Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 14
Hvaö er þer minnisstæðast á árinu Jón Loftsson Fyrsta ríkisstofnumn flutt út á land Jón Loftsson, sem verið hefur skógarvörður á Hallormsstað undanfarin ár, var í haust skipað- ur skógræktarstjóri ríkisins frá og með 1. janúar 1990 og á sama tíma flyst aðsetur Skógræktarinn- ar til Egilsstaða. Þessi tímamót eru Jóni eðlilega efst í huga við áramót: - Ákvörðun Alþingis á vor- dögum um að flytja Skógræktina á Fljótsdalshérað var mér náttúr- lega mikið gleðiefni, bæði sem skógræktarmanni og sveitar- stjórnarmanni, en ég sit í hrepps- nefnd Vallahrepps. Skógræktin er fyrsta gamalgróna ríkisstofn- unin sem flutt er út á land. Sumir hafa að vísu brugðist við þessu eins og verið sé að flytja síðasta atvinnutækifærið frá Reykjavík. En margar umsóknir hafa borist um störfin og ég er bjartsýnn. Á árinu var markað með laga- setningu stærsta skógræktarátak hingað til hérlendis. Allt er þetta jákvætt, þótt manni sárni að við afgreiðslu fjárlaga skuli fjár- veiting upp á 60 milljónir hafa verið skorin niður í 15. Skógrækt- arátakið á Héraði skiptir miklu fyrir þessar byggðir en verður ekki framkvæmt á þennan hátt. Af erlendum vettvangi standa atburðir austan jámtjalds upp úr, og einnig sú andstæða perestrojk- unnar sem heimurinn frétti af í Kína. Gorbatsjof og stefna hans eru að baki þessum óskaplega hröðu breytingum í A-Evrópu, hann er að minnsta kosti sam- nefnarinn, þótt rangt sé að rekja HAGKAUP * 1/ið óskiim Candsmönnum öííum „ * árs og friðar * * ★ * Opnum aftur miðvikudaginn 3. janúar til eins manns. Á tímum tölvu- tækni og upplýsingastreymis verður fólki ekki haldið í lögregl- uríkjum lengur. qht Ragnhildur Guðmundsdóttir Kjaramálin aldrei jafn erfið og1989 Kjaramálin hafa verið pláss- frekust í huga mínum nú sem endranær, segir Ragnhildur Guð- mundsdóttir, formaður Félags ís- lenskra símamanna, en hins veg- ar hefur mér sjaldan á 10 ára ferli mínum í verkalýðsbaráttunni fundist þetta jafn erfitt og nú og jafn litlum skilningi að mæta hjá ráðamönnum. Þeir hafa höggvið að okkur launþegum með tali um atvinnuleysi og slæma stöðu ríkis- sjóðs, til að kalla fram sektar- kennd hjá okkur. Ýmsu er um að kenna, ríkisstjórnin hefur til dæmis fengið of frítt spil vegna lélegrar og ábyrgðarlausrar stjómarandstöðu sem skapar lítið aðhald. Ég er líka mjög ósátt við fram- komu Rafiðnaðarsambandsins gagnvart Félagi íslenskra síma- manna. Þeir hafa verið á sálna- veiðum og lokkað fólk á fölskum forsendum úr okkar félagi í sitt, með gylliboðum sem ekki stand- ast. Slys á Akureyri og Skaga- strönd nýlega snertu mig djúpt, þar misstu eiginkonur menn og heimili. Maður þakkar samt bet- ur fyrir það sem maður hefur við að heyra um svona áföll. Við erum ekki búin að sjá fyrir endann á atburðunum í A- Evrópu, sem auðvitað eru merk- ilegustu viðburðir ársins erlendis. Átökin í Panama vekja líka til umhugsunar. Það er ógnvekjandi að menn sem selja og ef til vill nota eiturlyf hafi svo mikil völd sem dæmin hafa sannað. Þótt ólíku sé saman að jafna eru hér- lendis líka veruleg vandamál vegna áfengis og eiturlyfja. Allt slíkt smitar út frá sér. Ég hef tröllatrú á því að sam- vinna kynjanna beri mikinn ár- angur á næstunni ef þau ná að starfa saman á jafnréttisgrund- velli. ÓHT 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.