Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 8
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaöur Helgarblaðs: Ólafur Gislason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Augiýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla:® 68 13 33 Auglýsingadeild: @ 68 13 10-68 13 31 Símfax:68 19 35 Verð: í lausasölu 140 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Samfylking í Reykjavík Eitt stærsta skref sem tekið hefur verið í átt til samfylkingar félagshyggjufólks á íslandi var stigið innan vébanda Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík í fyrrakvöld. Samþykkt var með 54% atkvæða á mjög fjölmennum félagsfundi að vinna áfram „að því að sameina alla íhaldsandstæðinga" í komandi borgarstjórn- arkosningum í Reykjavík að vori. Þeir sem lentu í minnihluta voru ekki á móti hugmyndinni um samfylkingu, en vildu aðeins ganga enn lengra og enn hraðar til þess verks. Einlægum lýðræðissinnum sem hingað til hafa stutt Sjálf - stæðisflokkinn hlýtur að verða bumbult við að bera þetta saman við undirbúning hans fyrir sömu kosningar. Meðan Alþýðu- bandalagið berst fyrir opnu og víðtæku lýðræðislegu samstarfi áhugafólks um borgarmálefni treysta Sjálfstæðismenn í Reykjavík sér ekki lengur til prófkjörs, heldur þrengja miðstýr- inguna í flokki sínum og loka sig innan múra. 136 einstaklingar í Sjálfstæðisflokknum ákváðu á Hótel Sögu um daginn að 15 kjörnefndarmenn eigi að velja frambjóð- endur fyrir Reykvíkinga með algerri leynd. „Nefndin mun ekki gefa neinar upplýsingar um störf sín“ segir talsmaður leyni- makksins í DV í gær, og nefndarmenn „hafa allir gengist undir strangan trúnað“. Sjálfstæðismenn skynja, að valdaskeiði þeirra í landsmálum er líklega að fullu lokið. Flokkur þeirra er í reynd þröng áhugamannahreyfing. Völdin í Reykjavík eru eina vonin, og hún getur brostið gegn nýju, sterku afli. Alþýðubandalagið bíður nú eftir viðbrögðum frá öðrum stjórnmálaflokkum og óflokksbundnum áhugamönnum. Al- þýðubandalagsfólk hefur rætt ýmsar hugmyndir, m.a. um að leysa upp flokksböndin og efna til almenns prófkjörs með öðr- um flokkum og áhugahópum um borgarmálefni. Þetta eru samt skilaboð til almennings í Reykjavík fyrst og fremst. Unga fólkið sem er farið að líta á erfiðleikana við dag- vistun barna sem ill örlög, geturfyllst bjartsýni að nýju. í Reykja- vík er að myndast fjöldahreyfing, sem neitar að borga nær fjórum sinnum meira í ráðhús heldur en til dagheimila. Og veit að það er hægt. Þetta nýja afl í Reykjavík getur komið því til leiðar, að eld- snöggt átak verði gert í málefnum aldraðra borgara, ekki með tímanum, heldur umsvifalaust, í stað þess að eyða kröftunum í steinbákn sem mega bíða. Snúningshús, ráðhús og bílapakk- hús eru ekki á óskalista eldri kynslóðarinnar. Nú er að myndast fjöldahreyfing sem setur hagsmuni fullorðna fólksins fram fyrir bílana, veislugestina og embættismennina. Alþýðubandalagið er forystuafl í stjórnarandstöðu í borgar- stjórn Reykjavíkur. Það ber því mikla ábyrgð og fer nú af skynsamlegri gætni og fyrirhyggju til þeirra verka sem blasa við. Það býr sig undir málefnabaráttu með hefðbundnum hætti, en heldur opnum möguleikanum til samstarfs við alla aðra flokka eða hópa fólks. Minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur hafa verið sammála um nær allar áherslur í málflutningi sínum á kjörtíma- bilinu. Flokkarnir hafa unnið saman sem ein heild og markvisst lagt til hliðar flest minni ágreiningsefni sín, svo samstaðan héldist. Alþýðubandalagið erforystuafl þess hóps, sem metur mann- gildi meira en auðgildi, þarfir barna og aldraðra umfram lúxus- þjónustu við bílstjóra og veitingahúsagesti. Persónulegar vær- ingar og illur arfur af ýmsu tagi hafa hindrað félagshyggjufólk í þessu landi lengur en skoðanasystkin þess í nálægum löndum við að mynda sér sterkt sóknarafl til raunverulegra framfara, þar sem lífsgæði fjöldans eru í fyrirrúmi Reykjavík er öflug, tekjuhá og hefur alla burði til að búa þegnum sínum fyrsta flokks skilyrði. Reyndar er siðferðileg skylda hennar að skapa landsmönnum öllum aðstöðu og ánægju, vegna þeirra miklu tekna sem höfuðborgin hefur sem aðalinnflutningshöfn, aðsetur stjórnsýslu og stærstu fyrirtækja. Aðstöðugjöld og aðrir skattar sem Reykjavík innheimtir vegna stöðu sinnar eru að verulegu leyti skattheimta af landsmönnum öllum. Sérstök ástæða er til að leggja áherslu á það hlutverk höfuðborgar að verða heimahöfn allra landsmanna öðrum Grænt myrkur í Hafnarfiröi Fimm norskir málarar sýna í Hafnarborg á vegum Norrænu listamið- stöðvarinnar í Sveaborg Það athyglisverðasta sem kom- ið hefur fram í norrænni myndlist á síðustu árum er endurvakning rómantísku stefnunnar innan landslagsmálverksins. Þetta segir Maaretta Jaukkuri, sýningar- stjóri Norrænu listamiðstöðvar- innar í Sveaborg í formála sýning- arskrár þessarar sýningar, sem hefur að geyma málverk eftir Anne Katrine Dovlen, Erik Ann- ar Evensen, Olav Christopher Jenssen, Jon Arne Mogstad og j Björn Sigurd Tufta. Þetta er far-1 andsýning sem fer um öll Norður- löndin, en hún verður opnuð í Hafnarborg kl. 14 á laugardag og stendur til 4. febrúar. Opnunar- tími er kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga. -ólg Olav Christopher Jenssen: Smá- saga, olíumálverk. Helgarveðrið Horfur á sunnudag: Austlæg átt, slydda eða rigning við norðurströndina, hlý S-átt með súld á SA- og A-landi en SV-átt og skúrir eða slydduél vestanlands. Hiti 1 -6 stig, kaldast NV-lands. Horfur á laugardag: Þykknar upp með vaxandi SA-átt, fyrst SV-lands. Snjókoma eða slydda þegar líður á daginn um sunnanvert landið og síðar um landið norðanvert. Vægt frost víða um land. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.