Þjóðviljinn - 19.01.1990, Blaðsíða 6
h að var heitt í kolunum í Ris-
r inu, fundarsölum Alþýðu-
bandalagsins við Hverfisgötu á
miðvikudagskvöldið. Fáir
fundarmenn af 160 tóku hins veg-
ar eftir því að götur Reykjavíkur
urðu um stund ófærar af snjó,
meðan þeir ræddu um færar
leiðir til að steypa „spilltu flokks-
veldi Sjálfstæðisflokksins", eins
og það var orðað í tillögum sem
aldrei komust þó til atkvæða-
greiðslu. Tillögurnar eru allar
birtar hér annars staðar á síðunni
Fyrst var lögö fram tillaga á
vegum 5 Birtingarfélaga um að
leita samstarfs við hina minni-
hlutaflokkana í borgarstjórn og
aðra áhugamannahópa um borg-
armál. Framsögumaður hennar
var Kristín Á. Ólafsdóttir, borg-
arfulltrúi Alþýðubandalagsins,
en aðrir flutningsmenn Ffrafti
Jökulsson, Einar Valur Ingi-
mundarson, Kristrún Guð-
mundsdóttir og Gunnar H.
Gunnarsson.
Álfheiður Ingadóttir lagði
fram breytingatillögu, að mörgu
leyti í sama anda, en þar var
sleppt upptalningu á æskilegum
samstarfsaðilum og hugmynd um
sameiginlegt prófkjör. En hvor-
ug þessara tillagna kom til at-
kvæðagreiðslu. Felld var með 72
atkv. gegn 55 tillaga Sigurjóns
Péturssonar um að vísa þeim til
stjórnar, en samþykkt með 78
atkv. gegn 66 tillaga Ragnars
Stefánssonar og Guðmundar Al-
bertssonar um að reyna að
„...sameina alla íhaldsandstæð-
inga“, en fresta ákvörðunum til
næsta fundar „...eða þar til form-
leg beiðni þar að lútandi helldur
borist ABR“. Reyndar þurfti að
greiða atkvæði tvívegis um til-
löguna, vegna þess að nokkrir
fundarmanna báru brigður á að
rétt væri talið í fyrra sinnið. Staf-
aði það m.a. af því að atkvæði
greiddu 20 fleiri en um tillögu
Sigurjóns.
- Leyfið ekki þessu fólki að
hleypa fundinum upp! hrópaði
Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta-
fræðingur, í uppnáminu í fundar-
byrjun, þegar Steinar Harðarson
fundarstjóri átti fullt í fangi með
að hemja áhuga þátttakenda á
röðun dagskrárliða og kjörgengi
viðstaddra. Uggur Ragnars og
fleiri félaga í ABR um að Birting
ætlaði sér að kljúfa flokkinn
þama eða skapa ringulreið,
reyndist þó misskilningur. Heitar
sannfæringarræður beindust
flestar að sama markmiðinu:
Leiðum til að ná sem bestum ár-
angri við að breyta áherslum í
stjórn Reykjavíkur.
Birtingarmenn létu í ljós óá-
nægju með tillögur ABR um full-
trúa í kjörnefnd og sögðu listann
einlitan. Lögðu þeir síðar fram
önnur nöfh, en í miðjum klíðum
var kosning stöðvuð síðar um
nóttina, vegna alvarlegra galla á
kjörseðlimim, þar vantaði nafn,
eitt var tvítekið og Gísli Gunnars-
son var rangfeðraður.
300 þús. króna
ávísun og
milljón Össurar
Verkefni fundarins var, auk
umfjöllunar um borgarmál eftir
framsögu Sigurjóns Péturssonar,
kosning kjömefndar vegna
sveitarstjórnarkosninga og kosn-
ing fulltrúa frá ABR í miðstjórn
flokksins. Stælur og frammíköll
gleyptu drjúgan tíma í upphaf-
inu. Stjóm ABR lagði til að yrði
gengið til kosninganna strax, en
fiindurinn samþykkti dagskrártil-
lögu Kristínar Á. Ólafsdóttur um
að geyma þær þangað til umræð-
um væri lokið. Öfugt við það sem
tíðkast á löngum fundum fjölgaði
síðan fundarmönnum stöðugt
eftir því sem leið á hann, bæði úr
Birtingu og ABR, enda voru
símar óspart notaðir.
