Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 2
Systir
Skaöa
skrifar
Þúsund krónur ffyrir
rétt svar
Hvað er að Alþýðuflokknum?
Alþýðubladið
RÓSA-
GARÐINUM
þangað til það var tekinn af hon-
um síminn. Það þurftu nefnilega
fleiri að hringja á spítalanum! Svo
ég sagði bara við hana, Gubba
mín! þú skrifar þá bara sjálf
þessa árans pistla og lætur þá
aldeilis hafa það óþvegið þessa
kallhlunka sem endalaust troða á
okkurkvenfólkinu! En neei,-hún
þorði ekki. Sagði að Skaði yrði
reiður.
Ég meinaða. Og hvað með
það? Það sagði ég líka við hana.
Ekki svo að skilja, ég fattaði al-
veg hvað hún átti við. Maðurinn
hefur gengið á henni árum sam-
an og hún þorir hvorki að æmta
né skræmta, það veit ég. Hún er
engin manneskja til að standa í
hvorki honum né öðrum ef kopp-
urinn hallast eitthvað. Hún er orð-
in svo kúguð hún Gubba að hún
er hreinlega að verða ósýnileg.
Einsog þetta var nú bráðmyndar-
leg manneskja á sínum tíma og
allir í fjölskyldunni glaðir fyrir
Skaða hönd. Við hefðum sko átt
að vara hana við, en hvað á mað-
ur að gera?
Ég var satt að segja að vonast
til að hún skrifaði og hann móð-
gaðist, læstur inná spítala auðvit-
að, og svo myndu þau skilja og
hún fengi loksins tækifæri og
svoleiðis, en það er auðvitað
della. Hún Gubba er engin mann-
eskja án hans Skaða. Hún er sko
orðin keis alveg einsog hann.
En ég tók þetta semsagt að
mér. Og ekkert með að skrifa
undir nafni Skaða svo enginn viti
að hann sé veikur, sem hann er
auðvitað ekki, hann er alveg
einsog hann á að sér að vera
hann veit það bara ekki. En ég
ætla sko ekki að fara að lenda í
því sama og hún þarna systir
þessa franska rithöfundar
Claudels eða eitthvað svoleiðis.
Sko hún hét Colette og hann lét
bara læsa hana inná geðveikra-
hæli afþví hún var eitthvað fyrir
honum og svo tók hann það sem
hún skrifaði og gaf út í sínu nafni.
Og öllum þótti þetta alveg rosa-
lega gott hjá honum. Og þetta er
satt og er meira að segja í bíó-
mynd um hana afþví að nú er fólk
loksins búið að fatta hvað þetta
var rosalegt. - En þið skuluð ekki
einu sinni halda að þið fáið að sjá
þessa mynd hérna, hún er nefni-
lega ekki ammrísk svo þó hún
kæmi í bíó myndi enginn koma að
sjá hana, slík er forherðing
karlveldisins hér á landi og han-
anú!
Systir Skaða
Jæja. Þá er röðin loksins kom-
in að mér, tími til kominn og það
fyrir löngu! Ég var satt að segja
farin að efast um að ég fengi
nokkurn tíma að komast að, ég á
við, svona er þetta alltaf, það sitja
einhverjir karlhlunkar að öllum
bitlingum, ölium tjáningartæki-
færum, öllum... öllum sona tæki-
færum og við kvenfólkið eigum
bara að sitja úti í horni og þegja.
En nú er minn tími runninn upp!
Sko. Mér hefur verið meira mál
að komast til orða en flestum af
því ég hef þurft að sitja undir því.
að vera litla systir þessa kol-
ómögulega karlhlunks Skaða
árum saman og allir vita það. Ég
meina, mér hefði verið sama ef
enginn hefði vitað það en það
vita það allir og það er meinið og
svo er hann eldri en ég og kom
sér þess vegna í það pláss sem
mór bar með réttu áður en ég
komst til vits og ára. Svo var
plássið bara upptekið þegar ég
loksins var tilbúin, kominn í það
fulltrúi fjölskyldunnar, íhalds-
skarfur og karlrembusvín og ég
veit ekki hvað. Eins og ég hafi
ekki tekið þetta nærri mér?
