Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 9
Hvaö er þér minnisstæðast á árinu Opið bréf Birkir Friðbertsson Vitrænni samskipti Kristín Jóhannesdóttir Þorsteinn Jónsson Hrafn Gunnlaugsson í opnu bréfi til Páls Skúlasonar formanns stjórnar Menningar- sjóðs útvarpsstöðva kemur fram eftirfarandi: „Jafnframt hafði menntamála- ráðherra lofað á fundi með Stjórn kvikmyndasjóðs að ef aðeins þyrfti reglugerðarbreytingu skyldi hann sjá til þess að sjóður- inn nýttist sjálfstæðum íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Eftir að ráðuneytisstjóri menntamála- ráðuneytisins hafði kynnt sér málið kom í ljós að hægt var að breyta reglugerðinni þannig að sjóðurinn nýttist sjálfstæðri kvik- myndagerð. Um leið og þetta upplýstist, gleymdi menntamála- ráðherra loforði sínu.” Ekki veit ég hvað þessi athuga- semd á að þýða en mér er augljós- lega ætlaður boðskapurinn og því svara ég fyrir mig með opnu bréfi. 1. Strax og það lá fyrir að breyta mætti sjóðsreglunu'm að þessu leyti með reglugerð ræddi ég það við formann stjórnar Menningarsjóðsins. Hann mæltist undan reglugerðar- breytingu á þeirri forsendu að unnið væri að uppgjöri á sjóðnum aftur í tímann meðal annars van- skilum útvarpsstöðva. Taldi hann rangt að breyta reglugerð fyrr en uppgjör lægi fyrir. Ég féllst á þetta sjónarmið enda virtist þá skammt í að unnt yrði að knýja stöðvarnar til uppgjörs. Því mið- ur var þessi bjartsýni ekki á rök- um reist eins og ykkur er kunn- ugt. 2. Kvikmyndagerðarmenn hafa koniið ítrekað á minn fund í ráðuneytinu til þess að fjalla um kvikmyndagerðina í landinu. Höfum við meðal annars rætt um aðgang íslenskra kvikmynda- gerðarmanna að erlendum sjóð- um sem kvikmyndagerðarmen hafa fagnað. Við höfum rætt um nauðsyn þess að virðisauka- skattur verði ekki lagður á ís- lenskar kvikmyndir, en sam- kvæmt gildandi lögum er sölu- skattur lagður á íslenskar kvik- myndir þó enginn hafi rukkað enn fyrir þær og verður vonandi aldrei gert. Kvikmyndagerðar- menn hafa fagnað niðurstöðum sem fyrir liggja í þessu efni. í þriðja lagi höfum við rætt um kvikmyndasjóð og stöðu hans á árinu 1990. Við erum sammála um að framlagið í sjóðinn er mörg ljósár frá þeim veruleika sem verður að takast á við. Kvik- myndirnar eru svo mikilvægur þáttur íslenskrar menningar- sköpunar að það er með öllu frá- leitt að búa við kvikmyndasjóð- inn í þessu formi áfram. Þess vegna verður að hefna þess á öðr- um vettvangi sem hallast á kvik- myndasjóðinn við afgreiðslu fjár- laga og við ætlum að gera það. í fjórða lagi höfum við rætt um framtíðarskipan kvikmynda- sjóðsins og það augljósa ranglæti sem felst í því að kvikmynda- menn hafa orðið að hætta öllum eigum sínum - og hafa oft misst þær- meðan aðrir framleiðendur hér á landi búa við þær aðstæður að geta jafnvel leitað ríkis- ábyrgðar fyrir framleiðslulánum sínum. Allt þeta höfum við rætt. Hafi ráðherrann verið gleyminn sem hann er ekki þó hann segi sjálfur frá þá hefðu fundarmenn haft ótal tækifæri til þess að hrista upp í undirrituðum. Pað að höfundar hins opna bréfs kjósa heldur að senda frá sér athugasemdir í bréfi til Páls Skulasonar er lítt skiljan- legt. Og þessi svargrein er ekki til þess skrifuð að biðja um skýring- ar. En hún er svar. Svavar Gestsson 29.12. 1989 Af erlendum vettvangi er Birki Friðbertssyni bónda í Birkihlíð við Súgandafjörð minnistæðast á árinu hversu samskipti milli austurs og vesturs hafa batnað og orðið vitsmunalegri. Þó finnst Birki að íslenskir fjölmiðlar sumir hverjir að minnsta kosti eigi í erfiðleikum með að fjalla um þá breytingu á trúverðugan hátt. Jafnframt telur Birkir að þeir atburðir sem gerst hafa í Panama og í Rúmeníu séu þess eðlis að áleitin verði sú spurning hverjir séu sekir og hverjir séu saklausir og spyr hvort þessi mál séu ekki eitthvað blendin. Af innlendum atburðum er hin mikia úrkoma og jafnframt þau þungu sjóalög sem voru fram eftir árinu Birki hugstæð og eftir- minnileg. En eins og kunnugt er leysti ekki snjóa fyrir vestan fyrr en langt var liðið á vorið. Birkir segist ekki muna eftir annarri eins ótíð en þó með þeim fyrir- vara að minnið í þeim efnum sé kannski ekki alveg óbrigðult. Af minnisstæðum persónu- legum atburðum sagði Birkir hann hafa verið í sama hjólfarinu í ár sem og undanfarin ár og er í sjálfu sér alveg þokkalega ánægðir með sitt hlutskipti á ár- inu sem er að líða. Jafnvel þó hann hafi ekki fengið stóra happdrættisvinninginn í ár. -grh Eflirtalin bœjarfélög senda íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um farsœlt komandi ör AKUREYRI GARÐABÆR REYKJAVIK VESTMANNAEYJAR HAFN ARFJ ÖRÐUR SIGLUFJ ÖRÐUR A KOPAVOGUR NESKAUPSTAÐUR GRINDAVIK Laugardagur 30. desember 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.