Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 12
VINNA OG STREITA Fjöldiþeirra íslendinga á aldrinum 34-44ára sem kvarta um vinnustreituhefur tvöfaidast á milli áranna 1967 og 1985. ísienskir karlar vinna 15-18 klst. lengri vinnuviku en karlar á hinum Norðurlöndunum að jafnaði. íslenskar konur hafa að meðaltali lengri vinnuviku en karlar. Háskólamenntaðar konur á aldrinum 34-44 ára kvarta mest undan streitu. Um 9,3% íslendinga á aldrinum 46-74 ára taka taugaróandi lyf reglulega. Ofantaldar upplýsingar eru meðal þeirra sem koma fram í nýjum bæklingi Ólafs Ólafssonar landlæknis: Streita, vinna og heilsa í nútímaþjóðfélagi. Úr skýrslunni má lesa að við íslend- ingar séum að vinna okkur til óbóta og að vinnuálag og streita fari stórlega vaxandi þrátt fyrir aukningu í þjóðartekjum og aukna tæknivæðingu og „vel- megun“. Skýrslan er að stórum hluta unnin upp úr upplýsingum, sem fram hafa komið í hóprannsókn- um Hjartaverndar meðal karla og kvenna fæddra á tímabilinu 1907-1954. Þar var meðal annars spurt um vinnutíma, streitu, lyfjanotkun og heilsufar, og voru þátttakendur um 20-30% úr hverjum árgangi. Aukiö vinnuálag kvenna Róttækasta breytingin sem orðið hefur á þessu tímabili felst í aukinni útivinnu kvenna. Á árun- um 1968-69 unnu 30% íslenskra kvenna utan heimilis, en á tíma- bilinu 1981-1985 var þessi tala komin yfir 85 af hundraði. f könnun Hjartaverndar var ekki spurt sérstaklega um þann tíma sem karlar verja til heimilis- starfa, en miðað við könnun Jafnréttisráðs frá 1984 er gert ráð fyrir að sú vinna sé lítil og hafi ekki aukist á tímabilinu. í niður- stöðum rannsóknarinnar er því gert ráð fyrir að vinnuálag kvenna á heimilum hafi ekki minnkað á umræddum tíma þrátt fyrir stóraukna útivinnu. Niður- stöður könnunarinnar benda hins vegar til þess að heimilisstörf kvenna séu 25-30 vinnustundir á viku í tveggja manna fjölskyldu og 35-40 stundir á viku í þriggja manna fjölskyldu. Ef litið er á fólk á besta starfs- aldri (34-44 ára), þá hefur hlut- fallstala kvenna er vinna meira en 55 stundir á viku aukist úr 74,8% í 92,1% en karla úr 64,5% í 65,7% á tímabilinu 1967-1985. Vinnuálag hefur því aukist meira á konur en karla. Skipting eftir stéttum í rannsókninni kemur fram að vinnutíma sé ekki bara misskipt eftir kyni, heldur líka eftir starfs- stéttum, og fullyrðir landlæknir að í þeim mun sjáist gleggsta merkið um misrétti á milli stétta í landinu. Gleggst kemur þetta í ljós þegar litið er á vinnutíma í aldursflokknum 60-73 ára. Þar vinna 75% undirmanna á skipum langa vinnuviku (55 klst. eða meira) og 54,8% leigubílstjóra. 30-35% smáatvinnurekenda, iðnaðarmanna og erfiðisvinnu- manna á þessum aldri hafa einnig langa vinnuviku en skrifstofu-, verslunar, toll-, póst- og lög- reglumenn ásamt með gjaldker- um og endurskoðendum eru í lægsta flokknum þar sem 10-15% vinna langa vinnuviku. Land- læknir telur skýringuna á þessum mikla mun felast að miklu leyti í ólíkum lífeyrisréttindum þessara starfshópa. Þegar streitan verður að f íkn Eiríkur Örn Arnarson: sá sem býr við spennuálag sækir oft í að viðhalda því eða Þekkið þið nautnina af því að fá ykkur kaffisoþa og sígarettu þeg- ar mikið álag er í vinnunni eða daglegu amstri? Hafið þið fundið hvernig líkaminn tekur við sér, við verðum skýrari í kollinum og bet- ur til þess fallin að takast á við aðsteðjandi vanda, að því erokk- urfinnst? Ein sígaretta eykur tíðni hjartsláttar um 20%, hækkar blóðþrýstinginn og hefur áhrif á starfsemi líkamans, þannig að reykingamenn fá t.d. kaldar og þvalar hendur og svitna meira en aðrir. Kaffið virkar á svipaðan hátt, en kannski vægar. - Um 15% íslendinga drekka 10 bolla eða meira af kaffi á dag. Um 5% drekka meira en 15 bolla. Það er engin tilviljun að nú er kaffi á boðstólum hvar sem við komum í banka, tryggingarfélög eða lánastofnanir. Þeir sem þjást af streitu og spennuálagi sækjast nefnilega í að viðhalda því ást- andi og auka það. Þetta segir dr. Eirikur Örn Amarson sálfræðingur á Geð- deild Landspítalans í samtali við Nýtt Helgarblað um streitu og streitufíkn. Streitufíkn - Maður verður alltaf jafn hissa á að sjá þetta mynstur end- urtaka sig, segir Eiríkur. Sá sem er spenntur og þjáist af spennuá- lagi sækir í enn meiri spennu. Við köllum þetta spennusækna hegð- un. Ég hef einnig orðið var við það, að þegar ég ráðlegg fólki að minnka við sig neyslu á kaffi og tóbaki þá em mjög algeng við- brögð að gera eitthvað annað fyrst: því fylgi allt of mikið spennuálag að