Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 22
Leikárið 1989 Árið sem nú líður hefur verið tíðindafátt á yfirborðinu, leik- sýningar hafa verið í meðallagi, þótt ekki gæti enn samfellu í starfi íslenskra leikhúsa, markvissrar stefnu með rannsóknum í stíl, lífsskoðun og list. Umræða meðal leikhúsfólks er lítilvæg og af skornum skammti, enda sækja nú að stéttinni og leiklistinni hættur sem geta reynst leikhúslífinu skaðvænlegar um tíma. Borgarleikhús opnar Mestum tíðindum sætir vígsla Borgarleikhússins á þessu ári. Loksins hafa unnendur listarinn- ar eignast gott og vel tæknivætt hús. Reynsla á eftir að leiða í ljós ágalla þess og kenna starfsfólki á tækið, en hitt er jafn víst að nýtt húsnæði krefst aukningar á starf- semi Leikfélagsins og um leið aukins fjármagns í rekstur þess. Peningar halda áfram að vera til vansa í listrænni starfsemi leikhópa. Þótt þar sé afl þeirra hluta sem gera skal. Á samþykkt- um fjárlögum var dregið úr fjár- veitingum til Þjóðleikhússins og sjálfstæðra leikhópa. Þar með er ekki einungis þrengt að stéttinni, heldur er listastarfsemi af þessu tagi takmörkuð og óttast ég að á komandi ári verði um verulegan samdrátt að ræða í smærri sýning- um, nýmæli hvers konar hverfi af sjónarsviðinu um hríð. Þjóðleikhús lokar Enn er óljóst þegar þetta er rit- að hvað verður um starfsemi Þjóðleikhússins á komandi ári og hefur verið haldið á svonefndum endurreisnarmálum þess af ein- stökum aulaskap og var þó ekki á raunir þess fyrirtækis bætandi eftir að rekstrarskýrsla hússins leit dagsljósið á liðnu hausti. En þau mál öll og úrslit þeirra verð- skulda lengra rit, lengra mál. Þó má segja að brátt verður að linna því ófremdarástandi sem ríkir í málefnum þessa höfuðvígis leiklistar í landinu. Ríkisútvarp — Hljóðvarp Af þeim vettvangi er einnig að vænta stórvirkja á þessu ári, því í dag verður þar flutt leikrit Ibsens um Sólnes byggingameistara. Mér sýnist að leiklistardeildin verði um sinn helsta skjól ís- lenskra leikskálda og þjálfunar- búðir fyrir stærri átök. Margt hef- ur verið ljómandi vel gert á þeim vettvangi og er ástæða til að menn fylgist með því starfi sem þar er unnið. Afrek ársins í mínum huga hefur leikhópur- inn Emelía sýnt einna mesta dirfsku í verkefnavali og vinnu. Ólafía Hrönn Jónsdóttir hefur á þessu ári sýnt jafna og samstíga framþróun í hverju hlutverkinu á fætur öðru. Erlingur Gíslason hefur á þessu ári sannað einu sinni enn hvílíkur afburðamaður hann er á þessu sviði. Þessi þrenning sýnir það og sannar, að enn eru glæður í leik á íslandi sem geta blossað upp og skinið skært í annars myrkum heimi. pbb Ólafía Hrönn Jónsdóttir í sýningu Alþýðuleikhússins á ísuðum gell- um Viðburðaríkt myndlistarár Er hægt að segja um myndlist- ina að hún eigi sér einhverja stefnu? Að það sé einhver þróun í gangi sem stefni að ákveðnu myndmáli, ákveðinni formrænni niðurstöðu? Að myndlistin eigi sér sögu sem búi yfir einhverju sjálfstæðu og óháðu löggengi er stefni að einhverju óséðu marki? Flestir myndu svara þessari spurningu neitandi. Að slík lögmál væru ekki til og jafnvel þótt einhverjir tryðu þessari firru, þá fæli hún jafnframt í sér að listamaðurinn væri ómyndug- ur í því sem hann er að fást við. Engu að síður getum við rekið í gegnum listasöguna vissa rök- ræna þróun, sem leitt hefur á ó- líkum tímum til ólíkra en þó rök- rænna niðurstaðna. Listin hefur lengst af verið háð fortíðinni og sögunni með afgerandi hætti. Og listamenn hafa meðvitað eða ó- meðvitað kallast á við fortíðina í sköpunarstarfi sínu. Listin er þannig sögulegur arfur og lista- maðurinn sögulegt afsprengi þró- unar sem á sér víðar og djúpar rætur. Ekki bara í listasögunni, heldur í allri menningarsögunni. Og ekki bara í menningarsög- unni, heldur líka í hinni líffræði- legu þróunarsögu mannsins. Höndin og augað eiga sér líff- ræðilega og menningarlega þró- unarsögu. Hvort að baki þeirrar þróunar liggi eitthvert yfirskilvit- íegt og æðra markmið getum við látið liggja á milli hluta að svo stöddu. Því eru þessar spurningar viðr- aðar hér, að þegar við spyrjum okkur hvert stefni í íslenskri myndlist, þá verður það að vera á hreinu, hvort yfirleitt sé skynsamlegt að tala um stefnu. Eða