Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 20
PISTILL INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR Stór tíðindi og smá „Pegar stór tíðindi gerast eiga litlir kallar að þegja,“ á Steinn Steinarr einhverntíma að hafa sagt. Og mun þeirri sem hér pikk- ar á tölvu sæmst að þegja um það sem er henni efst í huga þetta jan- úarkvöld. Fréttir dagsins hljóð- uðu upp á stríð milli Azera og Armena suður í Kákasus og gott ef Boris Jeltsín var ekki að spá því að Sovétríkin gætu liðast sundur á þremur mánuðum ef ekki yrði að gert. Það er einsog Mikhaíl Búlgakov sagði: „Atburðir gerð- ust og það sem verra var: það varð ekkert lát á þeim“. Maður hefur bókstaflega ekki við að inn- byrða stór tíðindi úr austurvegi. Kannski verður það eitt megin- verkefni sálfræðinga næstu árin að meðhöndla fólk sem mannkynssagan hefur brunað frammúr og skilið eftir gapandi. Fólk sem hefur fengið of stóran skammt af samtímasögu beint í æð. Fyrir nú utan þá sem hafa ærst af ótímabærum fagnaðar- látum. Ætlar þessum ósköpum aldrei að linna? Það er einsog maður hafi þörf fyrir stutt hlé öðru hverju, til að setjast niður og íhuga, spyrja spurninga og leita svara. En framvinda sög- unnar gefur engin slík grið - áfram skal haldið, áfram. Og skiptir kannski minnstu máli hvað okkur finnst, mér'og þér, Iesandi góður, um þetta eða hitt skrefið sem stigið er. Úr því að mér er sæmst að þegja um sovésku vandamálin, a.m.k. í bili, væri ekki úr vegi að upplýsa lesendur um þá gagn- merku staðreynd að ég fór í bíó á laugardaginn var. Það var lítill og notalegur atburður sem enginn vandi er að fjalla um í pistli sem þessum. (Sem fyrrverandi bíófrík hlýt ég að harma síversnandi ástand hreinlætismála í reykvískum kvikmyndahúsum. Látum nú vera þótt fólk geti ekki setið í bíó án þess að innbyrða næringu af einhverju tagi - en því miður virðist hafa gleymst að kenna þessu unga, fallega og vel klædda fólki sem fyllir bíósali höfuðborg- arinnar að nota ruslafötur. Það er engu líkara en að áhorfendur séu upp til hópa komnir með sjálf- virkan sleppibúnað. Dósir og pokar detta þráðbeint í gólfið um leið og innihaldið er uppurið. En þetta var nöldur.) Myndin var býsna góð - af bandarískri unglingamynd að vera var hún hreinasta snilld. Bíóstjórinn kýs að kalla hana Bekkjarfélagið, en á máli Shake- spæares heitir hún „Dead Poets’ Society” eða Dauðraskálda- félagið. Leikstjóri er Ástralíu- maðurinn heimsfrægi Peter Weir og aðalhlutverkið leikur Robin Williams. í stuttu máli segir myndin frá því sem gerist þegar kennari með nýjar og ferskar hugmyndir byrjar að kenna bók- menntir í íhaldssömum einka- skóla fyrir yfirstéttarstráka. Skáldskapurinn gerir innrás í kalt og grimmt samfélag, karlmanna- heim sem byggir á aga og gömlum hefðum og hafnar allri „vit- leysu”. Einsog vænta mátti gerir skáldskapurinn heiðarlega til- raun til að splundra þessum draumaheimi valdasjúkra karl- fauska - en nýi kennarinn er á undan sinni samtíð, myndin ger- ist 1958, tíu árum áður en gamla skólakerfið var endanlega lagt í rúst í hinum vestræna heimi. Það óvenjulega við þessa bandarísku unglingamynd er, að í rauninni er hún dæmigerð byltingarmynd. Hetjunni erfórn- að og sá fórnardauði kveikir neista sem á eftir að verða að báli. Leikstjórinn spilar á til- finningar áhorfenda einsog slag- hörpu, enda voru viðbrögð unglinganna í salnum í samræmi við það: það var klappað og hlegið og grátið á réttum stöðum. Samfélagið okkar, hér og nú, er að vísu býsna ólíkt því sem lýst er í myndinni, en engu að síður vekur Dauðraskáldafélagið áleitnar spurningar um lífið og listina. Það eru fleiri en grimmir feður og skólastjórar sem hafna bókmenntum og líta á listræna sköpun sem hlægilega tímasóun. Andleg gæði og veraldleg - var ekki verið að ræða um þau í sjón- varpinu á þriðjudagskvöldið? Ég mæli með því sem innleggi í and- legu gæðin