Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 5
• •
wttac? rrr 7T% a 4Ji7roi7'nrTTnro
Jr Uij 1 U IJAvjSr KiL 1 1UK
Reykjavík
Gæluverkefni hafa forgang
Sigurjón Pétursson: ífjárhagsáœtlun meirihlutans í borgarstjórn er áœtlað að verja á annan miljarð króna til ýmissa
stórbygginga. Tvöfalt hærri upphœð til Skopparakringlunnar í Öskjuhlíð en til uppbyggingar dagvistunarheimila.
Minnihlutinnmunsameigirúegaleggjafram breytingartillögur við fjárhagsáœtlun við seinni umræðu
Pví miður ber fjárhagsáætlun
meirihlutans í borgarstjórn
Reykjavíkur fyrir árið 1990 þess
merki að ætlunin er að dæla á
annan miljarð króna til ýmissa
gæluverkefna ss. byggingar ráð-
húss, Skopparakringlunnar í
Öskjuhlíð og annarra
mannvirkja í þeim dúr á sama
tíma og mörg aðkallandi félagsleg
málefni eru óleyst. Á þetta mun-
um við i minnihlutanum leggja
áherslu, nú sem endranær, og
sameiginlega munum við leggja
fram breytingartillögur við síðari
umræðuna sem fram fer þann 1.
febrúar, sagði Sigurjón Pétursson
borgarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
Stöð 2
Jón Óttar
og Hans
Krístján
hættir
Jón Óttar Ragnarsson og Hans
Kristján Árnason, tveir af fyrri
aðaleigendum Stöðvar 2, munu
hafa hætt hjá fyrirtækinu í fyrra-
dag, að því er heimildir Þjóðvilj-
ans herma. Ólafur H. Jónsson,
þriðji fyrrum aðaleigandi Stöðv-
arinnar, mun hins vegar hafa
ákveðið að vera þar áfram.
Jón. Óttar og Hans Kristján
sendu frá sér yfirlýsingu í fyrra-
kvöld þar sem þeir sögðu að
Eignarhaldsfélag Verslunar-
bankans hefði svikið samkomu-
lag um að afhenda ekki neinum
einum hópi meirihluta í Stöð 2.
Nýir meirihlutaeigendur
Stöðvar 2 sátu á fundum í gær, en
Jón Ólafsson, talsmaðurhópsins,
vildi ekkert tjá sig um málið.
Hópur sá sem á dögunum
keypti 150 miljóna króna hlutafé
í Stöðinni, keypti 100 miljónir til
viðbótar í fyrradag af Eignar-
haldsfélagi Verslunarbankans.
Hluthafafundur Stöðvar 2
verður haldinn á morgun og verð-
ur þar kosin ný stjórn. Heimildir
herma að Þorvarður Júlfusson,
núverandi stjórnarformaður,
taki við af Jóni Óttari sem sjón-
varpsstjóri. gj,
Stjarnan
140 miljóna
kröhir
Skiptafundur í þrotabúi Hljóð-
varps hf. sem rak útvarpsstöðina
Stjörnuna verður haldinn
næstkomandi mánudag í skipta-
rétti Reykjavíkur. Lýstar al-
mennar kröfur í þrotabúið eru
liðlega 134 miljónir króna, en
samþykktar kröfur rúmar 36
miljónir. Lýstar forgangskröfur
eru tæpar 6 miljónir, en þar af eru
samþykktar aðeins um ein og hálf
miljón. -gb
borgar var kynnt á blaðamanna-
fundi í gær og samkvæmt henni
verða niðurstöðutölur borgar-
sjóðs tæpir 11 miljarðar króna en
ef fyrirtæki borgarinnar eru með-
talin nálægt 19 miljörðum króna.
Gert er ráð fyrir að heildartekjur
borgarsjóðs hækki um 11% milli
ára. Af einstökum tekjuhliðum
borgarsjóðs nema útsvörin 5,3
miljörðum króna og verður út-
svarsálagningarhlutfallið óbreytt
eða 6,7%. Aðstöðugjöld verða
rúmir 2 miljarðar og fasteigna-
gjöld 1,6 miljarðar króna.
