Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 16
Alois Mock (t.v.) og Gyula Hom, utanríkisráöherrar Austurríkis og Ungverjalands, klippa niðurjárntjaldið sín ámilli -nú hefurþaðeinkum þýðingu á minjagripamarkaðnum. Nicolae og Elena Ceausescu liðin lík - þau stóðu fyrir fastast og fall þeirra varð mest. Bandaríska vikuritið Time hefur útnefnt Gorbatsjov mann áratug- arins. Enda var jjað hann, öllum öðrum einstaklingum fremur, sem kom öllu saman af stað. Byltingarár sem breytti heimi Nýskipan Gorbatsjovstjórnar og lýðræðisbylting Austur-Evrópu kipptu burt undirstöðum rúmlegafjögurra áratugafjandskapar. Nýr „Evrópukonsertu virðist genginn í garð Isögu ársins 1989 ber hæst að flestra mati hrun alræðis kom- múnistaflokka Austur-Evrópu og gagngerar breytingar í frjáls- ræðisátt í Sovétríkjunum. Hið síðarnefnda er mikilvæg forsenda hins fyrrnefnda. í Sovétríkjunum fóru fram á árinu til þess að gera frjálsar kosningar og drjúgur hluti valds- ins var færður frá ríkisflokki til forseta, ríkisstjórnar og þings. Þetta ásamt með tilkomu tjáning- arfrelsis síðustu ár hefur gert að verkum að vald kommúnista- flokksins er ekki viðlíka eins mikið og áður var, enda þótt enn sé forustuhlutverk hans stjórnar- skrárbundið. Straumhvarfa* fundur Varsjár- bandalags Atburðir í Austur-Evrópu, einkum síðustu mánuði ársins, vöktu skiljanlega enn meiri at- hygli en það, sem í Sovétríkjun- um gerðist. En ljóst má vera að lýðræðisbyltingin í Austur- Evrópu er að drjúgum hluta til bein afleiðing glasnosts og per- estrojku Sovétmanna. Eitt ný- mælanna þar eystra var að soV- éskir valdhafar ákváðu að hætta að ráðskast með þessi grannríki sín, þeir afneituðu Brezhnevs- kenningunni og létu ráðamenn annarra Varsjárbandalagsríkja þar að auki vita, að hér eftir gætu þeir ekki reitt sig á Sovétríkin, völdum sínum til tryggingar. Gorbatsjov Sovétríkjaforseti tók það síðarnefnda einkar skýrt fram á leiðtogafundi Varsjár- bandalagsins í júlí. Sumir frétta- skýrendur hafa fyrir satt að sá fundur, sem enga stórathygli vakti er hann var haidinn, hafi valdið straumhvörfum í málum austurblakkarríkja og í raun hrundið af stað atburðakeðju er sem óðast er að leysa þá blökk upp. Þá hafi valdhöfum Austur- Evrópu fyrst orðið ljóst, að so- véskir félagar þeirra höfðu ákveðið að héðan af yrðu þeir að sjá ráð fyrir sér einir og sjálfir. Horfin grunn- trygging valda Þetta er að sumra áliti það, sem kom austurevrópsku skriðunni af stað fyrir alvöru. Hún var að vísu þá þegar komin í nokkurn gang með kosningasigri pólsku Sam- stöðu í júní. En aðrir Austur- AÐ UTAN Evrópumenn, líka áköfustu um- bótasinnar, guldu varhug nokkurn við pólsku fyrirmyndinni. Hörmu- legt ásigkomulag Póllands í efna- hagsmálum átti sinn þátt í því, sem og sú almenna skoðun að Pólverj- um sé ýmislegt betur gefið en fyrir- hyggja. Þar að auki kom kosninga- ósigur pólska kommúnistaflokks- ins fæstum mjög á óvart. Vitað var að staða hans hafði alltaf verið sér- áparti veik vegna sterkrar stöðu kaþólsku kirkjunnar þarlendis og gamalgróinnar andrússneskrar þjóðernishyggju. Líkur eru á að valdhafar Austur-Evrópuríkja, sem í yfir fjóra áratugi höfðu litið á það sem óhjákvæmilegan og sjálfsagðan hlut að fylgja línunni frá Moskvu og jafnframt gengið út frá sovésku drottnuninni sem grunntryggingu valda sinna, hafi misst kjarkinn að verulegu leyti við þessi umskipti. Með hliðsjón af þessu er skiljan- legt að þá skyldi fljótt bresta þor til að standa gegn lýðræðishreyfing- unni, sérstaklega þar sem ljóst var að óánægjan með óbreytt ástand var ekki einungis mjög útbreidd meðal óflokksbundins almenn- ings, heldur og í kommúnista- flokkunum sjálfum, jafnvel meðal ráðamanna í þeim. Allt með ráðum gert hjá Gorbat- sjov? Ein líklegasta skýringin á þess- ari nýju afstöðu sovéskra ráða- manna er að þeir Iíti svo á, að innri vandamál Sovétríkjanna séu svo gífurleg orðin að skynsamlegast