Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 19
HELGARMENNINGIN
Signý Sæmundsdóttir: Mjög ánægjulegt að fá að syngja á Vínartónleikunum. Mynd - Jim Smart.
Signý Sæmundsdóttir sópran-
söngkona syngur í kvöld á öðrum
Vínartónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands. Sinfónían heldur
þrenna Vínartónleika að þessu
sinni, þeir fyrstu voru á Selfossi í
gærkvöldi en aðrir og þriðju tón-
leikarnir verða í Háskólabíói í
kvöld og á morgun. Auk Signýjar
koma austurríski einsöngvarinn
Anton Steingruber, og kór Lang-
holtskirkju fram á tónleikunum,
en stjórnandi er Peter Guth,
Austurríkismaður, sem nú stjórn-
ar hér Vínartónleikum í þriðja
sinn.
Signý lauk tónmenntakennara-
prófí frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík vorið 1982 og 8. stigs
prófi frá Söngskólanum í Reykja-
vík sama ár. Eftir það var hún við
framhaldsnám í söng við Tónlist-
arháskólann í Vínarborg í sex ár
og Iauk þaðan prófi vorið 1988.
- Á meðan ég var í námi starf-
aði ég í óperuhóp, sem er í tengsl-
um við skólann og heitir Junge
Oper Wien, segir hún. - Við sett-
um upp óperusýningar og ferðuð-
umst með þær til nágrannaland-
anna og þar tók ég þátt í þremur
uppfærslum: Brúðkaupi Fígarós
og Töfraflautunni eftir Mozart og
Ariadne frá Naxos eftir Richard
Strauss.
- Það var mjög gaman og gott
að fá þetta tækifæri með hópn-
um. Við ferðuðumst mikið og
þarna fékk ég að syngja stór hlut-
verk í mismunandi óperum auk
þess sem ég kynntist því hvernig
svona starf fer fram. Hvernig óp-
erusöngvari þarf að hegða sér og
vera til að ná sem bestum árangri.
Maður lærir mjög mikið af
reynslunni, hún skiptir miklu
máli fyrir söngvara. Auðvitað
þarf að þjálfa röddina og byggja
hana upp, en reynslan er alveg
jafn mikilvæg því söngvarinn
verður betri eftir því sem hann er
öruggari og agaðri.
- Eg kom hingað eftir að ég
lauk námi því mér hafði verið
boðið að taka þátt í uppfærslu
Óperunnar og Þjóðleikhússins á
Ævintýrum Hoffmanns eftir Of-
fenbach. Auk þess hélt ég tón-
leika, vann með kammerhópum,
tók þátt í ljóðakvöldum og
nokkrum tónleikum, og í fyrra-
haust fór ég svo til Japans með
Junge Oper Wien.
Fór að syngja á radd-
böndin i staöinn ffyrir
fiöluna
- Það stóð þannig á þeirri ferð
að á síðasta ári var haldið upp á
120 ára viðskiptasamband
Austurríkis og Japans og í kjölfar
þess var Iistamönnum frá
Austurríki boðið til Japans og
japönskum listamönnum til
Austurríkis. Frá Austurríki fóru
meðal annarra bæði Ríkis- og
Borgaróperan og hópurinn sem
ég var með. Okkur var boðið í
mánaðar tónleikaferð og fluttum
Brúðkaup Fígarós auk þess sem
við vorum með hátíðardagskrá,
sungum Vínarvalsa, Vínarljóð og
útdrætti úr óperum.
- Þetta var stórkostlegt tæki-
færi fyrir okkur. Við fengum ekki
bara að syngja heldur ferðuð-
umst við líka frá Tókíó til syðsta
odda Iandsins, sýndum í átta
borgum og vorum að meðaltali
með uppfærslur annan hvem
dag. Það var óskaplega gaman og
vel tekið á móti okkur, Japanimir
vom svo ótrúlega gestrisnir.
Hvenœr ákvaðstu að gerast óp-
erusöngkona?
- Mér hefur alla tíð þótt mjög
gaman að syngja. Það hefur alltaf
verið sungið mikið í minni fjöl-
skyldu og mér fannst mjög
skemmtilegt í fjölskylduboðum
þegar staðið var við píanóið og
Fjárlögin sungin frá upphafi til
enda. Ég lærði lengi á fiðlu, en
byrjaði svo í kór Langholtskirkju
egar ég var í menntaskóla. Eftir
að söng ég í fleiri kórum og byrj-
aði útfrá því í söngnámi. Upphaf-
lega var engin alvara í þessu hjá
mér eins og hjá fleirum, því þótt
maður fari í söngnám er ekki þar
með sagt að maður geti orðið óp-
erusöngvari. Það þarf að finna út
hvernig röddin er og sjá til hvort
hægt er að þjálfa hana, og vita svo
hvemig það gengur, sem skiptir
kannski mestu, því öll höfum við
nú rödd.
- Nú, mér gekk þetta bara
ágætlega. Ég fór í tónmennta-
kennaradeildina og síðan í Söng-
skólann, hætti sem sagt að syngja
á fiðlu og fór að syngja á ra-
ddböndin. Þetta gerðist að vissu
leyti á tilviljanakenndan hátt, ég
hefði vel getað heillast af öðru
hljóðfæri en söngnum, en hann
varð sem sagt hlutskarpastur.
