Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 9
Tæknin nýlt
Á 50. aldursári Bréfaskólans verður m.a. boðið upp á nám íferða-
þjónustu fyrir íbúa landsbyggðarinnar
Bréfaskólinn heldur upp á 50
ára afmæli sitt í byrjun oldóber í
haust og þar á bæ eru menn þeg-
ar farnir aö undirbúa þessi merku
tímamót. Nokkur þáttaskil urðu
þó í rekstri skólans um nýliðin
áramót, þegar hann var gerður
að sjálfseignarstofnun. Eftir sem
áður standa að honum sömu að-
ilar, þ.e. Samvinnuhreyfingin,
SRB, Menningar- og fræðslu-
samband alþýðu, Farmanna- og
fiskimannasambandið, Kvenfé-
lagasamband (slands, Öryrkja-
bandalag íslands og Stéttarsam-
band bænda.
Eitt af því sem Bréfaskólinn
ætlar að brydda upp á á afmælis-
árinu er námskeið fyrir fólk úti á
landsbyggðinni sem hefur áhuga
á að reka ýmsa þjónustu fyrir
ferðamenn. Undirbúningur að
námskeiðinu er hafinn, í sam-
vinnu við fræðslusvið Iðntækni-
stofnunar íslands og Ferðaþjón-
ustu bænda. Félagsmálaráðu-
neytið hefur veitt styrk til verks-
ins.
„Þarna verða notaðir ýmsir
fjarkennslumiðlar, bæði kennslu-
bréf og alls konar ritað mál, og
sennilega líka myndbönd, en það
er ekki farið að búa þau til,“ segir
Guðrún Friðgeirsdóttir, skóla-
stjóri Bréfaskólans.
„Þá ætlum við að taka upp þá
nýjung að hafa persónulegt sam-
band við nemenduma. Bænda-
skólarnir verða þá nýttir til að
halda námskeið í því sem erfitt er
að kenna í bréfanámi, eins og
mannlegum samskiptum og ýmsu
fleiru.“
Bréfaskólinn hefur fullan hug á
að nýta sér þær miklu framfarir
sem hafa orðið í fjarskiptatækni á
undanförnum árum. í undirbún-
ingi er að taka póstfaxtæknina í
notkuníkennslunni. „Meðþessu
ætlum við að stuðla að miklu
betra sambandi við nemendur,
því að það er það sem þarf í fjar-
kennslu til að tryggja árangur.
Erlendar rannsóknir sýna fram á
það,“ segir Guðrún.
Þá er í athugun tölvunotkun í
fjarskiptum og þar er aðallega
verið að hugsa til sjómannanna
sem hafa aðgang að slíkum tækj-
um. Talsverður hópur sjómanna
stundar nám við skólann, mest í
siglingafræði, en einnig í tungu-
málum. „Okkur langar til að geta
farið af stað með eitthvað nýtt á
afmælisárinu okkar. Fulltrúi
Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins í stjórn skólans hefur
sýnt þessu mikinn áhuga og er að
vinna í því, en þetta tekur allt
langan tíma.“
Enn ein nýjung í starfsemi
Bréfaskólans er námskeið í ís-
lensku fyrir útlendinga og eru
nemendur m.a. í Kanada og
Júgóslavíu. Námskeiðið, sem er
fyrir byrjendur, hófst seint í haust
en nemendafjöldinn er þegar
orðinn um 30 manns, og alltaf að
stækka.
Guðrún segir að Stofnun Sig-
urðar Nördals við Háskóla Is-
lands hafi verið iðin við að kynna
námskeiðið úti í heimi og einnig
hefur það verið kynnt í blaði ís-
lendinga í Kanada, Lög-
bergi-Heimskringlu.
A næsta leiti er síðan námskeið
í hagnýtri sálarfræði fyrir byrj-
endur, sem Guðfinna Eydal sál-
fræðingur er að vinna að.
Nám í Bréfaskólanum skiptist í
þrjá þætti, grunnskólanám, fram-
haldsskólanám, og starfsnám,
þar sem reynt er að koma til móts
við þarfir meðlima aðildarfélaga
skólans. Auk þess veitir skólinn
almenna fræðsiu af ýmsu tagi, svo
sem námskeið í bókmenntum og
tungumálum. Hægt er að stunda
nám í flestum tungumálum ná-
lægra landa í hinum eiginlega
bréfaskóla, auk þess sem boðið
er upp á sjálfsnám í fjarlægari
tungumálum, eins og arabísku og
kínversku. í slíku sjálfsnámi fá
nemendur kennslugögn með
æfingum, en senda ekki úrlausnir
sínar inn til skólans.
Nokkur fjölgun hefur orðið á
nemendum Bréfaskólans. Á síð-
asta ári innrituðust rúmlega 900
manns, nokkrum tugum fleiri en
árið þar á undan. Námskeiðin
kosta frá fimm þúsund upp i ell-
efu þúsund krónur. Og eins og
nærri má geta er meirihluti nem-
enda utan af landsbyggðinni.
Guðrún Friðgeirsdóttir skóla-
stjóri segir að rekstur skólans hafi
tekið allnokkrum breytingum
undanfarið eitt og hálft ár, m.a.
með tilkomu samstarfs við
fræðsluvarpið, þótt það liggi nú
niðri að sinni.
„Þar fengum við dýrmæta
reynslu í þáttagerð og hefur það
Guðrún Friðgeirsdóttir, skólastjóriBréfaskólans:Skólinnætlar
að koma á betra sambandi vtð nemendur skólans til að stuðla
að betri árangri. Mynd: Jim Smart.
stuðlað að mikilli kynningu á segir Guðrún Friðgeirsdóttir,
skólanum. Og það er erfitt að skólastjóri Bréfaskólans.
meta hversu mikils virði hún er,“ -gb
Föstudagur 19. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9