að fólk spanderi einni kvöldstund á Dauðraskálda- félagið í Bíóborginni. Gleðin að vera ofanjarðar Gyrðir Elíasson: Tvö tungl Mál og menning 1989 Af öllum bókum jólavertíðar- innar beið ég nýrrar ljóðabókar Gyrðis Elíassonar með mestri eftirvæntingu. Þrjú ár eru liðin síðan hann sendi Blindfugl/ Svartflug frá sér og það er langur tími á hans mælikvarða; Tvö tungl er sjötta ljóðabók Gyrðis á sjö árum. En eftirvænting mín var þó einkum sprottin af því, að ég þóttist vita að í nýrri bók myndi Gyrðir fara aðrar slóðir en áður. Svarthvít axlabönd (1983) fyrsta ljóðabók Gyrðis, gaf góð fyrirheit sem svo eru kölluð, þótt sumir mætir bókmenntamenn reyndu að kveða þetta nýja skáld í kútinn. Málfar ljóðanna var kjarnyrt, tjáningin innhverf og stundum þunglyndisleg. Sá ein- lægi tónn sem víða var sleginn kom einhvern veginn í opna okjóldu, bókinni lýkur á orðun- um: Mér líður ekki vel. Til þess að geta fjallað um tilfinningar í ljóðum, án þess að verða úr hófi tilfinningasamir, verða menn að kunna á tungumálið, kunna að fara alveg að mörkunum en aldrei yfir þau. Ljóðin í Svart- hvítum axlaböndum voru líka einatt kankvísleg og tregafyndin, en alveg án þeirrar tilgerðar sem stundum fylgir fyndnum skáldum. Á árunum 1984-86 sendi Gyrð- ir fjórar ljóðabækur frá sér: Tví- breitt (svig)rúm, Einskonar höfuðlausn, Bakvið maríuglerið og Bliadfugl/Svartflug. Mig minnir að það hafi verið í ritdómi um síðastnefndu bókina sem Guðmundur Andri Thorsson lét þau orð falla að Gyrðir væri efni- legasta skáld sem fram hefði komið í áratugi. í Tvíbreiðu (svig)rúmi og Eins- konar höfuðlausn reyndi Gyrðir til hins ítrasta á það sem stundum er kallað þanþol tungumálsins, en slíkar tilraunir reyna um leið á þolinmæði lesandans. Kannski töpuðu sumir áttum í frumskógi þessara bóka, þegar þeir vissu ekki hvort skáldið var að gera grín að þeim, sjálfu sér eða öllu heila klabbinu: um ba na na na tvo & tvo saman er vafið rauðu límbandi að vega upp á móti gula litnum ávaxlamarkaður í tókíó/draum- sendur japanpappír - Tvíbreitt (svig)rúm. ...eða gamalli svarthvítri hroll- vekju En tilraunastarfsemin í þessum bókum bar engu síðri ávexti en fást í Tokyo: Bakvið maríuglerið (1985) er áreiðanlega ein albesta ljóðabók sem svo ungt skáld hef- ur sent frá sér hérlendis, - Gyrðir var þá 24 ára - og raunar þyldi bókin sú talsvert víðtækari sam- anburð. Þar birtist afrakstur til- raunanna, óhugnanlega fullkom- ið myndmál; þar sem skáldið leiðir lesanda sinn um martrað- arkenndan vökuheim í völundar- húsi án nokkurra útgönguleiða. sem í tréristu eða gamalli svarthvítri hrollvekju (hann vaknar oftsinnis seinna meir um nætur hafandi dreymt þetta aftur og aftur) brotnar rúða í glugga efstu hæðarinnar undan ofurþúnga einhvers sem líkist mannveru svartri og fellur örfáum sekúndu- brotum síðar á steinsteypta stéttina með dumbu hljóði. Kastalavist C-Bakvið maríugler- ið Þrátt fyrir það að ljóðabækur Gyrðis Elíassonar séu ólíkar um margt, einkum vegna þess hve hratt skáldskapur hans hefur þró- ast, liggur þráður sem hægt er að lesa sig eftir frá þeirri fyrstu og að nýjustu bók hans. Og raunar má segja að Tvö tungl sameini allt það besta úr fyrri bókum Gyrðis. I henni er léttleiki sem ekki hefur borið mikið á síðan í Svarthvítum axlaböndum, en myndmálið er líka auðugt og áleitið, orðaleik- irnir beislaðir. Gyrðir er ekki jafn strangur við ljóðin sín og í tveimur síðustu bókum, enda varð ekki öllu lengra komist í þeim efnum. Ég veið bókarinnar meðal annars með eftirvæntingu, vegna þess að ég þóttist vita að þrátt fyrir allt fyndi Gyrðir leið út úr því völundarhúsi sem hann hefur leitt lesendur sína. HRAFN JÖKULSSON Niður í dökka heima dauðra Tvö tungl er aðgengilegasta bók Gyrðis Elíassonar og ætti að færa honum marga nýja lesend- ur. Sú goðsögn hefur verið búin til, ég veit ekki af hverjum, að ljóð Gyrðis séu svo torræð að það sé ekki nema á færi kunnáttu- manna að lesa þau og skilja. Þess vegna hafa sumir, sem lítið eða ekkert hafa lesið af bókum hans, sagt í mín eyru að Gyrðir Elíasson sé tvímælalaust efnileg- asta og besta skáld sinnar kyn- slóðar. Þeir hafi að vísu ekki lesið neitt eftir hann, nema kannski ljóð og ljóð á stangli, enda sé víst ekki áhlaupaverk að komast inn í verk hins unga meistara. Þessa firru ætti núna að vera hægt að kveða niður. Tvö tungl er „opn- asta“ bók Gyrðis, þótt hún sé, sem betur fer, óraveg frá lesenda- bréfaljóðum síðasta áratugar. Persónugalleríið er fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr, allt frá kan- kvísum smádraugum og lúrandi hrökkálum til brunnklukkna sem líkjast flóðhestum í órafjarska. Mörg ljóðanna eru sögð fram í fyrstu persónu, en ná langt út fyrir þröngan hugarheim og í þeim er meiri glaðværð og sáttfýsi en áður: Bók á borði er lokuð eftir Hómer blindan, þetta borð er úti á palli og glaðasól Niðri frá bryggjan og bátar koma inn með fisk, mótorskellir bergmála í ljósum fjöllum Á lóð prestshússins bítur hestur gras en ég er með te í bollanum ennþá og lít af hestinum Lýk upp bókinni aftur og les þessa heimsókn niður í dökka heima dauðra og hvelfinga- myrkur Finn birtuna öruggur og himin bláan yfir höfði og hún læðist til mín gleðin að vera ofanjarðar Gyrðir hefði ekki einu sinni þurft að nota Hómer til að lesa sig í heimsókn niður í dökka heima dauðra og hvelfingamyrkur: Hvelfingin er eitt af endurtekn- um minnum í ljóðum Gyrðis, eins og Eysteinn Þorvaldsson bendir á í nýrri Ljóðaárbók Almenna bókafélagsins. Gyrðir notar minni úr þjóð- sögum og ævintýrum, draumum og hrollvekjum, en í Tveimur tunglum er tónninn glettnari en áður og oft bráðfyndinn þrátt fyrir óhugnaðinn, eins og til dæmis upphafið að Draumi: Kominn niður að fjárhúsunum einsamall /ljóslaus en sting við fó- tum þegar kem / fyrir horn. Þar stendur ókind með þúsund / fálm- ara slímuga sem engjast um loftið og / á jörðinni vappar pínulítill draugur / undir mexíkanahatti mórauðum. Eins og til að árétta að draugar eiga alls ekki heima í draumum í skjóli myrkurs, skýtur þeim stutta aftur upp skömmu síðar, í ljóðinu Um hábjartan dag: Það er í litlum sumarbústað / með gas- eldavél og hálftómri / viskýflösku á hillu að ég sé / pínulítinn draug skjótast / yfir gólfið. Draugurinn er / varla nema tvö fet á hæð, en ótrúlega sver og á höfðinu / hefur hann barðastóran mó- / rauðan hatt. Ég hef séð hann / áður í draumi við fjárhús. / Það er í þessum litla sumar- /bústað, stíg- vél þvers og kruss / um gólfið, og hinumegin lækj ar- /ins er eyðibýli með reynitré / við glugga, grátt hús og / endalaus / mýrin. Mörg af ljóðum Gyrðis Elías- sonar láta ekki mikið yfir sér við fyrstu kynni; virðast einatt sprottin af smávægilegum og hversdagslegum atvikum. En túlkun Gyrðis á umhverfi sínu og hugsunum veldur því hinsvegar að ljóð hans verða aldrei hvers- dagsleg; þar kemur til sú skáld- lega skynjun, sem mörg ágæt skáld eiga ekki snefil af, en Gyrð- ir er gæddur í ríkum mæli. Sem fyrr sagði eru ljóðin í Tveimur tunglum opnari en í síð- ustu bókum skáldsins, þau eru frísk og gráglettin, en bjóða les- endum líka aðgang að annarri veröld en flestir þrífast í. Styrkur Gyrðis felst ekki hvað síst í því, að geta staðið á landamærunum; sem skáld stendur hann með ann- an fótinn í öðrum heimi og miðlar okkur hinum sem höfum ekki skyggnigáfuna. Ég sé til að mynda aðeins eitt tungl þegar best lætur; á meðan Gyrðir sér að minnsta kosti tvö. Ég segi í upphafi þessa sundur- lausa spjalls að ég hefði beðið þessarar bókar Gyrðis með mestri eftirvæntingu af öllum jól- abókunum. Og nú get ég hlakkað til þess að eiga margbrotinn fé- lagsskap í ljóðunum hvenær sem mig lystir. Þessi bók er tvö tungl, þrjár sólir og fjórar stjörnur. 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.