Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 21
Fátt er eins sorglegt og það
þegar stjórnmálamenn neyðast
til að snúa frá stefnu sem þeir
höfðu fastmótað og talið hina
einu réttu og hrökklast aftur inn á
einhver fyrri hjólför. Með digr-
um karlarómi höfðu þeir kannski
boðað nýjar leiðir til að með-
höndla vandamálin eða stórfelld-
ar aðgerðir sem væru ekki aðeins
lífsnauðsynlegar heldur líka
miklu skynsamari en allt sem
áður hefði verið gert og myndu
áreiðanlega rétta þjóðina úr
kútnum, en fyrir einhvern undar-
legan þrýsting - sem þeir höfðu
áður sagt að myndi ekki hafa nein
minnstu áhrif á gerðir þeirra -
láta þeir undan, éta allt ofan í sig,
eins lystilega og sú máltíð annars
er, og taka svo kannski upp allt
aðra afstöðu, sem þeir voru áður
búnir að fordæma og segja að
kæmi alls ekki til greina.
Hætt er við því að kúvending af
þessu tagi veki ekki aðeins efa-
semdir manna um dómgreind og
skynsemi stjórnmálamannanna
heldur líka - og það er enn verra -
um vilja þeirra og stefnufestu. En
þetta er einmitt það sem virðist
hafa hent einn af vorum ágætu
ráðherrum: síðasta sumar boðaði
hann að virðisaukaskattur myndi
svikalaust verða lagður á bækur
tillögu um að bækur skyldu unda-
nþegnar virðisaukaskatti.
Þannig áttu allir að geta verið
ánægðir; rithöfundar, stjórn-
málamenn, bókagerðarmenn og
útgefendur, svo og allur almenn-
ingur, eða var ekki svo? Þegar vel
er að gáð leiðir þetta mál þó í ljós
undarlegan og flókinn hnút djúpt
í íslensku þjóðlífi: fjöldamargir
heiðarlegir iðnaðarmenn og at-
hafnamenn hafa allt sitt lífsviður-
væri af bókaútgáfu, en til að svo
megi verða þarf einhver óaiandi
og óferjandi blekiðjulýður fyrst
að semja þessar skruddur, og ef
vel gengur er erfitt að koma í veg
fyrir að hluti af hagnaðinum
renni í þá áttina.
Peningavald
bókarinnar
Mér vitanlega hefur þetta al-
varalega vandamál ekki verið
rætt og ekki einu sinni skilgreint.
En þess gerist kannski heldur
ekki þörf: jafnhliða því sem virð-
isaukaskattsmálið er nú leyst á
farsælan hátt, lítur nefnilega út
fyrir að mjög snjöll lausn á hinum
vandanum sé í sjónmáli líka, og
það án nokkurrar umræðu. Hún
er fólgin í því að fara að gefa út
bækur sem séu höfundarlausar -
Um virðisaukaskatt
sem og aðra hluti, enda væri það
einn aðalkosturinn við þann skatt
að hann væri undantekningar-
laus, og stoðaði ekkert að kveina
eða kvaka út af því, en eftir mikla
herferð, þar sem rithöfundar
voru í broddi fylkingar, var svo
skyndilega dregið í land í nóvem-
ber. Ýmsir glöddust yfir því að
yfirvöldin skyldu þannig hverfa
frá villu síns vegar, en svo voru
líka aðrir miður velviljaðir menn
sem hikuðu ekki við að hæðast að
því sem þeir túlkuðu sem stefnu-
leysi, ranga ákvörðun í fyrstu og
síðan undanlátssemi við „þrýsti-
hópa“.