Mikill ágreiningur kom fram
um það, hverjir hefðu kosninga-
rétt á fundinum. Bæði Guðrún
Helgadóttir og Reynir Ingibjarts-
son buðust til að lána viðstöddum
fyrir skuldföllnum félagsgjöldum
og reiddi Reynir síðan fram 300
þús. kr. ávísun þessu til staðfestu.
Já segja Páll Halldórsson, Svavar Gestsson, Hallur Páll Jónsson, Sigurjón Pétursson og fleiri, en Össur
Skarphéðinsson og fleiri Birtingarfélagar kæra sig kollótta.
Myndir: Kristinn
Fært eða ófært?
Er núna lag fyrir breiða samfylkingu til að fella Sjálfstæðisflokkinn í
Reykjavík? Snarpar umræður til tæplega 2 að morgni um framboðs-
mál á fjölmennum fundi ABR. Samþykkt með 78 atkv. gegn 66 að
fresta ákvörðun til næsta fundar. Sterk krafa um forystu Alþýðu-
bandalagsins
Ólafur H. Torfason skrifar
En illa launa kálfar ofeldið, því sú
hneisa varð opinber í fundarlok,
að nafn Reynis vantaði á kjör-
seðilinn og varð hann m.a. ógild-
ur af þeim sökum.
Össur Skarphéðinsson skaut
því að lengst aftan úr sal að hann
væri ábyrgðarmaður að 1 milljón
króna vegna Alþýðubandalags-
ins og mótmælti því sem lögleysu
að kosningaréttur manna væri
allt í einu takmarkaður vegna
einhverra skulda með óljósum
gjalddögum.
Ræða Sigurjóns
Péturssonar
Sigurjón benti á að Sjálfstæðis-
flokkurinn eyddi fjármunum
borgarinnar í pjatthús sem stæðu
utan skylduverkefna sveitarfé-
laga, meðan óleystar væru þarfir
foreldra með ung börn, þarfir
aldraðra og margs konar önnur
velferðarmál. Davíð splæsir í
Auðkúlu, Viðeyjarstofu, ráðhús
og bílageymslur, en á meðan
lengist biðtími hjá Félags-
málastofnun, þörfum fyrirdag-
vistir er ekki sinnt, skortur er á
leiguíbúðum og æskulýðs-
heimilum. Aðstreymi fólks til
höfuðborgarinnar er ekki mætt,
öryggi gangandi vegfarenda ekki
sinnt.
Sjálfstæðismenn stjórna því að
Reykjavíkurborg eyðir á hverju
ári einum milljarði í verkefni
utan skylduverkefna, en greiðir
samt lægst laun allra sveitarfé-
laga, en kastar samt 3,2
milljörðum króna í ráðhús, snún-
ingshús og bílapakkhús. Árið
1990 vilja Sjálfstæðismenn eyða
580 milljónum í ráðhúsið, en 150
milljónum í dagheimili fyrir
börn. í árslok 1990 er fram-
reiknaður kostnaður við ráðhús-
ið kominn upp í 1,7 milljarða.
Sigurjón lýsti hvemig áhrif
kjörinna fulltrúa Reykjavíkur
hafa stöðugt minnkað, meðan of-
ríki meirihlutans og borgarstjóra
eykst. „Það er embættismanna-
flokkurinn sem ræður ríkjum,
einn flokkur, einn foringi, einn
vilji_“ Sigurjón rakti síðan
hugmyndir um sameiginlegt
framboð gegn Sjálfstæðisflokkn-
wn frá 1973. Hann skýrðifrá því
að samstarf fhaldsandstæðinga í
Kristín Á. Ólafsdóttir, í ræðustól,
mælti fyrir róttækustu tillögunni,
um að hefja víötækt samfylking-
arframboð. Nær sitja Steinar
Harðarson, fundarstjóri, og Stef-
anía Traustadóttir, formaður
ABR.
borgarstjórn væri mjög gott og
fyrir 6 mánuðum hefði verið rætt í
alvöru í öllum stofnunum minni-
hlutaflokkanna um samfylkingu í
vor. Eftir ágreining um skóla-
stjórastöðu í Ölduselsskóla hefði
Alþýðuflokkurinn bakkað út,
sföan Kvennalistinn og Fram-
sóknarflokkurinn á öðrum for-
sendum.
