Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 23
síða svarta
frakkanum
Föstudagur 19.18110» 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23
Maðurinn í
„Ó miskunn" heitir nýjasta
plata Bob Dylans. Ekki veit ég
hvers vegna Dylan velur þessa
upphrópun sem titil en hann er
kominn á þann aldur aö ekki er
ólíklegt að skarkali nútímans sé
farinn að þreyta þjóðskáldið
bandaríska. Hann hefur verið í
sviðsljósinu nær látlaust í þrjátíu
ár og það hefur gengið á ýmsu.
En hvað sem ástæðu upphróp-
unarinnar um miskunn líður þá er
„Oh Mercy" besta erlenda plata
ársins að minum dómi.
Á ritstjórnarskrifstofu Þjóð-
viljans kemur það einstaka sinn-
um fyrir að ekki er hægt að
þurrka ánægjugrettuna af eins-
taka mönnum heilu dagana
vegna þess að eitthvert goðið hef-
ur gefið út plötu. Þannig hef ég
heyrt menn hér á bæ, sem ganga
nú í gegnum gelgjuskeið tvö, dá-
sama í tíma og ótíma „Oh
Mercy“. Þetta verður að skoðast
sem hrós fyrir Dylan vegna þess
að gamlir aðdáendur hafa verið
dálítið sárir út í Dylan undanfarin
ár, bæði vegna þess að maðurinn
gerðist óhóflega trúaður og
plötur hans undanfarinn áratug
hafa verið undir gæðum þess
besta sem Dylan hefur gert á
löngum ferli.
Eg kann Dylan ekki utan að
eins og margir kunningjar mínir
sem eiga Dylan eins og hann
leggur sig, rispaðan í rifnum nær-
buxum og snjáðum umslögum.
Síðasta plata Dylans sem ég hafði
gaman að og hlustaði mikið á var
„Disire". „Oh Mercy“ er allt
öðruvísi og betri plata og hrein
hátíð í samanburði við það sem
Dylan sendi frá sér í millitíðinni.
En þessi millitíð er hvorki meira
né minna en 13 ár. Nú veit ég að
Magnús Þór Jónsson, sem sá um
hreint frábæra þætti um Dylan á
Rás 2 á síðasta ári, er ekki sam-
mála þessu mati mínu. En Magn-
ús er líka einhvers konar æðsti-
prestur Dylanaðdáenda á íslandi
og fyrirgefst því margt.
Fyrsta lagið á „Oh Mercy“ sem
vekur upp mikla vellíðan er
einkar ljúf ballaða, „Where Te-
ardrops Fall“, lag sem hentar vel
þegar búið er að slökkva á vel-
ferðarsamfélaginu og ljósin hafa
verið dempuð. Dylan syngur
þetta lag eins og önnur lög á
plötunni líkt og engill. Mikið
dæmalaust getur karlinn sungið
vel. Og þó það hafi verið sagt svo
oft áður um söng Dylans þá skal
það sagt einu sinni enn: Hann
hefur aldrei sungið betur. Aldur-
inn hefur gefið rödd hans þroska
og vald sem fáum söngvurum
auðnast.
í laginu þar á eftir, „Every-
thing Is Broken“ fer Dylan í létt-
bláan rokkblús og syngur um ver-
öld í molum. „Allt er í molum“.
Ég ætla ekki að þræða mig í gegn-
um plötuna lag fyrir lag en get
ekki látið tveggja annarra laga
ógetið, „Ring Them Bells“ og
„The Man In The Long Black
Coat“. Það síðarnefnda er raunar
slík snilldarsmíð að um það er
ekki hægt að hafa mörg orð.
Sjaldan eða aldrei hef ég heyrt
dægurlagasöngvara leika eins vel
á þagnir og Dylan gerir í þessu
lagi. Hljóðfæri eru fá, röddin
djúp og lág og bjöllutíst í upphafi
gefur manni mynd af manni sem
situr úti á verönd á heitri sumar-
nóttu og hugsar um konuna sem
fór frá honum „með manninum í
síða svarta frakkanum". Þetta lag
á örugglega eftir að verða eitt af
fjölmörgum klassískum lögum
Dylans, lag sem á eftir að lifa
löngu eftir að núlifendur eru
komnir undir græna torfu.
Það er ekki að undra að „Oh
Mercy“ skuli hafa vakið þann al-
menna fögnuð sem platan hefur
gert. Bretar hafa til að mynda
tekið „Oh Mercy“ með kostum
og kynjum en þar eins og hér naut
gamli maðurinn ekki lengur
þeirra ofurvinsælda sem hann
gerði á velmektarárunum. „Oh
Mercy“ er svo gott sem hnökra-
laus plata og hefur það fram yfir
plötur yngri tónlistarmanna, að
vera að mestu spiluð án tölvu- og
tæknibrellna. Fyrir vikið er tónl-
istin á „Oh Mercy" öll miklu tær-
ari og hreinni en gengur og gerist
með plötur.
Ég sagði plötuna svo gott sem
hnökralausa. Það er aðeins eitt
lag sem ekki höfðar sérstaklega
til mín og það er fyrsta lag henn-
Og þannig fór það nú
Þá er búið að afhenda hinum
heppnu í poppgetraun Þjóðvilj-
ans vinningana. Þorsteinn Gests-
son fékk geislaspilarann góða frá
Pioneer. Sagðist að vísu eiga einn
slíkan fyrir en ætlaði að skipta
honum fyrir segulband. Þor-
steinn sagðist vera reglulegur les-
andi dægurmálasíðunnar og
raunar aðdáandi, en slík ummæli
gera mann eðlilega feiminn.
En hvernig gekk sigurvegaran-
um að finna réttu svörin við
poppgetrauninni, var hún erfið?