Vox populi
En í þessu máli sem og ýmsum
öðrum verður að líta á aðstæður
og forðast að hafa stjórnmála-
menn vora fyrir rangri sök; það er
kannski hægt að krefjast þess af
þeim að þeir séu hetjur en alla
vega ekki að þeir séu einhverjir
kamikaze-liðar eða sjálfsmorðs-
sveit í baráttu sinni fyrir þjóðar-
heill. Eins og skipstjóri sem verð-
ur að breyta stefnu sinni þegar
Stormar geisa og kannski leita
hafnar, neyðast þeir stundum til
að láta undan ólgandi þjóðfélas-
göflum sem mannlegum mætti er
um megn að ráða við. En
eitthvað þessu líkt virðist einmitt
hafa gerst í sambandi við álagn-
ingu virðisaukaskatts á bækur, og
er rétt að líta nánar á það.
Þegar umræður hófust um
þetta mál á síðasta hausti, bar
mikið á rithöfundum sem voru að
sjálfsögðu allir á móti áformun-
um um að leggja virðisaukaskatt
á allt ritað mál. En ef menn lögðu
eyrun við því sem almenningur
sagði og hlustuðu á raddirnar úr
þjóðardjúpinu, kvað þar við
nokkuð annan tón: „Af hverju
skyldu bækur vera undanþegnar
þessum skatti frekar en eitthvað
annað?“ sögðu menn og það ólg-
aði í þeim reiðin undir niðri. „Af
hverju skyldu þær hafa einhver
forréttindi?“ Tilfinningahitinn
sem fylgdi orðum af þessu tagi
var svo mikill, að ég hugsaði þá
með mér að málið væri í rauninni
útkljáð: sú stefna sem mörkuð
hafði verið í þessu ákveðna
skattamáli naut greinilega svo
mikils fylgis meðal almennings að
ástæðulaust virtist vera fyrir vald-
hafa landsins að snúa við blaðinu,
gæða sér á harðorðum yfirlýsing-
um sínum og falla frá henni: eftir
hljóminum í vox populi að dæma
virtist það jafnvel geta orðið í
meira lagi hættulegt fyrir þá og
fyrir framaferil þeirra sjálfra í
stjórnmálunum.
Sinnaskipti
En svo urðu snögg og undarleg
umskipti: almenningur komst á
þá skoðun að það væri hin mesta
ósvinna að íslendingar skæru sig
úr öllum öðrum þjóðum með því
að leggja einir háan virðisauka-
skatt á bækur og voru nú svo
sterkir straumar í öfuga átt við
það sem áður hafði verið að varla
var um annað að ræða fyrir
stjórnmálamenn en láta undan
þeim kröfum sem rithöfundarnir
höfðu fyrstir borið fram.
Hvað hafði í rauninni gerst -
hvaða öfl voru hér að verki í
dýpstu fylgsnum þjóðardjúpsins?
Til þess að svara þessari flóknu
spumingu og reyna að mæla
hreyfingar undiröldunnar sem
ræður slíkum straumhvörfum er
gagnlegt að velta fyrir sér atriði
sem virðist talsvert miklu um-
fangsmeira: hvað það sé eigin-
lega sem tengi íslendinga saman.
Ýmsir halda að það sé tungumál-
ið. En þeir gleyma því að íslensk-
an spannar yfir allt sviðið sem
nær frá „þél höggr stórt fyr stáli“
og að „eimbagga gúldyggjó“ og
kannski lengra, og stuðlar því
varla að því að spyrða menn
mikið eða náið saman, enda næg-
ir að glugga í dagblöðin til að sjá
þess mýmörg dæmi að tungumál-
ið skilur menn að frekar en hitt.