hætta slíkri neyslu. Fólk virðist ekki átta sig á því að þessir siðir em orasaka- valdur óþæginda. Eiríkur segir að streita sé manninum eðlileg ef hann nái að slaka á á milli. Verði spennan hins vegar að varanlegu ástandi skapi hún álag á líkamann sem fyrr eða síðar brjótist út í sálvef- rænum kvillum. Þessir kvillar em einkum höfuðverkir, vöðvabólg- ur, of hár blóðþrýstingur af ó- kunnum uppruna, magabólgur og magasár, kækir, svefnleysi o.s.frv. Streituálag geti komið fram á hvaða líffærakerfí sem er og oft búið um sig á mjög löngum tíma eða 20-30 árum. - Breytingamar geta gerst svo hægt, að við föram að venjast þessu afbrigðilega ástandi. Það verði okkur eðlilegt og við gleymum því að líkamanum er eðlilegt að vera óþægindalaus. Óþægindin era merki frá líkam- anum um að við séum að ofgera honum á einn eða annan hátt. Réttu viðbrögðin era að bregðast við þessum merkjum með við- eigandi aðgerðum áður en við- komandi líffærakerfí fer að gefa sig. En hvað er það sem einkum veldur streitu í umhverfinu? - Orsakir geta verið afar mis- munandi, en í grófum dráttum má þó flokka einstök störf eftir því hvort þau era streituvaldandi eða ekki. Þau störf þar sem starfsmaður hefur litla stjórn á aðstreymi vinnu en þarf að upp- fylla háar gæðakröfur era sam- kvæmt skilgreiningu streituvald- andi. Störf frétta- og blaðamanna eru dæmigerð fyrir þess konar störf, en einnig störf í heilbrigðis- þjónustu, flugumferðarstjóm, þjónastörf, afgreiðslustörf, gjaldkerastörf, löggæsla og færi- bandavinna svo dæmi séu tekin. í öllum þessum starfsgreinum era sálvefrænir kvillar algengari en ella. Viðvarandi viðbragðsstaöa En hvernig skilgreinum við streitu? Er þetta efnafrœðilegt vandamál sem skapast af fram- leiðslu ákveðinna efnahvata í lík- amanum eða á streitan sér sálrœn- ar orsakir? - Það má segja að hugsunin sé til alls fyrst. En streitan er samb- land af mati hugans á aðstæðum og lífeðlisfræðilegum við- brögðum líkamans. Líkaminn bregst við streitu eins og um bráða hættu sé að ræða. Andar- drátturinn verður hraðari, súr- efnismagnið í blóðinu eykst, hjartslátturinn verður tíðari og blóðþrýstingurinn verður hærri. Jafnframt eykst blóðstreymið til útlimanna, en minnkar til inny- flanna. Meltingarstarfsemin hæg- ir á sér eins og sést á því að þurrk- ur í munni er eitt fyrsta einkenni spennu. Um leið og vöðvar útli- manna spennast eykst blóðrásin einnig til höfuðsins og heilastarf- semin örvast til þess að skerpa eftirtekt okkar. Hendur kólna og blotna svo að átakið styrkist. Þessi viðbrögð líkamans era eðli- leg miðað við þær hættur sem maðurinn gat staðið frammi fyrir í framskóginum, en þau era í rauninni frumstæð miðað við þá streituvalda sem nútímaþjóðfé- lag býður uppá. Við lifum gjaman eins og við séum í bráðri lífshættu hverja einustu stund dagsins. Ef við höldum vöðva spenntum í lengri tíma fáum við verk. Það myndast vöðvabólga eða gigt. Það er algeng skoðun að vöðvabólga stafi af rangri vinnu- stellingu eða röngum vinnuhrey- fingum. Það er eflaust rétt að hluta, en því má heldur ekki gleyma að skökk staða eða skökk beiting líkamans getur átt sína or- sök í því spennuástandi sem við höfum magnað upp innra með okkur og getur orðið viðvarandi. Viðbrögð okkar við spennu í auka það daglegu lífi era margþætt. Þau geta verið tilfinningaleg: kvíði, reiði eða leiði. Þau birtast einnig í atferli okk- ar með minni einbeitingu og minni afköstum. Þau birtast einnig í líkamlegum áhrifum, eins og áður er getið, og að síðustu birtast þau í því hvern- ig við hugsum. Hugsun okkar beinist að þeim ytri aðstæðum sem við ráðum ekki við. Það eykur kvíðann og þannig mynd- ast vítahringur sem getur valdið sárri vanmáttarkennd. Skerum við íslendingar okkur úr að einhverju leyti meðal ann- arra þjóða, hvað varðar streitu- einkenni? - í stórum dráttum held ég að svo sé ekki ef miðað er við ná- grannaþjóðir okkar. Þó má segja að það sé einkenni á skapgerð íslendinga að þeir vilji gera alla hluti með áhlaupi, helst strax í gær. Okkur skortir fyrirhyggju í því sem við tökum okkur fyrir hendur, og það getur verið streituvaldandi. Annað atriði sem er mikill og sérstakur streituvaldur hér á landi era húsbyggingar. Margir eyða 4-5 bestu áram lífsins í botn- lausa vinnu og skuldabasl við að koma sér upp húsi og rjúfa þá öll eðlileg tengsl við vini, kunningja og jafnvel sína nánustu. Þessi siður okkar hefur í of mörgum tilfellum leitt til hjónaskilnaða og 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.