Af einstökum útgjöldum borg-
arsjóðs til gæluverkefna meiri-
hlutans renna 520 miljónir króna
til ráðhúsbyggingarinnar og 60
miljónir króna til bílageymslunn-
ar. Tæpar 300 miljónir króna fara
til byggingar Skopparakringl-
unnar uppá heitavatnstönkunum
á Öskjuhlíð sem er tvöfalt meira
en sem nemur þeirri upphæð sem
áætluð er sem framlag borgar-
sjóðs til uppbyggingar dagvistar-
heimila. Þá er gert ráð fyrir 200
miljónum króna til byggingar bíl-
ageymslu við Hverfisgötu og 101
miljón króna til að ljúka gerð
húsdýragarðs í Laugardal.
Að sögn Sigurjóns Péturssonar
borgarfulltrúa eru þessar upp-
hæðir til áðurnefndra stórbygg-
inga mun hærri en við var búist og
ljóst að Davíð Oddsson borgar-
stjóri ætlar sér að vera búinn að
rífa utan af ráðhúsbyggingunni til
að ytra borð hennar sjáist þegar
gengið verður til borgarstjórnar-
kosninga í vor. í upphaflegri
kostnaðaráætlun fyrir byggingu
ráðhússins þegar það yrði fullbú-
ið, var gert ráð fýrir að heildar-
kostnaður yrði um 700-800 milj-
ónir króna. „Ef ráðhúsið er fært
upp að verðlagi þessarar fjár-
hagsáætlunar er það komið í
hvorki meira né minna en 1,7
miljarð króna,“ sagði Sigurjón
Pétursson.
Að mati borgarstjóra er lang-
stærsti gjaldaliður borgarsjóðs
samkvæmt fjárhagsáætluninni á
sviði félagsmála eða 2,4 miljarðar
króna, þvínæst til umferðarmála
eða um 1,6 miljarða króna og sá
þriðji stærsti eru skólamál eða
um 1 miljarður króna. Til
æskulýðs-, tómstunda- og
íþróttamála verður varið 402
miljónum sem borgarstjóri telur
að sé hækkun um 26% frá fjár-
hagsáætlun síðasta árs.
Verðlagsforsendur fjárhagsá-
ætlunarinnar eru að sögn borgar-
stjóra þær sömu og eru í nýsam-
þykktu fjárlagafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar og launaforsendur
borgarsjóðs gera ráð fyrir 15%
hækkun á milli ára. -grh
Þótt hríðarveðrið undanfarið hafi valdið ófærð víða um land tóku börnin í Reykjavík snjónum með
fögnuði eins og myndin sýnir. Mynd Kristinn.
BSRB
Sameinast
um forsendur
Þau mistök áttu sér stað í for-
síðufrétt í Þjóðviljanuin í gær að
sagt var að BSRB myndi taka
beinan þátt __ í viðræðum VSÍ,
VMSÍ og ASÍ. Það er ekki rétt.
Ögmundur Jónasson formaður
BSRB hafði samband við blaðið
og sagði að BSRB tæki þátt í við-
ræðum um forsendur kjarasamn-
inga og hefði átt viðræður við
ASÍ um þær.
„Á forsíðu Þjóðviljans í gær
mátti hinsvegar skilja að við ætl-
uðum að fara að semja við VSÍ
um kaup og kjör. Spurningin er
hinsvegar sú hvort öll stærstu
samtök launafólks í landinu geti
sameinast um forsendur í við-
ræðum við sína viðsemjendur,
ASÍ við sína og BSRB við sína
viðsemjendur,“ sagöi Ögmund-
ur. -Sáf
Byggingareiningar
Vericsmiðja í Biskupstungum
Framleiðsla hefst með vorinu. Veitir 12-18 manns atvinnu
Framkvæmdir eru hafnar við
1400 fermetra verksmiðjuhús
að Reykholti f Biskupstungum
þar sem fyrirtækið Yleining hf.
