Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Ég, Skaði, er nú frekar jarðbundinn maður og jólamaturinn hefur styrkt enn frekar í mér þyngdaraflið og jarðtengslin eins og vonlegt er. Samt fer ekki hjá því að stundum svífur hugur minn hátt og leitar að svörum við eilífðarspursmálunum sem eru mikil spursmál. Hvað var nú á undan eilífðinni? spyr ég og klóra mér í hnakka. Til hvers er ég ég en ekki einhver allt annar? Maður verður soldið ringlaður af þessum vandamálum en það gerir ekkert til meðan maður er jólasaddur og liggur út af og er að sofna með Blaðið Sitt á nefinu. Ég hitti núna milli jóla og nýjárs hann Ólaf frænda minn sem er afskaplega mikið fyrir eilifðarmálin, ekki bara miðlana og draugana og allt þetta venjulega heldur meira að segja guðfræðina. Óli var í góðu skapi og ég spurði hví væri svo uppi á honum hið andlega typpið. Ég var að lesa þýðingar lærðar, sagði hann. Og þarna fann ég í miðaldaguðfræðinni afskaplega góða kenningu sem passar alveg fyrir mig. Óg hver er hún Óli minn? spurði ég. Hún er um að allir hlutir hafi tilgang, sagði hann. Jæja, sagði ég. Já, sagði hann. Veistu til dæmis hvers vegna guð skapaði mý og maura af sömu vandvirkni og menn og engla? ,Nei, sagði ég. Pað skal ég segja þér, sagði Ólafur og fletti upp í „Þrjár þýðingar lærðar". Mý og meinkvikindi eru sköpuð gegn drambi manna, að þeir stylji hve lítið þeir mega sín er þeir hljóta mein af hinum smæstu kvikindum. Þú segir nokkuð, sagði ég. Ekki ég, heldur heilagur Anselm af Kantaraborg að öllum líkindum, sagði Ólafur. En ég fór svo að hugsa áfram í þessum sama anda og spurði sjálfan mig si sona: Til hvers er til dæmis allur þessi jólamatur? Og hvað fékkstu út úr því? spurði ég. Það er mjög einfalt. Jólamaturinn er til þess að saklaus börnin vaxi, góðir menn styrki sig til dáða en illir fái í magann þegar þeir með ofáti falla fyrir sinni svínslegu náttúru. Ég fékk i magann, sagði ég dálítið hneykslaður. Það er ekki af því þú sért vondur maður, Skaði minn, sagði Ólafur. Heldur vegna þess að jólaátið er líka áminning góðum mönnum um að þeir geti alveg eins beðið til annars heims með að éta kláravín, feiti og merg með. En til hvers eru þá jólin sköpuð? spurði ég. Jólin, sagði Ólafur með svip sem gaf glöggt til kynna hve langt hann væri kominn i tilgangsheimspekinni. Jólin eru sköpuð til að rétt verði að reisa arkitektaskóla á íslandi. Bittinú, sagði ég. Þú hlýtur að sjá það Skaði, sagði Ólafur. Jólin halda uppi mikilli verslun. Án þeirra viðskipta færu kaupmenn á hausinn. En fyrir tilstilli jólaviðskipta geta þeir fjárfest í nýjum og flottum húsum bæði fyrir búðirnar sínar og sjálfa sig. Þessi hús skapa fullt af verkefnum fyrir arkitekta. Þeim fjölgar við þetta og verða svo margir að það verður rétt að flytja arkitektanám inn í landið svo að nóg verði til af fólki til að teikna nýjar búðir til að versla í á jólunum. Svona er allt tengt innbyrðis í lífinu og tilganginum, Skaði minn. Þú segir nokkuð, sagði ég. En geturðu þá sagt mér annað, Óli minn. Til hvers heldurðu að Guð hafi skapað Alþingi? Það liggur nú í augum uppi, sagði Óli. Það er til að íslensk þjóð mæli þarft eða þegi. Er það fordæmi Alþingis? spurði ég. Mæla menn þar þarft eða þegja? Nei, alls ekki, sagði Óli frændi minn. Eg meina það, að á Alþingi er óþarfa hjali beint inn í fastan og ákveðinn og opinberan farveg, sem þar með bætir meðalstandardinn á bæði þvi tali og þeirri þ’ögn í landinu, sem fram fer utan Alþingis. Veistu hvað mér dettur í hug? spurði ég. Nei Skaði minn, sagði Óli. Ég held að Guð hafi skapað Alþingi af sömu ástæðu og hann skapaði mýfluguna. Til að vinna gegn drambi mannsins. Til að íslensk þjóð fari nú ekki að halda að hún sé gáfuð og vel innrætt og guð má vita hvað. Allt var gott sem gjörði hann... 2 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 30. desember 1989 RÓSA- GARÐINUM ERGUDÍ VIRÐIS- AUKASKATTINUM? Eigum við þá ef til vill að sjá vilja Guðs í vangaveltum á Alþingi undanfarna daga? Skyldi einhver sögurýnandi eftir hæfilega langan tíma geta greint Guð að verki í ákvarðanatöku þingmanna og ríkisstjórnar? Jólahugvekja í Morgun- bla&inu MENNINGIN ÚTÁ VIÐ ÉYKST Sauðkindin er að verða menning- aratriði í landinu eins og Þjóð- leikhúsið en ekki atvinnutæki Bændablaðió ENDALOK MANNÚÐAR. STEFNU Skömmu fyrir jól höfðaði ríkis- saksóknari mál á hendur forráða- mönnum Stöðvar tvö fyrir klám... Þessi málshöfðun er í senn hlægileg og hættuleg... Ríkissaksóknari hefur margt annað þarfara að gera en að reyna að meina okkur að horfa á það, sem heldur mannkyninu JÓLABARN ALÞÝÐ- UFLOKKSINS Jæja vinur sæll, þú varst fímm- tugur í gær, þriðjudag, og heldur upp á afmælið á Gaflinum á morgun, fimmtudag. Þar sem þú varst erlendis á afmælisdaginn taldi ég eðlilegra að birta bréfíð í dag, miðvikudag. Við hjónin munum maeta til veislunnar á fimmtudag. Afmælisbréf til Kjartans Jóhannssonar í Alþý&u- bla&inu ÆEREKKINÓGAF REFSKAP FYRIR? Hér þarf að hefja friðarsókn til verndar villtum dýrum. Og áran- gurs mun helst að vænta ef menn reyna að setja sig í spor dýranna. Morgunbla&id ÞJÁLFUN FYRIR SAMEINAÐA EVR- ÓPU Síðasta menningarbylgjan sem reið yfír okkur felst í þeirri al- þjóðahyggju að fara að berja fólk og stinga í miðbænum likt og í miðbæjum annarra stórborga. Þetta sýnir hvað við fylgjumst vel Morgunbla&i& ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR Verður verðbólgan 20-30% að ei- h'fu? Morgunbla&i& VÍSINDIN EFLA ALLA DÁÐ Niðurstaða: Það er betra að strjúka niður eftir andliti við- skiptavinarins en uppeftir því ogx vænlegra til að græða á honum en se öfugt að farið. Tíminn. um námskeid hjá Stjórnunarfélaginu Ég skoða tilgang hlutanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.