Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 6
Helgárblad þiOOVRIIHN OSr Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla^es 13 33 Auglýsingadeild:®^ 13 10-68 13 31 Símfax:68 19 35 Verð:ílausasölu 140krónur Setning og umbrot: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Um áramót Það ár sem nú er senn liðið var mikð byltingaár. Þjóðir Austur-Evrópu héldu upp á tvö hundruð ára afmæli frönsku byltingarinnar með eftirminnilegum hætti. Valds- einokun kommúnistaflokkanna hrundi í hverju landinu af öðru, og þeir atburðir, sem urðu með skjótari hætti en nokkurn varði, gerðust friðsamlega og án blóðsúthellinga nema í Rúmeníu. Heimurinn er um margt annar en áður. Járntjaldið fræga rifnar í tætlur og miklir möguleikar opnast á greið- um samgöngum milli fjölskyldna í því „Evrópuhúsi", sem er orðið snar þáttur í pólitísku málfari tímans. Kalda stríðið er úr sögunni og þar með forsendur hernaðarbandalag- anna, sem hafa setið yfir kosti smærri þjóða, skipað þeim á bás og sagt þeim að hafa hægt um sig þar sem þær væru niður komnar, annars væru þær að „hella vatni á myllu andstæðinganna". Vettvangur frelsisins hefur stækkað að miklum mun. Því var einatt haldið fram hér á Vesturlöndum, að mikill eðlismunur væri t.d. á herforingjaeinræði í Rómönsku Amríku og flokksalræði í Austur-Evrópu. Einræðisherr- arnir yrðu skammlífir, völd þeirra takmörkuð í yfirborði þjóðfélagsgerðarinnar. Aftur á móti væri hið kommúníska flokksræði svo algjört og altækt - drægi saman á einni hendi pólitískt vald og hervald, efnahagslegt vald og hug- myndafræðilegt - að þjóðfélög sem lytu slíku valdi gætu eiginlega ekki breyst og síst með friðsamlegum hætti. Atburðir ársins afsönnuðu þessa kenningu með ótví- ræðum hætti. Það kemur á daginn að heimur allur er breytanlegur, ekkert ástand mun vara að eilífu, engin þjóð er dæmd fyrir fullt og allt til ákveðins hlutskiptis. Söguleg nauðhyggja er á undanhaldi. Og möguleikamar sem þá opnast svo margir reyndar, að það er ekki nema von að marga sundli: hvar skal byrja, hvar skal standa? Verkefni Tslendinga á liðnu ári voru náttúrlega öllu hvunndagslegri. Við héldum áfram að bregðast við á- standi sem kreppti að okkur og átti rætur að rekja til mikillar óráðsíu í efnahagsmálum í góðæri því sem næstliðin ríkisstjórn spilaði illa úr. Sem og til þess að við höfum blátt áfram gengið of hart að fiskimiðum okkar. Ýmislegt hefur vel tekist eða sæmilega í björgunarað- gerðum, annað erenn undirspurningarmerkjum. Um leið berja upp á hjá okkur erfiðar spurningar sem varða mögu- leika okkar sem sjálfstæðrar smáþjóðar: hvernig verður tengskim okkar við markaðsheildirnar stóru háttað? Tekstx>kkur á næstunni að ná samningum við Evrópu- bandalagiö sem tryggja góð viðskipti við það, án þess að við séum nauðugir viljugir dregnir inn undir yfirþjóðlegt vald og missum úr höndum okkar forræði yfir þeim auð- lindum sem er forsenda marktæks sjálfstæðis okkar? Á næsta ári verðum við fyrst og síðast um það spurð, hvort við viljum nýta okkar hef ðir og auktð olnbogarými f relsis til að leita eigin leiða, eða hvort við ætlum að láta okkur nægja að beygja okkur undir nýja sögulega efnahags- nauðhyggju, láta okkur berast með straumi í þeirri hlé- drægu von að hann muni ekki færa okkur í kaf. Þjóðviljinn óskar lesendum sínum og |andsmönnum öllum farsæls komandi árs. ÁB Djass Sveif la í Rauða- gerði Sex djasshljóm- sveitirmeð tónleika klukkan3fdag. Margir fremstu djass- ararlandsins koma fram I dag klukkan 15 verður haldin djasshátíð á vegum Félags ís- lenskra hljómlistarmanna í sal félagsins að Rauðagerði 27, þar sem Ingvar Helgason var áður ÉlÉlr ..,,„,"""••—• «------— -* J^ JS« y-t.* ^ffl^&' *"7$KB * - - V* * ^J»V J A*1™"^ Afk í^ét^ fc\\j ^jjHá w K j^| Hf r'" é* P^SHh -«r ¥ % ' "'¦¦¦ ¦ i ^Era Djassararnir sem koma fram á tónleikunum í dag voru á æfingu á fimmtudag. Jim Smart Ijósmyndari Þjóðviljans kíkti á æfinguna og tok þessa mynd. með bflaumboð sitt. Á hátíðinni munu koma fram sex hljómsveifir sem eru skipaðar mörgum af landsins fremstu djasstónlistar- mönnum og stendur sveiflan yfir í tvær klukkustundir. Hljómsveitirnar sem koma fram eru Tómas R. Einarsson og félagar, Tríó Guðmundar Ing- ólfssonar, Ellen Kristjánsdóttir og flokkur mannsins hennar, Andrea Gylfadóttir ásamt hljóm- sveit Carls Möllers, Kvartett Reynis Sigurðssonar og Friðriks Karlssonar og Tentett FÍH, sem kom fram fyrir skömmu og lék undir stjórn finnska tónskáldsins Jukka Linkola. Saxafónleikarinn Halldór Pálsson verður sérstakur gestur hátíðarinnar en hann starf- ar sem tónlistarmaður í Svíþjóð. Pétur Grétarsson verður kynnir en allur ágóði tónleikanna rennur til uppbyggingar tónleikaaðstöðu félagsmanna. -hmp Aramótaveðrið í dag verður sunnan og suðaustanátt og víðast frostlaust. Slydda eða súld á suðvestur- oq vesturlandi, en annars purrt. 3 Gamlársdagur Veður á gamlársdag: Suðaustanátt og milt veður um allt land. Súld eða rigning við suður- oq austurströndina þurrt annars staðar. " Nýjársdagur Á nýjársnótt snýst vindátt til suðvesturs og kólnar, fyrst vestanlands, með éljum á suður- og vesturlandi. Léttskýjað norðan og austanlands þegar kemur fram á nýjársdag. Frost verður á bilinu 0-4 gráður. i 'gi-*s; 6 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 30. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.