markmið. Og þá á hvaða for- sendum. Hérskalþvítilsvarað í stuttu máli, með því að vitna í Brynjólf Bjarnason: Lögmálið og frelsið eru tvær hliðar á sama Málverkagjöf Erróstil Reykjavíkurborgar voru stærstu tíðindin úr myndlistarheiminum á árinu semerað líða. Myndin sýnir lista- manninn við eitt verka sinna. mundssonar, sem var ein af minnisstæðustu sýningum ársins. peningnum. Án annars væri hitt ekki til. Án innsýnar í söguna get- ur maðurinn ekki öðlast frelsi til þess að móta hana. Án slíkrar innsýnar er hann viljalaust verk- færi ríkjandi aðstæðna. Ef við horfum á það sem gerst hefur í íslenskri myndlist á liðnu ári, þá vekur það ýmsar vonir. Við höfum séð hér sýningar ungra listamanna sem af þekk- ingu og skilningi hafa náð þeim árangri að skapa nýtt myndmál á gömlum grunni og hafa þannig áhrif á þróun sögunnar. Og það er í sjálfu sér ekki lítill árangur. Myndlistarárið byrjaði með skemmtilegri sýningu á norrænni vefjarlist að Kjarvalsstöðum. Það var minnisverð sýning, af því að hún var stefnumótandi. Og svo kom sýning Kristjáns Guð- Málverkasýning Kjartans Ólafs- sonar að Kjarvalsstöðum var einnig minnisstæð. Þar var sleginn nýr tónn í íslensku mál- verki, sem vafalaust á eftir að segja til sín þegar fram í sækir. SUM-sýningin var líka eftir- minnileg, þótt gildi hennar hafi fyrst og fremst verið sögulegt. Þá má ekki gleyma hinni eftirminni- legu sýningu Helga Þorgils Friðjónssonar að Kjarvalsstöð- um í apríl-maí og nemendasýn- ingu Myndlista- og handíða- skólans á sama stað, sem var ein- hver eftirminnilegasta nemend- asýning sem lengi hefur sést. í heild má segja að fyrri helmingur ársins hafi verið óvenju frjór og nýskapandi, þarna komu fram hlutir sem gefa tilefhi til veru- legrar bjartsýni. Helsti listviðburður sumarsins var svo Epinal-sýningin á Kjar- valsstöðum, sem sá er þetta ritar missti því miður af vegna fjar- veru, en þar var boðið upp á sýn- ishom af mörgu því frjóasta sem gerst hefur í evrópskri myndlist síðustu áratugina. Undir haustið kom svo Erró- sýningin að Kjarvalsstöðum, sem sló öll aðsóknarmet og var einn af stórviðburðum ársins. Sýning norska málarans Arvids Petter- sen er líka eftirminnileg og sama má segja um sýningu Svövu Bjömsdóttur í Norræna húsinu. Sjaldan hefur íslenskur listamað- ur sýnt jafn markviss vinnubrögð á sinni fyrstu einkasýningu. Að síðustu má svo ekki gleyma hinni glæsilegu yfirlitssýningu Listasafns íslands á verkum Jóns Stefánssonar, en slíkar sýningar eru partur af því hlutverki safnsins að halda til haga sögu íslenskrar myndlistar. Yfir- litssýning Júlíönu Sveinsdóttir var í sama tilgangi gerð, en gaf því miður ekki fullnægjandi heildarmynd af listakonunni. Af öðrum minnisverðum tíð- indum úr heimi myndlistarinnar má nefna lokasýninguna í Ný- listasafninu í aprílmánuði. Það var verðugur endapunktur á merku starfi, en enn er óljóst hver framtíð safnsins verður. Þá er listaverkagjöf Errós til Reykjavíkurborgar einn af stór- viðburðum ársins á myndlistar- sviðinu, og á vonandi eftir að leiða til þess að við eignumst lif- andi listamiðstöð að Korpúlfs- stöðum. Opnun Listasafns Sig- urjóns Ólafssonar hefur einnig gert höfuðborgina auðugri, ekki bara að aðgengilegri myndlist, heldur með alhliða menningar- starfsemi. ■ Fjölmargar áhugaverðar sýn- ingar eru ótaldar í þessum pistli, sem gefur til kynna þá ótrúlegu grósku, sem þrátt fyrir allt er í íslenskri myndlist. Framboð á sýningum og gæði eru þegar á heildina er litið undraverð og sýna að við eigum dugmikið lið myndlistarmanna sem hefur boð- ið birginn því aðstöðuleysi og þeim ytri starfsskilyrðum, sem myndlistarmenn búa annars við hér á landi og eru í mörgu til skammar. Að Iokum skal svo minnst þeirra myndlistarmanna sem lét- ust á árinu. Myndhöggvarafé- lagið sá eftir þeim félögunum Ragnari Kjartanssyni og Jóni Gunnari Árnasyni á vordögum, og Karl Kvaran listmálari lést á miðju sumri. Þar fóru brautryðj- endur, hver á sínu sviði, sem mik- ill sjónarsviptir er að. En þegar horft er til baka get- um við kvatt árangursríkt myndlistarár og horft eftirvænt- ingarfull fram á veginn. -ólg 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 30. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.