„Þetta var dálítið erfitt með þessa
gömlu, eins og Stuðmannaspurn-
ingin og ég þurfti að fá það stað-
fest hvort fyrsta plata Megasar
héti ekki örugglega bara
„Megas“ og þurfti að leita að
réttu nafni Ringo Starr á gömlum
bítlaplötuumslögum," sagði Þor-
steinn Gestsson.
Ingibjörg Blöndal fékk önnur
verðlaun, 10 geisladiska. Hún
sagði þá kærkomna og sem betur
fer á hún geislaspilara til að spila
þá. Ragnhildur Sverrisdóttir fékk
síðan ferðasegulbandstækið sem
var í þriðju verðlaun.
Rétt svör við poppgetrauninni
voru þessi:
1. The Band Of Holy Joy - Manic,
Magic, Majestic.
2. Velvet Underground.
3. Jeff Healey.
4. Reptile.
5. Q4U.
6. Elvis Costello.
7. Richard Starkey.
8. Wuthering Heights.
9. Wind In The Willows.
10. PIanet.
11 .Kristin Hersh.
12. Grafík, Pax Vobis, Tappi Tíkar-
rass, Hunangstunglið.
13. Working Class Hero.
14. House Of Love.
DÆGURMÁL
Á tónleikum fyrir skömmu kom Dylan inn á sviðið, settist við píanóið og byrjaði að spila. Hljómsveitin var ekki með á
nótunum, hún kannaðist ekki við lagið. Eftir að hafa spilað í örstutta stund stóð goðið upp ævareitt og hrópaði á
hljómsveitina: „Látið það aldrei koma fyrir aftur að ég byrji á lagi sem þið kunnið ekki.“ Svo strunsaði hann út af sviðinu.
En það var ekki að undra að hljómsveitin væri ekki með á nótunum, Dylan hafði samið lagið daginn áður.
leggja sig... hann er ekki í rétta
skapinu núna... hann fór út að
borða... hanneríbaði.“í þessum
dúr voru afsakanirnar sem um-
boðsmaðurinn gaf veslings blaða-
manninum.
Þegar stundin var loksins runn-
in upp mætti umboðsmaðurinn til
blaðamannsins og fór með drjúg-
an lista af atriðum sem hann átti
að hafa í huga áður en hann hitti
Dylan sjálfan. Gefum umboðs-
manninum orðið: „Ekki um-
gangast hann eins og guð, það fer
alveg með hann. Ekki spyrja
hann hver Mr. Jones er né um
mótorhjólaslysið. Ekki þykjast
vita eitthvað sem þú veist ekki,
hann sér strax í gegnum þig. Ekki
reyna að taka STORA VIÐTAL-
IÐ við Bob Dylan og reyndu ekki
að kafa í sálarlíf hans, honum
finnst það móðgandi. Ekki spyrja
hvert hann er að fara í einstökum
textum. Tíndu ekki til gömul til-
svör til að fá hann til að ræða þau,
hann ansar því ekki“ og svo fram-
vegis og svo framvegis.
Nýlega hafnaði Dylan því að
vera á forsíðunni á Rolling Stone,
sem Dr. Hook söng sig inn á um
árið. Ástæðan? Hann hatar fjöl-
miðlaathygli, segist ekki þurfa á
henni að halda. Hann stakk upp á
því að einhver af götunni yrði
settur á forsíðuna og spurður
hvað honum þætti um Bob Dyl-
an. Það yrði mun forvitnilegra
viðtal. „Góð hugmynd Bob,“
sagði ritstjórinn, „en það selur
ekki blaðið.“
„Einmitt,“ svaraði Dylan,
„hvers vegna ætti ég líka að vilja
selja Rolling Stone?“
Titillinn „Oh Mercy" er kann-
ski hróp Dylans til umheimsins
um miskunn, um að kastljósinu
verði beint eitthvað annað?
-hmp
ar, „Political World“. Það er að
mínu áliti út úr takti við það sem
fylgir á eftir og heldur sér út
plötuna. En það er nóg af öðrum
lögum á plötunni þannig að það
tekur því ekki að búa til úlfalda úr
þessari mýflugu.
Það eru örugglega engar ýkjur
að titla Dylan sem eitt af þjóð-
skáldum Bandaríkjanna. Og eins
og oft vill vera með þjóðskáld er
Dylan á skjön við meðalmann
landa sinna. Hann hefur haldið
fleiri tónleika en nokkur fær
munað og farið í urmul viðtala
um allan heim. Hann er þess
vegna kannski orðinn þreyttur á
endalausri röð blaðamanna sem
allir spyrja sömu spurninganna.
Dylan veitir þar af leiðandi áka-
flega fá viðtöl núorðið. Blaða-
manni Q gafst þó tækifæri til að
fylgja goðinu eftir á tónleika-
ferðalagi, í von um að fá við hann
viðtal. Það tók blaðamanninn
nokkrar vikur, því á síðustu
stundu var Dylan alltaf að gera
eitthvað annað. „Hann þurfti að
Lukkulegir vinningshafar, Ingibjörg Blöndal og Þorsteinn Gestsson.
RagnhildurSverrisdóttirkomstekkitilaðtakaámóti sínum vinningi.
Mynd: Kristinn.
15. ÓIÍ Gaukur útsetti strengi í Tidal
Wave.
16. Fellahellir varð 15 ára.
17. Dirty Worke.
18. Egill Ólafsson, Jakob Magnús-
son, Sigurður Bjóla, Tómas Tómas-
son, Valgeir Guðjónsson og Þórður
Árnason.
19. Auga í vegg, Gísli, Eyðimerkur-
hálsar.
20. Megas.
Aukaspurning: Earth quake Waat-
her, Clash.