Límið í
þjóðarsálinni
Nei, það sem tengir íslendinga
saman er miklu sterkara og djúp-
stæðara. Það er sameiginleg
andúð þeirra á öllum þeim sem
hægt er að kalla menntamenn eða
listamenn af einhverju tagi - sú
bjargfasta sannfæring skerbúans
að slíkir menn séu ekki aðeins
ónytjungar sem lifi á kostnað
annarra; foreldra, aldraðra eigin-
kvenna eða þá skattborgara,
heldur beinlínis skaðlegir og
hættulegir í fáránlegri sérvisku
sinni. Er þessu viðhorfi svo vel
lýst í fyrsta hluta „Heimsljóss" að
naumast verður betur gert. Fyrir
þessa sök finnst fólki gjarnan að
menntamenn, listamenn og aðrir
slíkir séu fás góðs maklegir og
eigi helst að gera þeim allt það til
miska sem unnt er. Þurfa menn
ekki annað en líta í kringum sig
og leggja við hlustirnar til að
finna ótvíræð dæmi um viðhorf af
þessu tagi: kennaraverkfallið á
síðasta ári er eitt þeirra sem
iiggur beint við að nefna. Ef það
hefði gerst að t.d. sjómenn hefðu
fengið kjarabætur eftir langt og
strangt verkfall má vera að ein-
hverjir hefðu orðið til að segja að
atvinnulífið gæti ekki þolað þess-
ar kauphækkanir eða annað slfkt,
en það hefði áreiðanlega enginn
farið að halda því fram að sjó-
menn væru ónytjungar sem ættu
ekki skilið að fá neinar kjarabæt-
ur, - slíkar kenningar hefðu virst
fáránlegar um þá og flestar aðrar
atvinnustéttir. En þannig var
samt tónninn sem heyrðist eftir
verkfall kennara: unnvörpum
voru menn foxillir yfir því að látið
væri undan heimtufrekju þessa
iðjulausa afætulýðs.
Sennilega voru þeir ófáir sem
litu svo á að kennarar fengju þeg-
ar of há laun og væri nær að
leiðrétta slíkt óréttlæti: eða fékk
það ekki nokkuð góðan hljóm-
grunn þegar vinsæll stjómmála-
maður og landsföðurlegur gaf í
skyn á sínum tíma að réttast væri
að draga frímínúturnar skil-
merkilega frá launum kennara,
sem þyrftu ekki að vinna nema
þrjú korter á hverjum klukku-
tíma? Þess vegna ættu menn að
hneykslast sparlega, þótt þeim
finnist vorir ágætu stjórnmála-
leiðtogar hranalegir á stundum í
viðskiptum sínum við kennara og
aðra menntamenn: það væri nær
að þakka þeim fyrir að láta ekki
meira undan straumþunga þjóð-
ardjúpsins, eins öruggt að slíkt
væri þó til vinsælda. Því hvemig
færi fyrir þeim stjórnmálamanni
sem legði í alvöru fram tillögu um
að draga áðurnefnda frítíma frá
HUGVEKJA
E.M.J.
kennaralaunum eða leggja t.d.
„þekkingaraukaskatt" á alla þá
sem yrðu uppvísir að því að hafa
stundað langskólanám? Kjós-
endur myndu bera hann á gulls-
tóli til æðstu embætta. Hann yrði
hetjan á skerinu.
Hver á
að borga?
Menn hafa lítið svigrúm þegar
þeir þurfa að reyna að tjónka við
ofurefli, og er þetta skýringin á
kúvendingunni í virðisauka-
skattsmálinu. Þótt furðulegt
megi virðast, rak ég mig þráfald-
lega á það í haust, þegar umræður
vom að fara af stað um málið, að
almenningur hafði af einhverjum
dularfullum ástæðum bitið það í
sig, að það væm rithöfundar
sjálfir sem ættu að borga skattinn
- af ritlaunum sínum eða á annan
hátt úr eigin vasa. Virtist þetta
vera dæmi um eitthvert undarlegt
skammhlaup í háspennulínum
heilabúsins - fleiri mætti finna og
kynnu þau að vera algengari en
menn hyggja - og stafaði kannski
af því að það vom rithöfundar
sem fóru af stað með mótmælin,
eins og þetta væri hagsmunamál
þeirra einna. Þegar svo var í pott-
inn búið, var ekki furða þótt al-
menningur brygðist hörkulega
við því sem virtist vera enn eitt
dæmi um óseðjandi heimtufrekju
rithöfunda, og kom þessi skiln-
ingur almennings glögglega fran
í þeim orðum sem áður vom
hermd: hvað voru þessir blek-
bændur eina ferðina ennþá að
krefjast einhverra forréttinda?
