skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur, ljóðabækur Gyrðis Elíassonar og Ingibjargar Har- aldsóttur og margt fleira. Enn verra er að vera spurður að því: hverju mundir þú mæla með? Það er að segja: hvaða bók á ég að kaupa öðrum fyrr? Það er eins og í spurningunni felist að til sé einhver skali á bækur, eins- konar hliðstæða við gæðamat sjávarafurða, einskonar óumd- eilanleg metaskrá í spjótkasti eða hindrunarhlaupi: hvaða skáld hleypir fáki sínum yfir hæstar tor- færur? Svo auðveid er bókatilver- an ekki. Að vísu er vel hægt að mæla með bókum, en þá þarf maður að vita hver ætlar að lesa. Bók er þegar best lætur ástarsam- band tveggja. Útgáfan En hverju svörum við svo þeg- ar spurt er: hvað er að gerast í íslenskum bókmenntum? Við vitum miklu meira hvað er að gerast í bókaútgáfu. Bókaút- gefendur fjölga titlum og það er hæpin ráðstöfun. Sex hundruð titlar á ári eru engin menningar- nauðsyn, þeir eru í besta falli at- vinnubótavinna. Það er spreng- ing í viðtalsbókum og endur- minningabókum vegna þess að á þeim vettvangi fer fram leitin að metsöluformúlunni. Sú formúla færist æ nær því að einkamálin séu höfð sem beita fyrir lesendur, rétt eins og í tímaritunum. Það er vond þróun og margir eiga eftir að fara flatt á henni. Það fer líka í vöxt að búnar séu til aðgengilegar bækur um ákveðin fyrirbæri í sög- unni þar sem höfundar eiga margra kosta völ í meðferð efnis: bækur um síldarævintýri, franska íslandssjómenn, hernámsárin og þar fram eftir götum. Miklu efni- legri er þessi flokkur bóka en blaðamannaviðtöl sem hafa dreg- ist á langinn þar til komnar eru sirka tvö hundruð síður. Inni i hrærivélinni Já en hvað er að gerast í skáld- skapnum? Mér finnst einatt, að við séum stödd í mikilli hrærivél og getur hvað sem vera skal dottið ofan £ hana og verkamennirnir, það er að segja skáldin, hræra svo af miklum móð í þeirri von að eitthvað nýtt og merkilegt verði til í þessari „blöndu á staðnurrí*. Fyrir nokkrum árum var skáld- skapur tegundahreinni ef svo mætti segja. Hér raunsæisskáld- sagan með félagslegri skírskotun. Þar framúrstefnan í miklu upp- námi gegn hefðinni. Hér opið ljóð þar sem allt var klárt og kvitt (svo maður fór að sakna fiska undir steini). Þar hin myrki geð- þóttaleikur að mögulegum og ómögulegum tengslum orðanna. Svo voru menn eitthvað að skjótast á um það, hvað væri rétt og nauðsynlegt á okkar tímum. Talið snerist þá mikið um and- stæðurnar nýjung-hefð. Meira að segja var hefðinni stillt upp sem fjandkonu fantasíunnar, rétt eins og raunsæishöfundar væru sneyddir þeirri gáfu. Á endanum var umræðan farin að hjakka í sama fari: allir áttu að vera í upp- reisn gegn hefðinni, að tengjast bókmenntahefð var eins og að éta ömmu sína eða eitthvað ámóta svívirðilegt. Nú er hinsvegar eins og enginn deili um bókmenntir eða stefnur og strauma og hneigðir og gildis- mat. Allt getur gengið. Komi þeir sem koma vilja. Einna helst að stöku feminísti kemur auga á ein- hverja karlrembu hér og þar og grípur hana fagnandi og snýr úr hálsliðnum. Þessi staða er náttúrlega þægi- leg að ýmsu leyti. Allt er með friði og spekt. En hún fer lfka að verða þreytandi vegna yfirmáta skoðanaleysis. Gagnrýnendur eru fyrst og síðast fullir af óper- sónulegum fögnuði yfir því að menn skuli halda áfram að skrifa. Höfundarnir eru vitanlega hver öðrum ólíkir. En heldur svona hlédrægir þegar á heildina er litið. Jón úr Vör birti á dögunum ljóð um eilífðarvanda skálda og þar segir: Nóg er ort, svara ég En þó spyr ég stundum: Hvað œtluðu þau að segja þessi kvœði? Það er nú það: hvað ætluðu þau að segja? Finnst skáldum og rit- höfundum kannski að það taki því ekki lengur að segja af og á? Lesa þessari geðlausu samtíð okkar pistilinn? Finnst þeim að það sé búið að hrekja þá út í hom þar sem ekki heyrist til þeirra lengur? Tónlistarárið 1989 Fjórar íslenskar tónsmíðar og vakning fyrir Jóni Leifs Rætt við Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld Eitt það athyglisverðasta sem gerðist á liðnu ári í íslensku tón- listarlífi er sú áhugavakning sem orðið hefur á verkum Jóns Leifs, bæði innan lands og utan. Og Jóns Leifs-tónleikarnirsem hér voru haldnirsíðastliðiðvorvoru merkilegt tillegg í íslenska tónsmíðasögu. Þetta sagði Þorkell Sigur- björnsson tónskáld í stuttu spjalli við Þjóðviljann um helstu tónlist- arviðburði á íslenskum vettvangi á árinu sem senn er á enda. Af nývirkjum í íslenskum tón- smíðum má minnast verks Atla Heimis Sveinssonar, Nóttin á herðpm