ætlar að hefja framleiðslu á þak-
og veggeiningum með vorinu.
Hluthafar í fyrirtækinu eru 120
og hafa þeir þegar skrifað sig
fyrir rúmlega 48 miljónum af 50
mifjóna króna hlutafé.
„Við værum ekki að leggja
fram 50 miljónir í eiginfé, ef við
tryðum ekki á hugmyndina. Það
hefur gengið betur en við áttum
von á að selja hlutabréf og safna
mönnum saman um þessa hug-
mynd,“ sagði Sigurður Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Yleiningar, í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Yleining hefur fengið fram-
leiðsluleyfi frá danska fyrirtæk-
inu Taasinge Træ. Forráðamenn
Yleiningar töldu of áhættusamt
að þróa nýja vöru frá grunni og
því var ákveðið að leita til erlends
fyrirtækis sem hefði sýnt sig að
framleiða góða vöru. Hér er um
að ræða stórar einingar, 2,4 x 5-6
metrar að stærð og eru þær úr
límtré, krossviði og steinull.
Framleiðsla Yleiningar fer ein-
göngu á innlendan markað og að
sögn Sigurðar verður ekki fram-
leitt meira en hægt er að selja.
Starfsmenn verksmiðjunnar
verða 12-18.
Yleining er sprottin upp úr
samstarfssamningi fjögurra
hreppa í Árnessýslu, Biskups-
tungna-, Hrunamanna-, Skeiða-
og Gnjúpverjahreppa. Þessir
hreppar tóku sig saman um stofn-
un límtrésverksmiðju á Flúðum
fyrir nokkrum árum og sam-
komulag varð um að stofna fyrir-
tæki í hinum hreppunum líka.
Undirbúningur hófst 1984 en
ekki komst verulegur skriður á
málið fyrr en 1988 þegar Límtré
hf. tók þátt í vöruþróunarverk-
efni Iðntæknistofnunar og Iðn-
lánasjóðs. Á undirbúningstíman-
um var ákveðið að sameina hið
nýja fyrirtæki Barkar-eininga-
verksmiðjunni sem Sæplast á
Dalvík keypti í Hafnarfirði og
flutti norður.
Sæplast er eigandi þriðjungs
hlutafjár í Yleiningu, en meðal
annarra hluthafa eru Límtré,
Samtak-Héðinn, SH-verktakar,
Gluggasmiðjan og Árvirkinn,
auk hreppanna fjögurra og fjölda
einstaklinga.
Ríkið
Þriggja kvenna maki
Fjármálaráðherra skipar þrjár konur ístjórn
samninganefndar ríkisins ístað Indriða H.
Þorlákssonar
| ndriði H. Þorláksson lét fyrir
skömmu af störfum sem for-
maður samninganefndar ríkisins.
í stað hans hefur fjármálaráð-
herra skipað þriggja manna
stjórn og lagt þannig formanns-
embættið niður. Á sama hátt hef-
ur samninganefndarmönnum
fjölgað í 15, enda hafa umsvif
nefndarinnar aukist mjög á síð-
ustu árum.
Samninganefndin sér nú um
kjarasamninga við um 70 stétt-
arfélög og mun stjóm hennar
skipta með sér verkum eftir mis-
munandi sviðum. Stjórnin er
skipuð Svanfríði Jónasdóttur,
Arndísi Steinþórsdóttur og
Guðríði Þorsteinsdóttur. Svan-
fríður er nýr nefndarmaður, þótt
hún hafi áður starfað með henni,
en það eru einnig Guðmundur
Björnsson, GuðmundurH. Guð-
mundsson, Gunnar Bjömsson og
Haraldur Sverrisson. Auk Ind-
riða hefur Berglind Ásgeirsdóttir
ráðuneytisstjóri beðist undan
störfum vegna anna. -þóm
Föstudagur 19. janúar 1990 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5