Sigurjón sagði að þeir sem
hyggðust fá að láni í vor ónotaðar
kosningavélar íhaldsins á vegum
Borgaraflokksmanna eða Alþýð-
uflokksins stefndu í ógæfu. Sigur-
jón sagðist andvígur því að reyna
aftur að ná samkomulagi um
framboð, nú ætti að bjóða fram
hreinan G-lista að venju ,,..og
fylkja öllu okkar liði til sigurs í
vor“.
Birtingarmenn
boða samfylkingu
Hrafn Jökulsson kom í ræðu-
stól oftar en einu sinni og hélt
nokkuð kynngismitaðar ræður
i um kosti samfylkingar. Gerði
hann stólpagrín að þeirri trú að
Sjálfstæðisflokkurinn væri nú
„logandi hræddur“ við að AI-
þýðubandalagið bjóði fram „eitt
og sterkt" og felli Davíð. Hrafn
sagði að nú væri tækifærið til sam-
fylkingar, en kosning kjör-
nefndar gæti eyðilagt allt. Eftir
umræður í allan vetur með
flokksfólki og öðru utan flokka
sæi hann engan málefnaá-
greining. Alþýðubandalagsfólk
ætti að íhuga að standa að fram-
boði sem getur fengið nýtt fólk til
liðs við sig.
Haraldur Jóhannsson hafði sig
talsvert í frammi á fundinum,
bæði með dagskrártillögum,
gagnrýni á fundarstjórn og ræð-
uflutning. Hann sagði regindjúp
milli stefnu Alþýðubandalagsins
og Alþýðuflokksins í afstöðunni
til Evrópusamvinnunnar. Þessir
flokkar gætu vart starfað saman.
Haraldur saknaði sterkara svip-
móts á höfuðborginni og hældi
snúningshúsi á hitaveitutönkum.
Hann lagði síðan til að borginni
væri skipt í nokkur bæjarhverfi
með undirborgarstjórum. Loks
vildi hann láta lagfæra turn Dóm-
kirkjunnar.
Guðmundur Auðunsson vakti
athygli á að stjómmálaflokkur
væri bara tæki, og róttækir sósíal-
istar vaxtarbroddur í baráttunni.
Róttækasta leiðin í dag væri að
bjóða fram einn lista, einn val-
kost, nýjan, ferskan, með Al-
þýðubandalagið í fararbroddi.
ATH.: í laugardagsblaði Þjóð-
viljans verður gerð grein fyrir
ræðum annarra fundarmanna og
niðurstöðum fundarins.
Tillaga Birtingarmanna
sem ekki kom til atkvæða
en var vísað til næsta fé-
lagsfundar ABR
Drög að ályktun á fundi ABR 17.
1. 1990
Félagsfundur ABR, haldinn
17. janúar 1990, fagnar fram-
komnum áhuga á sameiginlegu
framboði lýðræðisafla gegn
spilltu flokksveldi Sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn Reykjavík-
ur. Alþýðubandalagsmenn hafa
bæði nú og áður lýst sig reiðu-
búna að reyna slíka leið í
borgarstjórnarkosningum, og
tekur fundurinn undir þær álykt-
anir og erindi sem félaginu hafa
borist í þeim anda að undan-
förnu. ABR er reiðubúið að gera
það sem í valdi félagsins stendur
til að öflugt samfylkingarframb-
oð verði að veruleika í vor.
