Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 10
3 ÚR RÍKI ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SKRIFAR NÁTTÚRUNNAR Irfsanda loft íslendingar hafa státað sig af því að geta neytt hreina loftsins sem eyjaveðurfarið sér um að skammta okkur ríkulega. En hvorki hér né annars staðar er lífloftið mannanna jafn ómengað og við viljum hafa það. Hér á ís- landi er loft forpestað staðbundið á Stór-Reykjavíkursvæðinu og erlendis veldur iðnaðar- og bíl- amengun miklum vandræðum. Hvernig er lofthjúpur jarðar og hvaðan kom hann? Lofthjúpurinn nær tugi kíló- metra út í geiminn en á sér engin eiginleg endimörk því loft þynn- ist út í „tómið“. í neðstu 5-10 km (veðrahvolfinu) eru um 95% af massa allra lofttegundanna í hjúpnum og þar geisa veður og þar hrærist lífið. Loftþrýstingur er hugtak sem merkir: Þungi loft- súlu sem nær upp í gegnum hjúp- inn og hvílir á tilteknum fleti. Vigti maður súlu sem hvflir á ein- um fersentimetra, reynist hún vera um 1 kg. Slíkan þrýsting nefna menn eitt bar (ein loft- þyngd) sem telst 1000 millibar. Þrýstingurinn minnkar auðvitað með hæð; er orðinn 500 mb í 5,5 km hæð og 10 mb í 30 km hæð. Efnin í súlunni góðu eru aðal- lega nitur (köfnunarefni) 78%, Gefið súrefni 21%, argon og koldíoxíð (samband kolefnis og súerfnis) innan við 1%, auk þess er vatns- eimur í loftinu, ýmis efni í mjög smáum stfl, bæði lofttegundir og agnir, þar á meðal smásætt ryk, saltkristallar úr sjó og kolefni- sagnir (sót). Hitafar í lofthjúpnum og ýmis konar virkni er með ýmsu móti eftir hæð yfir jörðu. Hita- breytingar með hæð eru notaðar til að skipta lofthjúpnum í hvolf. Neðst er veðrahvolf og nær það að meðaltali upp í 10km hæð. Þar lækkar hiti u.þ.b. um 0,65 stig fyrir hverju 100 metra sem ofar dregur. Efst í því er frostið á bil- inu 40 til 80 stig. Þarna fyrir ofan tekur við skýlaust heiðhvolfið og nær upp í 50 km hæð. Frost minnkar í efri hluta þess vegna varma sem stafar frá virkni út- fjólublás ljóss; það myndast óson úr súrefni, en við það missa út- fjólubláu geislamir mest af orku sinni og svo nemur óson líka út- fjólubláa ljósið. Þarna verður því til sá skjöldur til varnar þessu hættulega ljósi er verið hefur fréttaefni nokkuð lengi. í mið- hvolfi, milli 50 og 80 km hæðar- markanna er loft orðið mjög þunnt. Þar em meðal annars skil- yrði til að endurvarpa útvarpsbyl- gjum (mikilvægt vegna útvarps- sendinga á jörðu niðri) og þar lækkar hitastigið aftur og er orðið um og yfir 80 stiga frost efst uppi. Næstu tugir kflómetra (frá 80 km hæð og uppúr) nefnast hitahvolf því þar hækkar hiti um mörg hundmð stig. Orsökin er sú að rafeindir og orkuríkir geislar frá sólinni (t.d. röntgengeislar) lenda þarna í gildru. Loftsameindir klofna og lýsa og þama er m.a. að finna norður- ljós. í fáein hundmð kflómetra hæð yfir jörðu er lofthjúpurinn orðinn nánast að engu og fimb- ulkuldi geimsins ráðandi. Mörg vá hefur steðjað að loft- hjúpnum. Sumt kann að vera bundið náttúrulegum sveiflum eða hamförum en annað er af manna völdum. Það er einkum þrennt sem menn hafa á samvisk- unni - og þá á það einkum við iðnþjóðirnar og meðal þeirra einkum við ráðamenn og eigend- ur stórra iðnfyrirtækja: * Sleppt er út í lofthjúpinn gasi sem inniheldur sýmmyndandi efni, t.d. brennisteinsdíoxíð. Afl- eiðingin er súrt regn. * Sleppt er út í lofthjúpinn reyk og útblæstri frá brennslu jarð-olíuefna og kola. Afleiðing- in er eitrað loft og meira magn koldíoxíðs í lofti. Síðara atriðið getur valdið því að veðurfar breytist því koldfoxíðið er hluti af hitahlíf jarðar. * Sleppt er út í lofthjúpinn klórflúórefnum sem kunna að minnka hlutfall ósons í honum. Afleiðingin gæti m.a. birst sem skortur á smákrflum í fæðukeðj- unni og fleiri krabbameinssjúk- lingar. Það stendur upp á mennina að gefa sjálfum sér hreint loft. 353 Selfoss Miðbær Hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Bæjarstjórn Selfosskaupstaðar hefur ákveðið í samráði við skipulagsstjórn ríkisins að efna til samkeppni um deiliskipulag miðbæjar á Sel- fossi. Um framkvæmd samkeppninnar fer eftir samkeppnisreglum Arkitektafélags íslands. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hug- myndir um uppbyggingu heilsteyptari mið- bæjarkjarna sem þjónar ekki aðeins Selfossi heldur öllum byggðasvæðum í Árnessýslu og um leið að skapa aðlaðandi umhverfi. Heimild til þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborg- arar og erlendir ríkisborgarar með fasta búsetu á íslandi. Trúnaðarmaður dómnefndar afhendir sam- keppnisgögn frá kl. 13.00 mánudaginn 22. jan- úar, gegn skilatryggingu að upphæð kr. 2.000,-. Skilatrygging verður ekki endurgreidd eftir skiladag. Frestur til að skila tillögum er til 11. apríl 1990. Heildarupphæð verðlauna verður kr. 1.500.000,- og verða 1. verðlaun ekki lægri en kr. 800.000,-. Trúnaðarmaður dómnefndar er: Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri Byggingarþjónustunni Hallveigarstíg 1,121 Reykjavík Pósthólf 1191 Auglýsing um óskilahross Eftirtalin hross sem eru í vörslu hestamanna- félagsins Fáks og ekki er vitað um eigendur að, verða seld á opinberu uppboði fyrir áföllnum kostnaði að liðnum 14 dögum, verði réttir eigendur ekki búnir að vitja þeirra fyrir þann tíma og greiða af þeim áfallinn kostnað. 1. Brúnn hestur, aldur ca. 9 v. mark - fjöður aftan vinstra. 2. Rauðstjörnóttur hestur, aldur ca. 10 v. mark - stíft hægra. 3. Brúnn hestur, aldur ca. 10-11 v. ómarkaður. Uppboðið verður auglýst síðar. Nánari upplýs- ingar um hrossin verða veittar á skrifstofu Fáks í síma 672166 á milli kl. 14.00 og 18.00 virka daga. Hestamannafélagið Fákur HASKOLI ISLANDS Sumar- og fjarkennslunám í upp- eldis- og kennslufræðum við Fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands Næsta sumar byrjar tveggja ára nám (30 e.) í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Is- lands. Nám þetta er einkum ætlað leiðbein- endum, í framhaldsskólum og er formlega eins uppbyggt og að fullu sambærilegt við eins árs nám í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla íslands. Nemendur munu stunda nám sitt ann- ars vegar í Háskóla íslands og hins vegar með aðstoð fjarkennslu. Námið hefst í Háskóla íslands 15. ágúst n.k. og stendur til 25. ágúst. Nemendur mæta síðan sem hér segir: 1. Eina viku um mitt skólaár 1990-91. 2. Tvær til þrjár vikur í júní 1991. 3. Eina viku um mitt skólaár 1991-92. 4. Tvær til þrjár vikur í júní 1992. Kennslustjóri í uppeldis- og kennslufræðum veitir allar nánari upplýsingar. Umsóknareyðu- blöð fást á skrifstofu Félagsvísindadeildar Há- skóla (slands s. 694502. Umsóknir berist skrifstofunni fyrir 20. mars 1990. Háskóli íslands Félagsvísindadeild Frá Heimspekiskólanum Samræðu- og rökleikninámskeið fyrir 10-15 ára stelpur og stráka hefjast 22. janúar í Kennara- háskólanum. Kennt verður í mismunandi aldurshópum. Upp- lýsingar og innritun í síma 628083 kl. 16-22 alla daga. Fóstrur Dagvistardeild Akureyrarbæjar auglýsir eftir fóstrum og forstöðumönnum til starfa við dag- vistirnar Arholt, sem er leikskóli, og Pálmholt, sem er dagheimili. Aðstoðum við útvegun húsnæðis á Akureyri. Allar nánari upplýsingar veita hverfisfóstrur í símum 96-24600 og 96-24620 alla virka daga milli kl. 10 og 12. Dagvistardeild Akureyrarbæjar Styrkir úr Minningarsjóði Theódórs Johnsons í samræmi við skipulagsskrá Minningarsjóðs Theódórs Johnsons hefur Háskóli íslands ákveðið að úthluta 5 styrkjum, að upphæð kr. 125 þús. hver. (4. gr. skipulagsskrár sjóðsins segir m.a.: Þeim tekjum sem ekki skal leggja við höfuðstól, sbr. 3. gr., skal varið til að styrkja efnilega en efna- litla stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Há- skóla íslands eða framhaldsnáms erlendis að loknu námi við Háskóla íslands. Umsóknar- eyðublöð fást í skrifstofu skólans. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 1990. Baðverðir Hafnarfjarðarbær auglýsir stöður baðvarða við baðaðstöðu karla og kvenna í íþróttahúsinu Kaplakrika. Umsóknir skulu berast á Bæjarskrifstofurnar í Hafnarfirði eigi síðar en 10. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veita íþróttafulltrúi í síma 53444 og umsjónarmaður íþróttah. Kaplakr. í síma 50210. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Hef opnað sálfræði- stofu í Lágmúla 5 Viðtalsbeiðnir í síma 680696 föstudaga kl. 9-10 og í símsvara 31543 mánudaga kl. 17-20. Einstaklingsmeðferð og ráðgjöf fyrir börn og fullorðna. Svanhvít Björgvinsdóttir sálfræðingur Lögmannsstofa Hef opnað lögmannsstofu að Laugavegi 18a, 5. hæð, sími 91-11003. Símatími frá kl. 11-15. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.