okkar, sem frumflutt var í ársbyrjun. Það var góð byrjun á tónlistarárinu. Þá var ballett Hjálmars Helga Ragnarssonar, Rauður þráður, frumfluttur síð- astliðið vor undir dansstjórn Hlífar Svavarsdóttir. Það er reyndar skaði, að Hlíf skuli ekki starfa lengur við íslenska dans- flokkinn, því með hennar starfi virtist loksins vera komin festa í starf hans. Þá var ópera Karólínu Eiríks- dóttur, Mann hef ég séð, flutt í ágústmánuði síðastliðnum. Það var feitur biti, enda ekki oft sem við fáum að heyra og sjá nýjar íslenskar óperur eða balletta. Ópera Karólínu var flutt á svokallaðri Hundadagahátíð, sem Leifur Þórarinsson átti frum- kvæði að. Það var nýtt tillegg og skemmtilegt í tónlistarlífið, hvort sem framhald verður þar á eða ekki. Af öðrum merkum nýjungum í íslenskum tónsmíðum má nefna básúnukonsert Áskels Mássonar, sem frumfluttur var í haust. Þessi fjögur tónverk er það sem stend- ur uppúr í minningunni af nýjum íslenskum tónsmíðum, sem frum- fluttar voru á árinu. Og það er kannski töluvert, þegar á allt er litið. En hvað um íslenskan tónlist- arflutning? Er eitthvað sem stendur uppúr á því sviði? Hér hafa margir ungir og dug- miklir tónlistarflytjendur komið fram, sumir í fyrsta sinn, og kór- astarf stendur í blóma sem aldrei fýrr. Fólk heldur áfram að sinna sínum störfum á þessum vett- vangi, en ég minnist ekki neins sérstaks sem vert er að draga fram í þessu sambandi. Þó minntist ég áðan á Jóns Leifs- tónleikana síðastliðið vor. Þeir marka ákveðin tímamót. Þar er orðin sú mikla breyting frá þv£ sem áður var, að menn li'ta ekki lengur á tónlist hans sem bólu, er si'ðan muni hjaðna. í tengslum við þessa tónleika var gerð vönd- uð hljóðritun, sem nú er verið að fullgera. Gert er ráð fyrir þv£ að hún komi í fast form, það er að segja á geisladisk, á næstunni. Ný hljóðritunartækni hefur að þessu leyti opnað nýja mögu- leika. Lengi hefur það verið svo, að tónverk fæðast, týnast og gleymast. Nú hafa möguleikarnir á því að gefa út og varðveita hljóðritanir stóraukist, þannig að öll sú mikla fyrirhöfn sem liggur á bak við tónleika sem þessa, fæð- ist ekki og deyi á einni kvöld- stund. Ef við lítum á þá brey tingu sem orðið hefur á íslensku tónlistarlífi á milli áratuga en ekki ára, í hverju er hún heist fólgin? Hefur tónlistaruppeldi þjóðarinnar far- ið batnandi? Jú, breytingar á tónlistarsyi,ð- inu gerást hægt, en ef við berum saman áratugi, þá hafa ótrúlegar breytingar orðið til hins betra. Með aukinni tónlistarmenntun gerist það að ungt fólk sækir meira tónleika og veit meira. Þessi breyting gerist aldrei í stór- um stökkum, en hún gerist hægt og bitandi. Jafnframt sjáum við það gerast að eins konar skúffumennska er að myndast iþjóðfélaginu. Það er af sem eitt sinn var, að hægt sé að búast við þvf að opinber tónlist- arflutningur nái eyrum svo til allra landsmanna í gegnum ríkis- útvarpið. Þjóðfélagið er að hólf- ast meira i sundur eftir mismun- andi smekk, m.a. á tónlist. Og fólk veit þá jafnframt oft ekki hvert af öðru. í fjölmiðlunum verður iðnaðarpoppið svo mest áberandi. Það var þetta sem Andrés Björnsson fyrrverandi útvarpsstjóri óttaðist mest með stofnun rásar 2 hjá ríkisútvarp- inu: að þar með væri yísvitandi verið að skipta þjóðinni í tvenns konar þegna. Ég lít hins vegar ekki á þetta gums eða iðnaðarpopp semneina ógnun við tónlistarlífið í landinu. gfj við lítum í tónlistar>starf- seutina t.á... hjá kórunúm hér á landi, þá glíma æ fleiri kórar við stórverkefni sem þóttu meirihátt- ar átak fyrir nokkrum árum. Sjáum t.d. Módettukórinn eða Þorkell Sigurbjömsson tónskáld Kór Langholtskirkju, sem þannig hafa gert stóra hluti. Og ef við förum og hlustum á tónleika nemanna í tónlistarskólum lands- ins, þá sjáum við að það eru fleiri og fleiri nemendur sem standa sig betur og betur. Hægt virðist miða í áttina að því að við eignum sérstakt tónlist- arhús. Hins vegar gerðist það í haust, að tónleikar voru haldnir í nýja Borgarleikhúsinu. Hvernig lítið þið tónlistarmenn á þetta mál? Er nýja Borgarleikhúsið kannski góður salur til hljómlist- arflutnings? Mér finnst nú að stóri salurinn í nýja Borgarleikhúsinu sé frekar þurr sem tónleikasalúr. Og ég hef fundið að hljómburður þar er •ekki- góður út við veggina. ís- lénskt tóhlistárfólk vántar enn viðeigandi tónlistarhús, én þáð er víst ekki á mínu valdi áð segja hvenær það kemur. -ólg. Laugardagur 30. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA ?3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.