Ekki var nema von að það væri
þungt í mönnum, og stoðaði lítið
fyrir venjulegan stjórnmálamann
að ætla að malda í móinn.
En svo gerðist það nokkuð
snögglega, að því er virtist, að
almenningur áttaði sig á því að
hann ætti sjálfur að borga virðis-
aukaskattinn af bókunum og
myndi sú minnkandi sala sem af
honum kynni að leiða ekki ein-
ungis bitna á rithöfundunum
heldur og líka heiðarlegum iðn-
aðarmönnum og athafna-
mönnum, - prenturum, bókbind-
umm, bóksölum og útgefendum.
Og þá var ekki að sökum að
spyrja: almenningur sneri ger-
samlega við blaðinu, ekki var
hægt að standa gegn þrýstingn-
um, og vorir ástsælu stjórnmálá-
leiðtogar gátu nú loksins gert það
sem þeir höfðu áreiðanlega lengi
þráð innst í hjarta sínu - lagt fram
og helst óskrifaðar um leið. Ef
menn líta yfir síðustu vertíð kem-
ur í ljós, að slíkum bókum fer nú
ört fjölgandi og njóta þær sífellt
meiri vinsælda. Af nógu er að
taka en sem dæmi mætti nefna
metsölubókina miklu „Þing-
mannsfrúin segir frá“.
Fjölmörg hnyttin tilsvör og
atvik úr þessari dramatísku
hjónabandssögu, sem komin er
beint og milliliðalaust úr
mannlífinu á hvít blöðin, eru nú
þegar á vörum þjóðarinnar, og
óþarfi að rekja þau. En einu má
þó bæta við, sem hefur ekki áður
verið skrásett, en er þó í rauninni
rökrétt afleiðing af því sem á
undan var gengið. Það gerðist
þegar þingmaðurinn og þing-
mannsfrúin hittust á hlutlausum
stað til að ræða málin í síðasta
sinn.
Þingmannsfrúin: Af hverju
ertu svona stressaður og hörku-
legur, ljúfurinn minn. Aldrei
vissi ég þig svo stífan fyrri, haha-
ha.
Þingmaðurinn: Ég held að allt
sé útkljáð í þessu skilnaðarmáli
og þarflaust að hafa fleiri orð.
Þingmannsfrúin: Rétt er það.
En í þínum sporum hefði ég ekki
verið alveg svona fastheldinn á
fbúðina við Bárugötu og heldur
ekki reynt að fela þennan húspart
inni í Vogum, stúfurinn minn,
eða þá bankabækurnar...
Þingmaðurinn: Ég hef þegar
sagt það margsinnis að ég ætli
ekki að halda þessu áfram.
Þingmannsfrúin: ... Því nú er
BÓKIN nefnilega fullgerð og
kemur í búðirnar á morgun...
Þingmaðurinn: (með andlitið á
fánalitunum): Zblbls, - strc prst
skrz krk...
Þingmannsfrúin: Já, einhvern
veginn varð ég að bæta mér upp
allt það sem þú skaust undan,
engillinn minn, og ég geri ráð
fyrir því að ritlaunin verði nokk-
urn veginn við hæfi. Því heldurðu
ekki að fólk verði dálítið spennt
fyrir því að lesa um það þegar
þú...
Þótt fáir séu til frásagnar um
þessi orðaskipti, hygg ég að
marga hafi grunað hvemig þau
fóru fram. En þegar bókin er á
þennan hátt komin úr höndum
hins skrifandi rumpulýðs og orð-
in að þýðingarmiklu tæki í efna-
hagslífinu, er ekki nema von að
vox populi kveði skýrt úr um það
að ekki megi setja fyrir hana slík-
ar tálmanir sem virðisaukaskatt-
urinn er. e.m.j.
Föstudagur 19. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAE