Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 3
Skildi hann ekkert í persónunum sínum? Einar Kárason situr fyrir svörum. Ætlarðu að bregða mór, bölv...? Andvaka MH- Nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð vaka við vinnu, sköpun og skemmtun alla þessa viku Sveiflan blífur. Myndir Jim Smart Ljúfir djasstónar bárust að eyrum blaðamanna Nýs Helgarblaðs þegar þeir gengu inn í steingrátt anddyri Menntaskólans við Hamrahlíð, skreytt litríkum og upplífgandi veggspjöldum með auglýsingum um það sem fram átti að fara í „frjálsu vikunni". Tónarnir bárust frá kaffihúsi inn af anddyrinu til vinstri. Þar léku sumirnemendurskólansdjass uppi á palli meðan aðrirdrukku sopann sinn og úðuðu í sig stór- um tertusneiðum. Hláturog reykur kepptu við tónana um loft- ið. Það var eins og í ævintýrinu um fósturdóttur Maríu meyjar að ganga um húsið og kíkja inn í her- bergin. Alls staðar var eitthvað á seyði sem kom á óvart: iðnir nemendur að læra að teikna snið og sauma; hópur að anda í kór undir stjórn kennara í sjálfsvörn sem talaði ensku með syngjandi norskum hreim; dulspakir nem- endur rýnandi inn í framtíðina undir stjórn „hins kunna miðils og landshornaflakkara" Leifs Leópoldssonar ... Heimsmynd á hverfanda hveli, líkamlegt leik- hús, kvennaguðfræði, þróunin í Austur-Evrópu. Og margt margt fleira. „Ég vissi ekkert til hvers var ætlast af mér,“ var Ingibjörg Har- aldsdóttir að segja þegar við opn- uðum glufú á dyrnar að stofu 17, „en þá minntist ég þess að stúlkan hafði talað um „frjálsa daga“ og fannst að ég mætti þá líka tala um það sem mig langaði til...“ Þarna inni var verið að tala um tilgang bókmennta. „Það besta við bókmenntir er að þær hafa engan tilgang,“ sagði annar ræðumaður, en utan úr sal var spurt hvort lesendur mættu þá sjá út úr bókum hvað sem þeim sýnd- ist, jafnvel hluti sem höfundurinn vissi ekki um. Já, ræðumönnum fannst það sjálfsagt, og saga sögð því til sönnunar að ekki vissu rithöfund- ar alltaf hvað þeir væru að gera: Ungur frændi vinsæls íslensks sagnaskálds kom til hans í öngum sínum og átti að skrifa ritgerð um persónur í bók hans. Rithöfund- urinn sá aumur á frænda sínum og bauðst til að vinna verkið fyrir hann. Skrifar svo í hvelli langa ritgerð og skýrir persónur sínar ýtarlega. Líður nú og bíður og loks fær frændinn ritgerðina aftur frá kennaranum með slaklegri einkunn og þeirri umsögn að vissulega beri hún vott um mikla elju, en hann hafi því miður ekk- ert skilið í persónunum! Þegar við komum út frá bók- menntaumræðunum er loftið þrungið spennu. Búið er að hengja síð svört plasttjöld fyrir innsta hluta Miðgarðs og þegar við komum inn fyrir þau sjáum við langa svarta ræmu á gólfinu, feitasta um miðbikið. Meðfram ræmunni endilangri báðum megin er raðað kertum sem margir nemendur hjálpast að við að kveikja á. Hvað á að gera hér? Efla svartan seið? Öll ljós eru slökkt nema týr- urnar á gólfinu og fólk heldur niðri í sér andanum. Allt í einu stekkur út um hliðardyr mannvera, bronslituð frá hvirfli til ilja með stóran logandi kyndil í hendi og sveiflar honum snöggt fram og aftur svo heitur þytur fer um loftið. Frummaðurinn sýnir náttúrunni mátt sinn og megin. Cheo Cruz dansar. Þetta er karlmaður, og hann dansar ástríðuþrungið inn á svarta dregilinn, tekur stutt, kraftmikil spor eins og hann höggvi loftið. Sveiflar kyndlinum og slær taktinn með hristu sem hann er með í hinni hendinni. Þegar bronsmaðurinn kemur að miðju dregilsins þar sem er hringmyndað rjóður hendir hann sér niður og gefur frá sér urrandi og hvæsandi hljóð. Við erum stödd í frumskóginum. Við erum að horfa á frummanninn ná sam- bandi við aðrar verur lífríkisins. Hann er hluti af náttúrunni og galdrar hana undir sig. Maðurinn stekkur aftur á fæt- ur, sveiflar kyndlinum, skekur hristuna, teygir fram tærnar og tyllir sér á þær á víxl, dansar út af dreglinum og hleypur í hvarf. Allir anda út. Galdurinn er bú- inn. En fólk fer ekki heim að sofa strax. Andvökunni er ekki lokið enn. Föstudagur 19. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.