Félagsfundur ABR leggur til
að við gerð málefnasamnings
fyrir slíkt framboð verði lagðar til
grundvallar þær áherslur sem ein-
ing hefur skapast um í farsælu
samstarfi lýðræðisflokkanna í
borgarstjórn á kjörtímabilinu.
ABR telur koma til greina að
frambjóðendur á sameiginlegan
lista verði valdir í almennu próf-
kjöri, þar sem þátt tækju bæði
félagar í þeim stjórnmála-
samatökum sem framboðinu
tengjast og yfirlýstir en óflokks-
bundnir stuðningsmenn fram-
boðsins.
Fundurinn felur kjörnefnd að
fylgja þessu máli eftir í viðræðum
við fulltrúa Birtingar, stjórn
Fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélag-
anna í Reykjavík, óflokksbundna
áhugamenn um sameiginlegt
framboð í Reykjavík og önnur
samtök sem áhuga hafa. Fundur-
inn leggur áherslu á að í þeim
viðræðum sé reynt að hafa Fram-
sóknarmenn og Kvennalistakon-
ur með í ráðum, því að mikilvægt
er að grundvöllur sameiginlegs
framboðs fyrir breyttri og betri
borgarstjórn verði sem allra öfl-
ugastur.
Kristín Á. Ólafsdóttir
Hrafn Jökulsson
Einar Valur Ingimundarson
Kristrín Guðmundsdóttir
Gunnar H. Gunnarsson
Aths. Þjóðviljans: Stefanía
Traustadóttir, formaður ABR,
tók það fram á fundinum, að
andstætt því sem fram kemur í
tillögum Birtingarmanna og Álf-
heiðar Ingadóttur, höfðu ABR
ekki borist fyrir fundinn neinar
„ályktanir og erindi" eða önnur
tilmæli frá nokkrum aðilum
vegna borgarstjórnarkosninga í
vor.
Breytingartillaga Álfheiðar
Ingadóttur, sem ekki kom til
atkvæða, en var vísað til
næsta félagsfundar ABR
Fyrstu 2 málsgreinar í tillögu
Álfheiðar voru samhljóða tillögu
Birtingarmanna og enduðu á orð-
unum: „...verði lagðar til grund-
vallar þær áherslur sem eining
hefur skapast um í farsælu sam-
starfi minnihlutaflokkanna í
borgarstjórn á kjörtímabilinu.“
Síðan sagði í tillögu Álfheiðar:
ABR mun sjálft velja fram-
bjóðendur félagsins til setu á G-
lista eða af sameiginlegum lista ef
af verður, með almennri at-
kvæðagreiðslu meðal félags-
manna.
Fundurinn felur stjórn félags-
ins í samráði við kjörnefnd að
fylgjast með framvindu þessa
máls og fylgja þessari samþykkt
eftir í viðræðum við aðra flokka.
Fundurinn leggur áherslu á að
reynt verði til þrautar að sameina
krafta allra andstöðuflokka
íhaldsins í Reykjavík og einnig
þeirra sem standa utan flokka,
þannig að grundvöllur sameigin-
legs framboðs fyrir breyttri og
betri borgarstjórn verði sem allra
öflugastur.
Álfheiður Ingadóttir
Tillagan sem var samþykkt
Félagsfundur Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík leggur áherslu
á að þegar verði hafinn málefna-
legur og skipulagslegur undir-
búningur framboðs Alþýðu-
bandalagsins í borgarstjómar-
kosningunum í vor. Jafnframt lýsir
ABR yfir að það mun áfram
vinna að því að sameina alla
íhaldsandstæðinga í þessum
kosningum.
Framkominni tillögu um við-
ræður um samfylkingarframboð
verði vísað til næsta félagsfundar
eða þar til formleg beiðni hefur
borist ABR.
Ragnar Stefánsson
Guðmundur Albertsson
Tillagan var tvisvar borin undir
atkvæði, vegna brigða sem borin
voru á fyrstu talningu. Fyrra sinn-
ið var hún samþykkt með 84:61,
en í síðari umferð með 78:66.
fi SÍÐA - NÝTT HBLGARBLAÐ Föstudagur 19. janúar 1990