sé fyrir þau að láta sem mest af hefð- bundnum stórveldisumsvifum er- lendis. En þeir eru líka til, sem þykjast sjá meðvitaða áætlun Gor- batsjovs á bakvið allt þetta. Víst er um að hann hefur verið þess hvetj- andi að bandamenn hans í Austur- Evrópu tækju til við umbætur. Horst Sindermann, einn gömlu mannanna sem til skamms tíma stjórnuðu Austur-Þýskalandi, héit því nýlega fram að fortölur Gor- batsjovs við þarlenda ráðamenn hefðu ráðið úrslitum um það, að þeir ákváðu að víkja Honecker frá. Og þegar Gorbatsjov kom við í Prag á leiðinni á Möltufund, kvað hann hafa talað eitthvað svipað yfir hausamótunum á Milosi Jak- es. Þar með sýndi sig að hamingja ráðamanna þeirra þarlendra, sem í rúma tvo áratugi höfðu ríkt af náð sovésks hervalds, var öll. Þeir sem ætla Gorbatsjov stjórnvitringsskap þann er hér um ræðir telja að með því að kollvarpa flokksræðinu í Austur-Evrópu vaki fyrir honum að að ryðja járn- tjaldinu á brott að fullu og öllu (í samræmi við kenningu sína um „sameiginlegt Evrópuheimili okk- ar allra“) í von um að þá streymi til Austur-Evrópu vestrænar og jap- anskar fjárfestingar, lán, tækni og viðskipti. Af þessu muni hljótast efnahagslegur bati fyrir Austur- Evrópuríkin og í framhaldi af því fyrir Sovétríkin einnig. Ljóst er að þetta er þegar tekið að ganga eftir. Pólland og Ungverjaland hafa þegar fengið verulega hjálp að vestan og frá Japan, nánara sam- starf þýsku ríkjanna um efna- hagsmál o.fl. er á döfinni og Vest- urlönd og Japan horfa full áhuga á austurevrópska og sovéska mark- aðinn, þó ekki án verulegs hiks, sem einkum kemur til af ótta við óstöðugleika í stjórn- og efna- hagsmálum í framhaldi af þeim gagngeru breytingum, sem orðið hafa á undraskömmum tíma. Undantekningin Rúmenía Að Rúmeníu undanskilinni hef- ur austurevrópska lýðræðisbylt- ingin í stórum dráttum farið friðsamlega fram. Þótt ýmsar blik- ur séu á lofti í löndum þessum eru um þessar mundir mestar líkur á því að framhald breytinganna þar muni ganga friðsamlega og tiltölu- lega skipulega fyrir sig. Valda- einokun kommúnistaflokkanna hefur verið afnumin og í hönd fara frjálsar kosningar. Þar er nú horft til ýmissa fyrirmynda að vestan, en eins og sakir standa virðist áhug- inn einna mestur fyrir blönduðu hagkerfi með haldgóðu trygginga- kerfi í anda jafnaðarmannaflokka. ískyggilegast horfir fyrir Rúmen- um. Byltingunni þar urðu samfara stórfelld manndráp, ofstækisfullir stuðningsmenn Ceausescus eru sagðir búast til skæruhernaðar í Karpatafjöllum og Transsylvaníuölpum og lýðræðis- hefð er þar veikari en í nokkru öðru Austur-Evrópulandi (að Al- baníu frátalinni). Þar heppnaðist uppreisnin svo skjótt sem raun varð á sökum þess að herinn sner- ist gegn einræðisherran'um, en DAGUR ÞORLEIFSSON sennilegt er að herforingjarnir ætl- ist til einhvers fyrir snúð sinn, hversu mikils er enn óséð. En atburðir ársins f (fyrrver- andi) austantjaldslöndum hafa ekki einungis kollvarpað alræð- isstjórnarfari þar, heldur og heimsskipan síðustu rúmra fjög- urra áratuga. Berlínarmúrinn og gaddavírsgirðingar j árntj aldsins hafa nú hvergi þýðingu nema á minjagripamarkaðnum og yfirleitt er út frá því gengið að með Möltu- fundi og heimsókn Shevardnadzes í aðalstöðvar Nató skömmu síðar hafi formlegur endir verið bund- inn á kalda stríðið. Sovéska stjórn- in, ekki kvíðalaus um að hraði at- burðanna „hennar" megin leiði til þess að „allt fari úr böndunum“ og bindur framtíðarvonir sínar við hagsælt samstarf við Vestrið, vill að Nató standi áfram traust „til tryggingar stöðugleika í Evrópu,“ eins og Shevardnadze orðaði það. Og hafi Nató einhverjar áhyggjur lenguraf Varsjárbandalaginu, eru þær helst af því að síðarnefnda bandalagið sé þegar í raun lítið annað en nafnið tómt. „Unglingagengi“ í Washington Bush þótti nokkuð seinn í ganginn við að ákveða sig gagnvart Gorbatsjov, en á því er nú orðin breyting. í Hvíta húsinu og