Svo vildi nú bara svo vel til
hérna um daginn að hann var
eitthvað voða mikið að hugsa um
hvað hann ætlaði að skrifa, ör-
ugglega einhverjar blammering-
ar á konur því það langar hann
alltaf mest til og var svo mikið
niðri fyrir að hann gáði ekki að
sér, rann á hálkunni rétt þegar
hann var að stíga uppí Bensann
og datt á rassinn. Sló höfðinu við
gangstéttarbrúnina og ég veit
ekki hvað, ruglaðist algerlega í
ríminu og er kominn á spítala um
óákveðinn tíma. Þau vita það
nefnilega ekki á þessum spítala
að hann er bara svona. Halda
bara að hann sé eitthvað ruglað-
ur og hann er ekki búinn að fatta
það ennþá. Það held ég verði nú
uppistand þegar þar að kerm
En ég geri mér sosum engar von
ir. Veit sem er að hann er í sam-
böndum og hefur allt liðið í vas-
anum svo við erum ekki laus við
hann lengi, en er á meðan er,
segi ég nú bara.
En svo hafði hann þessar líka
rokna áhyggjur af þessum pistli.
Var hreint alveg að drepast og
konan hans, hún Gubba, var
bara alveg eyðilögð afþví hún lof-
aði honum því að bjarga þessu.
Hún er svoleiðis kona hún
Gubba, lofar alltaf að bjarga
öllum og kemur svo vælandi til
mín. Jájá, það vissi náttúrlega
enginn að hann væri giftur hann
Skaði. Það var sosum auðvitað
að hann þegi yfir því þunnu hljóði.
Hann er einn af þessum remb-
ingsköllum sem finnst staður
konunnar vera í eldhúsinu, en
reyndar má hún líka þrífa klósett-
ið hún Gubba og draga af honum
sokkana á kvöldin. Eg segi ekki
meir!
En hún Gubba ræfillinn var
tmsagt alveg í rúst útaf þessu
með hann Skaða afþví svo treysti
hann henni ekki heldur til að sjá
um þetta og hefur verið hringj-
andi útum allan bæ eða alveg
Gaman að hitta
landa í útlöndum
Háhyrningunum líður vel í
Frakklandi eftir tólf tíma ferð frá
íslandi. Eru farnir að tala við hitt
íslenska parið.
DV
Gætum við ffengið
það núna?
Við ákvörðun tímatals okkar var
árið 1 eftir Krist látið taka við af
árinu 1 fyrir Krist. Árið núll var
sem sagt aldrei til.
DV
Ekkert má maður
Fá íslensk stórfyrirtæki ekki að
fara á hausinn?
DV
Af hverju ekki?
Nútímakonur eru stundum árás-
argjarnar til þess að sanna að þær
séu jafnokar karlmanna, en það
sannar bara ekkert.
Pressan
Svo f ór hann bara og
lagði sig
Drap köttinn, málaði hundinn
bláan og kveikti í húsi foreldra
sinna.
DV
Já, erþaðekki al-
veg rétt?
Hér eru allar auglýsingar í gríni
og hótfyndni, því að íslendingar
fást ekki til að horfa á auglýsingar
nema þær séu „léttar og skemmti-
legar“ eins og þeir sjálfir!
DV
Voru þeir svona
hryllilega leiðin-
legir?
Þetta var einhver kærkomnasti
léttir ævi minnar. Áróður „Gor-
ba“ var svo vel heppnaður að ég
snarhætti að fara á Varðbergs-
fundi og hef ekki farið síðan.
DV
Rétt skal vera rétt
Jóhanna Kristjónsdóttir, leikhús-
gagnrýnandi Morgunblaðsins, er
hins vegar á því að lýsingarorðið
„glæsilegur" hafi verið „ofnotað
gróflega“ um leikhúsið,
„myndarlegt" eigi betur við það.
DV
Greinilega djúp-
hugsað tímamóta-
verk
Dagskrárkynningarmyndin var
glaðbeitt eins og áður sagði og
hæfði leikritinu sem er í gaman-
sömum rugltón líkt og framhalds-
þáttur Stöðvar 2 Borð fyrir tvo,
gott ef einhverjir taktar úr nýj-
asta Laddahlutverkinu hafa ekki
náð rótfestu í lífshrynjanda þessa
verks.
2 SlÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. janúar 1990
Morgunblaöió