- Söngnámið er bæði erfitt og
krefjandi og í byrjun gerir maður
sér enga grein fyrir því. Ég leit á
það að syngja sem sjálfsagðan og
eðlilegan hlut, sem það náttúr-
lega er, en það kostar mikið erfiði
að verða góður söngvari. Eins
verður söngnámið erfiðara eftir
því sem maður er kominn lengra,
því kröfumar aukast með meiri
kunnáttu. Þá veit maður betur
hvernig hlutimir eiga að vera og
verður óánægður ef þeir em ekki
nákvæmlega þannig.
- Þetta er ákaflega fjölbreytt
og skemmtilegt starf, en söngur-
inn tengist líkamlegri og andlegri
vellíðan meira en annar hljóð-
færaleikur því söngvarinn vinnur
með líkamann. Þess vegna er
reynsla og uppbygging mjög
mikilvæg, söngvari verður að
vera ömggur, hann verður að
geta trúað á það sem hann kann
og treyst því að það sem hann ber
á borð fyrir áheyrendur sé það
besta sem hann á til. Þess vegna
er mjög mikilvægt að hafa sjálfs-
traust því það er ekki nóg að geta
sungið vel í hljóðeinangruðu her-
bergi. Starf söngvarans er fyrst og
fremst út á við, við það að gefa
öðmm af því sem hann kann.
t»að ver&urbara
að rá&ast...
Hvernig kom það til að þú
syngur á Vínartónleikunum?
- f haust var ég svo heppin að
vera boðið að taka þátt í tónleika-
ferð Sinfóníunnar um Vestfirði.
Við fluttum prógramm sem var
að hluta til Vínartónlist og stjórn-
andi var Peter Guth, sem stjómar
Vínartónleikunum. Eftir þá ferð
var mér boðið að syngja á Vínart-
ónleikunum, sem er auðvitað
mjög ánægjulegt fyrir mig. Ég
þori ekki að fullyrða að þetta sé í
fyrsta sinn, sem íslenskur ein-
söngvari tekur þátt í þessum tón-
leikum, en söngvarar hafa yfir-
leitt verið fengnir erlendis frá.
- Við flytjum þarna ýmsa Vín-
artónlist, valsa, polka, óperettu-
aríur og dúetta, ég og Anton
Steingruber ásamt kór Lang-
holtskirkju. Þetta er mjög létt og
skemmtileg tónlist eftir austur-
rísk 19. aldar tónskáld, meðal
annarra Jóhann Strauss, Franz
Lehár, Emmerich Kálmán, sem
allir vora leiðandi tónskáld Vín-
artónlistarinnar. Frægastir af
þessari tónlist eru Straussvalsam-
ir, sem em eiginlega dægurtónlist
síns tíma ef miðað er við þá
dansmúsík sem við þekkjum í
dag, því Vínarvalsamir kippa í
mann og bjóða upp í dans.
- Jóhann Strauss, valsakóng-
urinn er, eins og Mozart, ein af
rósunum í hnappagati Vínar-
borgar. Þar er valsahefðinni
haldið til streitu, um svipað leyti
og hér eru haldnar árshátíðir er
þar svokallaður dansatími, þá eru
haldin böll þar sem allir mæta í
sínu fínasta pússi, dansa Vínar-
valsa og drekka kampavín til
morguns. Það er mikið upplifelsi
að koma á svona ball og sjá tvö til
þrjúhundruð pör svífa um gólfið í
Vínarvalsi.
- Valsarnir eru meðal menn-
ingarverðmæta Austurríkis.
Ferðamaður sem kemur þangað
verður að skoða stytturnar af
Mozart og Jóhanni Strauss, fara í
Óperuna, hlusta á Vínarvalsa og
smakka Sacher-tertu, en það er
brún terta sem varð geysilega
fræg á keisaratímanum og er
kennd við frægasta hótel Vínar-
borgar.
Hvernig líst þér á framtíð þína
sem óperusöngvari á íslandi?
- Það er erfitt að segja... hér er
hægt að fá nóg af litlum og tíma-
bundnum verkefnum, en það er
minna um þau stóru. Það er ekk-
ert undarlegt við þessar aðstæður
að hugur margra söngvara standi
til þess að starfa erlendis, en þar
er samkeppni mjög hörð og fjöldi
mjög góðra söngvara sem gengur
atvinnulaus.
- Hér á landi er okkur söngv-
urunum sem betur fer að fjölga,
því samkeppni er nauðsynleg.
Sem stendur langar mig mest til
að búa hér, vera hluti af íslensku
þjóðfélagi og taka þátt í uppbygg-
ingu tónlistarlífsins, en það er
ekkert víst að það sé hægt. Mér
sýnist framtíð fyrir söngvara hér á
landi ekkert óskaplega björt eins
og málin standa núna, en þó má
alltaf finna einhverja ljósa
punkta og ég vona að þeim fjölgi.
Ætli ég verði ekki bara að láta
hlutina ráðast. lq
Vínarvalsamir
bjóða upp í dans
Signý Sæmundsdóttir: Valsarnir eru dægurtónlist síns tíma
Föstudagur 19. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19