bandaríska utanríkisráðuneyt- inu kvað nú á uppleið vera hópur ungra embættismanna (í Washing- ton kallaður „brat pack,“ ung- lingagengi) sem vill gagngera endurskipulagninu utanríkismála- stefnu Bandaríkjanna. Þeir líta svo á að Nató hafi þegar glatað þýðingu sinni að verulegu leyti og að þýðing þess muni enn minnka með samningum þeim um niður- skurð vígbúnaðar er á döfinni eru. Bandaríkjamenn hafa engan áhuga á að glata ítökum í Evrópu og hingað til hefur Nató verið helsta trygging ítaka þeirra þar. Ungu mennirnir hans Bush telja Bandaríkjunum ráðlegast að tryg- gja ítök sín þar framvegis gegnum ráðstefnur þær um öryggi og sam- vinnu í Evrópu, sem undanfarin ár hafa staðið yfir í ýmsum höfuð- borgum. Þar eru öll Evrópuríki með, auk Bandaríkjanna og Kan- ada. Umræddir ungir menn vilja víkka verksvið ráðstefna þessara og grundvalla á þeim stofnun með umtalsverðu umboði, er yrði sam- starfsvettvangur fyrrverandi vestur- og austurblakka. Þar með væri „Evrópukonsert- inn“ endurfæddur, samráðsform það sem hélt Evrópu tiltölulega friðsamlegri frá Waterloo til Sara- jevo. Bandaríkjastjórn deilir með þeirri sovésku áhyggjum út af hugsanlegum óstöðugleika í Austur-Evrópu og vill til mótvægis við það öfluga, stöðuga og sam- stæða Vestur-Evrópu. í því sam- bandi skiptir Vestur-Þýskaland mestu máli, vegna efnahagslegs máttar og af horfum á samruna þýsku ríkjanna tveggja, sem vita- sículd komst á dagskrá með hruni kaldastríðskerfisins, er var for- senda skiptingar Þýskalands. Þess gætir stöðugt meir að Bushstjórn- in umgangist Vestur-Þýskaland sem helsta bandamann sinn í Evr- ópu og sniðgangi Bretland að því skapi. Sérsamband það milli eng- ilsaxnesku stórveldanna sem fyrir hendi var á ríkisárum Reagans og byggðist ekki síst á kærleikum þeirra Margaretar Thatcher, er vart lengur fyrir hendi, enda Bush tilfinningamaður minni en fyrir- rennarinn. Þegar Bush að aflokn- um Möltufundi upplýsti leiðtoga bandamanna sinna um gang mála á fundinum, ræddi hann við Hel- mut Kohl, sambandskanslara Vestur-Þýskalands, fyrstan. Og þegar Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna brá sér til Berlínar á dögunum þurftu Bretar að dekstra hann til að koma við í Lundúnum. Andstaða Margrétar við nánari samruna Evrópubanda- lagsríkja bætir ekki úr skák fyrir henni í augum Bandaríkjastjórnar og hefur aukheldur komið Bret- landi upp á kant við önnur ríki bandalagsins. Þriðji heimur miðlungi hrifinn En blikur eru á lofti sem ógna hinni nýju heimsktpan, ekki sís* eldfim þjóðernismál Sovétríkj- anna. Gorbatsjov væri trúlega til í að láta Litháa fara sína leið, ef hann ekki óttaðist að það hleypti af stað skriðu er ekki stöðvaðist fyrr en með upplausn Sovétríkj- anna sem ríkis. Það sem haldið hefur saman því geysivíðlenda og sundurleita ríki, sem Rússland/ Sovétríkin eru, var alræðisvald keisaranna og síðan forustu kom- múnistaflokksins, hvorttveggja stutt af her- og lögregluvaldi. Vart er við öðru að búast en að hætta steðji að einingu slíks ríkis þegar lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur eru upp tekin í fyrsta sinn í sögu þess. í norðurheimi fagna menn yfir- leitt endalokum kaldastríðs og vænta sér góðs af nýrri tíð sam- vinnu og vináttu fyrrverandi fénda. Öðruvísi bregður mörgum við í þriðja heiminum. Þar urðu margir sér úti um pólitískan, efna- hagslegan og hemaðarlegan stuðning með því að hagnýta sér deilur austurs og vesturs, vera öðrum deiluaðila, eða báðum til skiptis, innanhandar í alþjóðamál- um gegn margskonar aðstoð. En nú er viðbúið að úti sé um þau hlunnindi að mestu. Og líkur eru á að eitthvað af fjárfestingum þeim og lánum frá Vesturlöndum og Japan, sem að óbreyttu ástandi hefðu verið látin ganga til Róm- önsku Ameríku eða Afríku, fari nú til Austur-Evrópu í staðinn. 16 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 30. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.